Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Page 10

Morgunblaðið - 22.07.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 VIKUR Á LISTA 3 1 2 1 4 2 3 4 1 4 ÞÚ SÉRÐMIG EKKI Höfundur: Eva BjörgÆgisdóttir Lesarar: Ýmsar leikraddir EITRIÐ Höfundur: IngerWolf Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir MAÐURUPPI Á ÞAKI Höfundar: Maj Sjöwall, PerWahlöö Lesari: Kristján Franklín Magnús ANDNAUÐ Höfundur: Jón Atli Jónasson Lesarar: Ýmsar leikraddir SKERIÐ Höfundar: Áslaug Torfadóttir, Ragnar Egilsson Lesarar: Ýmsar leikraddir SYSTIRIN Í STORMINUM Höfundur: Lucinda Riley Lesari: Margrét Örnólfsdóttir SORGIR Höfundur: IngerWolf Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir ÞERNAN Höfundur: Nita Prose Lesari: Kristín Lea Sigríðardóttir ÞESSU LÝKURHÉR Höfundur: Colleen Hoover Lesari: Þrúður Vilhjálmsdóttir NÁGRANNAVARSLA Höfundur: Unni Lindell Lesari: Birgitta Birgisdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › › - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 28 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umsvif í ferðaþjónustu hér eru mikil; ýmis ný starfsemi hefur verið sett á laggirnar, hótel byggð, veit- ingastaðir opnaðir og fleira. Upp- byggingin hér á síðustu árum hefur verið hröð og samfélagið er gjör- breytt frá því sem var,“ segir Einar Freyr Elínarson, væntanlegur sveit- arstjóri í Mýrdalshreppi. „Verkefni síðustu ára hafa verið leidd af einkaaðilum; fólki sem er út- sjónarsamt og hefur þrautseigju. Mál þarf oft að taka í samstarfi við sveitarfélagið enda er þess að sjá um skipulagsmál og ýmsa þjónustu í nærumhverfinu. Nú er þó svo komið að ýmis aðkallandi verkefni sem rík- inu ber að sinna eru komin í blind- götu. Þar er hægagangur á hlutunum, þótt vilji til góðra verka sé til stað- ar. Þá kyrrstöðu er mikilvægt að rjúfa.“ Mýrdalur spannar svæðið frá Sólheima- sandi og langt austur fyrir Vík. Þetta er um margt dæmigert ís- lenskt dreifbýli: samfélag sem þó er í örri þróun. Í sveitarstjórnarkosn- ingum í Mýrdal í maí síðastliðnum fékk framboðið Framsókn og óháðir þrjá menn kjörna í sveitarstjórn og þar með meirihluta. Listi Allra fékk tvo fulltrúa. Einar var þriðji maður á lista kjörins meirihluta og tekur við sveitarstjórastarfinu 1. ágúst nk. Nýir íbúar og breyttar kröfur Í kosningunum í Mýrdal var kjör- sókn um 75% og í aðdraganda þeirra lögðu framboðin sig eftir því að ná til og fá á kjörstað nýja íbúa í sveit- arfélaginu, það er fólk af erlendum uppruna sem hefur sest að á svæð- inu og starfar gjarnan við ferðaþjón- ustuna. Raunar hefur fólksfjölgun í Mýrdal á síðustu árum hefur verið ævintýraleg. Íbúar voru 459 fyrir áratug en eru nú 850. Um helmingur þess er fólk af erlendum uppruna. „Þessir nýju íbúar eru gjarnan á aldrinum 25-40 ára. Margir í þeim hópi eru frá Póllandi en svo hefur fjölgað ört frá öðrum löndum líka. Eðlilega gerir þetta fólk aðrar kröf- ur um þjónustu af hálfu sveitarfé- lagsins en til dæmis Íslendingar. Góð líkamsræktaraðstaða var eitt þessara mála og því kalli þurfum við að svara. Til þess að efla enn frekar þátttöku erlendra íbúa komum við á fót enskumælandi ráði hjá sveitarfé- laginu. Ég hygg að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi,“ segir Einar Freyr. Allt að ein milljón ferðamanna kemur á ári hverju í Reynisfjöru í Mýrdal og aðrir staðir í kring eru ekki síður fjölsóttir. Vissulega var fátt um ferðamenn meðan á heims- faraldri stóð, en nú að honum lokn- um er allt aftur á fullum snúningi á svæðinu. Slíkt skapar áskoranir og óleyst mál á ýmsum sviðum. Meinloka og rangir mælikvarðar „Sumir fulltrúar ríkisins sem við herjum á varðandi mikilvæg hags- munamál okkar eru fastir í meinloku og sinna okkar erindum eftir röng- um mælikvörðum. Hér er fráleitt að miða þjónustustig eingöngu við fjölda þeirra sem hér hafa skráð lög- heimili. Á góðum degi koma kannski 4.000-5.000 manns í Vík; hundruð fólksbíla og tugir rúta. Allt er krökkt af fólki frá morgni til kvölds og flestir gista á hótelum yfir nótt- ina,“ segir Einar Freyr og heldur áfram: „Af því að mikil umferð ferðafólks er sjaldan tekin með í reikninginn þegar línur eru lagðar um opinbera þjónustu, þá eru hér á svæðinu aðeins einn læknir og einn hjúkr- unarfræðingur. Það eru hjón sem hér hafa búið lengi og gjarnan verið á sólarhringsvakt. Mikilvægt er að nú verði hugsað til framtíðar. Hér þarf að fá til starfa 2-3 lækna og nokkra hjúkrunarfræðinga, eins og ég hef talað um við stjórnmálamenn. Lögreglan á Suðurlandi ætlar að bæta aðstöðu sína hér og styrkja vaktina sem er gott. Fleira þarf þó að fylgja með: vegirnir hér eru til dæmis á mörkunum að bera þá miklu umferð sem þar er.