Morgunblaðið - 22.07.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
✝
Árni Sigur-
björnsson var
fæddur 10. nóvem-
ber 1951 á Akur-
eyri. Hann lést á
Landspítalanum 9.
júlí 2022.
Foreldrar Árna
voru Sigurbjörn
Árnason, sjómaður,
f. 18. september
1927, d. 25. sept-
ember 2014, og
Kristjana Kristjánsdóttir, sjúkra-
liði, f. 13. desember 1929, d. 27.
desember 2021.
Árni átti einn hálfbróður og
fimm alsystkin. 1) Samfeðra hálf-
bróðir var Guðmundur Sigur-
björnsson, f. 1949, en hann er lát-
inn. 2) Eva Sigurbjörnsdóttir, f.
1950. 3) Jón Ingi Sigurbjörnsson,
f. 1953. 4) Kristján Sigurbjörns-
son, f. 1955. 5) Margrét Birna
Sigurbjörnsdóttir, f. 1965. 6)
Anna Sigurbjörnsdóttir, f. 1968.
Fyrri kona Árna er Agnes Olga
Jónsdóttir. Þau áttu tvo syni, Sig-
urbjörn, f. 1972, og Jóhann Inga,
þar sem hann gekk í barnaskóla.
Eftir að hafa lokið gagnfræða-
skóla fór hann í Stýrimannaskól-
ann en þaðan útskrifaðist hann
með 3. stigs farmannapróf árið
1973. Lauk hann einnig prófi frá
Varðskipadeild Stýrimannaskól-
ans auk prófs frá bandarísku
strandgæslunni.
16 ára gamall byrjaði Árni á
sjó og sótti sjóinn í nokkur ár áð-
ur en hann hóf störf hjá Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra skipa sem
starfrækt var af Slysavarnafélagi
Íslands. Þar vann hann með sjó-
mannaskólanum á veturna en var
á hvalveiðum á sumrin. Fastráðn-
ingu hjá Tilkynningaskyldunni
hlaut Árni 1973. Skyldan varð
síðar að Vaktstöð siglinga og síð-
an Stjórnstöð LHG. Árni sinnti
þessu starfi ötullega og af hug-
sjón í 50 ár og tók virkan þátt í
umbótum sem vörðuðu öryggi
sjómanna.
Árni var jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju í gær, 21. júlí 2022.
Streymt var frá athöfninni:
www.mbl.is/go/gqbr4
Eftirfarandi minningargreinar
áttu að birtast í blaðinu í gær.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á mistökunum.
f. 1976. Sigurbjörn
er giftur Erlu Berg-
lindi Antonsdóttur,
f. 1975, og eiga þau
fimm börn. Jóhann
Ingi býr með Helenu
Wilkins og eiga þau
fjögur börn. Jóhann
á eina dóttur frá
fyrra sambandi.
Eftirlifandi eigin-
kona Árna er
Andrea Jónheiður
Ísólfsdóttir, f. 26. maí 1965, en
þau hafa verið gift frá 29. mars
1986. Þau eiga þrjár dætur. Þær
eru: 1) Kristjana Hrönn, f. 1987,
gift Friðriki Páli Ólafssyni, f.
1981, og eiga þau þrjú börn. 2)
Margrét Jónína, f. 1990. Hennar
sambýlismaður er Steinar Her-
mann Ásgeirsson, f. 1985. Mar-
grét á tvö börn úr fyrri sam-
böndum og Steinar á eina dóttur
frá fyrri sambúð. 3) Hafdís Eva, f.
1995, gift Ingólfi Helga Héðins-
syni, f. 1991, þau eiga eina dóttur
og annað barn á leiðinni.
Árni ólst upp í Garðabænum
Elsku besti eiginmaður og ástin
mín eina er farinn. Farinn og kem-
ur aldrei aftur. Að taka sporin ein
til framtíðarinnar án hans er ógn-
vekjandi. Ég veit ekki enn hvernig
ég fer að því að stíga þau spor, ein-
faldlega kann það ekki því við
gerðum allt saman. Ferðuðumst
saman bæði innanlands og utan.
