Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Útivera Margt er að skoða á svæðinu við ströndina á Akranesi og Akranesvita. Þegar veðrið er gott, eins og það hefur verið í vikunni, leggur fjöldi fólks leið sína þangað. Arnþór Birkisson Heimsskortur á matvöru er yfirvofandi svo að stjórnmálamenn hvaðanæva þurfa að hugsa alvarlega um hvernig hægt sé að gera matvöru ódýrari og auka framleiðsluna. Það þýðir að það þarf að framleiða meiri áburð og sá betri fræj- um, svo hægt sé að há- marka framleiðsluna og nýta þá möguleika sem erfðabreytt fræ veita og hörfa frá þráhyggju heimsins í dag um að allt þurfi að vera lífrænt ræktað. Hrikalegt stríð Rússlands í Úkra- ínu er stór þáttur í matarskorti heimsins, því báðar þjóðirnar hafa verið framleiðendur meira en fjórð- ungs alls hveitiútflutnings, auk þess sem þær hafa flutt út mikið af byggi, korni og jurtaolíu. Samhliða því að færast fjær markmiðum um við- bragð gegn hnatthlýnun hefur verð á áburði, orku og samgöngum snar- hækkað og matvælaverð hefur hækkað um 61% undanfarin tvö ár. Stríðið hefur dregið huluna af erf- iðum sannleika. Evrópa, sem vill halda í þá ímynd að álfan sé braut- ryðjandi í grænni vistvænni orku, er í reynd mjög háð orku frá Rússlandi, ekki síst þegar sólin skín ekki og vindinn lægir. Stríðið hefur dregið fram enn einu sinni að jarðgas er nauðsynlegt fyrir meirihluta orku- notkunar heimsins. Síðan dregur matvæla- krísan í dag fram ann- an sannleika: Lífræn ræktun getur ekki brauðfætt heiminn og gæti jafnvel gert stöð- una verri í komandi áföllum í matvælafram- leiðslu heimsins. Lengi hefur 1% umhverfisverndar- sinna haldið fram þeirri heillandi hug- mynd að lífræn ræktun geti komið í veg fyrir hungur í heim- inum. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherslu á að auka lífræna ræktun í álfunni um þriðjung fyrir árið 2030 og meirihluti Þjóðverja tel- ur að lífræn ræktun geti verið lykil- atriði í að fæða heiminn. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt óyggjandi að lífræn ræktun skilar mun minni framleiðslu en hefð- bundin ræktun á hvern hektara lands. Þar að auki þurfa bændur líf- rænna býla að færa til jarðveg vegna framleiðslunnar fyrir beitiland og láta akra bíða til að endurnýja gæði moldarinnar, allt þættir sem hamla framleiðslunni. Þegar allt er tekið saman skilar lífræn ræktun allt frá fjórðungi til helmings minni fram- leiðslu heldur en hefðbundin og vís- indaknúin ræktun. Þetta þýðir að ekki eingöngu verður verð á lífrænt ræktuðum vörum hærra, heldur þurfa bændur í lífrænni ræktun miklu meira land til að geta brauðfætt jafnmarga og hægt væri með hefðbundinni rækt- un, líklega allt að helmingi meira land. Þegar haft er í huga að í dag eru 40% af landsvæði (sem ekki er þakið jöklum) heimsins notuð til ræktunar, myndi aukin lífræn rækt- un eyðileggja stóran hluta af land- svæðum heimsins fyrir ræktun sem gefur minni árangur. Stórslysið sem er að gerast fyrir framan okkur í Srí Lanka í dag, ætti að vekja fólk til umhugsunar. Ríkis- stjórn landsins keyrði í gegn full- komna breytingu á allri ræktun yfir í lífræna ræktun. Settir voru ráð- gjafar úr hópi talsmanna lífrænnar ræktunar, líka þeir sem tengja, án nægilegra sannana, heilsuvandamál við hefðbundna ræktun. Þrátt fyrir háværar fullyrðingar