Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
Forvitinn Þessi ágæti tjaldur horfði beint í augu ljósmyndara er báðir voru á vappi á Skálholtsstað á dögunum.
Kristinn Magnússon
Menn velta því upp
hvort hin eða þessi op-
inber starfsemi sé þörf
eða óþörf og megi því
leggja niður. Nú er
skorið niður hér og
þar, skv. fréttum. Geð-
þóttaleg og handahófs-
leg stjórnun ríkis-
útgjalda hefur verið
aðferðin.
Skv. hagfræðinni
verður alltaf eftirspurn eftir nið-
urgreiddri þjónustu og því meiri
sem niðurgreiðslan er meiri. Af því
leiði sóun. Notendur eigi því að
greiða a.m.k. kostnaðarverð. Í verði
vöru og þjónustu felist mikilvæg
skilaboð, sem séu forsenda hag-
kvæmrar ráðstöfunar verðmæta.
Samhliða þyrfti því að afnema öll
sérréttindi ríkisins til að veita þjón-
ustuna.
Ekki getur þetta þó gengið á öll-
um sviðum, s.s. lögreglu og dóm-
stóla. Á öðrum sviðum getur þetta
gengið með virku gæðaeftirliti.
Dæmi þess er umfangsmesta svið
ríkisrekstrarins, heil-
brigðiskerfið.
Í fyrsta lagi getur
ríkið keypt þjónustu af
einkaaðilum til að
stytta biðraðir. Í öðru
lagi getur ríkið skapað
almenn skilyrði sparn-
aðar með því að leyfa
notendum einkarek-
innar þjónustu að
draga kostnaðinn frá til
skatts. Í þriðja lagi get-
ur ríkið gengið enn
lengra og niðurgreitt
þjónustu einkaaðila, eins og nú tíðk-
ast á sumum sviðum.
Fólk veit almennt ekki, að þeim
sem „komast á spenann“ og fá samn-
ing er gert að skuldbinda sig til að
veita enga þjónustu án kostnaðar-
þátttöku ríkisins. Þetta er gert til að
tryggja að allir þjáist jafn mikið og
jafn lengi, enginn geti keypt sig
fram fyrir röðina. Ætlunin er vafa-
laust að sýna siðferðilega yfirburði
sósíalismans, en mönnum yfirsést,
að ef menn stytta bið og kvalir ann-
arra með því að fara út úr biðröðinni,
en ekki fram fyrir, stenst það sið-
ferðiskröfur, um leið og það léttir á
ríkisrekstrinum og jafngildir frjálsu
framlagi til ríkissjóðs.
Tillaga mín er sú að menn stígi
núna skref 2) hér að ofan og afnemi
um leið þau ákvæði samninga skv.
lið 3) sem banna lækningar án að-
komu ríkisins. Þau ákvæði eru hvort
sem er andstæð evrópskum reglum
sem hér eiga að gilda og fara á svig
við jafnræðisregluna og stjórnar-
skrárvarið atvinnufrelsi manna.
Loks er eðlilegt að ríkið bjóði einka-
reknum klínikum samning um tiltek-
inn fjölda aðgerða, sem dugi til að
koma kvalafullri bið eftir liðskiptum
niður í þrjá mánuði, eins og Evrópu-
reglur gera ráð fyrir.
Eftir Ragnar
Önundarson » Fólk veit ekki að
þeim sem „komast á
spenann“ og fá samning
er gert að skuldbinda
sig til að veita enga
þjónustu án kostnaðar-
þátttöku ríkisins.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skulu allir þjást jafn
mikið og jafn lengi?
Hart hefur verið
barist fyrir friðlýsingu
og vernd Jökulsánna í
Skagafirði.
Í raun hafa Héraðs-
vötnin verið eitt sterk-
asta flagg Vinstri-
grænna og annarra
náttúruverndarsinna í
náttúruverndarmálum.
Vernd jökulsánna í
Skagafirði og annarra
dýrmætra náttúru-
vætta landsins var eitt af þeim
málasviðum sem Vg var stofnað um
í upphafi. Verkefnastjórn ramma-
áætlunar mat síðar verndargildi
vatnasvæða Héraðsvatna eitt það
mesta á landinu.
Það var öflugur þingmannahópur,
m.a. með núverandi forsætisráð-
herra innanborðs, sem flutti ítrekað
tillögur um friðun Jökulsánna í
Skagafirði. Heimafólk fagnaði og
treysti að hugur fylgdi máli.
Kúvending í náttúru-
verndarmálum
Það kemur því sorglega á óvart að
nú skuli ríkisstjórn undir forystu
VG hafa kúvent í náttúruvernd-
armálum og sett friðun Jökulsánna í
Skagafirði í uppnám. Faðmlög og
dýrar yfirlýsingar áttu sér ekki
mikla innstæðu. Tillagan sem nú er
verið að keyra í gegnum alþingi
þessa dagana um svokallaða
rammaáætlun er döpur.
Héraðsvötnum fórnað
Tillagan nú hljóðar upp á að fella
Héraðsvötnin í Skagafirði úr vernd-
arflokki í biðflokk til frekari virkj-
unarundirbúnings – þvert á grund-
vallarstefnu VG og digrar
yfirlýsingar og áratuga baráttu.
Fleiri dýrar náttúruperlur eru undir
í landinu sem héldu sig vera hólpn-
ar.
Með djúpa hryggð í hjarta er
þessi grein skrifuð í nafni barátt-
unnar fyrir friðun Jökulsánna.