Þegar við fórum til útlanda var
það aldrei fyrir minna en viku.
Honum fannst ekki taka því að
fara út fyrir styttri tíma. Hann
vildi skoða hreint alla hluti og var
lítið fyrir að liggja í leti. „Komum
út að villast,“ sagði hann gjarnan
og það gerðum við. Ég gat ævin-
lega treyst á að hann kæmi okkur
til baka á aðsetursstað, stýrimað-
urinn sjálfur. Hann tók bara sól-
arstöðuna, þá var þetta ekkert
mál. Á þessum ferðum okkar sáum
við ótal margt fyrir vikið. Uppá-
haldsland Árna var Grikkland og
af öllum stöðum stóð upp úr fal-
lega gríska eyjan Amorgos. Hann
fékk aldrei nóg af kyrrð og fegurð
þessarar ósnortnu eyju. Að sigla
til hennar tók átta klst. frá Aþenu
og allan tímann sat hann uppi á
dekki. Sat þar með kaffibollann
sinn og skoðaði allar eyjarnar sem
siglt var innan um. Tímdi ekki að
leggja sig og missa af þessu öllu
saman eins og hann sagði sjálfur.
Hér heima ferðuðumst við víða.
Höfðum gaman af að fara í sum-
arbústaði og skoða hverja þúfu alls
staðar á landinu. Stundum áttum
við til á ferðum okkar að panta
hótelherbergi með örskömmum
fyrirvara og bara njóta umhverfis
og kyrrðar í fallegri íslenskri sveit.
Hestarnir voru sameiginlegt
áhugamál okkar þótt Árni færi
aldrei á bak sjálfur. Hann lét sér
duga að moka skítinn, gefa þeim
að éta og spilla þeim á alla lund
með því að gauka að þeim eplum,
flatkökum og öðru góðgæti. Þeir
elskuðu hann að sjálfsögðu.
Við fórum saman í veiðiferðirn-
ar, sérstaklega fyrstu árin okkar.
Mínum ferðum fækkaði eftir að við
eignuðumst dæturnar en ég hélt
þó þeirri venju að fara með honum
eitt til tvö skipti á sumri. Við feng-
um barnapíu til að gista og svo var
farið á fætur kl. 5 að morgni og
haldið af stað. Spenningurinn var
svo mikill í huga Árna að hann gat
aldrei sofið nóttina fyrir veiðiferð-
ir. Þetta voru bestu stundirnar
okkar. Að vera bara tvö úti í nátt-
úrunni á fallegum sumarmorgni
var það besta í tilverunni.
Hugur okkar var einn. Hvað
eftir annað kom það fyrir að annað
okkar hugsaði eitthvað og hitt
sagði það upphátt. Við vorum
kannski á göngu, á ferð í bílnum
eða bara að vera sófaklessur fyrir
framan sjónvarpið. Alltaf gat
komið upp svona tilfelli, annað
okkar hugsaði eitthvað, hitt sagði
það. Okkur fannst þetta alltaf jafn
furðulegt og hlógum oft að þessu.
Í dag fylgi ég mínum manni síð-
ustu sporin. Eftir það geng ég ein
og það fyllir mig ugg en sem betur
fer hef ég börnin okkar, barna-
börnin og aðra ættingja til að deila
sorginni með og styðjast við.
Sorgin er vissulega þung en við
deilum henni öll saman. Vonandi
verður þá lífið okkur öllum létt-
bærara, eða eins og Sigurbjörn
Þorkelsson segir í góðri grein:
„Það er svo sárt að sakna en það er
gott að gráta. Tárin eru dýrmætar
daggir, perlur úr lind minning-
anna.“
Andrea.
