Morgunblaðið - 17.06.2022, Side 4

Morgunblaðið - 17.06.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar Auglýst er eftir umsóknum um verðlaun úr sjóðnum. Ítarlegri auglýsingu og upplýsingar er að finna á vef menningar- og viðskiptaráðu- neytisins www.mvf.is Umsóknir skulu berast fyrir 1. september 2022 Reykjavík, 16. júní 2022 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps hefur stöðvað aðra framkvæmd hjá Skógræktinni, í þetta sinn í landi Bakkakots á Botnsheiði. Þetta stað- festa skipulagsfulltrúi og skógrækt- arstjóri. Um er að ræða gróð- ursetningu birkis, að sögn Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra, og er tilgangurinn að efla útbreiðslu birkis á svæðinu. „Okkur finnst ekki vera tilefni til að stöðva fram- kvæmdina, af því að þetta er klár- lega á landi í eigu Skógræktar- innar,“ segir Þröstur. „Þetta er líka klárlega í fullu samræmi við stefnu sveitarfélagsins að auka útbreiðslu birkis á þessu svæði og við skiljum ekki hvað sveitarfélagið getur haft á móti því.“ Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps, segir aftur á móti að framkvæmdin samræmist ekki stefnu aðalskipu- lags Skorradalshrepps, en verið var að gróðursetja fyrir ofan 300 metra hæðarlínu. „Það var óskað eftir stöðvun á miðvikudagsmorgun á grundvelli 53. gr. skipulagslaga þar sem um er að ræða óleyfisfram- kvæmd,“ segir Sigurbjörg. Fram- kvæmdin var stöðvuð að morgni fimmtudags. Þröstur segir óvana- legt að tvær framkvæmdir Skóg- ræktarinnar hafi verið stöðvaðar á skömmum tíma. Framkvæmdin við Botnsheiði var ekki tilkynnt til skipulagsnefndar og segir Þröstur að ekki sé venja fyrir því þegar um land Skógræktarinnar er að ræða. „Þetta er það sem hreppurinn segir að við hefðum átt að gera, því erum við bara ekki sammála. En fyrir það er náttúrlega vettvangur þar sem þetta verður útkljáð.“ Vonar að sveitarstjórn leggi fram kæru Skipulagsfulltrúi stöðvaði óleyfis- framkvæmd í hlíðum Dragafells fyrr í mánuðinum þar sem Skóg- ræktin var að ryðja veg. Er veg- urinn utan skógræktarsvæðis, sam- kvæmt aðalskipulagi Skorradals- hrepps. Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Fitjum í Skorradal, kærði framkvæmdina til lögreglu á þriðjudag. „Ég bíð spennt eftir því að fá að vita hvort kæran verði samþykkt og vona að sveitarstjórn muni einnig kæra fyrir þessar ólög- legu aðgerðir,“ segir Hulda. „Það finnst mér að hljóti bara að vera, sérstaklega í ljósi þess að Skóg- ræktin virðist nú halda bara áfram, það er mjög skrýtið.“ Hulda segir fólk á svæðinu hneykslað á stöðunni sem nú er uppi. „Fólk bara skilur þetta ekki, ég fæ meira að segja hringingar þó að ég sé ekki í hreppsnefnd eða skipulagsnefnd eða neitt. Það er verið að spyrja hvort ég viti eitt- hvað um þetta og svo fæ ég tölvu- pósta frá fólki sem er að bjóða fram aðstoð sína ef þörf er á.“ Sveitarstjórn Skorradals- hrepps fundar um málið í júlí Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að sveit- arstjórn sé ekki búin að taka ákvörðun um framhaldið hvað varð- ar slóðagerðina í Dragafelli. „Það er ekki komin nein niðurstaða í málið önnur en að þarna voru stöðvaðar framkvæmdir sem við teljum óleyfisframkvæmdir. Skipu- lagsnefnd Skorradalshrepps er með þetta á sínum snærum og svo fer þetta til sveitarstjórnar. Ég reikna með að nefndin fundi von bráðar, sveitarstjórn kemur að öllum lík- indum til með að funda annan mið- vikudag í júlí og þá tökum við væntanlega fyrir bókun skipulags- nefndar.“ Skorradalur Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps hefur stöðvað gróðursetningu sem Skógræktin stendur fyrir. Stöðva aðra framkvæmd hjá Skógræktinni - Skógræktarstjóra finnst ekki vera tilefni til stöðvunar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áfallið er mikið og allar forsendur í okkar rekstri eru breyttar. Ég tel ráðgjöf Hafró heldur ekki raun- hæfa, enda er hún byggð fremur á kennisetningum en þeim ítarlegu rannsóknum sem þarf að gera,“ seg- ir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run í Grund- arfirði. Eins og fram hefur komið leggur Hafrannsóknastofnun til 6% lækkun aflamarks í þorski á því fiskveiðiári sem hefst 1. september næstkomandi. Því gæti kvótinn far- ið í um 209 þúsund tonn, en nú eru heimildirnar rúm 222 þúsund tonn. Mikil umsvif í þorskvinnslu og karfa Hjá G.Run hefur vinnsla á þorski verið