Morgunblaðið - 15.06.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 15.06.2022, Síða 6
VIÐTAL Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Sigrún Sigurðardóttir þurfti þrisvar sinnum að fara með 26 ára dóttur sína fárveika á bráðamóttöku Land- spítalans, áður en samþykkt var að athuga hvort hún væri með heila- himnubólgu, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað beðið um það. Hún segir að ekki hafi verið hlustað á sig og að álag á spítalanum dugi ekki sem af- sökun. Veikindi dóttur hennar byrjuðu 26. maí sl. með uppköstum og mikl- um höfuðverk. Hinn 30. maí var síð- an farið með hana á bráðamót- tökuna en þá var hún með svo mikinn höfuðverk að hún kastaði ítrekað upp. Að sögn Sigrúnar var hún frá af verkjum. Þegar á bráðamóttökuna kom, spurði maður Sigrúnar hvort dóttir þeirra gæti fengið forgang, enda væri hún mikið veik og með tveggja mánaða gamalt barn sitt á brjósti. Því var neitað og þau vissu ekki hvað hún átti að bíða lengi. „Hún treysti sér engan veginn til að vera þarna og fór heim aftur fárveik,“ segir Sigrún. Þeim var síðan sagt að hringja í sjúkrabíl ef hún skyldi versna. Þurfti að ganga út í sjúkrabíl Fimmtudaginn 2. júní varð hún mikið veik, uppköstin mikil og var- hún frá af höfuðverk. „Þegar við komum til hennar lá hún í gólfinu, búin að kasta upp og maðurinn hennar í áfalli,“ segir Sigrún og bæt- ir við að þau hafi hringt á sjúkrabíl sem hafi síðan mætt en ekki tekið með sér börur, því hún ætti að ganga út í bíl. Bendir Sigrún á að fjóra hafi þurft til að styðja hana út í bílinn því hún hafi varla getað geng- ið og kastað upp alla leið út í bílinn. „Ég upplifði eins og það væri verið að gera lítið úr því að það væri verið að hringja í sjúkrabíl en ég hefði aldrei gert það nema af því hún var það veik,“ segir Sigrún. Á bráðamóttökunni segir Sigrún við lækni að hún haldi að dóttir hennar sé með heilahimnubólgu. Henni er svarað að það séu ekki miklar líkur á því, fyrst hún sé búin að vera svo lengi veik. „Svo er henni ekkert sinnt. Við hjúkrum henni á meðan hún kastar upp og það kemur enginn hjúkrun- arfræðingur að hjálpa henni. Því þeir hafa greinilega ekki tíma til þess,“ segir Sigrún. Þeim er síðan vísað inn í stórt her- bergi þar sem þau máttu vera, fyrst hún var í fylgd með foreldrum sín- um. Herbergið hafi ekki verið hægt að manna og lágu því aðrir sjúkling- ar á ganginum. Þegar læknir kom loks segir Sig- rún að hún hafi aftur sagst vera hrædd um að dóttir hennar væri með heilahimnubólgu og aftur var ekki hlustað á hana. Síðan var hún greind með mígreni út frá mynda- tökum og henni sagt að blóðprufur bentu ekki til þess að hún væri með heilahimnubólgu. Sigrún var svo hjá dóttur sinni yf- ir nóttina. „Ég var hjá henni alla nóttina. Hún kastaði stöðugt upp, alltaf jafn fárveik og hálfpartinn út úr heiminum.“ Dóttirin hafi svo ver- ið send heim um morguninn en verkirnir ekki lagast þegar heim var komið. Verkjalyfin virkuðu ekki og höfuðverkurinn enn jafn slæmur. Með brjóstapumpu á bráðamóttöku Hinn 9. júní fór Sigrún með dótt- ur sína á bráðamóttökuna í þriðja sinn. Hún var þá með hausverk, uppköst og jafn fárveik og áður. Upphaflega átti ekki að hleypa Sig- rúnu með henni inn á deildina en hún fékk loks að fara með henni því dóttir hennar þurfti aðstoð við að mjólka sig með brjóstapumpu. „Hún var fárveik og enginn að sinna henni nema ég. Ég ákvað bara að ég er komin hérna inn og fer ekki héðan út fyrr en ég fæ að vita hvað er að henni. Hún gat ekki meðtekið neitt sem læknarnir sögðu. Ég brast aftur í grát, að niðurlotum komin að horfa á hana svona veika,“ segir Sig- rún, sem segist þá hafa spurt í enn eitt skiptið hvort ekki væri hægt að athuga hvort hún væri með heila- himnubólgu. Enn töldu læknarnir litlar líkur á því svo það var ekki gert. „Það er alveg áhætta af því að taka mænustungu en það er það eina sem virkar til að greina heila- himnubólgu. Átti ég bara að bíða eftir því að hún dæi? Gátu þeir ekki tekið eina stungu af henni?