Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 1

Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 1
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík Umsvifin mikil og vaxandi. Ríkið þarf að koma að styrkingu ým- issa innviða í Vík í Mýrdal, þangað sem á góðum degi koma nú allt að 5.000 ferðamenn. Segja fulltrúar sveitarfélagsins að styrkja þurfi vegakerfi, löggæslu og heilbrigðis- þjónustu. Fráleitt sé því að miða um- fang opinberrar þjónustu við fjölda skráðra íbúa. Taka verði ferðamenn inn í breytuna. „Allt er krökkt af fólki frá morgni til kvölds,“ segir Einar Freyr Elín- arson sem um mánaðamótin tekur við starfi sveitarstjóra Mýrdals- hrepps. Skráðir íbúar í sveitarfé- laginu eru nú 850 en voru um 460 fyrir áratug. Stór hluti nýrra íbúa er fólk af erlendum uppruna, sem starfar við ferðaþjónustu. »10 Mikil fjölgun í Mýrdalnum - Ríkið styrki svæðið F Ö S T U D A G U R 2 2. J Ú L Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 170. tölublað . 110. árgangur . MEÐ ENDURNÝJAÐ ÖKUSKÍRTEINI OG HEILL HEILSU SVIPTIR HULUNNI AF EINSTÖKUM FYRIRBRIGÐUM FEGURÐ OG SVEITARÓMANTÍK Í FORGRUNNI WEBB-SJÓNAUKINN, 14 REYKHOLTSHÁTÍÐ 28JENS ALBERT 100 ÁRA 4 Tveir leikmenn og þjálfari svartfellska knattspyrnuliðsins Buducnost fengu að líta rauða spjaldið í Evrópuleik gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum í gærkvöld. Mikill hiti var í leikmönnum og forráðamönnum Buducnost og lögregla þurfti að skakka leikinn þegar flautað hafði verið til leiksloka og þeir hugðust veitast að leikmönnum Breiðabliks. Leikurinn endaði með 2:0 sigri Breiðabliks. Sama gilti um Víkinga sem sigruðu velsku meistarana The New Saints 2:0 á Víkingsvellinum. Íslensku liðin standa þvi bæði vel að vígi eft- ir fyrri leiki sína í annarri umferð Sambandsdeildar Evrópu og fara með tveggja marka forskot í seinni leikina. Þeir fara fram ytra næsta fimmtudag. »27 Morgunblaðið/Árni Sæberg Æstir Svartfellingar á Kópavogsvellinum Andrés Magnússon andres@mbl.is Hagkvæmustu loftslagsaðgerðir stjórnvalda felast í landgræðslu, skógrækt og endurheimt mýrlendis, en á hinn bóginn eru ívilnanir vegna kaupa á rafbílum, bann við urðun á lífrænum úrgangi og efling innlendr- ar grænmetisframleiðslu beinlínis óhagkvæm og stuðla lítt að því að markmiðum aðgerðanna sé náð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en samkvæmt henni er afar misjafnt hversu hagkvæmar loftslagsaðgerð- ir stjórnvalda eru. Vægi hagkvæmni til árangurs Þar er ekki aðeins um að ræða fjárhagslega hagsmuni landsmanna, heldur skiptir hagkvæmnin máli gagnvart loftslagsmarkmiðunum. „Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslags- málum sem borga sig,“ segir í inn- gangi skýrslunnar. Þar er vendilega rökstutt hvað einstakar aðgerðir kosta og hver ávinningur af þeim sé, bæði í fjárhagslegu tilliti og eins gagnvart loftslaginu. Þar kemur vafalaust sumt á óvart, eins og að stuðningur við innlenda grænmetis- framleiðslu sé til lítils nýtur að þessu leyti eða að borgarlínan, sem á að vera knúin rafmagni og metani, gagnist loftslagsmarkmiðum ekki sérstaklega. Ræktarsemi við landið hagkvæmust - Loftslagsaðgerðir stjórnvalda mjög mishagkvæmar að mati Hagfræðistofnunar Morgunblaðið/Kristinn Skógur Skógrækt er hagkvæm loftslagsaðgerð ásamt annarri rækt. MMisjafn árangur … »6 fjölgun, haft í för með sér að íbúa- fjöldinn verði kominn í 385 þúsund um áramótin. Nærri íbúafjöldi Hafnarfjarðar Gangi það eftir yrði það fjölgun um 29 þúsund íbúa frá desember- byrjun 2018 sem jafnast næstum á við íbúafjölda Hafnarfjarðar. Flestir innflytjendur á Íslandi koma frá Evrópu. Hagþróun í Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúar landsins urðu í fyrsta sinn rúmlega 380 þúsund í sumarbyrjun. Þeim hefur fjölgað um ríflega 4.700 frá áramótum, eða á við íbúafjölda Seltjarnarness, og eru íbúar lands- ins nú um 381 þúsund. Þörf er á aðfluttu vinnuafli og gæti það, ásamt náttúrulegri íbúa- Evrópu, ekki síst á evrusvæðinu, gæti því haft áhrif á aðflutninginn. Það gæti því ýtt undir aðflutning til landsins að horfur á evrusvæðinu á síðari hluta árs hafa versnað og að staða efnahagsmála er betri hér. Christine Lagarde, bankastjóri evrópska seðlabankans, ræddi efna- hagshorfurnar er hún gerði grein fyrir 0,5% vaxtahækkun bankans, þeirri fyrstu í ellefu ár, í gær. Lagarde gaf til kynna að vextir hækki meira í haust en hún sagði hækkandi orkuverð, í kjölfar inn- rásar Rússa í Úkraínu, hafa ásamt öðru ýtt undir verðbólgu í álfunni. Þá boðaði hún stuðningsaðgerðir til handa þeim ríkjum evrusvæðisins sem höllustum fæti standa en Ítalía, eitt stærsta hagkerfi álfunnar, glímir nú við stjórnarkreppu og íþyngjandi ríkisskuldir. »12 Jafnast á við íbúafjölda Seltjarnarness - Landsmönnum fjölgar hratt í ár - Ólga í Evrópu gæti ýtt undir aðflutning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.