Mín fyrstu kynni af Árna voru
þegar ég var nú bara stráklingur
en Árni ungur maður að hefja
störf hjá Tilkynningarskyldu ís-
lenskra skipa sem rekin var af
Slysavarnafélagi Íslands í hús-
næði félagsins við Grandagarð. Ég
kom þar stundum við með föður
mínum og það sem gerði Árna
minnisstæðan frá þessum tíma var
að hann var langyngsti starfsmað-
ur Skyldunnar því hinir voru gam-
alreyndir skipstjórnarmenn
komnir í land eftir farsælan sjó-
mannsferil. Minnist þess einnig að
hafa fundist hann meiriháttar
„töffari“.
Árni byrjaði að starfa á Skyld-
unni með námi í Stýrimannaskól-
anum árið 1972 en hann lauk prófi
úr varðskipadeild skólans 1974.
Leiðir okkar Árna áttu síðan eftir
að liggja saman talsvert næstu
áratugina vegna samstarfs og vin-
skapar í tengslum við sjóbjörgun-
arstörf á vegum Slysavarnafélags-
ins, vorum báðir starfsmenn
félagsins um tíma, unnum saman
að uppfærslum á sjálfvirku til-
kynningarskyldunni og svo loks
samstarfsfélagar hjá Landhelgis-
gæslunni. Það voru allir sem um-
gengust og störfuðu með Árna
sammála um að þar færi mikill
fagmaður, eldhugi m.t.t. þróunar
og uppbyggingar öryggismála sjó-
farenda og góður vinur sem gott
var að eiga spjall við og skiptast á
skoðunum við. Þau ár sem hann
starfaði sem varðstjóri og vakt-
stjóri í stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar var hann óspar á að veita
yngri og nýrri starfsfélögum upp-
lýsingar, góð ráð og hvetja þá til
dáða. Samstarfsfólk hugsar hlý-
lega til hans og saknar góðs vinar.
Sjálfur var ég svo heppinn að fá
tækifæri til að ferðast með Árna
starfa okkar vegna bæði innan-
lands og utan og skemmtilegri og
viðræðubetri ferðafélaga er vart
hægt að finna. Ferðin sem við fór-
um saman til Frakklands fyrir 15
árum til að kynna okkur skipaum-
ferðareftirlitsstöð og sjóbjörgun-
arstjórnstöð í Brest og þar í ná-
grenni er mér eftirminnileg. Fíni
veitingastaðurinn þar sem þjón-
arnir neituðu að skilja og tala
ensku og Árni endaði með dýrind-
is steik en ég með fullt kar af ópill-
aðri rækju. Hlógum mikið að
þessu. Það var ávallt gott og upp-
byggilegt að líta inn á morgun-
vaktina hjá Árna og hlusta á hann
fara yfir stöðuskýrslu síðastliðins
sólarhrings. Fá sér kaffibolla og
ráða ráðum sínum fyrir næsta sól-
arhring. Alltaf örugg og fagmann-
leg samskipti sama á hverju gekk
þegar um þyrluútköll, neyðartil-
felli á sjó eða aðrar krefjandi að-
gerðir var að ræða. Ávallt ein-
beittur og með hag þeirra sem
þörfnuðust aðstoðar eða björgun-
ar að leiðarljósi. Árni var sannar-
lega vel að því kominn að hljóta
heiðurspening Sjómannadagsráðs
á síðasta ári fyrir margra ára
ósérhlífin störf að öryggismálum
sjófarenda á hafinu kringum Ís-
land og við vorum heppin mörg að
fá að samgleðjast honum við það
tækifæri.
Við samstarfsfólk Árna höfum
saknað hans undanfarin tvö ár
meðan á veikindum hans stóð og
við munum sakna hans nú þegar
hann hefur róið yfir fljótið í bát
ferjumannsins. Minningarnar um
góðan dreng, samstarfsfélaga og
vin munu lifa.
