Morgunblaðið - 22.07.2022, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða
bráin?
Angurs horfi ég út í
bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn hve allt er beiskt og brotið
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefur eflzt við ráðin þín.
Þá skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola.
Það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinzta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason/Móðir mín)
Þín elskandi dóttir,
Ágústa.
Elsku mamma mín. Þó ég hafi
vitað að það styttist í sumarland-
ið hjá þér, kveið ég mikið fyrir
því. Ég var svo glöð að vera fyrir
sunnan og hitta þig í nokkra
daga, áður en þú veiktist mikið.
Árný Elsa
Tómasdóttir
✝
Árný Elsa
Tómasdóttir
fæddist 14. október
1940. Hún lést 5.
júlí 2022. Útför
Elsu fór fram 20.
júlí 2022.
Minningarnar eru
margar og ég hugsa
mikið um þær. Þeg-
ar við fórum til Dan-
merkur og lentum í
þvílíkum ævintýr-
um, einnig þegar við
fórum til Portúgals-
,hvað þú elskaðir
ströndina. Þú varst
viðstödd fæðingar
barnanna minna,
þegar við héldum að
þú þyrftir að taka á móti
„miðju“-barninu mínu, þá hlóg-
um við mikið. Í gegnum árin urð-
uð þið „miðju“-barnið mitt mikl-
ar vinkonur og þú fórst með
henni í skákferð til Tyrklands.
Þú varst mikill dýravinur og voru
hjá þér í gegnum árin hundar og
kettir, og okkar dýr voru alltaf
velkomin til þín. Það var gott að
koma til þín og var það fastur lið-
ur að koma til þín fyrir miðnætti
á gamlárskvöld því þú varst með
besta útsýnið yfir borgina. Þú
kenndir mér margt þó ég væri nú
ekki sú þolinmóðasta. Ég sé þig
fyrir mér dansa, þér þótti alltaf
svo gaman að dansa. Nú ertu
komin til ömmu og afa sem þú
talaðir mikið um undir það síð-
asta.
Elsku elsku mamma, við eig-
um eftir að hittast í sumarland-
inu.
Með þökk.
Þín gullnu spor
yfir ævina alla
hafa markað
langa leið.
Skilið eftir
ótal brosin,
bjartar minningar
sem lýsa munu
um ókomna tíð.
(Hjartalag/Hulda Ólafsd.)
Guðbjörg Kristín
Valdimarsdóttir (Kiddý).
Elsku besta amma mín, þú
varst mín allra besta vinkona.
Söknuðurinn er svo sár og langar
mig svo að fá knúsið þitt og koss-
ana aftur. Ég reyni að hlýja mér
við allar þær góðu minningar
sem ég á með þér, þær eru ótelj-
andi margar.
Ég gæti skrifað endalaust, ég
er þér svo óendanlega þakklát,
varst alltaf til staðar fyrir mig og
hafðir endalausa trú á mér í öllu.
Stelpurnar mínar gátu ekki feng-
ið betri langömmu sem gerði allt
fyrir þær, litli kall mun eiga allra
stærsta engilinn á himninum sem
mun alltaf passa hann, verða ófá-
ar sögurnar sem hann fær af þér,
elsku amma mín.
Ég kveð þig með mikilli sorg
og þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig. Ég veit þú munt
passa upp á okkur og allt þitt
fólk, enda varstu með stærsta
hjarta sem til er.
Ég elska þig alltaf elsku amma
mín.
Elsa María
Kristínardóttir.
Elsku amma Elsa, nú er komið
að kveðjustund hjá okkur. Hugs-
um við til allra þeirra frábæru
minninga sem við eigum um þig,
til dæmis eru allar heimsóknirn-
ar í Hólabergið ógleymanlegar
eða þegar við mættum alltaf til
þín í Blikahóla um áramót að
fagna með þér.
Með sorg í hjarta kveðjum við
og vitum að þú vakir yfir okkur.
Valdimar og
Margrét Rún.
Elsku yndislega fallega og
hjartahlýja amma okkar.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
til staðar. Takk fyrir að hafa ver-
ið svona yndisleg, skemmtileg og
góð amma. Það er svo aðdáun-
arvert hvað þú varst mikill dýra-
og mannvinur og mættu allir
taka sér þig til fyrirmyndar. Þú
varst svo hæfileikarík, glæsileg,
hjálpsöm og dugleg. Þú hvattir
okkur til að elta drauma okkar
og auðvitað máttum við alls ekki
vera svangar eða leiðar á leiðinni
að þeim.