“ Skiptar skoðanir um jarðgöng Mikið hefur verið byggt í Vík í Mýrdal á undanförnum árum og framundan er enn meiri uppbygg- ing; svo sem fjölbýlishús með litlum íbúðum. Mikil þörf er á slíku, enda hafa margir sest að á svæðinu þar sem næga vinnu er að hafa. Um þessar mundir er svo við aðalgötuna í Vík verið að reisa byggingu þar sem rými verður fyrir verslanir og þjónustu á jarðhæð en íbúðir á þeirri efri. „Helst stoppar framkvæmdir hér að iðnaðarmenn vantar til starfa. Þar er flöskuhálsinn,“ segir sveitar- stjórinn væntanlegi, sem getur einn- ig fyrirhugaðra vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Í stað fjallvegarins um Gatnabrún ofan Víkurkauptúns er fyrsti valkostur Vegagerðar að leggja veg um Dyrhólasvæðið að sunnanverðu Reynisfjalli. Þar kæmu svo 800 metra löng jarðgöng, með munna að austanverðu rétt fyr- ir vestan byggðina í Vík. Nú er verið að meta hugsanleg umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar og ættu nið- urstöður úr þeirri vinnu að liggja fyrir í haust. Fái framkvæmdin grænt ljós, væntir Einar Freyr þess að hægt verði að bjóða verkið út á næsta ári. „Sveitarstjórn er áfram um jarð- gangagerð, sem eðlilega eru skiptar skoðanir um. Slíkt fylgir öllum svona verkefnum.“ Landsins gagn og nauðsynjar Einar Freyr er nú að hefja sitt annað verkefni á vettvangi sveitar- stjórnarmála. Nú í vor lauk hann námi í opinberri stjórnsýslu við Há- skólann á Bifröst. Þá menntun segir hann væntanlega munu koma sér vel í starfi sveitarstjóra. Einnig telji þar reynsla sín í félagsmálum, meðal annars á vettvangi samtakanna Ungir bændur, hvar hann var for- maður 2014-2018. Hann býr með sínu fólki á bænum Sólheimahjá- leigu, hvar þau starfrækja meðal annars ferðaþjónustu. „Ég er úr fjölskyldu þar sem fólk ræðir um landsins gagn og nauð- synjar og lætur sig málin varða. Segir sínar skoðanir og berst fyrir sínum málstað af sannfæringu. Rek- ur sín erindi gagnvart kerfinu og stjórnmálamönnum og gefst ekki upp. Þátttaka í félagsmálum kemur því í mínu tilviki svolítið af sjálfu sér og verkefnin fyrir Mýrdalshrepp á næstu árum eru tilhlökkunarefni. Sveitarfélagið stendur vel í dag. Með fleira fólki höfum við svo svig- rúm til að bæta þjónustuna og koma betur til móts við íbúa, sem auðvitað er kjarni málsins.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík Nauðsynlegt þykir að efla ýmsa opinbera þjónustu á svæðinu og þar kallar sveitarstjórinn eftir aðkomu ríkisins. Uppbygging hröð og samfélagið gjörbreytt - Fólk af erlendum uppruna nú um helmingur Mýrdælinga Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Reynisfjara Á ári hverju kemur um ein milljón ferðamanna á þennan stað, sem áður var lítt þekktur. Ráðstafanir í öryggisátt á svæðinu eru í deiglu. Einar Freyr Elínarson Malarhjólreiðakeppnin Rift verður haldin um helgina. Hátt í 1.100 manns eru skráðir í keppnina sem hefst á Hvolsvelli. Hægt verður að velja úr þremur vegalengdum til að keppa í, 200 km, 100 km og 45 km. Margrét Jóna Ísólfsdóttir, fjár- mála- og skrifstofustjóri sveitarfé- lagsins Rangárþings eystra, segir í samtali við Morgunblaðið að alla jafna sé erfitt að fá gistingu á svæðinu á þessum árstíma, enda háönn í ferðaþjónustu. Rangárþing eystra sé mjög vinsæll áninga- staður fyrir ferðamenn, ekki síst vegna þess að fjöldinn allur af nátt- úruperlum sé í sveitarfélaginu. Nú lítur úr fyrir að öll gisting í sveitar- félaginu sé uppbókuð um helgina. Því hafa keppendur Rift eflaust þurft að keppast um að bóka gist- ingu, til viðbótar við hjólreiðarnar. Skipuleggjendur keppninnar telja að nálægt því tveir aðstandendur að meðaltali komi með hverjum keppanda sem kemur erlendis frá. Aðeins 100 Íslendingar hafa skráð sig til leiks. „Það er mikil lyftistöng fyrir samfélagið að svo umfangsmikill og stór íþróttaviðburður sé haldinn í Rangárþingi eystra. Sveitarfélag- ið hefur lagt sitt af mörkum við undirbúning keppninnar, þannig að hún geti farið fram á farsælan hátt,“ segir Margrét Jóna. Hún segir að félagsmiðstöð sveitarfélagsins verði nýtt sem húsnæði fyrir mótsstjórn keppn- innar og tjaldstæðið í bænum verð- ur stækkað töluvert. anton@mbl.is Ljósmynd/Arnold Hjólreiðar Hjólaframleiðandinn Lauf stendur að baki keppninni Rift. Malarhjólreiðar frá Hvolsvelli - 1.100 manns keppa í Rift um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.