Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 140. tölublað . 110. árgangur . RANNSAKA SAMFÉLAG OG SÁLARLÍF KEPPTI ÁTTATÍU VETRA FETAÐI Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS Í ÞÝSKALANDI REYKJAVÍKURMEISTARAMÓT FÁKS 10 GÍSLI ÞORGEIR 27LEIKÁRIÐ GERT UPP 28 Viðsjár eru í sjávarútvegi vegna ráð- gjafar Hafrannsóknastofnunar, þar sem gert er ráð fyrir að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári verði skert um 6% og um 20% í kvóta. „Áfallið er mikið og allar forsend- ur í okkar rekstri og starfsemi eru breyttar. Ég tel ráðgjöf Hafró held- ur ekki raunhæfa, enda byggð frem- ur á kennisetningum en jafn ítarleg- um rannsóknum og þyrfti,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.Run í Grund- arfirði, í samtali við Morgunblaðið. Ráðgjöf og tillögur nú telur Smári raunar sýna að uppbygging á þorsk- stofninum, sem verið hefur áherslu- mál í stjórnmálum og hafrannsókn- um, hafi mistekist. Nýtt fiskvinnsluhús G.Run í Grundarfirði var tekið í notkun árið 2019 og miðað við full afköst geta þar farið í gegn um 6.300 tonn af fiski ár- lega. Framleiðsl- an í dag nær því að vísu ekki og vinnslan liggur niðri í um tvo mánuði á ári yfir hásumarið. Nú telur Smári lík- legt að lengja verði tímann sem lokað er í þrjá mánuði og hugs- anlega fækka starfsfólki. Hugsan- legt sé að aðeins verði unnin um 4.500 tonn á ári í húsinu nýja. Nú sé raunar svo komið að endurskoða þurfi forsendur í rekstri G.Run. Þær hafi miðast við að heimildir til veiða á þorski og karfa, sem fyrirtækið hef- ur mikið byggt á, héldust óbreyttar frá því sem verið hefur. Bygging nýs fiskvinnsluhúss og skipakaup á síð- ustu árum hafi miðast við slíkt. »4 Lengra stopp og færra starfsfólk - Ráðgjöf Hafró vekur sterk viðbrögð Guðmundur Smári Guðmundsson Landsmenn, ungir sem aldnir, fagna 78 ára afmæli lýðveldis- ins í dag. Fjölbreytt hátíðardagskrá er um allt land og mikið um dýrðir, veðurspáin þó misgóð. Krakkarnir í leikskólanum Blásölum í Reykjavík tóku forskot á sæluna í gær, fengu and- litsmálun og fána og horfa hér á trúð skemmta, sem kom í heimsókn í skólann. Gleði og undrun í senn. »8, 10-11, 14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilega þjóðhátíð! Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Við erum afskaplega glöð að sjá öfl- ugt framtak íslenskra stjórnvalda til að styrkja kvikmyndaiðnaðinn á Ís- landi með ýmsum hætti undir for- ystu Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra,“ segir í yfirlýsingu Jay Roewe, aðstoðarfor- stjóra HBO og HBO Max, til Morg- unblaðsins, þegar óskað var eftir viðbrögðum hans við breytingum á lögum um tímabundar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Nú verða allt að þrjátíu og fimm prósent framleiðslukostnaðar endurgreidd fyrri stærri verkefni. Hafi fjárfest í iðnaðinum Jay Roewe, sem annast fram- leiðsluþróun félagsins, segir enn fremur að Ísland hafi á undanförn- um árum fjárfest umtalsvert í um- gjörð kvikmyndaiðnaðarins, bæði í mannauði og framleiðsluaðstöðu. „Við gerum ráð fyrir að að þessi lagabreyting muni auka aðdráttarafl Íslands sem tökustaðar til muna,“ bætir hann við. Frumvarp menning- armálaráðherra um hærri endur- greiðslur var samþykkt rétt fyrir þinglok, aðfaranótt fimmtudags. Leifur Björn Dagfinnsson, eig- andi og framkvæmdastjóri True North, segir lagabreytinguna þegar vera farna að hafa áhrif og margir áhugasamir úr kvikmyndaiðn- aðinum hafi sett sig í samband við hann í gær, daginn eftir lagabreyt- inguna. Hann segir fjögur stór verkefni vera á teikniborðinu hjá True North. Skoðað er í fullri alvöru að taka verkefnin upp í heild sinni hér á landi og segir Leifur Björn að um sé að ræða verkefni af stærðargráðu sem ekki hafi áður sést í kvikmynda- iðnaði hér á landi. HBO fagna auknum stuðningi stjórnvalda - Lagabreytingar muni auka aðdráttarafl Íslands til muna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jökulsárlón Íslensk náttúra hefur verið vinsæl í kvikmyndaiðnaðinum. MFjögur stór verkefni … »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.