Þú hefur alltaf stutt okkur í
þessu lífi. Það skipti ekki máli
hvað það var, hversu galið,
hversu erfitt, alltaf fékk maður
stuðning frá þér. Það eru fáir
sem hafa látið manni líða jafn vel
og þú gerðir. Þvílíkur lífsins
peppari sem þú varst.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma Elsa okkar.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þú varst, ert og verður alltaf
svo elskuð.
Með sól í hjarta,
Heiðdís og
Andrea Elsa.
Þegar ég sest niður og skrifa
minningarorð um hana Elsu vin-
konu mína er mér efst í huga
þakklæti fyrir allar samveru-
stundirnar í gegnum árin. Kynni
okkar hafa varað í áratugi, við
unnum saman og bjuggum í
sömu blokk í Árbæ. Samgangur
var mikill meðal okkar frum-
byggjanna og börnin okkar léku
sér saman. Elsa var heimsins
mesti dýravinur og elskaði öll
dýr. Coco var þar efst á blaði og
alltaf með í för. Seinni árin fór-
um við reglulega í bíltúra, fórum
á kaffihús og spjölluðum og aldr-
ei vantaði umræðuefnin. Það er
skrítið að eiga ekki eftir að njóta
slíkra samverustunda framar en
gott að geta yljað sér við góðar
minningar og svo sannarlega var
þessi langa vinátta dýrmæt okk-
ur báðum. Ég votta börnum
hennar og fjölskyldu mína
dýpstu samúð og óska vinkonu
minni góðrar ferðar í sumarland-
ið.
Þín vinkona,
Sigríður Sigurborg
Guðmundsdóttir (Sigga).
Þegar mjög göm-
ul manneskja deyr,
þá deyr með henni
tímaskeið, sem lifði
áfram í henni, þótt
það væri í raun löngu liðið
(óþekkt. höf.).
Segja má að þessi orð eigi
ágætlega við um tengdaföður
minn, Guðmund Kristin Gunnars-
son, sem ólst upp á heiðarbýlinu
Gestsstöðum í Sanddal í Borgar-
firði, elstur fjögurra systkina.
Guðmundur hafði fæðst í hið alda-
gamla íslenska bændasamfélag en
hugur hans stefndi ekki í það að
gerast afdalabóndi. Þannig var að
orði komist um afa Guðmundar í
líkræðu nokkrum árum fyrir fæð-
ingu hans. Guðmundur ætlaði að
mennta sig. Hann útskrifaðist
sem stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík og naut aðstoðar ætt-
ingja sem gátu hýst unga mann-
inn úr afdölum Borgarfjarðar.
Guðmund langaði líka í háskóla-
nám, en námslán voru ekki komin
til sögu. Það var því ekkert annað
í stöðunni en að sækja um vinnu til
að hafa í sig og á. Hann gerðist
kennari við Héraðsskólann á
Laugum í Reykjadal. Þar kynnt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Þórhildi A. Jónasdóttur frá
Helluvaði Mývatnssveit. Þeim
varð tveggja dætra auðið, þær eru
Kristín Hólmfríður og Elín Gunn-
Guðmundur Krist-
inn Gunnarsson
✝
Guðmundur
Kristinn Gunn-
arsson fæddist 30.
ágúst 1930. Hann
lést 9. júlí 2022. Út-
för Guðmundar fór
fram 20. júlí 2022.
hildur, sem síðar
varð konan mín.
Guðmundur hafði
gaman af því að
ferðast og dreif því
fjölskylduna í ótal
ferðalög. Oft voru
þetta líka ferðir í
stærri hópum, hvort
sem það var með
fjölskyldum systk-
ina sinna eða fjöl-
skyldu konunnar.
Mér skilst að varla sé til sá vegs-
potti á landinu sem þau hafa ekki
farið eftir, nema ef til vill torfær-
ustu leiðir á hálendinu. Þessar
ferðir voru á þeim tímum þar sem
ekki voru til nútíma þægindatól
eins og tjaldvagnar eða fellihýsi.
Gist var í tjöldum við alls konar
veður og frekar einfalda mat-
reiðslu. En það dró ekki úr
ánægju né áhuga á slíkum ferðum
nema síður væri.
