Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Svandís Svav- arsdóttir matvæla- ráðherra skrifaði grein í blaðið 8. júní sl. Fyr- irsögnin var: „Að hrekkja aldrei nokkurt dýr“. Hún vitnar þar í nóbelsverðlauna- skáldið. Fín fyrirsögn og fín og þakkarverð grein. Lög um velferð dýra nr. 55/2013 Ráðherrann talar svo um „líf sem er þess virði að lifa“ fyrir dýrin. Flott! Þá kemur hún inn á „frelsin fimm“ í markmiði laga um dýravelfeð. Vitnar hún þar í lög nr. 55/2013, sem hún setti sjálf. Frelsin fimm eru þessi: Að dýr séu (1) laus við vanlíðan, hungur og þorsta, (2) ótta og þjáningu, (3) sárs- auka og meiðsli, (4) sjúkdóma og (5) að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli. Þetta eru fyrirmyndarlög, og á Svandís mikinn heiður skilinn fyrir að standa að þeim, gallinn er bara sá að það er sáralítið eða ekkert eftir þeim farið. Umhverfisráðherrar í millitíðinni Svandís lét af embætti sínu 23. maí 2013. Hún gat því ekki fylgt sinni eigin löggjöf eftir. Við tók fyrst Sig- urður Ingi, sem virðist litlar tilfinningar hafa fyrir velferð dýra, stóð m.a. að því að hundruð milljóna voru sett í stuðning við loð- dýrahald, sem byggist á einhverju því versta dýraníði sem hér við- gengst. Hann lét það líka gott heita að íslenski refurinn, pólarref- urinn, væri ofsóttur áfram og þær veiðar studdar með hundruðum millj- óna af ríki og sveitarfélögum þó að engin skaðsemi af honum lægi lengur fyrir, og áfram mátti drepa hreindýrskýr frá átta vikna kálfum þeirra í hans ráðherratíð. Á eftir Sigurði Inga fylgdu Sigrún Magnúsdóttir og svo Björt Ólafs- dóttir, sem báðar virðast lítið hafa gert til að fylgja þessum lögum eftir. Loks kom Guðmundur Ingi, um- hverfisráðherra Vinstri-grænna 2017-2021, sem hefði átt að ganga hart fram í því að fylgja lögum nr. 55/ 2013 eftir en gerði það ekki. Í mínum huga var hans frammi- staða, eða öllu heldur algjört frammi- stöðuleysi, smánarblettur á ímynd hans sjálfs og alvarlegur hnekkir fyr- ir heiðarleika Vinstri-grænna. Svandís aftur komin til valda Í desember sl. varð Svandís mat- vælaráðherra. Þó að það sé annað ráðuneyti er Svandís aftur komin með afgerandi völd á sviði dýrahalds og dýravelferðar. Ætla hefði mátt að Svandís hefði hugsað til eigin lagasetningar frá 2013 svo og stefnu Vinstri-grænna. Látið sterklega til sín taka og gott af sér leiða í dýravernd. Það er því með ólíkindum, nánast óheyrt, að Svandís skuli nú hafa ver- ið að framlengja eitt versta dýraníð sem hér hefur viðgengist og bannað er um alla Evrópu, blóðmerahaldið, fyrst til þriggja ára. Hún virðist hafa gleymt sinni eig- in lagasetningu um velferð dýra, og hvar eru nú „frelsin fimm“, sér- staklega punktar 2 og 3, sem hún gerði svo mikið með og vildi slá sig til riddara með í blaðinu 8. júní? Ljótar og ómannúð- legar aðfarir Blóðmerahaldið byggist á því að hryssur, útigangshross, sem eru ný- búnar að kasta og eru mjólkandi með folaldi, eru gerðar fylfullar aft- ur þannig að ákveðið frjósemis- hormón myndist í blóði þeirra, sem aftur er notað til að framleiða frjó- semislyf fyrir svínagyltur. Á þennan hátt er hægt að rjúfa tíðahring gylta og neyða þær til að eiga grísi oftar en eðlilegt er og auka grísafjöldann, þannig að svínabóndinn geti stór- aukið kjötframleiðslu sína. Þarna á sér því ekki aðeins stað ill og heiftarleg misnotkun á blóðmer- unum heldur er líka verið að ofbjóða og misþyrma gyltum. Frá júlí/ágúst tappa dýralæknar Ísteka blóði af blóðmerum fyrir bændur og Ísteka, fimm lítra í einu, vikulega, átta sinnum. Dýralæknar reka 5 mm, hálfs sentímetra, nál í gegnum marg- faldan feld hryssunnar, og inn í slag- æð á hálsi, og tappa svo af blóði í 15 mínútur. Á meðan er hálfvillt og mest ótamin hryssan reyrð föst, höfuð harkalega strengt upp á við, svo að hún geti hvorki hreyft legg né lið, og