Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
✝
Jóna Sigríður
Marteinsdóttir
fæddist á Sjónar-
hóli í Neskaupstað
6. nóvember 1931.
Hún lést 15. júlí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru María
Steindórsdóttir, f.
20. mars 1898, d.
29. desember
1959, og Marteinn
Magnússon, f. 19. apríl 1887,
d. 17. desember 1964. Sigríður
var ein af 13 systkinum og síð-
ust þeirra til að kveðja.
Sigríður giftist ung Sverri
Gunnarssyni skipasmíðameist-
ara, f. 26. mars 1927, d. 1. jan-
úar 2021. Börn þeirra eru
Inga María, f. 1956, gift Guð-
finni Einarssyni; dætur Eva
Sigurrós og Jenný Maren.
gömul. Hún flutti tveimur ár-
um seinna til Reykjavíkur og
vann sem landssímakona þar
til hún hóf störf hjá Eimskip í
Reykjavík 1971, fyrst sem
símavörður, síðar sem gjald-
keri og seinna á skrifstofunni
í Hafnarfirði.
Í Reykjavík kynntist Sigríð-
ur fyrri eiginmanni sínum og
þau fluttu saman til Neskaup-
staðar og stofnuðu þar fjöl-
skyldu. Þar fæddust dæturnar
tvær. Fjölskyldan flutti suður
árið 1959 og byggði sér hús
við Hlíðarveginn í Kópavog-
inum en þá var sonurinn
fæddur. Síðar byggðu þau hús
á Þrúðvangi í Hafnarfirði og
bjuggu þar um árabil. Eftir að
Sigríður kynntist seinni eig-
inmanni sínum flutti hún í
Garðabæ og þar var hún bú-
sett til dánardags, síðast á
Strikinu 8.
Útför Sigríðar verður frá
kapellunni í Hafnarfjarðar-
kirkjugarði í dag, 22. júlí
2022, klukkan 10, að við-
staddri fjölskyldu og nánustu
aðstandendum.
Svanhildur Kristín
f. 1958, gift
Bjarna Bjarnasyni;
börn Edda Hrund
og Sverrir. Mar-
teinn, f. 1962,
kvæntur Margréti
Halldórsdóttur;
börn Sandra
Björk, Hanna
María, Sverrir Há-
kon og Rebekka
auk stjúpdætranna
Auðar og Bríetar. Barna-
barnabörn Sigríðar eru tíu.
Leiðir Sverris og Sigríðar
skildi árið 1983. Seinni maður
Sigríðar var Friðjón Ástráðs-
son, aðalféhirðir hjá Eimskip,
f. 25. maí 1926, d. 6. apríl
1993.
Að loknu gagnfræðaprófi
hóf Sigríður störf hjá Lands-
símanum í Neskaupstað 16 ára
Móðir og tengdamóðir er lát-
in. Við viljum minnast hennar í
nokkrum orðum og þakka henni
fyrir samfylgdina.
Jóna Sigríður Marteinsdóttir
var kölluð Sigga af öllum nán-
ustu. Jónunafnið líkaði henni
aldrei við. Öllum sem kynntust
Siggu er hún minnisstæð fyrir
margra hluta sakir. Sigga var
glaðlynd og hláturmild en þó
aldrei á kostnað dýptarinnar.
Hún átti sínar sorgir en bar þær
ekki á torg. Gjafmildi einkenndi
hana alla tíð en það er eiginleiki
sem hefur rjátlast af mörgum í
sérhyggjusamfélagi nútímans.
Hún valdi gjafir af mikilli natni
og hugsaði þá um hvert og eitt
fyrir sig.
Á síðari árum lífsins naut hún
ríkulega samvista við systur sína
Ernu en afar kært var með þeim.
Erna heimsótti Siggu daglega
síðustu árin ef ekkert hamlaði og
sátu þær á skrafi tímunum sam-
an. Þá var allt krufið til mergjar
og ekki síst pólitíkin. Báðar
fylgdust þær afar vel með þjóð-
málum og betur á margan hátt
en við sem yngri vorum. Og
skoðanir skorti þær ekki, bæði á
stóru og smáu.