Guðmundur var bókmaður
mikill, víðlesinn og fróður um
sögu þjóðarinnar og alþjóðamál,
eins og ég komst að eftir að hafa
kynnst honum. Við áttum margar
skemmtilegar umræðustundir,
enda kom það mér ekki á óvart að
hann hafi gjarnan verið valinn í lið
til að taka þátt í ýmsum spurn-
ingakeppnum þar sem lið hans
stóð oftar en ekki uppi sem sig-
urvegari.
Þrátt fyrir mikinn fjölda ferða
um land allt með ættingjum og
vinum og sem leiðsögumaður
hafði Guðmundur ekki gengið á
Súlur sem tróna yfir Akureyri,
heimili Guðmundar og fjölskyldu
hans í hartnær fimmtíu ár. Það
var því ein síðasta gönguferð hans
þegar ég dreif hann með mér upp
á fjallið. 77 ára gamall komst hann
næstum því alla leið og geri aðrir
betur. Síðustu ár í lífi Guðmundar
voru róleg en hann var ávallt það
ljúfmenni sem ég þekkti frá því ég
kynntist honum fyrst. Eitt af því
síðasta sem ég sá hann taka eftir
var gömul mynd í tímariti með
fólki sem hélt á hrífum fyrir fram-
an heysátu, eitthvað sem hann
hafði örugglega oft séð í æsku.
Þessi sjón lifði greinilega áfram í
Guðmundi þótt tímaskeið slíks
heyskapar væri löngu liðið, eins
og orð hins ókunnuga höfundar
vísa til í upphafi þessara orða.
Hvíl í friði, Guðmundur.
Lúðvík Eckardt Gústafsson.
Hjá afa á Akureyri var enginn
asi. Hjá honum kynntumst við
Fóu og Fóu feykirófu og fleiri
þjóðsögum.
Í vösum hans voru rauður tób-
aksklútur og vasahnífur sem var
notaður til að tálga af litunum sem
amma lánaði okkur. Það var skrít-
ið. Af hverju notaði afi ekki ydd-
ara?
Dagurinn hans byrjaði með
sundferð og endaði með dagbók-
arskrifum og lestri. Og hann var
alltaf með bækur á ferðinni og nýj-
um bókum þurfti að fletta á ákveð-
inn hátt áður en þær voru lesnar.
Í rauðri Lödu Sport var farið í
ferðir um landið. Við krakkarnir
vildum helst vera í afabíl því þar
átti hann alltaf mola handa okkur.
Með afa borðuðum við eftirmat,
ávaxtagraut með rjóma eða niður-
soðna ávexti. Jarðarberjagrautur-
inn var bestur.
Og myndavélin var aldrei langt
undan. Skemmtilegast var þegar
afi setti upp slidesmyndasýningu í
stofunni. Hann sagði okkur frá
landinu og fjöllunum á myndunum
en flottast var að sjá sjálfan sig á
stóra hvíta tjaldinu.
Afi vissi svarið við flestu og ef
hann vissi það ekki fann hann bók
þar sem hann gat flett svarinu upp.
Og við fylgdumst spennt með þátt-
töku hans í hinum ýmsu spurn-
ingakeppnum því oftar en ekki var
hann í sigurliðinu.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem svo gott er að
minnast. Við sjáumst aftur síðar.
Arnhildur Eyja, Borghildur
Ína og Gunnar Óli.
Nú ríkir kyrrð í
djúpum dal
þótt duni foss í
gljúfrasal.
Í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Um 1970 fór neðra Breiðholt
að byggjast upp, þá fluttu í
hverfið ungar fjölskyldur með
lítil börn. Við vorum margar
bíllausar, heimavinnandi hús-
mæður og kynntumst því fljót-
lega og fórum að umgangast
reglulega. Tíu konur tengdust
sérstökum vináttuböndum á
þessum árum og höfum við
haldið hópinn síðan. Við köllum
okkur „Gufusystur“ og höfum í
gegnum þessi 45 ár, brallað
ýmislegt saman og hist reglu-
lega. Á haustin er ávallt farið í
sumarbústaðaferð, einnig
reglulega farnar ferðir til út-
landa og ekki má gleyma jóla-
brönsinum ómissandi og alltaf
skemmtum við okkur vel.