lítið folaldið rekið í burtu. Frásagnir dýralækna og blóð- merabænda um að margar hryssur láti sér þetta vel lynda eru ekki trú- verðugar, nema dýrin séu þá í losti af hræðslu, angist og kvölum. Fimm lítrar óhófleg blóðtaka Erlendir vísindamenn, dýralæknar og sérfræðingar í íslenska hestinum hafa í millitíðinni sýnt fram á að heildarblóðmagn íslenskra hryssa sé aðeins um 25 lítrar. Á sama hátt ligg- ur fyrir erlendis að ekki megi tappa meira en 10% af heildarblóðmagni hryssa í einu, ef taka þess er yfirhöf- uð leyfð, og það mest á 30 daga fresti. Hér er því verið að tappa helmingi meira blóði af hryssunum en eðlilegt þykir erlendis, og það fjórum sinnum oftar en þar má! Hvað segir þýska Matvælastofnunin? Matvælastofnun Þýskalands bann- ar blóðtöku af hryssum með folaldi, mjólkandi hryssum, líka af fylfullum hryssum, vegna þess viðkvæma ástands sem hryssurnar eru í. Blóðmerahald á Íslandi byggist á því að hryssur séu bæði mjólkandi og fylfullar! Blóðmerahald er bannað alls stað- ar í heiminum, nema í tveimur ríkjum Suður-Ameríku og Kína, þar sem dýravernd er takmörkuð eða engin. Ísland skipar sér því á bekk með helstu dýraníðingum jarðar, í nafni Svandísar Svavarsdóttur og Vinstri- grænna. Svei! Svandís, hví má þá hrekkja blóðmerar áfram? Eftir Ole Anton Bieltvedt »Hér er því verið að tappa helmingi meira blóði af hryssunum en eðlilegt þykir erlendis og það fjórum sinnum oftar en þar má! Ole Anton Bieltvedt Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Með bréfi dags. 4. ágúst 2019 kvartaði ég undirritaður til UNESCO vegna froskköfunar- starfseminnar, sem hef- ur verið rekin í gjánni Silfru á Þingvöllum, sbr. nokkrar blaða- greinar mínar, sem birst höfðu í Morgun- blaðinu. Í janúar sl. afgreiddi stofnunin kvörtun mína, en sagt var frá henni í frétt Mbl. 19. maí sl. Afrit tókst mér að útvega nokkrum dögum síðar með aðstoð góðra manna. Var niðurstaðan sú, að erindi mínu var hafnað, einkum með þessum orðum í íslenskri þýð- ingu minni: „Köfun í Silfru er ekki í eðli sínu ósamrýmanleg stöðu Þing- valla á heimsminjaskránni og myndi vissulega gefa sumum gesta Þing- valla kost á að upplifa staðinn á ný- stárlegan og fræðandi hátt.“ Engar útlistanir finnast þarna um meint náttúruspjöll af völdum frosk- köfunarstarfseminnar, eins og kvört- un mín gekk út á, heldur nánast ein- göngu á ætlaða sjálfbærni Silfru varð- andi fjölda froskkafara. Höfðu stjórnendur Þingvalla látið reikna út þolmörk, afkastagetu gjárinnar, þ.e. að 76.000 kafarar kæmust fyrir í Silfru á ársgrundvelli, án þess að hver væri að þvælast fyrir öðrum, hvað svo sem nátt- úruvernd varðar eða upplifun annarra gesta þjóðgarðsins á Þingvöll- um liði vegna þessarar köfunarstarf- semi. Er Silfra í mínum huga stærsta útisundlaug landsins, þar sem 80% froskkafaranna eru eingöngu að busla (snorkla) í yfirborðinu, sem síðan á að kalla náttúruupplifun, en er ekkert annað en skemmtileg upplifun eða af- þreying í sérstökum búningi. Bent skal á hér að árið 2017 höfðu fimm lát- ist við köfun í gjánni og aðrir fimm orðið fyrir alvarlegum skaða. Varðandi afgreiðslu á erindi mínu, þá vakti það furðu mína, að hvorki UNESCO eða ICOMOS skyldu senda fulltrúa sinn til Íslands til að kynna sér á staðnum með aðilum og upplifa af eigin raun stöðu mála varð- andi Silfru. Hvað um það þá liggur niðurstaðan fyrir. Froskköf- unarstarfsemin mun því verða stund- uð áfram, hvað sem hver segir, og vera áfram stjórnendum þjóðgarðsins til skammar. Það sem vakti sérstaka athygli mína var það sem stendur á bls. 13 í svari forsvarsmanna Þingvalla til UNESCO, þar sem bent er á þá stað- reynd, að gestir Þingvalla hafa í aukn- um mæli komið með óskir um afþrey- ingarmöguleika (leisure activities) innan þjóðgarðsins. Kannski er þarna kominn kjarni málsins, hvernig komið er fyrir