Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stríðsklukkan
tifar enn í
Úkraínu og
enn er ekki ljóst
hverjum sú
klukka glymur áð-
ur en yfir lýkur.
Rússlandsher
seiglast áfram
miskunnarlaus inn á annarra
manna landsvæði og ástkæra
fósturmold. Þar er engu eirt,
hvorki mannslífum né menn-
ingararfleifð. Svo virðist það
orðið sjálfstætt hernaðar-
markmið að skilja eftir sviðna
jörð og sviðin bein.
Í okkar heimshluta hefur
afstaða almennings til
óvæntrar og ómannúðlegrar
orrahríðar aldrei farið á milli
mála.
Öflugur stuðningur hefur
hvarvetna verið yfirgnæfandi
við það að úkraínsku þjóðinni
yrði veittur allur sá atbeini
sem má, þótt flestir í þeim
hópi séu einnig sammála um
að bein þátttaka í styrjöldinni
sé utan þeirra marka, geti
leitt til enn skefjalausari
hernaðar og jafnvel ógnað
heimsfriðnum.
Leiðtogar Úkraínu gera sér
glögga grein fyrir þessu. Þeir
hafa því einkum lagt ofur-
þunga á tvennt. Í fyrsta lagi
að hernaðarlegur stuðningur
í vopnum og tæknibúnaði
verði eindreginn og hraður,
enda sé þar um líf og dauða að
tefla. Hins vegar að full heil-
indi verði sýnd í útfærslu og
framkvæmd hinna „umfangs-
miklu efnahagsþvingana“
sem leiðtogar Vesturlanda
hafi lofað.
Nú er svo komið að geta
sumra ríkja Austur-Evrópu
er því sem næst á þrotum.
Um leið eru merki um að vilji
til áframhaldandi vopnafyrir-
greiðslu frá ríkjunum tveim-
ur, sem helst hafa útvegað tól
af því tagi, Bandaríkjunum og
Bretlandi, sé ekki sá sami og
áður.
Bæði hefur Rússum tekist
betur en áður að skaða vopna-
sendingarnar, svo minni hluti
þeirra kemst í réttar hendur
en áður, en eins eru engar
vopnageymslur ótæmandi,
jafnvel ekki hjá öflugasta her-
veldi heimsins.
Um tíma voru blásnar upp
fréttir eða fullyrðingar sér-
fræðinga um að varnarlið
Úkraínu ætti orðið raunveru-
lega sigurvon í styrjöldinni.
Úr munni hinna bjartsýnustu
hét það að stjórnin í Kænu-
garði væri komin á sigurbraut
og væri nú líklegri til að
standa uppi sem sigurvegari.
Vel má vera að ár-
angur varna og
gagnsókna hafi á
stöku stað rétt-
lætt slíkt mat og
hafi um hríð
stappað stáli í ör-
þreytt varnarliðið.
En síðustu daga
hafa flestar fréttir af því tagi
dregið verulega úr fyrr-
nefndum vonum, þótt Úkra-
ínuher verjist enn hetjulega
og herfræðingar segi þá skipa
liði sínu af meiri hyggindum
en Rússar, sem reiða sig á
fjölda og mátt fremur en gæði
og gætni.
Við bætist að á sama tíma
hefur verið upplýst, að sumar
öflugustu þjóðir ESB hafi,
þvert á allt tal um stór-
brotnar efnahagsþvinganir,
pantað og greitt Rússum
gríðarlegar fjárhæðir fyrir
orku. Fréttir að austan bera
með sér, að enn sem komið er
verði ekki séð að ákvarðanir
um efnahagsþvinganir hafi
breytt miklu um efnahags-
lega stöðu Rússlands eða hafi
þrengt að fólki þar sem neinu
nemi.
Nú hefur því ný lína verið
dregin. Umræðan snýst frem-
ur um að tilvera og ákvarð-
anir um efnahagsþvinganir
geti skipt miklu máli þegar
loks verði sest að samningum
um vopnahlé og frið. Úkraína
sjálf hafi ekki mikið fram að
færa þar, enda verulegur
hluti landsins ein rjúkandi
rúst. Pakki efnahags-
þvingana, sem liggja fyrir og
fyrr eða síðar taki að bíta, og
verði þá þýðingarmikið inn-
legg og Rússar muni þá átta
sig á, að raunverulegur og
sjáanlegur friðarvilji þeirra
og ekki síður ekki of óbil-
gjarnar landakröfur, muni
skipta miklu máli fyrir fram-
tíðarþróun mála hjá þeim
sjálfum. Uppbyggingar-
áætlun ríkja Vesturlanda, til
handa Úkraínu, eins og hún
verður mörkuð þá, yrði að
verulegu leyti einnig kostuð
af þeim. Útgjöld þeirra ríkja
vegna varnarstuðnings taka
þegar mikið í. Orkukostnaður
er orðinn fast að því óbæri-
legur fyrir mörg þessara
ríkja. Verðbólga ólmast og
aukin ókyrrð almennings er
farin að segja til sín.
