Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 15

Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 ✝ Sigrid Anna Jósefsdóttir Felzmann fæddist í Znaim í fyrrver- andi Tékkóslóv- akíu 8. október 1942. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 1. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Jósef Felz- mann fiðluleikari, f. 20. febrúar 1910, d. 18. des- ember 1976, og Ingibjörg Júl- íusdóttir húsmóðir, f. 9. júlí 1917, d. 2. júlí 1984. Bróðir Sigridar var Gunnar R. Jósefsson Felzmann sem lést 2014. Eftirlifandi eiginkona hans er Hrafnhildur Sigurð- 1979, Daði, f. 1981, og Andri, f. 1985. 2) Aldís, f. 1961, maki Jón Þór Þorgrímsson. Börn þeirra eru Hugrún, f. 1989, Gígja, f. 1991, og Signý, f. 1996. 3) Yngvi Jósef, f. 1976, maki Þórdís Ósk Rúnars- dóttir. Barn þeirra er Krist- ófer Rúnar, f. 2002. Fyrstu æviár sín bjó Sigrid ásamt foreldrum sínum og bróður í Vínarborg í Austur- ríki. Fimm ára gömul flutti hún með fjölskyldunni til Ís- lands og bjó fjölskyldan lengst af í Vesturbæ Reykjavíkur. Sigrid og Yngvi bjuggu sér heimili í Hafnarfirði þangað sem þau fluttu árið 1965. Sig- rid vann við ýmis störf en síð- asta áratuginn fram að eftir- launaaldri starfaði hún sem safnvörður hjá Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Útför Sigridar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. júní 2022, kl. 13. ardóttir. Sigrid giftist Yngva Erni Guð- mundssyni hús- verði og lista- manni 11. júní 1960. Foreldrar hans voru Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal, f. 5. ágúst 1895, d. 23. maí 1963, og Lydia Pálsdóttir leirkerasmiður og húsmóðir, f. 7. janúar 1911, d. 6. janúar 2000. Börn Sigridar og Yngva eru: 1) Ingibjörg Lydia, f. 1960, maki Eyjólfur Jóhannsson sem lést 2009. Þau skildu 2002. Börn þeirra eru Eyjólfur, f. Í dag fylgjum við elsku tengdamóður minni síðustu skrefin í þessari jarðnesku tilvist okkar. Ég kynntist Siggu, eins og hún var ávallt kölluð, fyrir 24 ár- um þegar ég kynntist Yngva Jós- ef. Hún var fagurkeri fram í fing- urgóma og sá alltaf það fallega í öllu. Sigga var mjög félagslynd, skemmtileg og alltaf smart. Hún hafði mikinn áhuga á að hafa fal- legt í kringum sig, enda ber heimilið og garðurinn þeirra Yngva þess glöggt merki. Það var gaman að fara með henni í bíl- túra, en þá talaði hún ávallt um hvað fjöllin, gróðurinn og trén væru falleg. Ég hugsa oft um ferðina sem við fórum saman síðasta haust til Spánar, en þar skemmtum við okkur konunglega. Við eigum margar góðar myndir úr þeirri ferð sem við munum geta yljað okkur við. Sigga sá ekki sólina fyrir barnabörnunum sínum, og átti Kristófer Rúnar ávallt stað í hjarta hennar. Ég er svo þakklát fyrir að við fjölskyldan gátum átt góða daga saman hér fyrir norðan í enda maí, þegar Kristófer Rúnar út- skrifaðist, en Sigga var ákveðin í að koma þótt hún vissi að þetta ferðalag yrði henni erfitt. Þegar hún fór heim á sunnudeginum datt okkur ekki í hug að hún myndi kveðja þetta líf nokkrum dögum síðar. Sigga og Yngvi voru ákaflega samrýnd hjón, og voru dugleg að ferðast, bæði erlendis og hér heima. Þær eru ófáar gönguferð- irnar þeirra um náttúru Íslands, þar sem þau kunnu vel að meta allt hið fagra sem Ísland hefur upp á að bjóða. Elsku tengdamamma, takk fyrir allt og fyrir að vera mér svo góð. Þín Þórdís Ósk. Fyrir rétt nær hálfri öld átti ung og glæsileg kona erindi við föður minn sem þá stóð í bygg- ingarframkvæmdum á Höfðan- um. Erindið var að minna annars skilvísan föður minn á reikning frá Steypustöðinni, sem