Morgunblaðið - 17.06.2022, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Með bréfi til for-
sætisráðuneytisins 2.
júlí 2021 var vakin at-
hygli á nýrri gerð
mannvirkis sem ver
línulega formaða inn-
viði gagnvart aðflæð-
andi hrauni með var-
anlegum hætti.
Hraunbrú/-stokkur
flytur ekki bíla heldur
fljótandi hraun, yfir
vegi, lagnir og aðra
línulega innviði á eldgosasvæðum.
Hraunflæðinu er þá lyft á leið
sinni niður hallann án þess að
hindra það verulega.
Eftir því sem meira er fjallað
um varnargarða þeim mun skýrari
verður hraunbrúin sem valkostur.
Svo virðist sem hraunbrúin sé; eini
valkosturinn sem tryggir öryggi
innviða með varanlegum hætti í
stærra eldgosi, eini valkosturinn
sem hægt er að grípa til með mjög
stuttum fyrirvara, eini valkost-
urinn sem heldur innviðum opnum
og aðgengilegum til viðhalds og
viðgerða, jafnvel meðan á eldgosi
stendur/hraun flæðir
um sama svæði. Hún
er jafnframt eini val-
kosturinn sem óháður
er því hvar og hve
mikið hraun flæðir.
Enn fremur ónáðar
hraunbrú ekki land-
eigendur né veldur
óþarfa umhverfisraski,
þar sem hún fer á
land sem nú þegar
hefur verið notað (inn-
an helgunarsvæðis
innviða). Hraunbrú er
örugg lausn sem er
óháð því hve mikið hraun flæðir,
eins örugg og hver önnur brú eða
jarðgöng sem við notum dags-
daglega.
Hraunbrúna má fjarlægja eftir á
á svæðum sem ekki fara undir
hraun og þannig endurheimta upp-
haflega ásýnd lands. Þannig hent-
ar hraunbrú sérstaklega vel til
þess að verja heitavatnslagnir,
ljósleiðara og háspennustrengi
með afmörkuðum og öruggum
hætti. Hraunbrú er manngengt
mannvirki og varðir innviðir því
öllum stundum aðgengilegir til við-
gerða og viðhalds, jafnvel á meðan
hraun flæðir. Hraunbrú myndi
minnka óvissuna sem skapast hef-
ur fyrir innviði vegna jarðhræring-
anna á Reykjanesi og afmarka
hana betur.
Varnargarðar hafa vægi í litlu
gosi með takmörkuðu hraunflæði
og nýtast til að breyta stefnu
hrauns sem flæðir. Í sumum að-
stæðum má horfa á hraunbrú sem
viðbót við varnir sem byggjast á
varnargörðum. Hún leysir þó bet-
ur óvissu sem bundin er varn-
argörðum varðandi yfirflóð hrauns
og það hvernig hraun getur á fáum
vikum hækkað um tugi metra og
gert varnargarða óvirka. Með
hraunbrú má hraun flæða og
hækka eins og það vill, á því svæði
sem slík lausn er notuð, lagnir og
vegir haldast óskemmdir.
Innviðaráðherra viðraði áhyggj-
ur sínar á mbl.is hinn 3. júní 2022
um staðsetningu varnargarða og
hve langan tíma það tæki að
byggja þá. Tek undir áhyggjur
ráðherrans. Hraunbrú, hins vegar,
verður aldrei á röngum stað né
heldur röngum megin við mögu-
legt hraunflóð. Hún ver þá innviði
sem þarf að verja, þar sem þeir
eru, með endanlegum hætti. Ef
hraun fer aðra leið er hægt að
fjarlægja hraunbrúna, setja í
geymslu og hafa tilbúna fyrir
næstu eldgosaógn og landið end-
urheimtir fyrri ásýnd.
Varnargarðar hafa sem fyrr seg-
ir galla sem snúa að landeig-
endum, sem vilja ekki að land
þeirra fari undir mikil mannvirki
sem mögulega ekki nýtast, og um-
hverfismengun, því það stríðir
gegn náttúruverndarsjónarmiðum
að leggja land undir varnargarða
sem virka kannski og kannski
ekki. Þetta á sérstaklega við um
svæði þar sem reiknað hafði verið
með hrauni sem svo ekki kemur,
þá standa eftir varnargarðar sem
aldrei nýttust.
Það er hægt að ráðast í gerð
hraunbrúar til varnar innviðum á
eldgosasvæðum með skömmum
fyrirvara, með réttum undirbún-
ingi, jafnvel örfárra daga fyrirvara
og allt niður í einn dag. Í grein
sem birtist í Morgunblaðinu 24.
júlí 2021 var farið yfir meginþætti
í hönnun hraunbrúarinnar.
Útfærsla hraunbrúarinnar er
háð undirbúningi, s.s. gæðum for-
rannsókna, gagna og fjárfesting-
arvilja ríkisvaldsins. Því betur sem
fjárfest er í undirbúningi, þeim
mun hagkvæmari verður lausnin
þegar til kastanna kemur, því
áskorunin hverfist að miklu leyti
um „strategíu“. Enginn vill byggja
mannvirki þar sem aldrei flæðir
hraun, en komi það upp er gott að
geta fjarlægt mannvirkið, geymt
og endurnýtt á nýjum stað. Kúnst-
in felst í því að meta hverju kosta
má til, svo innviðir verði öruggir.
Ekki bara kannski, heldur örugg-
lega.
Það eru margvíslegar áhuga-
verðar breytur í hraunbrúnni sem
unnið er með um þessar mundir.
Háskóli Íslands er nú aðili að sam-
starfinu um hraunbrúna, sem er
afar þakkarvert. Að fenginni
reynslu er rétt að nefna, að oft er
erfitt að finna vilja til samstarfs
hjá opinberum aðilum um þróun
nýrra verkfræðilegra lausna á ís-
lensku umhverfis- og mann-
virkjasviði, vegna sérhags-
munagæslu fárra en stórra aðila.
Minnt er á að hönnun, hugmyndir
og hugverk á Íslandi tilheyra einn-
ig lögsögu landsins þar sem í gildi
eru lög um hugverkaréttindi, sem
ber að virða. Of oft er þessi grund-
vallarforsenda nýsköpunar,
tækniþróunar og framfara vanvirt.
Þar sem engin svör hafa borist
frá ráðuneytum eða Almannavörn-
um er dregin sú ályktun að áhug-
ann á að kynnast kostum
hraunbrúarinnar skorti. Skyn-
samlegt væri þó að kanna málið nú
og bíða ekki til næsta goss. Hér er
einnig minnt á að yfirvöld ættu að
gæta þess að hlúa að íslensku hug-
viti með opinn faðminn, sér-
staklega því sem einstakt er á
heimsvísu. Enginn veit fyrir fram
hvers virði slíkt getur orðið síðar.
Þetta er bara til upplýsingar.
Hraunbrú eykur almannaöryggi
á eldgosasvæðum verulega
Eftir Magnús
Rannver Rafnsson »Hraunbrú verður
aldrei á röngum stað
né heldur röngum meg-
in við mögulegt hraun-
flóð. Hún ver innviði,
þar sem þeir eru, með
varanlegum hætti.
Magnús Rannver
Rafnsson
Höfundur er verkfræðingur
hjá Línudansi ehf.
magnus.r.rafnsson@linudans.org
Veiði