þess efnis að lífræn ræktun myndi skila sama magni og hefðbundin tók aðeins mánuði að sýna fram á hið gagn- stæða, með tilheyrandi eymd og fimmföldun matvælaverðs. Srí Lanka hafði verið sjálfbjarga um hrísgrjónarækt í áratugi, en nú hafa þeir þurft að flytja inn hrís- grjón fyrir 450 milljónir bandaríkja- dala. Te, sem er helsta útflutnings- vara landsins og færði landinu mestar gjaldeyristekjur, er nú rústir einar og talið er að tapið sé 425 millj- ónir bandaríkjadala. Áður en ástandið í landinu leiddi af sér of- beldi og afsagnir stjórnmálamanna, var ríkisstjórnin þvinguð til að borga 200 milljónir bandaríkjadala til bænda og að auki 149 milljónir bandaríkjadala í styrki. Tilraun Srí Lanka til að gera alla ræktun lífræna hefur mistekist hrapallega, sérstaklega vegna einn- ar staðreyndar: Það er ekki nægjan- legt landsvæði í landinu til að rækta sama magn með lífrænum áburði í stað framleidds köfnunarefnis- áburðar. Til þess að framleiðsla gæti haldist sú sama með lífrænni ræktun þyrfti 5-7 sinnum meiri lífrænan áburð en til er í landinu. Tilbúinn köfnunarefnisáburður, sem er að mestu búinn til úr jarð- efnagasi, er nútímakraftaverk og er bráðnauðsynlegur til að fæða heim- inn. Það er þessum tilbúna áburði að þakka að framleiðsla jókst þrefalt á síðari helmingi síðustu aldar á sama tíma og fólksfjöldinn tvöfaldaðist. Tilbúinn áburður og nútímaræktun er ástæða þess að fólki sem vinnur á bændabýlum hefur fækkað í öllum ríkum löndum. Það fólk getur þá nýtt starfskraftana í annan mikil- vægan rekstur. Í raun og veru er ljóta leyndarmál lífrænnar ræktunar það að í ríkum löndum er meirihluti ræktunarinnar háður innfluttu köfnunarefni sem er unnið úr dýraáburði sem, þegar grannt er skoðað, kemur úr jarð- efnaeldsneyti sem notað er í hefð- bundinni ræktun. Án þessa innflutnings, ef eitt land eða heimurinn allur ætlaði að stunda lífræna ræktun eingöngu, myndi skortur á köfnunarefni fljótlega verða hræðilegur, alveg eins og við höfum séð í Srí Lanka. Þess vegna hafa rannsóknir sýnt að heildar- yfirfærsla yfir í lífræna ræktun myndi aðeins geta brauðfætt helm- ing núverandi íbúa jarðarinnar. Líf- ræn ræktun myndi hafa í för með sér dýrari matvöru, minni fram- leiðslu á sama tíma og sífellt meira land færi undir framleiðsluna. Til þess að geta brauðfætt heim- inn og tekist á við áföll framtíðar þurfum við að geta framleitt mat á betri og ódýrari máta. Sagan hefur kennt okkur að leiðin til þess er að betrumbæta fræ, þar með að nota erfðabreytt fræ og nýta okkur tilbú- inn áburð, skordýraeitur og vatns- veitur á ræktunarsvæðin. Það mun gera okkur kleift að framleiða meiri mat, lækka verð, minnka hungur og bjarga náttúrunni. Eftir Bjorn Lomborg » Þrátt fyrir háværar fullyrðingar þess efnis að lífræn ræktun myndi skila sama magni og hefðbundin tók að- eins mánuði að sýna fram á hið gagnstæða, með tilheyrandi eymd og fimmföldun mat- vælaverðs.Björn Lomborg Höfundur er forseti hugveitunnar Copenhagen Consensus og gestapró- fessor hjá Hoover-stofnun Stanford- háskóla. Síðasta bók hans er „Fölsk viðvörun: Hvernig hræðslan við hnatthlýnun kostar okkur trilljónir, kemur niður á fátækum og hefur mis- tekist að heila jörðina.“ Lífræn ræktun er ekki svarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.