Ótímabært fráfall Ernu systur
var Siggu mikið áfall og þá
fannst okkur að lífsgleðin og
glóðin hjá henni tækju að kulna.
Sigga var mjög bókhneigð og
las að jafnaði margar bækur í
hverri viku. Þar flaut allt með,
ástarsögur og krimmar en líka
djúpar fagurbókmenntir sem
hún sagði okkur gjarnan frá og
benti okkur á til lesturs. Hún
hélt lestrariðjunni ótrauð fram á
síðasta aldursár en þá fór sjón-
inni að hraka. Hljóðbækur tóku
þá við en hún hafði ekki komist
alveg upp á lag með þá tækni
þegar minnið lagðist í undan-
hald. Heilsa og hreyfing voru
henni mikið hugðarefni allt til
loka og við eigum myndir af
henni við líkamsæfingar á
sjúkrahúsi tveimur vikum fyrir
andlátið.
Sigga var börnum sínum,
barnabörnum og öllum afkom-
endum afar kær. Okkur langar
að nefna eina sem næst okkur
stendur, langömmustelpuna
Svanhildi Leu, en hún átti ein-
stakt samband við Siggu ömmu.
Að lokum viljum við þakka
þér, elsku mamma og tengda-
mamma, fyrir samfylgdina og
allt það sem þú hefur gefið okkur
og kennt. Blessuð sé minning
þín.
Svanhildur og Bjarni.
Tengdamóðir mín var einstök
kona. Hún lifði viðburðaríku lífi,
geislaði af smitandi lífsgleði og
lífskrafti. Hún var falleg, hlát-
urmild og skemmtileg og naut
þess að ferðast og eiga samveru-
stundir með sínu samferðarfólki.
Ævin varð löng og var síðasti
spölurinn erfiður en þrátt fyrir
það var húmorinn og lífsgleðin til
staðar allt til enda.
Þegar ég kem í fjölskylduna
er Sigga nýfarin að búa með
Friðjóni sínum í litlu, sætu húsi í
Garðabæ. Þar áttum við margar
góðar stundir, fyrst að gera hús-
ið fínt og aðstoðaði ég þau við að
leggja parket á gólf og höfðu þau
gaman af að segja frá að þau hafi
verið handlangarar við það verk.
Grillveislurnar urðu margar í
fína garðinum þeirra og var oft
glatt á hjalla. Stórfjölskyldan og
vinir komu oft saman heima hjá
þeim. Því miður urðu árin þar
ekki mörg þar sem Friðjón lést
árið 1993. Eftir það flutti Sigga í
íbúð í næstu götu og síðar í íbúð
við Strikið í Garðabæ, þar sem
hún bjó síðustu 15 árin.
Eftir að tengdamamma hætti
að vinna dvaldi hún oft hjá okk-
ur. Hún naut þess að geta komist
út fyrir landsteinana, fara í
gönguferðir í betra veðri en ger-
ist á Íslandi, sitja úti í sólinni og
skreppa á veitingastaði þar sem
hægt var að sitja úti með einn
kaldan. Toppurinn var svo nátt-
úrulega að fá eitt og eitt glas af
Campari, sem henni þótti heilsu-
drykkur hinn mesti.
Já, þetta var síðasti dansinn,
eins og hún sagði sjálf þegar hún
fékk fréttirnar af veikindum sín-
um. Og ég fékk að dansa þann
dansinn með henni. Fyrir það er
ég þakklátur.
Blessuð sé minning yndislegr-
ar konu.
Guðfinnur Einarsson.
„Bangsímon vissi hvað hann
meinti en af því að hann hafði
svo ósköp lítinn heila mundi
hann ekki eftir neinum orðum.“
Mér líður einmitt þannig, ég á
erfitt með að koma hugsunum
mínum í orð og mig langar að
segja svo margt. Allar þessar
minningar sem koma upp í hug-
ann.
Amma með mér í Englandi
rétt við heimkynni Bangsímons.
