Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 10
VIÐTAL Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Ég vil fullvissa Íslendinga um að bandaríski sjóherinn og ríkisstjórn Bandaríkjanna kunna að meta Ís- land sem samstarfsaðila og banda- mann. Áframhaldandi tímabundnar aðgerðir okkar með P-8-vélum telj- um við mjög mikilvægar og vonum að þær geti haldið áfram,“ segir Michael Gilday, aðgerðastjóri bandaríska sjóhersins, er hann er spurður hvert helsta markmið hans sé með heimsókninni til Íslands. Boeing P-8 (Poseidon) flugvélar bandaríska sjóhersins eru sérbúnar fyrir leit að kafbátum og hafa verið í tímabundnum aðgerðum á Íslandi undir merkjum NATO undanfarin ár. Vélarnar koma með reglulegu millibili en samanlagt er um að ræða um hálft ár á ári hverju, en fyrir fá- einum árum komu þær í rúman mánuð. Gilday segir alveg ljóst að umfang aðgerða bandaríska sjóhersins hér á landi sem og á öðrum svæðum á norðurslóðum hafi aukist frá árinu 2018. „Ég sé fyrir mér þá þróun halda áfram. Viðvera okkar á norð- urslóðun mun halda áfram, en við erum ekki með áætlanir um upp- byggingu varanlegra bækistöðva.“ Koma Gildays þykir áberandi merki þess hve mikilvæg öryggis- og varnarmál á norðurslóðum eru orðin fyrir Bandaríkin en hann er æðsti embættismaður bandaríska sjóhersins, þó hann sé ekki yfirmað- ur hans. Hlutverk Gildays er fyrst og fremst rekstrarlegs eðlis og varðar ráðstöfun fjármagns og mannafla. Embættið felur í sér að hann að- stoðar flotamálaráðherra Banda- ríkjanna og á sæti í herforingja- ráðinu (e. Joint Chiefs of Staff). Þá er hann auk þess ráðgjafi þjóðarör- yggisráðs, heimavarnarráðs, varn- armálaráðherra og forseta Banda- ríkjanna. Athyglin beinist ekki annað Á síðustu árum hefur Kína sýnt mikla ásælni í hafsvæði í Suður- Kínahafi sem og gert tilkall til ým- issa svæða annarra ríkja auk Taív- ans. Jafnframt hefur Kína gert samning við Salómóneyjar um bæki- stöðvar fyrir sjóher sinn sem fer ört vaxandi. Þessi þróun hefur kallað á auknar aðgerðir í þágu siglingafrels- is (e. Freedom of navigation opera- tions) af hálfu bandaríska sjóhersins og bandamanna þeirra. Spurður hvort ástæða sé til að ætla að athygli Bandaríkjanna á Kyrrahafinu kunni að verða á kostn- að vaxandi athygli á norðurslóðum segir Gilday svo ekki vera. „Mikil- vægt er að langar viðskiptaleiðir milli Evrópu og Asíu munu breytast á komandi 20 til 25 árum og ég reikna með því að við munum sjá mun meiri skipaumferð á þessu svæði. Eitt mun ekki breytast og það er mikilvæg lega þessarar eyju. Það mun aukast samkeppni á þessu svæði, ekki bara vegna viðskipta- leiða heldur einnig vegna náttúru- auðlinda.“ Á undanförnum misserum hefur verið unnið að viðhaldi og uppfærslu bygginga og innviða á öryggissvæð- inu á Keflavíkurflugvelli, meðal ann- ars fjárfest í stærri gistiaðstöðu og viðhaldi sinnt á steyptum flugskýl- um fyrir orrustuþotur. Gilday kveðst meðal annars hafa sótt Ís- land heim til þess að geta í eigin persónu séð þau verkefni sem eru í gangi hvað þetta varðar, en ekki síð- ur meta og kortleggja hver þörfin sé á frekari uppfærslu innviða á örygg- issvæðinu. „Fyrst og fremst að meta hvað þarf til að viðhalda þessum stað sem rekstrarhæfum herflug- velli fyrir æfingar og raunverulegar aðgerðir.