“ spyr Sigrún. Loks fékkst taugalæknir til að taka mænustungu. Kom þá loks í ljós að um heilahimnubólgu var að ræða. Börðust fyrir greiningunni „Mér finnst alvarlegast að við höf- um þurft að berjast svona mikið fyr- ir því að fá þessa greiningu og berj- ast fyrir því að fá að vera með henni þarna inni, fárveikri. Þetta er ekki fótbrot, þetta er höfuðið og þá hef- urðu allt aðrar áhyggjur þegar þú horfir á dóttur þína í móki. Ég vissi ekki á tímabili hvort hún væri sof- andi eða meðvitundarlaus.“ Mikið hefur verið fjallað um álag á spítalanum síðustu misserin en Sigrún bendir á að það sé ekki alltaf hægt að skýla sér á bak við mikið álag. Það sé alveg eins hægt að at- huga með heilahimnubólgu eins og að senda fólk í myndatöku. „Þú get- ur ekki alveg afsakað þig með álagi.“ Aðspurð segir Sigrún að sig langi að kvarta til landlæknis en hún hafi ekki trú á því að það breyti neinu. „Ég hef ekki trú á þessu kerfi,“ seg- ir hún og bætir við að eftir þessa reynslu hafi hún hugsað að hún þyrfti helst að læra hjúkrunarfræði til að sinna börnunum sínum ef þau skyldu veikjast. Fárveik heim af bráðamóttöku - Send tvívegis heim með það sem reyndist vera heilahimnubólga - Upplifði ítrekað að ekki væri verið að hlusta á hana - Ranglega greind með mígreni - Ekki alveg hægt að afsaka sig með álagi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttakan Seint og illa gekk að fá greiningu og þurftu mæðgurnar þrisvar að leita á bráðamóttökuna. Þrisvar á spítala » Veikindi dótturinnar byrjuðu 26. maí. » Hinn 30. maí var fyrst farið á bráðamóttöku. » 2. júní var hún send heim og talið að hún væri með mígreni. » Í þriðju heimsókninni 9. júní var loks greind heilahimnu- bólga. 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík KARÍBAHAF 17.-29. nóvember Verð frá kr. 495.000 á mann í 2ja manna inniklefa með PREMIUM ALLT INNIFALIÐ ORLANDO - COZUMEL - COSTA MAYA - ROATÁN - HARVEST CAYE ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT PREMIUM ALL INCLUSIVE 8 sæti laus Tveir ferðamenn urðu innlyksa upp við klett í Reynisfjöru í gær á háflóði. Útkall barst um fimmleytið og fóru lögreglan og björgunarsveitir á Suð- urlandi á vettvang. Ekki var hægt að komast að ferðamönnunum og voru þá aðstæður kannaðar með drónum. Talið var að ferðamennirnir væru á öruggum stað og var því ákveðið að bíða skyldi eftir því að fjara myndi út. Um klukkan tíu í gærkvöldi kom- ust svo björgunarmenn að fólkinu og náðu að bjarga því, en verið var að koma ferðamönnunum í öruggt skjól til aðhlynningar þegar Morgunblað- ið fór í prentun. „Þau eru eitthvað blaut enda búin að bíða þarna í einhvern tíma en að öðru leyti voru þau ekkert slösuð. Það verður hlúð að þeim núna,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Banaslys varð í Reynisfjöru á föstudaginn og á laugardaginn lenti fólk í hremmingum í flæðarmálinu. anton@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reynisfjara Fjaran er vinsæl meðal ferðamanna en mannskæð slys virðast fylgja auknum ferðamannastraumi í fjöruna. Banaslys varð þar á föstudag. Ferðamenn inn- lyksa í Reynisfjöru - Bíða þurfti eftir fjöru til að komast að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.