Amma labbandi með mér í skól-
ann og vill halda í höndina á mér.
Ég ekki alveg sátt. Vil fá að
hlaupa villt inn á milli trjánna.
Við gangandi um gular engjarn-
ar.
Heima í Hafnarfirði að reyna
að fá mig til að borða grænmetið
mitt, þá fengi ég pening til að
hlaupa út í sjoppu og kaupa smá
bland í poka. Ég að læra undir
samræmd próf og amma bakar
handa mér pönnukökur. Bestu
pönnukökurnar í heimi.
Amma sem vill setjast á bar á
Spáni með einn lítinn bjór og svo
halda áfram að kíkja í búðir.
Amma alltaf að reyna að fá mig
til að koma út í sólbað því það er
svo gott að fá smá sól.
Ég er svo ótrúlega heppin að
hafa fengið mörg yndisleg ár
með henni. Nánast í öllum lönd-
um sem ég hef búið í hefur
amma komið í heimsókn. Ég
sakna hennar svo sárt og hún
verður að eilífu í hjarta mínu.
Líkt og Bangsímon sagði:
„Hversu heppinn er ég að eiga
eitthvað sem gerir það svo erfitt
að kveðja og segja bless.“
Jenný Maren
Guðfinnsdóttir.
Sigga amma mín og ég vorum
alltaf náin og minningar mínar
um hana eru ljúfar. Amma varð
ekkja þegar ég var á öðru ári og
ég var hjá henni löngum stund-
um fram á unglingsár. Það var
fátt þá sem ég hlakkaði meira til
en að heimsækja hana.
Amma mín var hlý og hug-
ulsöm og lífgaði upp á hversdag-
inn með kærleika sem er erfitt
að finna. Hún hafði alltaf ein-
stakt lag á því að hlusta, segja
frá og veita ráð um allt mögulegt
enda bjó hún að svo einlægum
áhuga og umhyggjusemi. Við
vorum heppin að eiga hana að og
ég mun sakna hennar mikið.
Sverrir.
Elsku amma mín.
Kveðjustundin er komin og
þótt ég viti að þú sért hvíldinni
fegin hefði ég samt viljað hafa
þig lengur hjá okkur. Þú varst
stór hluti af tilverunni og ótal
minningar tengjast þér. Frá því
að ég var barn og þið Friðjón
bjugguð í Kjarrmóum. Garður-
inn þar sem alltaf var gott veður,
öll trén sem þið gróðursettuð, lít-
ill kartöflugarður og skotið þar
sem við komum okkur vel fyrir
og böðuðum okkur í sólinni.
Leynihurðin að háaloftinu alltaf
spennandi og þar lékum við Auð-
ur okkur löngum stundum. Ég
fór stundum með ykkur í bústað
og þar gerðust oft ævintýri.
Engin ferð er þó eftirminnilegri
en sú þegar Friðjón gekk óvart í
gegnum svalahurð og skarst á
glerinu sem brotnaði allt í kring-
um hann.
Það var alltaf gott að vera hjá
ykkur og þú snerist í kringum
okkur ömmubörnin þín og um-
vafðir okkur hlýju. Þegar ég var
orðin unglingur og þú flutt í
Lyngmóa gisti ég oft og fannst
það ekkert asnalegt þótt ég væri
komin í menntaskóla. Ég átti
náttkjól inni í skáp og við létum
fara vel um okkur yfir sjónvarp-
inu. Þú færðir mér svo morg-
unmat í rúmið enda alltaf boðin
og búin að stjana við fólkið þitt.
Seinna fékk stelpan mín að
njóta þess að eiga þig að. Við lit-
um til þín eftir vinnu og leik-
skóla, og seinna skóla, og feng-
um pönnukökur eða frosin
vínber. Þegar ég byrjaði að
prjóna og sinna handavinnu
varst þú minn helsti kennari og
ég gat alltaf leitað til þín eftir að-
stoð. Við sátum löngum stundum
og spjölluðum um handavinnu,
skoðuðum uppskriftir, spáðum í
garn og litaval. Þú geymdir
blaðaúrklippur með ýmsum fróð-
leik, uppskriftum eða skóm sem
þér fannst að ég ætti að fá mér.