hafði misfarist að greiða í dagsins önn. Mörgum árum síðar kynntist ég Aldísi, dóttur þessarar glæsi- legu konu, Sigridar Felzmann, sem alltaf var kölluð Sigga. Á þeim tímapunkti voru verðandi tengdaforeldrar mínir, Sigga og Yngvi Örn Guðmundsson, nýflutt í gamalt sögufrægt hús á Jófríð- arstaðarvegi 7, kallað Blómstur- vellir. Sigga og Yngvi bjuggu sér mjög smekklegt heimili á Blómsturvöllum, þar sem Sigga, með sína meðfæddu stílistahæfi- leika, naut sín við að að raða og tóna hluti saman innandyra sem utan með Yngva sér við hlið. Ávallt var blómlegt á Blómstur- völlum og fátt gladdi Siggu meira en að hafa rósir í kringum sig sem Yngvi var óspar á að færa henni alla tíð. Garðurinn á Blómstur- völlum var blómlegur frá vori til hausts, enda nutu þau þess að vera í garðinum á góðum dögum sumarlangt. Sigga var einstak- lega fróð um plöntur og blóm. Að ganga með henni úti í náttúrunni var unun en þar þekkti hún með nafni nánast hvert stingandi strá. Sigga var fjölskyldukær og tók virkan þátt í lífi og viðburðum barna og barnabarna þar sem hún lifði sig inn í andartakið og naut sín til fulls. Sigga var hlát- urmild og oft þurfti ekki mikið til að kitla hláturtaugarnar hjá henni sem smitaði af sér til nær- staddra. Þau hjónin voru dugleg að fara á listviðburði en Sigga hafði unnið í Hafnarborg um ára- tugaskeið og hafði gott innsæi í list og menningu. Þau hjónin voru í göngu- og vinahópnum Ganglerum sem fór í 4-5 daga gönguferðir á hverju ári í ríflega þrjá áratugi. Í hópnum myndaðist dýrmæt og djúpstæð vinátta. Sigga hóf að fylgja Yngva í sund í Suðurbæjarlaug nánast á hverjum morgni eftir að hún hætti að vinna. Góður og gef- andi félagsskapur myndaðist með sundfélögunum sem kölluðu sig Pottorma. Ætíð var hist í kaffi eftir sund og jafnvel haldið í skemmtiferðir fjarri laugarbakk- anum. Sigga stundaði ballett á yngri árum og byrjaði aftur fyrir fáeinum misserum og stundaði um tveggja ára skeið, sér til mik- illar ánægju. Sigga hafði unun af lestri, krossgátum, ballett og að horfa á góðar bíómyndir. Að heyra hana lýsa bíómyndum var stórmerki- legt þar sem hún virtist hafa fleiri skilningarvit en við flest hin. Hún drakk í sig leikinn og ekki síður leikmyndina, liti og búninga. Þar gat hún verið mjög gagnrýnin ef henni mislíkaði eitthvað en jafn- framt farið fögrum orðum um það sem henni líkaði. Hún var opin- ská í daglegu tali og náði eyrum viðstaddra og hafði mótandi áhrif á sitt nærumhverfi. Sigga fæddist í miðri seinni heimsstyrjöld í Tékkóslóvakíu og fimm ára gömul kom hún með foreldrum sínum til Íslands. Hún átti barnavagn sem hún fékk ekki að taka með sér til Íslands. Það sat í henni alla tíð og rúmlega fimmtíu árum síðar fór hún að safna barnavögnum, aðallega litlum míníatúrum. Eflaust er tal- an í dag nær hundrað, enda voru allir í fjölskyldunni á útkikki á ferðalögum með smágjöf í huga til Siggu er heim var komið. Sigga greindist með krabba- mein fyrir átta mánuðum. Vitað var að baráttan yrði erfið en hún sýndi mikið æðruleysi og dugnað og lét fátt stoppa sig. Hún naut þess að samgleðjast með börnum og barnabörnum til síðasta dags. Það getum við verið þakklát fyrir. Kæri Yngvi, minning um merka, ástríka og gefandi konu lifir með okkur öllum. Meira á www.mbl.is/andlat Jón Þór. Elsku amma Sigga hefur kvatt okkur og þennan heim eftir aðdá- unarverða baráttu við krabba- mein síðustu mánuði. