Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
eru talin með eða ekki. Hlutfallið fer
hæst í 71% hjá Borgarleikhúsinu ef
samstarfsverkefni eru ekki talin
með, en er annars 67%. Hlutföllin
snúast hins vegar við hjá Þjóðleik-
húsinu. Þar er 60% sýninga leikstýrt
af körlum, hvort sem samstarfs-
verkefnin eru talin með eða ekki.
Næring fyrir líkama og sál
Í fyrsta sinn síðan 2008 hófst leik-
árið ekki á nýfrumsamdri sumar-
sýningu Leikhópsins Lottu. Það
helgast af því hversu illa margir
sjálfstæðir hópar fóru í faraldrinum
og fengu, þrátt fyrir fögur loforð
stjórnvalda, ekki nauðsynlegan
stuðning. Vonandi rætist þar úr
enda hefur Lotta verið mikilvægt
blóm í leiklistarflóruna sem nær
vonandi að blómstra sem fyrst aftur.
Fyrsta frumsýning leikársins var
því einsöngleikurinn Góðan daginn,
faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson
leikara og Grétu Kristínu Ómars-
dóttur leikstjóra með bráðskemmti-
legri tónlist eftir Axel Inga Árna-
son. Þessi einlæga og skemmtilega
sýning setti tóninn fyrir metnaðar-
fullt starfsár í Þjóðleikhúskjallar-
anum undir listrænni stjórn Grétu
Kristínar. Þar hóf göngu sína í vetur
sýningaröðin Hádegisleikhúsið sem
bauð upp á góða næringu fyrir lík-
ama og sál. Hádegisverkin Út að
borða með Ester eftir Bjarna Jóns-
son í leikstjórn Grétu Kristínar og
Rauða kápan eftir Sólveigu Eiri
Stewart í leikstjórn Hilmars Guð-
jónssonar voru bæði afbragðsvel
heppnuð og verður spennandi að
fylgjast með framhaldi sýningarað-
arinnar á næsta leikári.
Einn af hápunktum leikársins
fyrir áramót var Njála á hundavaði
eftir Hjörleif Hjartarson, í leik-
stjórn Ágústu Skúladóttur, sem
sýnd var í Borgarleikhúsinu. Eirík-
ur Stephensen og Hjörleifur Hjart-
arson, í dúóinu Hundur í óskilum,
fóru þar á kostum í túlkun sinni á
Brennu-Njáls sögu.
Rannsaka samfélag og sálarlíf
Segja má að Caryl Churchill hafi
verið leikskáld ársins, því stóru leik-
húsin tvö í höfuðborginni buðu hvort
upp á sitt verkið úr smiðju þessa
eins merkasta núlifandi leikskálds
Breta. Á löngum og farsælum ferli
hefur Churchill verið óþreytandi við
að kanna möguleika leiksviðsins til
að rannsaka samfélag og sálarlíf.
Borgarleikhúsið sýndi Ein komst
undan frá 2016 í leikstjórn Kristínar
Jóhannesdóttur, þar sem heimur á
hverfandi hveli var til umfjöllunar í
vel uppbyggðu verki. Þjóðleikhúsið
sýndi Ást og upplýsingar frá 2012 í
leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Verk-
inu mætti helst lýsa sem dæmasafni
um merkingu, möguleika á raun-
verulegri nánd og takmörk skynj-
unar og minnis. Þrátt fyrir afar ólík
viðfangsefni og form áttu uppfærsl-
urnar það sameiginlegt að leikurinn
var afbragð og endurspeglaði
stefnumót framúrskarandi texta við
gjöfult og skapandi listafólk. Tal-
andi um fyrsta flokks listafólk, þá er
ekki hægt að gera upp leikárið án
þess að minnast á leikþrekvirkið
sem Gísli Örn Garðarsson vann í
einleiknum Ég hleyp eftir Line
Mørkeby í leikstjórn Hörpu Arnar-
dóttur þar sem barnsmissir var til
umfjöllunar.
Sproti sem blómstrar
Verkefnið Umbúðalaust hjá Borg-
arleikhúsinu hlaut Sprota ársins á
nýafstaðinni Grímuhátíð. Það var
einstaklega viðeigandi, því það er
hugsað sem vettvangur fyrir unga
sviðshöfunda, sem eru að stíga sín
fyrstu skref og leið til að efla tengsl-
in við grasrótina. Röðin hóf göngu
sína haustið 2019 og hefur þegar
skilað bæði frumlegum, skemmti-
legum og áhugaverðum sýningum.