Öll atriðin, sem hér eru
nefnd, verða til þess að auk-
inn þrýstingur verði nú settur
á leiðtoga Úkraínu um að
meta stöðuna á ný og hafa þá
veruleika, raunsæi og fram-
tíðarkosti allra þeira sem að
koma í fyrirrúmi.
Nú blasir við, að
helstu leiðtogar
Vesturlanda telja
runninn upp tíma
nýrrar nálgunar við
stríðið í Úkraínu}
Kaflaskil og svo
stríðsbókarlok?
S
traumhvörf urðu í umhverfi kvik-
myndagerðar árið 1999 þegar lög
um endurgreiðslur vegna kvik-
myndagerðar á Íslandi voru sam-
þykkt. Með þeim var rekstrar-
umhverfi kvikmyndageirans eflt með 12%
endurgreiðsluhlutfalli á framleiðslukostnaði
hérlendis. Síðan þá hefur alþjóðleg samkeppni
á þessu sviði aukist til muna og fleiri ríki hafa
fetað í fótspor Íslands þegar kemur að því að
auka samkeppnishæfni kvikmyndageirans með
það að markmiði að laða að erlend verkefni og
efla innlenda framleiðslu. Það er í takt við þá
áherslu stjórnvalda víða í heiminum að efla
skapandi greinar og hugvitsdrifin hagkerfi sem
skara fram úr.
Það er skýr sýn ríkisstjórnarinnar að Ísland
eigi að vera í fararbroddi í því að efla skapandi
greinar og hugverkadrifinn iðnað. Með það í huga er
ánægjulegt að segja frá að frumvarp um hækkun endur-
greiðsluhlutfalls úr 25% í 35% í kvikmyndagerð er nú á
lokametrum þingsins. Markmið þess er að styðja enn frek-
ar við greinina með hærri endurgreiðslum til að stuðla að
því að fleiri stór verkefni verði unnin alfarið á Íslandi.
Verkefnin þurfa að uppfylla þrjú ný skilyrði til að eiga kost
á 35% endurgreiðslu. Í fyrsta lagi verða þau að vera að
lágmarki 350 m.kr að stærð, starfsdagar hér á landi þurfa
að vera að lágmarki 30 og fjöldi starfsmanna sem vinna
beint að verkefninu þarf að vera að lágmarki 50.
Markmið lagasetningarinnar frá 1999 hefur gengið eftir
en umsvif kvikmyndagerðar hafa aukist allar götur síðan.
Kvikmyndagerð hefur verið áberandi í íslensku menning-
ar- og atvinnulífi og hefur velta greinarinnar
þrefaldast undanfarinn áratug og nemur nú
um 30 milljörðum króna á ársgrundvelli en vel
á fjórða þúsund starfa við kvikmyndagerð. Sí-
fellt fleira ungt fólk starfar við skapandi grein-
ar eins og kvikmyndagerðina enda er starfs-
umhverfið fjölbreytt og spennandi og ýmis
tækifæri til starfsþróunar hér innanlands sem
og erlendis. Þá er einnig óþarft að telja upp öll
þau stórverk sem tekin hafa verið upp að hluta
hér á landi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum
á ferðaþjónustuna og ímynd landsins. Þannig
kom til dæmis fram í könnun Ferðamálastofu
frá september 2020 að 39% þeirra sem svöruðu
sögðu að íslenskt landslag í hreyfimyndaefni,
þ.e. kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist-
armyndböndum, hefði m.a. haft áhrif á val á
áfangastað.