Við samstarfsfólk Árna hjá
Landhelgisgæslunni sendum
Andreu, fjölskyldu og vinum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Ásgrímur Lárus Ásgrímsson.
Ég kynntist Árna fyrst árið
1971 á vetrarvertíð í Grindavík.
Ég var þá háseti á Hrafni Svein-
bjarnarsyni II þar sem Sigur-
björn, pabbi Árna, var stýrimað-
ur. Árni var þá í stýrimanna-
skólanum og kom og reri með
okkur í páskafríinu ásamt félaga
sínum, þá strax sá ég hve mikill
eðaldrengur var þar á ferð, þó
minnisstæðast væri að þeir komu
beint í páskahrotuna og þénuðu á
viku nánast það sama og við á heil-
um mánuði. Það var svo löngu síð-
ar eða um haustið 1987 að leiðir
okkar lágu saman á ný þegar ég
hóf störf sem erindreki hjá Slysa-
varnafélagi Íslands. Árni var þá
einn af „skylduköllunum“ en það
var úrvalshópur starfsmanna Til-
kynningarskyldu íslenskra skipa
sem SVFÍ stofnaði og sá um í ára-
tugi. Árni var með þeim yngri á
skyldunni á þessum árum og urð-
um við strax góðir félagar og náð-
um vel saman í þeim verkefnum
þar sem leiðir beggja lágu. Á þess-
um tíma var tölvuvæðingin að
byrja auk þess sem stöðugar nýj-
ungar og framfarir í tækni og
þekkingu litu dagsins ljós. Árni
var ávallt á tánum ef einhvern
vantaði í skylduna og aldrei var
slakað á fyrr en náðst hafði í við-
komandi eða frést af og staðfest
um afdrif. Hann lagði sig alltaf
100% fram í störfum sínum og
stundum fannst sumum aðeins um
of, en hann vildi láta þá sem hann
var að þjónusta njóta vafans, sem
var auðvitað hárrétt. Við Árni
störfuðum mikið saman á síðustu
árum skyldunnar og SVFÍ, þegar
Neyðarlínan byrjaði og var starf-
rækt hjá okkur á Grandanum og
svo kom sjálfvirka skyldan með
öllum sínum vaxtarverkjum. Við
Árni fórum saman á tveggja vikna
námskeið hjá Coast Guard í Bret-
landi. Þetta var námskeið í út-
reikningum á reki í sambandi við
leitir á sjó, bæði handunnið á kort-
um og í tölvum sem þá voru að
ryðja sér til rúms til þessara nota.
Þarna unnum við og lærðum sam-
an og áttum jafnframt frábæra
daga með nokkrum viðbragðsaðil-
um, auk þess að við lentum í eft-
irminnilegu atviki í þyrluflugi með
Coast Gurd yfir Solent skammt
frá Portsmouth. Þessi síðustu ár
hjá SVFÍ voru viðburðarík og
stundum erfið en aldrei bar neinn
skugga á samstarf og vináttu okk-
ar og „skyldukallanna“. Þegar
þarna var komið lágu leiðir okkar
Árna ekki lengur saman enda
miklar breytingar á hag og starfi
beggja, Árni fór til starfa hjá
Vaktstöð siglinga hjá LHG og ég í
sameinað félag SL. Þótt samskipti
okkar Árna hafi verið sáralítil á
seinni árum var hugur minn oft
hjá honum og hans starfi sem
hann sinnti af mikilli samvisku-
semi og fagmennsku.
Ég sendi fjölskyldu Árna,
Andreu og dætrunum, sonum
Árna, barnabörnum og systkinum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur, minning um góðan dreng lifir.
Þór Magnússon.
Árni Sigurbjörnsson
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgrímsson)
Vertu ávallt Guði falin, hjart-
ans elsku Guðrún mín.
Ég votta ástvinum öllum mína
dýpstu samúð.
Edda Jónsdóttir.