Hunang var að þínu mati allra
meina bót og við fundum fimm
krukkur sem þú skildir eftir!
Þú varst algjör lestrarhestur
og last bækur á íslensku, dönsku
og stundum á ensku – en þá
þurftu þær helst að vera eftir
Danielle Steel. Það gladdi þig
mikið þegar ég hóf störf á bóka-
safni því þá gæti ég séð þér fyrir
nægu lesefni. Það gerði ég líka
og samstarfsfólk kannast vel við
mig gramsandi í hillunum að
leita að bókum fyrir ömmu að
lesa. Í staðinn hef ég nýtt mér
frásagnir þínar af bókunum þeg-
ar gestir á bókasafninu spyrja
hvort ég hafi lesið „þessa bók“.
Oftar en ekki er svarið „nei, en
amma mín las hana og fannst
hún góð“.
Elsku amma, það var svo
margt frá þér tekið. Versnandi
heyrn og sjón skertu lífsgæðin.
Síðustu árin varstu ein eftirlif-
andi þrettán systkina og flestar
vinkonur farnar á undan þér. Þú
sagðir mér að þú vildir helst ekki
skoða gamlar myndir af ykkur
systrunum saman því það
þyrmdi yfir þig við tilhugsunina
um að þær væru allar farnar.
Nokkrum dögum fyrir andlát
þitt mátaðirðu lesgleraugun en
tókst þau strax af þér aftur,
lagðir á borðið við spítalarúmið
og sagðir að nú héldirðu ekki að
þú myndir lesa meira. Mikið
vona ég að þú hafir nóg að lesa
þar sem þú ert núna, ef þú mátt
vera að því innan um allt fólkið
þitt sem ég veit að tekur vel á
móti þér.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín. Takk fyrir allt. Við hittumst
aftur einhvers staðar einhvern
tímann.
Edda Hrund.
Hún var alltaf Sigga amma
mín.
Ég á margar góðar minningar
um hana og mun varðveita þær
vel. Þegar ég var yngri bakaði
hún oft pönnukökur fyrir veislur
og gesti. Þótt uppskriftin hafi
verið ansi furðuleg, enda notaði
hún bæði kaffi og sítrónu, voru
þær bestu pönnukökur sem ég
hef smakkað. Hún var alltaf
mjög vel tilhöfð, fór oft í litun og
lagningu og fór aldrei út án vara-
litar. Hún hefði í raun átt að
heita amma fína.
Þrátt fyrir að vera ansi fín
kona man ég eftir einu skipti
sem hún gerði smá af sér. Það
var þegar ég var um það bil átta
ára. Ég hafði verið í heimsókn
hjá henni og klukkan var orðin
margt, svo hún keyrði mig heim
þótt það hefði aðeins tekið mig
sjö mínútur að labba. Hún keyrði
út götuna sína og beygði þaðan
út á aðeins stærri akbraut og
sem leið lá upp brekkuna í áttina
heim til mín. Þegar ég leit upp
úr símanum sá ég að það var bíll
að koma á móti okkur og að
Sigga amma var að keyra á móti
umferð. Ég sagði: „Sigga amma,
þú veist að þú ert á vitlausri ak-
rein.“ Þá heyrðist í henni: „Guð
minn almáttugur!“ Sem betur
fer var nóg pláss fyrir hinn bíl-
inn til að keyra til hliðar og allt
bjargaðist en núna sit ég bara og
hlæ að þessu.
Hún var aldrei eins og
langamma því hún var mjög góð
og sterk í ýmsu. Hún mun alltaf
eiga sérstakt pláss í hjarta mínu.
Lengi lifi minning hennar.
Svanhildur Lea.