Á nýafstöðu leikári má nefna hina
dásamlegu Á vísum stað úr smiðju
sviðslistahópsins Slembilukku, þar
sem geymsluþörf manneskjunnar
var til rannsóknar og hin áhuga-
verða How to make love to a man í
uppfærslu sviðslistahópsins Toxic
King, þar sem karlmennskan í ýms-
um myndum var til skoðunar.
Boðið var upp á sjö góðar barna-
sýningar á nýliðnu ári fyrir fjöl-
breyttan aldur. Stærsta hjartað sló í
uppfærslu Borgarleikhússins á Emil
í Kattholti eftir bókum Astridar
Lindgren í leikgerð Johans Gille
sem var yfirfarin og bætt af Marí-
önnu Clöru Lúthersdóttur og Þór-
unni Örnu Kristjánsdóttur sem jafn-
framt leikstýrði. Uppfærslan minnti
okkur á mikilvægi þess að börn fái
að vera börn og læra af reynslunni í
umhverfi sem einkennist af
væntumþykju og skilningi.
Skömmin sem leiðarstef
Segja má að skömmin og leiðir til
að uppræta hana hafi verið ákveðið
leiðarstef seinni hluta leikársins, þar
sem sjónum var beint að skammar-
króknum í Kattholti, eitraðri karl-
mennsku og skömminni sem fylgir
áföllum, líkt og Elísabet Jökulsdótt-
ir hefur verið ötul að fjalla um, síð-
ast í Blóðugu kanínunni í leikstjórn
Guðmundar Inga Þorvaldssonar í
Tjarnarbíói. Umfjöllunin um hina
hverfulu skömm náði hámarki í Sjö
ævintýrum um skömm eftir Tyrfing
Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns
Jónssonar, sem sýnd var í Þjóðleik-
húsinu við góðar undirtektir, enda
kraftmikið og spennandi verk í frá-
bærri útfærslu. Það var því afar við-
eigandi að bæði leikskáldið og leik-
stjórinn hlytu Grímu fyrir störf sín.
Ánægjulegt var að sjá hversu vel
heppnuð mörg hinna nýju íslensku
leikrita leikársins voru. Má í því
samhengi nefna hið grátbroslega
gamanverk Fyrrverandi eftir Val
Frey Einarsson í leikstjórn höf-
undar, sem sýnt var í Borgarleik-
húsinu.
Að lokum verður að minnast á
undurfallegu heilgrímusýninguna
Hetju eftir leikhópinn Skýjasmiðj-
una í leikstjórn Ágústu Skúladóttur
sem sýnd var í Tjarnarbíói. Þar var
áhorfendum boðið upp á gott vega-
salt milli gamans og alvöru í upp-
færslu sem minnti okkur á mikil-
vægi samkenndarinnar, að lifa lífinu
lifandi og töfrana sem birst geta í
hinu hversdaglega.
Framtíðin er björt
Ljósmynd/María Kjartansdóttir
Blóðuga kanínan Meðul absúrdleikhússins notuð til að fjalla um áföll.
Ljósmynd/ Grímur Bjarnason
Emil í Kattholti Sýning með risastórt hjarta sem snertir við áhorfendum.
Ljósmynd/María Björt Ármannsdóttir
Hetja Minnir á töfrana sem birst geta í hinu hversdaglega.
Morgunblaðið/Eggert
Á vísum stað Umbúðalaus sýning um geymsluþörf manneskjunnar.
Ljósmynd/Jorri
Sjö ævintýri um skömm Kraftmikið og spennandi nýtt íslenskt verk.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Ást og upplýsingar Frábært verk um takmörk skynjunar og minnis.
AF LEIKLIST
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Eftir tvö erfið rekstrarár í leik-
húsum landsins, á meðan heimsfar-
aldurinn gekk yfir af fullum þunga,
sneru hlutirnir hægt og rólega aftur
til fyrra horfs á nýliðnu leikári.
Leikhúsgestir fylltu sali á ný til að
láta hreyfa við bæði hug og hjarta.