Hærra endurgreiðsluhlutfall hér á landi mun því valda
nýjum straumhvörfum í kvikmyndagerð hér á landi og
auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Með kvikmynda-
stefnu fyrir Ísland til ársins 2030 hafa stjórnvöld markað
skýra sýn til að ná árangri í þessum efnum – enda hefur
Ísland mannauðinn, náttúruna og innviðina til þess að vera
framúrskarandi kvikmyndaland sem við getum verið stolt
af. Ég er þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem er
að teiknast upp við málið á Alþingi Íslendinga og er ég
sannfærð um að málið muni hafa jákvæð áhrif á sam-
félagið okkar.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Ný straumhvörf í kvikmyndagerð á Íslandi
Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra
og varaformaður Framsóknar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
ar út, sem miðuðu annars vegar að
nauðsynlegum endurbótum á Land-
eyjahöfn og hins vegar að því að koma
fyrir sérstökum botndælubúnaði við
enda brimvarnargarðanna. Sam-
kvæmt minnisblaði frá Vegagerðinni,
sem Ríkisendurskoðun hefur undir
höndum, hófst verkið að hausti 2018
en var stöðvað í júlí 2019, þar sem ljóst
var að afköst búnaðarins myndu ekki
réttlæta kostnað við uppsetninguna.
Framkvæmdum í innri höfn var þá að
mestu lokið og búið að kaupa bún-
aðinn.
Samkvæmt minnisblaðinu telur
Vegagerðin að ýmsir verkliðir við
þessar framkvæmdir muni nýtast.
Samkvæmt uppgjöri við Ístak, sem
vann verkið, reyndist kostnaður vera
um 655 milljónir en Vegagerðin
hyggst reyna að selja það efni sem
ekki var notað við framkvæmdina eða
nýta það í önnur verk.
Sjálfur botndælubúnaðurinn ásamt
fylgihlutum var keyptur fyrir tæpar
100 milljónir og kom til landsins
haustið 2020. Búnaðurinn er geymd-
ur á geymslusvæði Vegagerðarinnar
og hefur ekki verið notaður. Verið er
að skoða hvaða möguleikar eru í boði
og hvort selja eigi búnaðinn.
Vandi til verka
Ríkisendurskoðun segir að Vega-
gerðin hefði þurft að ígrunda betur
kaup á botndælubúnaðnum og bein-
ir því til stofnunarinnar að vanda
betur undirbúning verka sinna í
framtíðinni. Þá telur Ríkisend-
urskoðun nauðsynlegt að ráðast í
heildstæða úttekt á Landeyjahöfn,
svo fá megi úr því skorið hvað raun-
verulegar endurbætur kosta og
hvort fýsilegt sé að ráðast í um-
fangsmiklar aðgerðir til þess að
bæta nýtingu hafnarinnar í stað
þess að kosta miklu til viðhalds-
dýpkunar á ári hverju.
Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson
Landeyjahöfn Gamli Herjólfur siglir inn í höfnina árið 2019 þar sem dýpkunarskipið Dísa er að störfum.
Mikill kostnaður við
dýpkun Landeyjahafnar
Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar
2011 til 2020, m.kr.
700
600
500
400
300
200
100
0
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Heimild: Ríkisendurskoðun
316
227
311
250
625
466
370
423
303
374
Raunkostnaður við dýpkun
Upphaflega áætlaður kostnaður
á verðlagi ársins 2020
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Sv. Hermannss.
gummi@mbl.is
K
ostnaður við að dýpka
Landeyjahöfn, fyrstu 10
árin sem hún var í rekstri,
nam samtals 3.665 millj-
ónum króna. Hann var fjórfalt meiri
en upphaflega var áætlað og er meiri
en stofnkostnaður hafnarinnar, sem
var 3.260 milljónir króna.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu-
úttekt á framkvæmda- og rekstrar-
kostnaði Landeyjahafnar.
Landeyjahöfn var opnuð 20. júlí
2020. Daginn eftir hófust reglubundn-
ar siglingar ferjunnar Herjólfs milli
Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.
Ríkisendurskoðun segir, að þegar á
fyrsta rekstrarári hafnarinnar hafi
komið í ljós að sandburður inn í hana
var mun meiri en áætlanir höfðu gert
ráð fyrir. Unnið var að lausnum og
dýpkun boðin út.
Í greiningum Siglingastofnunar á
árunum 2001-2007 var áætlað að
kostnaður við viðhaldsdýpkun næmi
um 60 milljónum króna á ári á verðlagi
ársins 2008, sem núvirt til ársins 2020
er um 100 milljónir. Reyndin hefur þó
verið sú, að sögn Ríkisendurskoðunar,
að árlegur kostnaður vegna dýpkunar
hefur verið á bilinu 227-625 milljónir
króna á ári.
Vitnað er til Vegagerðarinnar um
að nýr Herjólfur hafi gjörbreytt dýpk-
unarþörf hafnarinnar. Ríkisendur-
skoðun segir þó að dýpkunarkostn-
aður sé enn mjög hár og langt umfram
upphaflegt mat.
Árið 2018 voru framkvæmdir boðn-