Við neðri götuna á Norðfirði
stendur hús uppi í hárri grasi
vaxinni brekku. Húsið heitir
Sjónarhóll og ber nafn með
rentu. Fyrir liðlega níutíu árum
fæddist hér móðursystir mín,
Jóna Sigríður Marteinsdóttir,
sem ég aldrei kallaði annað en
Siggu frænku. Hún var tíunda
barn foreldra sinna. Alls urðu
systkinin þrettán, tvö létust í
æsku en ellefu börn, átta systur
og þrír bræður, urðu sá glaðværi
og kraftmikli hópur fólks sem
kenndur er við Sjónarhól.
Ég var svo lánsöm að kynnast
frændfólki mínu vel en engum þó
betur en Siggu frænku. Hún og
Erna móðir mín voru afskaplega
nánar systur sem fóru samstiga í
gegnum lífið. Ásamt Sverri, eig-
inmanni Siggu, og pabba byggðu
þær saman hús á Hliðarvegi 20 í
Kópavogi þar sem fjölskyldurnar
fengu sína hæðina hvor. Við
krakkarnir vorum á líkum aldri
og urðum nánir félagar. Og það
gilti einu inn um hvorar útidyrn-
ar maður gekk; þar mætti manni
ávallt kona sem tók manni opn-
um og hlýjum örmun. Árin á
Hlíðarveginum bjuggu til sterk
bönd á milli okkar allra í fjöl-
skyldum þeirra systra, Siggu og
Ernu, en sterkust voru böndin
milli þeirra tveggja.
Sigga og mamma þóttu mjög
líkar í útliti, ekki síst eftir að
þær komust á miðjan aldur. Ég
man eftir að þær hafi lagt á ráðin
um að nota vel heppnaða passa-
mynd af annarri þeirra í vega-
bréf þeirra beggja. Það tók því
ekki að spandera í aðra mynda-
töku.
Á fullorðinsárum urðum við
Sigga trúnaðarvinkonur og hitt-
umst oft tvær saman, gjarnan yf-
ir hvítvínsglasi. Af sögum Siggu
kynntist maður betur bæði
þroskasögu hennar sjálfrar og
aðstöðumun kynslóðanna. Á
fermingaraldri var hún send ein
suður á Landspítalann í Reykja-
vík. Hún var feimin, kunni ekki
að tala við ókunnuga og hafði
aldrei áður séð dyrabjöllu. Síðar
átti hún eftir að flytja til Reykja-
víkur, vinna á Landsímanum og
sjá um Jenný systur sína sem
var þangað komin að leita sér
lækninga. En þá var Sigga
frænka orðin 17 ára, fullorðin og
sjálfstæð. Feimnin hafði rjátlað
af henni og í ljós komnir eðliseig-
inleikar sem alltaf einkenndu
hana; ákveðin, ósérhlífin, úr-
ræðagóð, svolítið kaldhæðin en
hlý, háturmild og skemmtileg.
Ég man að hún smurði eggja-
hvítu á andlitið og ræktaði kák-
asusgeril í eldhúsglugganum.
Veit ekki hvernig það virkaði en
að minnsta kosti voru mjög laus-
leg tengsl á milli Siggu frænku
og kennitölu hennar.
Um miðjan aldur breyttist
taktur lífsins þegar Sigga kynnt-
ist Friðjóni, seinni eiginmanni
sínum. Engum sem þekkti þau
gat dulist hve ástfangin og ham-
ingjusöm þau voru. Það er erfitt
að lýsa því áfalli sem reið yfir
þegar Friðjón féll frá árið 1993,
langt fyrir aldur fram, fáeinum
árum eftir að þau Sigga giftu sig.
Sá harmur setti svip á líf Siggu
alla tíð síðan.
En nú hefur Sigga frænka
lagt af stað í sína hinstu ferð.
Hitti hún þar fyrir Friðjón sinn,
Ernu systur og öll hin Sjónar-
hólssystkinin og er víst að þar
verður glatt á hjalla. Þar verður
skálað eða drukkið kaffi, sagðar
sögur og hlegið.