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að amma, sem var svo stór hluti af lífi okkar systra, sé ekki lengur hér. Lífsorka hennar, gleði og hrifnæmi hefði getað fleytt henni áfram áratugum saman. Amma Sigga hafði djúpstæð áhrif á okk- ur systurnar og ástríða hennar var gífurlega mótandi. Fyrir til- stilli ballettáhuga hennar byrjuð- um við allar í dansnámi, sem við svo stunduðum í fjölda ára. Hún var fagurkeri af guðs náð og hreif okkur með sér í ást sinni og yndi á náttúru og listum. Amma studdi okkur í einu og öllu, kom á allar sýningar og tók til að mynda ríkulegan þátt í listaverkum Gígju, þar sem hún spilaði oft stórt hlutverk sem flytjandi og þátttakandi. Fegurð sambands ömmu Siggu og afa Yngva, sem endur- speglaðist svo vel á heimili þeirra á Blómsturvöllum í Hafnarfirði, var og er sameiningarmáttur fjöl- skyldunnar. Saman sköpuðu þau órjúfanlega heild í yfir sex ára- tugi og ást þeirra, vinátta og traust hefur veitt okkur systrum innblástur og kennt okkur svo margt. Það er dýrmætt að hafa átt ömmu sem var svo flott kvenfyr- irmynd. Sterkur karakter, sjálfs- örugg, hreinskilin og ófeimin við að tjá skoðanir sínar. Hreinlyndið gerði hana svo sanna sjálfri sér og hún var aldrei feimin við að vera hún sjálf. Amma Sigga upp- hóf ástríðu sína fyrir barnavögn- um, rósum og öllu því sem bleikt var og hreif fjölskylduna með. Hún safnaði vögnum í öllum stærðum og gerðum, sem varð til þess að þegar fjölskyldumeðlimir voru á ferðalögum erlendis þræddu þeir antikmarkaði og guðuðu á búðarglugga í leit að vagni fyrir hana. Silver Cross- barnavagnarnir voru hennar dá- læti og yndi og átti hún einn slík- an sjálf. En það dugði ekki til og með sannfæringarmætti ástríðu sinnar fékk hún mömmu og pabba til að kaupa Silver Cross- dúkkuvagna fyrir okkur systur ein jólin. Það var mikil fyrirhöfn og endurtaka þurfti leikinn nokkrum árum síðar svo Signý fengi nú örugglega sinn vagn. Amma Sigga hafði ótrúlegt lag á því að sjá fegurðina í kringum sig. Hvert sem hún fór snerti hún við fólki með þokka sínum, lífs- gleði og hispursleysi. Allir í fjöl- skyldunni dáðu hana og dýrkuðu, hún var drottningin og hún elsk- aði það. Ást ömmu og áhrifamátt- ur mun lifa með okkur að eilífu. Hún mun alltaf búa í hjarta okkar og fjölskyldu, þar með talið fyrsta langömmubarninu sem von er á í byrjun júlí, og fær að kynnast henni í gegnum magnaðar sögur og frásagnir. Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins (Sigurður Pálsson) Megi amma Sigga svífa um á bleiku skýi. Hugrún, Gígja og Signý. Við systkinin viljum minnast hennar Sigrid Önnu Felzmann, eða Siggu frænku okkar sem við ólumst upp með í gamla timbur- húsinu á Holtsgötu 13 í Vesturbæ Reykjavíkur, byggt 1897, og síð- ar í steypta fjölbýlishúsinu sem byggt var á grunni gamla hússins um miðja tuttugustu öldina. Þetta var sannkallað fjölskyldu- hús þar sem fjölskyldur þriggja systkina, þeirra Ingibjargar, Huldu og Gunnars, bjuggu þar saman um áratugaskeið. Þarna ólumst við upp við leik og störf á þessum fallega stað í Vesturbæn- um. Það var alltaf mikill samgang- ur milli systkinanna og barnanna þeirra í gegnum árin. Það var alltaf gaman að hitta Siggu, sem var yfirleitt hress, kát og glöð í bragði og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá henni. Sigga tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi alveg fram á síð- asta dag og sagði að hún væri bú- in að lifa í 80 ár og sjá og upplifa margt á ævinni og það væri bara ágætis áfangi að hafa náð þeim aldri. Við sendum Ingva, eiginmanni Siggu, og börnunum þeim Ingi- björgu Lýdíu, Aldísi og Yngva Jósef og barnabörnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd systkinanna á Holtsgötu 13, Guðmundur Gunnarsson. Árið 1989 tók lítill hópur fólks sér ferð á hendur á Hornstrandir, og var það upphaf árlegra sum- arferða okkar um landið og oft á fáfarnar slóðir. Þessi fyrsta ferð okkar er ein sú eft- irminnilegasta og varð til þess að þarna bundust ómetanleg vina- bönd. Keyrt var til Ísafjarðar og þaðan siglt til Hornvíkur og hrepptum við hið versta sjóveður á leiðinni, flestir urðu sjóveikir. Þegar í land var komið rjátlaðist fljótt af okkur sjóriðan. Farang- urinn var borinn í land og tjaldað við frumstæðar aðstæður. Þetta var upphafið að ferðum okkar Ganglera. Þarna hófust kynnin við þau hjónin Siggu og Yngva, sem hafa verið okkar góðu ferða- félagar síðan. Hópurinn hefur oft farið á fáfarnar slóðir um óbyggð- ir Íslands, klifið fjöll og vaðið kaldar jökulár. Í lok hverrar inn- anlandsferðar hefur verið kosin nefnd sem ákveður næstu sum- arferð, hvert verður farið, hvað verður skoðað og hvernig staðið verður að matarmálum. Fljótt komst á sú hefð að vera með sam- eiginlegar kvöldmáltíðir, sem við göngufélagarnir skiptumst á að sjá um og átti sér þá stað notaleg- ur undirbúningur og góð sam- vinna, áður en sest var að ríku- legum málsverði. Auk þess hafa verið farnar fjórar gönguferðir erlendis og tvær skoðunarferðir til Frakklands. Sigga og Yngvi hafa frá byrjun verið ein af okkar traustu og kæru ferðafélögum. Þau áttu sinn þátt í því að skipuleggja margar eftirminnilegar ferðir eins og á Fimmvörðuháls, Snæfjalla- strönd, í Svarfaðardal og um Skagafjörð. Sigga var mikill gleðigjafi. Það skapaðist alltaf svo gott andrúmsloft í kringum hana, var ráðagóð og miklaði ekki fyrir sér hlutina. Hún sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum, gerði gott úr öllu, og var ávallt hreinskiptin. Þau hjónin voru af- ar samstiga og höfðu næmt auga fyrir hinu smáa og fagra. Sigga þekkti svo til öll blóm og jurtir sem urðu á vegi okkar og fræddi okkur til dæmis um ákveðnar tegundir sem væru sjaldgæfar og hvar á landinu þær væri aðallega að finna. Hún hlakkaði alltaf til ferðanna og miklaði ekki fyrir sér þó að oft gæti verið um torfærur að fara. Það er margs að minnast og hún rifjaði oft upp ýmislegt úr ferðunum, sem okkur hinum var gjarnan gleymt. Rúmri viku fyrir andlát Siggu hittumst við Gang- lerakonur og áttum saman in- dæla og gefandi stund. Þar var hún hress að vanda, þó að hún vissi að stutt væri í endalokin. Þau hjónin áttu yndislegt heimili í frægu húsi á Blómstur- völlum við Jófríðarstaðaveg. Hús sem Yngvi hafði endurbyggt og þar sem listmunir þeirra hjóna blöstu við jafnt inni sem úti. Við undirrituð höfðum auk þess alltaf töluverð samskipti. Fórum sam- an í stórkostlega ferð til Ekva- dors. Þau dvöldu stundum hjá okkur í Ólafsfirði, þar sem veidd- ur var fiskur á bryggjunni sem Yngvi átti til að matreiða á sér- stakan hátt. Það fylgir því mikill söknuður að kveðja Siggu, en í huga okkar búa allar góðu minningarnar úr ferðunum og frá öðrum samveru- stundum. Við og Ganglerahópur- inn sendum Yngva og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir öll árin sem við nutum samvista þeirra. Sveinbjörn Sigurðsson, Véný Lúðvíksdóttir. Sigrid Anna Jós- efsdóttir Felzmann Elsku Nína frænka mín vark- vödd 31. maí 2022. Mér til mikillar sorgar gat ég ekki fylgt henni síðasta spölinn því ég var stödd erlendis. Nína var uppáhaldsfrænka mín. Ég er bú- in að þekkja hana alla mína ævi en ég fæddist í húsi afa hennar á Njálsgötu 6 en foreldrar hennar, Gústav bróðir mömmu og Ása