stór þáttur í starfseminni. Einnig hefur fyrirtækið verið um- svifamikið í karfa, en þar verða veiðiheimildir á komandi fiskveiðiári skertar um 20% milli ára. Nýtt fiskvinnsluhús G.Run var tekið í notkun árið 2019 og miðað við full afköst geta þar farið í gegn um 6.300 tonn af fiski árlega. Fram- leiðslan í dag nær því að vísu ekki og vinnslan liggur niðri í um tvo mánuði á ári yfir hásumarið. Skerði sjávarútvegsráðherra veiðiheimildirnar í samræmi við fyr- irliggjandi ráðgjöf, býst Smári við að fiskmagn sem fer í gegnum húsið á ári fari niður í um 4.500 tonn. Slíkt þýði þá að sumarstoppið lengist úr tveimur mánuðum í þrjá og að inn- tekt fyrir afurðir dragist saman um hundruð milljóna króna. Einnig gæti þurft að fækka starfsfólki, en í dag eru starfsmenn G. Run til sjós eða lands um 90 talsins. Talsverður hluti af því er fólk frá öðrum lönd- um, sem hefur sest að á Íslandi. „Sjávarútvegurinn þarf núna að skera niður og víða úti um land má búast við meiriháttar atvinnuleysi. Fyrir nokkrum árum endurnýjuð- um við skip og byggðum nýtt frysti- hús og vörðum til þessa á fjórða milljarð króna. Uppbygging þessi var þó öll í samræmi við að veiði- heimildir yrðu svipaðar og verið hefur undanfarin ár. Ég bjóst aldrei við þessari hrikalegu skerðingu bæði í þorski og karfa sem nú virð- ist blasa við,“ segir Smári. Rann- sóknir Hafró á fiskistofnunum telur hann mjög takmarkaðar og of litlu til þeirra varið. Þær taki sömuleiðis í of ríkum mæli mið af viðmiðum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins í Kaup- mannahöfn og þurfi að vera eftir þess viðmiðum. Ráð fiskifræðinga ekki óvænt „Ráðgjöf fiskifræðinga nú, sem var kannski ekki óvænt, felur í sér mikil vonbrigði. Segir okkur að til- raunir síðustu ára til þess að byggja upp sterkan þorskstofn hafi mistek- ist. Þetta allt kallar á umræðu og breytt vinnubrögð, eins og útgerð- armenn ræða nú,“ segir Smári. Mikið áfall og býst við atvinnuleysi - Ráðgjöf um þorsk veldur vanda - Viðsjár eru í sjávarútvegi - Forsendur fjárfestingar brostnar - Þriggja mánaða stopp og uppsagnir hugsanlegar, segir framkvæmdastjóri G. Run í Grundarfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávarútvegur Flökin unnin í fiskvinnsluhúsi G.Run í Grundarfirði. Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is „Staðan er óviðunandi,“ segir Alma Möller landlæknir um ástandið á bráðamóttökunni í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta á sér auðvitað mjög langa sögu og embættið hefur sinnt eftirlitshlut- verki mjög reglu- lega. Við fórum og gerðum úttekt 2018 og skiluðum skýrslu um það og höfum síðan margoft farið í eftirlit og bent á vandann og hvað þurfi að gera,“ seg- ir Alma. Síðast fór embætti landlæknis í eftirlit á bráðamóttökuna 30. maí og í kjölfarið var minnisblaði skilað til heilbrigðisráðherra 2. júní og 8. júní. Síðan þá hefur viðbragðsteymi heil- brigðisráðuneytisins um bráðaþjón- ustu í landinu verið stofnað og segist Alma binda miklar vonir við það. „Málefnin sem endurspeglast í stöðunni á bráðamóttökunni eru auð- vitað mjög flókin og þau eru háð utanaðkomandi áhrifum. Þetta hefur farið versnandi yfir mjög langan tíma. Þess vegna eru ekki til neinar skyndilausnir, því miður, og þess vegna hef ég sem landlæknir lagt áherslu á samstarf Landspítala og heilbrigðisráðuneytis en líka allra þeirra sem sinna bráðaþjónustu í landinu, enda endurspeglast það í þessu viðbragðsteymi,“ segir Alma. Áskoranirnar marg- þættar og risavaxnar Alma segir áskoranir bráðamót- tökunnar margþættar og risavaxnar. Í fyrsta lagi sé mönnun áskorun og síðan þurfi að auka fjölbreytni í úr- ræðum fyrir aldraða. Hún bendir einnig á að húsnæði spítalans sé óvið- unandi og heimsfaraldur Covid-19 hafi síðan ekki bætt úr. „Svo þetta er ofboðslega snúin staða.“ Fjölmiðlar hafa undanfarna daga greint frá alvarlegri stöðu á Land- spítalanum og á bráðamóttökunni. Nú síðast greindi Morgunblaðið frá því að móðir hefði þrisvar á tíu dög- um farið með dóttur sína þangað til að fá loks grun sinn staðfestan um að dóttirin, nýbökuð móðir, væri með heilahimnubólgu. Alma segist ekki vita til þess að margir hafi kvartað til embættisins vegna stöðunnar á bráðamóttökunni. Segir stöðuna óviðunandi - Bindur vonir við nýtt viðbragðsteymi Alma D. Möller

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.