Eftir sitjum við hin sem með
þakklæti og trega kveðjum
Siggu frænku. Blessuð sé minn-
ingin um sterka og fallega konu.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Jóna Sigríður
Marteinsdóttir
Barnaskólanum
á Skeggjastöðum
lauk að jafnaði fyrri
hluta maímánaðar.
Vorið 1955 tók ég
fullnaðarpróf og
bjóst til heimferðar. Reiknaði
með að verða sóttur á hestum
eins og venja hafði verið. En nú
bar nýrra við. Upp úr hádegi
renndi bifreið í hlað. Þar var
kominn Börkur á Barkarstöðum
á nýjum Landrover og ætlaði að
keyra okkur heim. Ég minnist
þess ekki að hafa séð Börk áður,
en ég man vel glaðlegt fas hans
og hlýju þegar hann heilsaði
Börkur
Benediktsson
✝
Börkur Bene-
diktsson fædd-
ist 15. nóvember
1925. Hann lést 20.
júní 2022. Útför var
20. júlí 2022.
okkur krökkunum
og tilkynnti í hvaða
erindagjörðum
hann væri kominn.
Við þustum út á
hlað til að skoða
Landroverinn. Okk-
ur þótti hann bera
af gömlu Willys-
jeppunum sem
höfðu fram til þessa
verið einráðir í
sveitum landsins.
Minnisstætt er hvað var mikil
aurbleyta á veginum upp frá
Tungusporðinum og fram Aust-
urárdalinn, en heim skilaði bíl-
stjórinn okkur heilu og höldnu.
Börkur og Rúna voru bændur,
það starf var þeim hvort tveggja
í senn lífsmáti og lífsbjörg. Þau
sinntu því hlutverki um stund að
vera vörslumenn landsins. Þegar
Börkur ók á Zetornum á köldum
vetrarmorgni með moð í poka til
að dreifa á gróðursnautt holt og
þegar fjölskyldan plantaði þús-
undum trjáa, sem nú stefna
hraðbyri í að verða skógur, var
verið að hlúa að umhverfinu,
bæta ásýnd þess. Börkur naut
sín við þessi verkefni, og þar
sem hann sást að verki var Rúna
sjaldan langt undan. Börkur var
heimakær og vinnusamur. Ná-
granni hans sagði að Börkur
væri svo iðinn að frekar gerði
hann ógagn en sitja auðum
höndum. Natni og snyrti-
mennsku þeirra Rúnu var við
brugðið og bar allt umhverfið í
Núpsdalstungu þess skýr merki.
Þau hjón voru höfðingjar
heim að sækja og gestrisni þeim
í blóð borin. Við Margrét þökk-
um Berki fyrir vináttu og marg-
ar ánægjustundir eftir að börn
okkar rugluðu saman reytum.
Og hafi ég gleymt því þakka ég
honum fyrir skutlið heim forðum
tíð.
Blessuð sé minning Barkar og
Rúnu.
Ólafur H.
Jóhannsson.
Í Tungu og var alltaf gott að
koma. Hlýja, bros, hlátur og inni-
leiki mættu okkur í dyrunum,
alltaf tilhlökkun og alltaf gott að
borða.
Rúna og Börkur voru einstök
hjón að svo mörgu leyti, sam-
rýnd, samhent og samstiga; þar
sem annað hikaði tók hitt við.
Börkur samþykkti yfirleitt
það sem Solla hans sagði en hafði
sterkar skoðanir á málum, sér-
staklega um það sem stóð honum
næst.
Þau byggðu allt upp í Tungu
með mikilli framsýni og mynd-
arskap með fjölskyldu sinni og
ber jörðin í dag vott um þeirra
ævistarf og hugsjónir.
Þessi yndislegu hjón hafa nú
sameinast á ný í sumarlandinu,
en Rúna lést í byrjun ársins.
Skarðið er stórt í fjölskyldunni,
eftir situr þakklæti fyrir um-
hyggju og mýmörg þétt og stór
faðmlög sem var þeirra aðals-
merki.
Við kveðjum Rúnu og Börk
með söknuði.
Blessuð sé minning þeirra.
Bogey og Kristín Sigfúsdætur.