kona hans, bjuggu þar fyrstu bú- skaparárin sín á meðan þau byggðu framtíðarhúsnæði sitt í Blönduhlíð 28. Ásu mömmu hennar fannst hún alltaf eiga eitt- Jónína Guðrún Gústavsdóttir ✝ Jónína Guðrún Gústavsdóttir fæddist 21. nóv- ember 1940. Hún lést 18. maí 2022. Útför Nínu fór fram 31. maí 2022. hvað í mér af því ég fæddist hjá þeim. Ég átti líka góða að þar. Ég leit mjög mikið upp til Nínu og man þegar hún sem unglingur var að mála sig þá stóð ég við snyrtiborðið hjá henni og mændi á hana. Aldrei man ég eftir að hún stuggaði við mér og mér fannst allt dótið hennar svo fallegt. Á vissum aldri gliðnaði á milli okkar, ég var barn en hún var að verða fullorðin. Við fund- um svo taktinn seinna. Þegar Nína átti elsta barnið sitt, Ásu Kollu, var hún að búa sig undir stúdentspróf og í staðinn fyrir að hafa blóm á náttborðinu á spít- alanum var þar bókabunki. Það var ekki slegið slöku við í þeim efnum og tók hún sitt stúdents- próf með glans. Þegar ég átti mitt fyrsta barn var ég hjá Ásu mömmu hennar þangað til dreng- urinn var tilbúinn. Á fæðingar- deildinni lá ég á stórri stofu og þegar Nína kom að heimsækja mig var rúmið andspænis mér autt. Nína var þá komin á steyp- irinn með Sibbu og segir þá: „Á ég ekki bara að leggjast þarna?“ og fannst okkur það bráðsmellið. Tveimur dögum seinna, eld- snemma um morguninn, vakna ég við að það er verið að kalla á mig. Þær léku þetta svo stofu- systur okkar og var mikið hlegið. Nína kallaði: „Ingibjörg, Ingi- björg, ég er komin.“ Ég í svefn- rofunum umla eitthvað og hún endurtekur sig og ég umla eitt- hvað aftur en rýk svo upp og kalla: „Nína, Nína, ertu komin?“ og urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur frænkum. Ég bjó úti á landi í tugi ára en átti alltaf athvarf hjá henni og Alla manni hennar þegar ég kom í bæinn. Mömmur okkar sáu um að halda þræðinum við því maður kom ekki í bæinn án þess að heimsækja Ásu og Gústa á meðan hans naut við. Þegar ég flutti svo aftur í bæinn urðum við Nína miklar vinkonur sem hélst allt til enda. Rétt fyrir síðasta ættarmót Hrafnabjargarættarinnar sem var haldið á Blönduósi fyrir þremur árum fórum við Nína norður til að kanna aðstæður og tryggja okkur húsnæði. Þetta var mjög góð ferð hjá okkur frænk- um og nýttum við tímann til að heimsækja fólkið okkar sem var mjög gaman en hittum því miður ekki Gerði því hún var á Akur- eyri. Nú er þetta frændfólk okkar farið yfir móðuna miklu. Á rúmu ári eru þau farin fjögur systkina- börnin. Elsku Nína mín, þakka þér fyrir að vera þú, góð manneskja með stórt hjarta. Það var ynd- islegt að koma til þín í afmælis- veislur og sjá hvað þú varst elsk- uð og dáð af börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Og veisluborðið, maður lifandi, það svignaði undan krás- unum. Elsku Sibba, þú sem stóðst eins og klettur með mömmu þinni, Ása Kolla mín, Gústi og ykkar afkomendur, votta ykkur mína dýpstu samúð. Ingibjörg Óskarsdóttir. Elsku hjartans eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON línumaður, Vesturbergi 118, lést í faðmi fjölskyldunnar á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 14. júní. Útförin verður auglýst síðar. Díana Svala Hermannsdóttir Svala K. Eldberg Þorleifsd. Heiðar Eldberg Eiríksson Hlynur Þór Þorleifsson Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir Heiða H. Þorleifsdóttir Magnús Júlíusson Guðmundur J. Þorleifsson Ólöf Hrafnsdóttir Hermann Dan Másson Sigrún Sveinsdóttir Einar Jón Másson Hildur Arna Harðardóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.