Þingvöllum. Mín skoðun hef- ur alltaf verið sú, að ekki eigi yfirhöf- uð að leyfa í þjóðgarðinum neina af- þreyingarstarfsemi með tilheyrandi athafnarými, átroðningi og umhverf- isspjöllum, eins og er raunin með Silfru. Breyti engu þótt erlendir ferðamenn hafi gaman af því að upp- lifa að busla þarna eingöngu í yfir- borðinu íklæddir froskkafarabúningi. Menn verða að fara að átta sig á því, að Þingvellir eru ekki skemmtigarð- ur, heldur friðhelgur þjóðgarður og sögustaður, sem flestum okkar Ís- lendinga ætti eðlilega að vera afar kær, jafnframt því að óspillt náttúra staðarins fái að njóta sín. Séu það afþreyingarmöguleikar gesta Þingvalla, sem eiga að vera í fyrirrúmi nú þegar búið er að selja staðinn undir afþreyingariðnaðinn, þá verður að sjálfsögðu að gæta jafn- ræðis meðal atvinnurekenda í þess- um geira. Leyfa verður þá öðrum að selja gestum Þingvalla afþreying- arþjónustu, þ.e. þeim gestum, sem finnst lítið koma til náttúru, sögu og þinghelgi staðarins, en vilja frekar skemmtun. Ýmsir möguleikar gætu þá verið þarna fyrir hendi fyrir aðila í ferða- og afþreyingariðnaðinum til að fénýta sér þjóðgarðinn á Þingvöllum í ábataskyni. Kæmi þá ýmislegt upp í hugann, svo gestum Þingvalla þyrfti ekki að leiðast dvölin á Þingvöllum. Mætti t.d. útbúa sérstaka stíga á Völlunum fyrir hestamenn, að ég tali ekki um fjórhjólabrautir. Hefðu vafa- laust margir ferðamenn áhuga á að fá tækifæri til að geysast um á fjór- hjólum eftir stígunum eða á vél- sleðum á vetrum „á nýstárlegan og fræðandi hátt“, svo vísað sé til orða- lags í svari ICOMOS. Fyrsts þyrftu þó forstöðumenn Þingvalla að fá verkfræðistofu til að reikna út fjölda þeirra fjórhjóla, sem stígarnir þyldu á ársgrundvelli, án þess að hver væri að þvælast fyrir öðrum með tilheyr- andi slysahættu. Þessi afþreying myndi vafalaust gleðja margan ferða- manninn og gera heimsókn hans til Þingvalla eftirminnilega og jafnframt skapa þjóðgarðinum tekjur. Nátt- úruvernd og friðhelgi þjóðgarðsins yrði bara að bíða betri tíma. Hér er um að ræða sorglegt dæmi, hvernig það getur gerst, að náttúru- vernd og friðhelgi þessa helgasta staðar okkar Íslendinga er fórnað vegna fjárhagslegra hagsmuna af- þreyingariðnaðarins á Íslandi. Er það virkilega raunin að langflestum sé ná- kvæmlega sama hvernig farið er með þjóðgarðinn á Þingvöllum, þennan helgasta stað okkar Íslendinga? Eftir Jónas Haraldsson »Hvernig það getur gerst, að náttúru- vernd og friðhelgi þessa helgasta staðar okkar Íslendinga er fórnað vegna fjárhagslegra hagsmuna afþreyingar- iðnaðarins á Íslandi? Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. jh@vm.is Náttúruvernd Þingvalla og friðhelgi þjóðgarðsins Það eru tvær fylkingar í landinu sem eru ósammála um flest en láta samt ekki til skarar skríða í umræðu þar sem staðreyndir eru lagðar á borðið. Ef einhver umræða á sér stað, t.d. um innflytj- endur, þá er það á tilfinningalegum nótum. Þeir sem vilja takmarka komu flóttafólks mættu líka vera skýrari og segja að svo lítið land geti ekki verið gal- opið. Ekki fer mikið fyrir umfjöllun um reynslu annarra Evrópuþjóða í málum sem tengjast fíkniefnum, man- sali og peningaþætti. Það sést best á evrópskum sjónvarpsþáttum að þessi mál eru á dagskrá hjá ná- grannaþjóðunum og þessi vandamál krefjast lausnar. Við ættum að fylgjast betur með umræðunni og ástandinu annars staðar í álfunni, því öll vandamál sem þar koma upp eiga eftir að hellast yfir okkur. Þess vegna eigum við líka að taka hreinskilna um- ræðu um löggæslumál. Viljum við halda uppi lögum og reglu í landinu eða ekki? Flokkarnir virðast ekki sammála um það. Þá er að fá rök með og á móti sem kjósendur geti tekið af- stöðu til. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Umræðan sem aldrei fer fram Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.