Óhætt er að segja að faraldurinn
hafi kennt okkur að enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur og fáir
taka sviðslistum hér eftir sem sjálf-
gefnum hlut sem ekki þurfi að hlúa
að svo þær blómstri. Leikhúsið býr
yfir einstökum galdri, þar sem
áhorfendur geta upplifað allt litróf
lífsins, fengið tækifæri til að setja
sig í spor annarra, látið sig dreyma
og sleppt ímyndunaraflinu lausu.
Sviðslistirnar hafa aldrei verið mik-
ilvægari en nú á tímum, þar sem
þær geta birt okkur nýja möguleika
og skapandi sjónarhorn í hröðum
heimi þar sem allt er sífellt að breyt-
ast.
Á nýloknu leikári, sem hófst í
ágúst í fyrra og lauk í maílok í ár,
rýndu leiklistargagnrýnendur
Morgunblaðsins í alls 37 sýningar.
Það er sambærilegur fjöldi og áður
en heimsfaraldurinn skall á með til-
heyrandi samkomutakmörkunum,
sem leiddi til þess að mun færri sýn-
ingar komust á svið frá mars 2020
fram á sumar 2021. Þegar tilkynnt
var um tilnefningar til Grímunnar,
Íslensku sviðslistaverðlaunanna
2022, kom fram að á leikárinu 2021–
2022 hafi leikhús og sviðslistahópar
skráð alls 42 leiksýningar sem fram-
lög til Grímunnar. Þar af voru sjö
barnasýningar, en þess ber að geta
að nokkrar sýningar færðust á milli
leikára. Þeirra á meðal Bubbasöng-
leikurinn 9 líf sem valinn var sýning
ársins á nýafstaðinni Grímuhátíð
eftir að hafa legið í dvala frá frum-
sýningarhelginni í mars 2020 fram
til haustsins 2021.
Rúm 70% sýndra verka íslensk
Sé rýnt í tölfræði ársins, má sjá að
rétt rúm 70% þeirra verka, sem rýnt
var í á nýliðnu leikári, voru íslensk
eða 26 talsins. Þar af voru 25 ný ís-
lensk verk og af þeim voru sex leik-
gerðir. Þetta er lægra hlutfall en í
fyrra, þegar rúm 77% sýndra verka
voru íslensk, en samt vel yfir meðal-
tali þann áratug sem undirrituð hef-
ur tekið þessar tölur saman, sem er
tæplega 66%. Sé litið á erlendu
verkin, var boðið upp á tvö verk sem
skrifuð voru í kringum aldamótin
1600, eitt verk frá 19. öld, tvö frá 20.
öldinni og sex skrifuð eftir aldamót-
in 2000. Erlendu verkin voru skrifuð
á ensku, ítölsku, sænsku og dönsku.
Sem fyrr er gróskan í íslenskri
leikritun mest áberandi hjá sjálf-
stæðu senunni, sem frumsýndi 15 af
26 íslenskum verkum leikársins,
sem gerir 58%. Ef samstarfsverk-
efni Borgarleikhússins og Þjóðleik-
hússins eru talin með, sýndu þau
hvort um sig um 40% íslenskra
verka leikársins, en hlutfallið lækk-
ar í um 20% hjá hvoru leikhúsi ef
samstarfsverkefnin eru ekki talin
með.
Þegar uppfærslur leikársins eru
skoðaðar með kynjagleraugum, má
sjá að hlutur kvenna í hópi leik-
skálda stendur nánast í stað á milli
leikára. Á nýliðnu leikári voru 30%
sýninganna byggð á leiktextum ein-
vörðungu eftir konur en 35% byggð-
ust á leiktextum einvörðungu eftir
karla og 35% eftir bæði kyn, alls 49
höfunda þar sem kynjahlutfallið var
því sem næst jafnt.
Leikárið 2020–2021 var metfjölda
sýninga leikstýrt af konum eða 71%,
en það hlutfall fellur niður í 56%
leikárið 2021–2022. Sé kynjahlut-
fallið skoðað eftir sýningarstað, má
sjá að Borgarleikhúsið, Leikfélag
Akureyrar og sjálfstæða senan eiga
það sameiginlegt að þar er fleiri
verkum leikstýrt af konum en körl-
um, hvort sem samstarfsverkefnin