Jökulsárnar í Skagafirði
Verndun Jökulsánna var margí-
trekuð í landssamþykktum Vg og
staðfest m.a. með meðfylgjandi
þingsályktun 2008. Við vorum stolt
og glöð:
„Verndun Jökulsánna í Skaga-
firði.
59/135 2008 þáltill.: friðlýsing
Austari- og Vestari-Jökulsár í
Skagafirði.
Flm.: Jón Bjarnason, Atli Gísla-
son, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór
Sigurðsson,
Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún
Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sig-
fússon,
Þuríður Backman, Ögmundur
Jónasson.
Tillaga til þingsályktunar 2008
um friðlýsingu Austari- og Vestari-
Jökulsár í Skagafirði.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að undirbúa og leggja fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um friðlýs-
ingu vatnasvæðisins norðan
Hofsjökuls, þ.e. Austari- og Vestari-
Jökulsár í Skagafirði ásamt þverám
þeirra.
Friðlýsingin taki til vatnasviðs
ánna að meðtöldum þverám og skal
hvers kyns röskun á náttúrulegum
rennslisháttum ánna vera óheimil.
Skal svæðið friðað og stjórnað til
varðveislu landslags þess, nátt-
úrufars og menningarminja ásamt
því að það verði notað til útivistar,
ferðaþjónustu og hefðbundins land-
búnaðar. Sérstaklega skal hugað að
því við undirbúning málsins hvernig
friðlýsing vatnasvæðanna norðan
Hofsjökuls geti tengst framtíð-
aráformum um Hofsjökulsþjóðgarð
og fallið að stækkuðu friðlandi
Þjórsárvera sunnan jökulsins.
Greinargerð
Frá Hofsjökli renna
árnar Austari- og Vest-
ari-Jökulsár. Þegar
þær koma saman kall-
ast þær Héraðsvötn en
þau eru meginvatns-
fallið í Skagafirði.
Koma Jökulsárnar
saman við bæinn Kel-
duland. Báðar árnar
renna í gljúfrum og er
gljúfur Austari-
Jökulsár öllu hrika-
legra en þeirrar vestari. Náttúru-
fegurð jökulsárgljúfranna er ein-
stök, svo og gróður, landslag og
náttúrufar á vatnasvæði ánna.
Hér er gert að tillögu að ríkis-
stjórnin leggi fyrir Alþingi frum-
varp til laga þess efnis að árnar og
vatnasvið þeirra verði friðlýst með
lögum. Með hliðsjón af flokk-
unarkerfi hinna alþjóðlegu nátt-
úruverndarsamtaka IUCN er lagt
til að svæðið geti fallið að V. friðlýs-
ingarflokki. Nánari skilgreining
þessa verndarstigs er á þessa leið:
„Landsvæði, ásamt strönd eða sjó
eftir því sem við á, þar sem sam-
skipti manns og náttúru í gegnum
tíðina hafa gert svæðið sérstætt,
fagurfræðilega, vistfræðilega og/eða
menningarlega, og gjarnan með
mjög fjölbreyttu lífríki. Varðveisla
þessara hefðbundnu samskipta í
heild sinni er nauðsynleg fyrir
verndun, viðhald og þróun slíks
svæðis.
Skín við sólu Skagafjörður
Segja má að viðhorf þeirra sem
vilja vernda vatnasvæði ánna spegl-
ist vel í ljóðlínum Stefáns Vagns-
sonar frá Hjaltastöðum (1889-1963)
úr kvæðinu Blönduhlíð:
Meðan „Vötnin“ ólgandi að ósum sín-
um renna,
iðgrænn breiðist gróður um sléttur,
hæð og laut,
geislar árdagssólar á bröttum tindum
brenna,
blessun Drottins ríkulega falli þér í
skaut.
Augu æ fleiri eru að opnast fyrir
verðmæti ósnortinnar náttúru og
ábyrgð okkar gagnvart komandi
kynslóðum. Náttúran á sinn eigin
sjálfstæða rétt. Við höfum hana að
láni frá komandi kynslóðum.
Jökulsárnar í Skagafirði eru mik-
ilvægar fyrir lífkerfi héraðsins frá
jöklum til sjávar. Vötnin hafa ekki
aðeins mótað skagfirska náttúru
heldur einnig skagfirska menningu
og daglegt líf. Þau eru lífæð Skaga-
fjarðar.
Í ljósi þessa er þingsályktun-
artillagan um friðun Austari- og
Vestari-Jökulsár flutt.“
Vernd Jökulsánna – baráttan
heldur áfram
Héraðsvötnin og Jökulsárnar í
Skagafirði voru síðan metin í hæsta
verndarflokki hjá Verkefnastjórn
rammaáætlunar. Því faglega mati er
alþingi nú að hnekkja með pólitísk-
um hrossakaupum.
Við unnendur Jökulsánna í
Skagafirði krefjumst þess að vatna-
svið Héraðsvatna, Jökulsárnar í
Skagafirði, verði áfram í vernd.
Eftir Jón Bjarnason
» Við unnendur Jök-
ulsánna í Skagafirði
krefjumst þess að
vatnasvið Héraðsvatna,
Jökulsárnar í Skaga-
firði, verði áfram í
vernd.
Jón Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi bóndi,
þingmaður, ráðherra og skólastjóri
á Hólum í Hjaltadal.
Héraðsvötnin –
Jökulsárnar á
höggstokk alþingis