“ Hrifinn af fjölbreytni LHG Gilday kveðst hafa fundað með Georg Lárussyni, forstjóra Land- helgisgæslunnar, síðdegis í gær og fengið tækifæri til að skoða innviði hennar. Meðal umræðuefna var hvernig hægt væri að efla samstarf Landhelgisgæslunnar og banda- ríska sjóhersins, meðal annars á sviði leitar og björgunar með því að útvíkka þjálfun og æfingar. „Ég var mjög hrifinn af því sem ég sá hjá Landhelgisgæslunni, ekki bara faglegri hæfni þeirra heldur líka hve fjölbreyttur mannauðurinn er með tilliti til þess hve margar konur voru þar starfandi og í ábyrgðarstöðum þar sem þær hafa áhrif,“ segir hann. Vaxandi hernaðarumsvif næstu ár - Æðsti embættismaður bandaríska sjóhersins gerir ráð fyrir að umsvif hernaðaraðgerða fari vaxandi - Vilja að kafbátaleitaraðgerðir haldi áfram - Ísland mikilvægur samstarfsaðili og bandamaður Morgunblaðið/Eggert Varnir Michael Gilday telur mikilvægt að P-8-vélar haldi áfram að koma til Íslands í tímabundnar aðgerðir. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Eyþór L. Arnalds er nýhættur í borgarstjórn Reykjavíkur, en hann hefur alls ekki misst áhugann á stjórnmálum. Hann er gestur í Dag- málum í dag, streymi Morgunblaðs- ins á netinu, sem opið er öllum áskrif- endum. „Þetta er ekki heppilegt fyrir borg- arbúa,“ segir Eyþór um meirihluta- myndunina. „Dagur gat valið milli þess að hlusta á úrslit kosninga eða tjasla saman meirihluta og hann velur alltaf völdin. Það er hans helsta mál. Það er öllu tjaldað til til þess að halda völd- unum.“ Þýðir eitthvað að fást um það? „Ég held að það sé betra fyrir borgarbúa, venjulegt fólk, að það sé hlustað á þeirra þarfir, en það sé ekki verið að berjast um borgarstjórnina eins og hún sé eitthvert vígi í stríði,“ segir Eyþór. Kjósendur hunsaðir „Þarna eru skilaboð frá kjósendum um breytingar. Framsókn vinnur klárlega stóran kosningasigur út á breytingar. Þá eiga borgarfulltrúar, allir helst, að hlusta á þau skilaboð. Bæði framsóknarmenn, þeir eiga að taka það alvarlega að þeir voru kosn- ir til þess að breyta, en ekki síður Samfylkingin sem tapar miklu aftur og aftur. Hún á líka að horfast í augu við það.“ Hann teldi eðlilegt að Samfylk- ingin hefði annaðhvort látið meiri- hlutasamstarf vera í ljósi fylgistaps eða viðurkennt að ekki væri ánægja með verk meirihlutans og því þyrfti að hlusta á þær breytingar sem kjós- endur Framsóknar og Sjálfstæðis- flokksins hefðu kallað eftir. „Það hefðu átt að sjást í [sam- starfssáttmála meirihlutans] ein- hverjar breytingar. Ég sé ekki held- ur mikið um mælanleg markmið, þau eru ekki skýr. Framsókn talaði í kosningabaráttunni mjög skýrt um þrjú þúsund íbúðir á ári, sem er þre- falt meira en gert er ráð fyrir í aðal- skipulagi. Í þessu plaggi er ekki talað um þrjú þúsund íbúðir, heldur þús- und íbúðir á ári, af því að það er það sem er í gamla skipulaginu.“ Framsókn mistókst að breyta Hann segir meirihlutasam- komulagið bera mjög veik merki Framsóknar, þar sé næturstrætó og frítt í sund fyrir börn, en ekki mikið meira. „Stóru pólitísku málin eru húsnæð- ismál, samgöngumál, leikskólamál og grunnskólamál. Ég sé ekki neina stefnubreytingu í þessu. Ef þau gera ekki meira en segir í málefnasáttmál- anum, þá hefur Framsókn mistekist að koma fram breytingum.“ En átti Einar Þorsteinsson ein- hvern annan kost? „Ef Framsókn hefði einfaldlega sagt að þau vildu ekki þennan kost, þá hefði hann ekki verið í boði heldur og menn hefðu þurft að hugsa upp á nýtt. Ég held að menn hafi verið full- fljótir á sér við að taka þessa útilok- unarpólitík alvarlega.“ Er skynsamlegt að skipta um borgarstjóra eftir 18 mánuði? „Það er skynsamlegt fyrir þann sem er á útleið. En þeir geta verið dýrkeyptir, því ef engu er breytt á fyrstu 18 mánuðunum er erfitt að koma nokkru í verk eftir það.“ Einar mun litlu breyta á 30 mánuðum eftir Dag - Eyþór Arnalds segir Framsókn hafa mistekist að breyta Dagmál Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti sjálfstæðismanna, segir að ekki sé von á miklum breytingum í borginni hjá meirihlutanum. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.