Helga naut sín sérstaklega vel í
þessum ferðum. Hún hafði ein-
staklega fallegt bros og góða
nærveru og var sannkallaður
gleðigjafi. Hugur okkar er hjá
börnum Helgu og fjölskyldu
sem hafa sýnt henni svo mikla
umhyggju og ást í erfiðum
veikindum.
Megi Helga vinkona okkar
vera Guði falin.
Gufusystur: Arnbjörg
(Adda), Arnbjörg (Arna),
Bryndís, Erla, Ingibjörg
(Inga), Inga-Lill, Guðjóna
(Jóna), Jóna Guðmunda
(Munda) og Þórhildur.
Okkar kæra Helga, með fal-
lega brosið sitt, hefur kvatt.
Minningarnar streyma og
margs er að minnast, en kynni
okkar hófust í Brúarlandsskóla
í fallegu sveitinni Mosfellssveit
árið 1960. Við ólumst flestar
upp á bæjum þar sem búskapur
og garðyrkja var stunduð og er
einstaklega dýrmætt að hafa
Helga
Aðalsteinsdóttir
✝
Helga Að-
alsteinsdóttir
fæddist 21. sept-
ember 1950.
Hún lést 11. júlí
2022. Útför Helgu
fór fram 20. júlí
2022
fengið að kynnast
því. Helga skóla-
systir okkar og
vinkona hafði ein-
staklega góða nær-
veru með sínu fal-
lega brosi og
persónutöfrum,
hún heillaði alla í
kringum sig.
Helga átti heima
á Korpúlfsstöðum
sem voru stórbýli á
þeim tíma og var það ævintýri
líkast að koma í heimsókn til
Helgu og finna hlýjar móttökur
móður hennar.
Fermingardagurinn er okk-
ur bekkjarsystrunum eftir-
minnilegur, þá mættum við í
lagningu með okkar síða hár til
dóttur kaupfélagsstjórans
hennar Lovísu, og skunduðum
svo í Lágafellskirkju þar sem
Bjarni Sigurðsson á Mosfelli
fermdi okkur. Vinátta okkar
skólasystranna hefur verið fal-
leg og höfum við átt margar
góðar stundir saman og hist
reglulega hin síðari ár og deilt
því sem hefur verið að gerast í
lífi hver annarrar. Ein af okk-
ur, hún Þuríður, hefur búið í
Skotlandi og voru mikill sam-
gangur milli Helgu og hennar
fjölskyldu og mikið ferðast.
Þegar Þuríður kom til landsins
nýttum við skólasysturnar
tækifærið til að hittast og alltaf
var það jafn gaman, alveg eins
og við hefðum hist í gær. Einn-
ig ferðuðust þær Helga og
Ásta mikið saman hin síðari ár
ásamt Foldu, systur Helgu.
Kæra vinkona, takk fyrir
áratuga vináttu sem aldrei bar
skugga á.
Vertu allra ljósa ljós
lýstu í glöðu og stríðu.
Vertu allra rósa rós
reifaðu allt með blíðu
(GG)
Þetta litla ljóð skrifaði Helga
í minningabók einnar okkar í
barnaskóla.
Kæra fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Minningin lifir í hjörtum
okkar.
Ásta Jónsdóttir,
Hjördís Leósdóttir,
Ingibjörg Leósdóttir,
Katrín Ólafsdóttir,
Sigríður Erlendsdóttir og
Þuríður Guðjónsdóttir.
Okkar ástkæra og hjartahlýja dóttir og
systir,
SÓLRÚN LÁRA SVERRISDÓTTIR,
Kirkjubæjarklaustri II,
lést af slysförum föstudaginn 8. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju
á Síðu laugardaginn 23. júlí klukkan 13.
Fanney Ólöf Lárusdóttir Sverrir Gíslason
Sigurður Gísli Sverrisson
Ásgeir Örn Sverrisson
Okkar ástkæra móðir, amma og langamma,
VALGERÐUR KARLSDÓTTIR
frá Fáskrúðsfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
mánudaginn 11. júlí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Agnes Ásta Grétarsdóttir
Vala Margrét Grétarsdóttir
Ólafur Örn, Ingi Sigurður, Ruth, Sigurbjörn, Sonja Rut,
Magnús Grétar, Heiðar Steinn
og barnabarnabörn
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát