Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.07.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi fer nú sömu leið og breskur starfsbróðir hans, Boris Johnson, og segir af sér eftir róstusama viku í ítölskum stjórnmálum. Tjáði Draghi forseta landsins, Sergio Mattarella, að hann tæki pok- ann sinn eftir að þrír flokkar sam- steypustjórnarinnar, sem hann hef- ur leitt síðan í febrúar í fyrra, neituðu að veita honum stuðning sinn. Draghi hefur þó notið mikilla vin- sælda meðal landa sinna og var veitt viðurnefnið Super Mario eftir einni nafntoguðustu tölvuleikjapersónu 20. aldarinnar þegar hann tókst á við efnahagshremmingar á evrusvæðinu sem seðlabankastjóri Evrópu en þeirri stöðu gegndi Draghi árin 2011 til 2019. Seðlabankafólk líka með hjarta Þrátt fyrir feril sinn á vettvangi peningamála hlaut björgunaráætlun Draghis, sem er hagfræðingur að mennt, til handa ítölskum efnahag, ekki hljómgrunn hjá ríkisstjórn hans. Mattarella forseti bað ráð- herrann að sitja áfram og í fyrradag lýsti Draghi því yfir í þinginu að svo gæti hann vel gert hlyti stjórn hans „nýjan traustsáttmála“. Nú þykir hins vegar sýnt að við- sjár risti of djúpt til að svo megi verða og greindi Super Mario því frá endanlegri ákvörðun sinni í gær- morgun. „Jafnvel hjörtu seðlabanka- fólks eru snertanleg. Ég þakka ykk- ur innilega fyrir starfið á stjórnar- tímabilinu,“ sagði ráðherra að skilnaði. Hlutabréfamarkaðir í Míl- anó tóku veglega dýfu í gær og fyrradag í tilefni brotthvarfs hans úr embætti. „Super Mario“ tekur poka sinn - Sundrung ítalskrar ríkisstjórnar AFP/Andreas Solaro Afsögn Gamli seðlabankastjórinn lætur af embætti forsætisráðherra. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Fyrir stríðið sótti sonur minn þjóð- dansasamkomur, lék á píanó og lagði stund á enskunám,“ segir úkraínska forsetafrúin Olena Selenska við NBC-sjónvarpsstöðina bandarísku. Nú sé öldin hins vegar önnur eftir innrás Rússa í febrúar og allar þær hörmungar sem sú atburðarás hefur fært með sér. Sonurinn ungi, Kiril Selenskí, níu ára gamall, vilji nú ekk- ert annað en að leggja stund á bar- dagaíþróttir og læra að beita riffli. Kveðst Selenska sannarlega von- ast til þess að sonur þeirra for- setans fái að öðl- ast barndóminn á nýjan leik eftir þá vargöld sem ríkt hefur síðan Pútín Rússlandsforseti kynti ófriðarbálið og réðst á ná- grannaþjóð sína með oddi og egg. Selenska ræddi við NBC í heim- sókn sinni til Bandaríkjanna þar sem hún ávarpaði Bandaríkjaþing í fyrradag og bað þarlend stjórnvöld um að útvega þjóð sinni vopn og loft- varnakerfi til að verjast ágangi grannþjóðarinnar. Lifði aðeins fjögur ár Sýndi Selenska myndir og mynd- skeið af úkraínskum börnum sem týnt höfðu lífi sínu eða örkumlast í innrásinni. Á einni myndanna mátti sjá hina fjögurra ára gömlu Lizu Dmítríjevu sem ekki varð eldri en það. Hún lést í flugskeytaárás á borgina Vinnytsíja. „Við eigum okkur þá ósk að hver móðir og hver faðir geti sagt við barn sitt „Sofnaðu í ró. Nú verða engar fleiri loftárásir, engar fleiri flug- skeytaárásir.“ Er til of mikils ætlast að beiðast þessa?“ spurði forsetafrúin banda- rískan þingheim. Fundaði með Bidenhjónunum „Ég er að biðja ykkur um vopn. Vopn sem ekki verða notuð til að gera árás á lönd annarra heldur til að verja heimili okkar og rétt okkar til að vakna lifandi á þeim heimilum,“ sagði Selenska enn fremur og dró hvergi úr. Bandaríkjaþing hefur fram til þessa veitt Úkraínu stuðning með verðmiða upp á átta milljarða dala, jafnvirði tæplega 1.100 milljarða ís- lenskra króna, og þykir eins líklegt að buddan verði opnuð á ný. Í heim- sókn sinni fundaði Selenska enn fremur með Joe Biden Bandaríkja- forseta, forsetafrúnni Jill Biden og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk þess að eiga fund með fulltrúum Úkraínumanna búsettra vestanhafs. „Ég er að biðja ykkur um vopn“ - Níu ára forsetasonur vill læra að beita skotvopnum - Olena Selenska ávarpaði Bandaríkjaþing - „Verja rétt okkar til að vakna lifandi á heimilum okkar“ - Hafa kostað til átta milljörðum dala AFP/Igor Tkachev Herverk Eftir 148 daga stríð sækja Rússar nú líklega að næststærsta orkuveri Úkraínu í Vuhlehirska, norðaustur af Dónetsk. Myndin er hins vegar frá bænum Bakhmut í Austur-Úkraínu. Olena Selenska SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Síðustu dagar útsölunnar Gerðu súperkaup á útsölunni!! Sjáðu úrvalið eða pantaðu í netverslun www.curvy.is Opið í verslun Curvy við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.