Morgunblaðið - 22.07.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
OSMANTHUS EAUDE TOILETTE
Umvefðu þig blómum
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tillaga að nýrri útfærslu friðlýsing-
arskilmála fyrir friðlandið í Gróttu
var afhent bæjarstjórn Seltjarnar-
nesbæjar fyrir kosningar í vor. Sam-
starfsnefnd bæjarins, Umhverfis-
stofnunar og fleiri samdi tillöguna.
Þar er m.a. lagt til að samstarfs-
nefnd verði falið að gera stjórnunar-
og verndaráætlun. Ákveðið var að
málið biði nýrrar bæjarstjórnar.
Kríuvarp á Seltjarnarnesi er í sár-
um eftir að minkar rústuðu því, eins
og greint var frá í gær. Ekki sáust
kríur í Gróttu í vor, sem var mjög
óvenjulegt. Meindýraeyðir, sem er
með minkagildrur í eynni, segir að
hann megi ekki fara þangað að vitja
um minkagildrur á varptíma fugla
vegna friðunar.
Þarf ekki að vera svigrúm svo
meindýraeyðir komist í Gróttu á
varptíma til að eyða meindýrum?
„Jú, þessir skilmálar eru barn síns
tíma,“ segir Hannes Tryggvi Haf-
stein, varaformaður umhverfis-
nefndar Seltjarnarness og fyrrver-
andi formaður. Hann segir að þótt
ekki hafi sést kríuvarp í Gróttu í vor,
hafi þar verið mörg hreiður annarra
fugla. Í fyrra urpu þar nokkrir tugir
kríupara. Eins hafi varla sést kría
árið 2011 en þá var ætisskortur.
Hannes telur að verði tillagan sem
liggur fyrir bæjarstjórn samþykkt
verði létt á skilmálum og sveigjan-
leiki aukist, t.d. hvað varðar eftirlit
með minkagildrum. Eins verði leyft
að hlúa betur að varpinu.
„Skilmálarnir eru þannig að við
megum ekki fara út í eyju á friðun-
artímanum, en við getum sótt um
undanþágu,“ segir Hannes. Hann
segir að t.d. hafi fengist undanþága í
vor til að fara í Gróttu til að telja
hreiður.
Stefán Bergmann, líffræðingur og
fulltrúi í umhverfisnefnd Seltjarnar-
nesbæjar til margra ára, segir að
ýmislegt hafi verið rætt í áranna rás
til að styrkja varnir gegn minki á
Seltjarnarnesi.
„Það er ekki nóg að umhverfis-
nefnd samþykki eitthvað, aðrir
þurfa að fylgja því eftir,“ segir Stef-
án. Hann nefnir að reynt hafi verið
að fjölga minkagildrum og tryggja
eftirlit með þeim.
En þarf að gera breytingar á frið-
lýsingunni eða framkvæmd hennar?
„Ég er hlynntur nákvæmari
stjórnun á þessu eftirliti,“ segir Stef-
án. Hann segir að grunnurinn að
friðlýsingarreglum Gróttu sé frá
1974 og var þeim breytt lítillega
1984. Í tillögunni er lagt til að breyta
friðlýsingunni og stækka svæðið
sem hún nær til. „Stjórnunarfyrir-
komulagið og eftirlitið með svæðinu
verður miklu skilvirkara með þess-
ari breytingu, að mínu mati. Inni í
þessu er stofnun samstarfsnefndar
sem getur tekið ákvarðanir um þró-
un eftirlits og slíkt ef á þarf að
halda,“ segir Stefán.
Hann segir að ýmislegt hafi geng-
ið á í kríuvarpinu á Nesinu í gegnum
tíðina. Krían hafi fært sig á milli
varpsvæða, stundum hafi verið
fæðuskortur og minkur komist í
varpið öðru hverju. „En það hefur
aldrei áður verið með jafn miklum
áhrifum og nú, ef það er ekkert ann-
að en minkurinn sem er á bak við
þetta hrun. Þarna hefur gerst eitt-
hvað sem eftir er að fara betur yfir
og læra af,“ segir Stefán.
Tillaga að breyttri friðlýsingu
- Breyttir friðlýsingarskilmálar vegna Gróttu liggja hjá bæjarstjórn Seltjarnarness - Núverandi
skilmálar „barn síns tíma“ - Breyttir skilmálar taldir munu styrkja eftirlit og auka skilvirkni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grótta Eyjan er tengd við land með rifi sem kemur upp úr á fjöru. Grótta er friðlýst og umferð þar bönnuð á varp-
tíma fugla. Svæðið er vinsælt til útivistar og er meðal annars stundum farið þar í sjósund. Myndin er úr safni.
Skipun nefndar um heildstæða at-
hugun á starfsemi vöggustofunnar
að Hlíðarenda og Vöggustofu
Thorvaldsensfélagsins var sam-
þykkt á fundi borgarráðs í gær.
Árni H. Krist-
jánsson, sagn-
fræðingur og
einn af fulltrúum
Réttlætis, hóps
sem barist hefur
fyrir því að
borgin ráðist í
rannsókn á
starfsháttunum
sem voru við-
hafðir á vöggu-
stofunum, segir þetta mikilvægt
skref.
Í tilkynningu borgarinnar kom
fram að miðað sé við að nefndin
ljúki störfum eigi síðar en 31. mars
2023. Að mati Árna er þessi tíma-
frestur heldur knappur til að hægt
sé að ráðast í almennilega rann-
sókn en telur þó líklegt að sá frest-
ur verði framlengdur síðar.
Árni kveðst þó almennt frekar
ánægður með þennan áfanga og
segir þetta ávallt hafa verið loka-
markmiðið, þegar hann og Hrafn
Jökulsson, annar fulltrúi Réttlætis,
ákváðu að leggja af stað saman í
þessa baráttu, að fara fram á rann-
sókn á starfsemi vöggustofanna.
„Þetta er það sem stefnt var að
alveg frá upphafi og nú er öllum
markmiðum náð í sjálfu sér. Maður
getur ekki verið annað en ánægður
með það.“
Kjartan Björgvinsson, héraðs-
dómari, mun skipa embætti nefnd-
arformanns en auk hans sitja Urð-
ur Njarðvík, prófessor í barnasál-
fræði og fyrrverandi deildarforseti
sálfræðideildar Háskóla Íslands,
og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, fé-
lagsráðgjafi, í nefndinni. Trausti
Fannar Valsson, lögfræðingur og
dósent við HÍ, verður starfsmaður
nefndarinnar. hmr@mbl.is
Öllum mark-
miðum Rétt-
lætis náð
- Hefja athugun
á vöggustofum
Árni H.
Kristjánsson