Mín kæra vinkona, Guðrún
Tómasdóttir, eða Dúna, eins og
flestir kölluðu hana, hefur kvatt
þetta jarðlíf.
Ég kynntist Dúnu í gegnum
einkadóttur hennar og æskuvin-
konu mína, Margréti, sem lést
fyrir aldur fram í mars 2010, að-
eins 48 ára að aldri. Hún var okk-
ur öllum harmdauði.
Dúna var í mínum huga heims-
kona og listakona. Hún helgaði
sig söngnum og hafði mikla þekk-
ingu og mikinn áhuga á íslenskri
tónlist, sem og tónlist almennt.
Hún unni náttúrunni og barst
ekki á. Heimili þeirra Franks
heitins í Brennholti var ævintýra-
heimur sem þau sköpuðu saman.
Hún þekkti ótrúlega margt
fólk og hafði samskipti við marga
fram á síðasta dag.
Hún var alltaf glöð og jákvæð.
Þó var líf hennar ekki þrautalaust
frekar en annarra. Ekki staldraði
hún við það, en bar harm sinn í
hljóði.
Dúna fylgdist vel með Tómasi
og fjölskyldu og búskapnum í
Brennholti, og með barnabörnun-
um og langömmubörnunum sem
búsett eru á höfuðborgarsvæðinu,
í Hveragerði og á Ítalíu. Hún var
stolt af afkomendum sínum.
Hún lét sér annt um fjölskyldu
mína og kom í fermingarveislu til
barnabarna minna nú um hvíta-
sunnuna.
Ég hef alla tíð dáðst að dugnaði
hennar og þrautseigju. Hún fór
allra sinna ferða, útréttaði og sótti
læknisþjónustu eins lengi og hún
gat. Og hún gat það allt saman
langt fram á síðasta ár. Ef eitt-
hvað vantaði eða einhverju þurfti
að redda, þá hringdi hún í þann
sem gat leyst málið ef hún gekk
ekki sjálf í það. Hún var sjálfstæð
og lagði mikla áherslu á að vera
engum háð alla tíð.
Hún tók aldrei bílpróf og var
því alvön að ferðast með strætó
ofan úr Mosfellsdal til að sækja
vinnu í Reykjavík.
Það var sérstök upplifun að
fylgjast með henni undirbúa af-
mælisveisluna sína þegar hún
varð níræð. Hún skipulagði og út-
réttaði. Veislan var haldin í Bóka-
safninu í Mosfellsbæ og var rík af
skemmtun og menningu og al-
gjörlega í hennar anda.
Ég er svo þakklát fyrir að Dúna
féllst á að Bjarki Bjarnason skrif-
aði æviminningar hennar, Söng-
urinn og sveitin, sem komu út
2017. Þar fer Dúna yfir æviskeið
sitt og ævintýri lífsins, skóla-
göngu og árin í Ameríku og fleira
og fleira sem ekki má gleymast.
Síðasta matarboðið sem við
Sigurður fórum í til Dúnu, þar
sem hún eldaði og undirbjó allt
sjálf, var í ágúst 2021. Fyrir mál-
tíð var auðvitað boðið upp á snafs
og osta. Allt var tipptopp, og fal-
lega lagt á dúkað borð, sparistell-
ið, nema hvað! Dúna var þá orðin
96 ára.
Ég veit að Dúna var ekki búin
að klára allt sem hún vildi gera í
þessu lífi. Síðastliðið ár var henni
afar erfitt heilsufarslega þótt hún
bæri sig alltaf vel. Veturinn var
langur og strangur og hún dvaldi
lengi á Landspítalanum. Í apríl
flutti hún á Hrafnistu í Laugarási
og átti ótrúlega góðar nokkrar
vikur. Hún blómstraði.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, –
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
einlæga vináttu okkar.
Ég votta allri fjölskyldunni
innilega samúð!
Blessuð sé minning elsku
Dúnu.
Jóhanna Friðriksdóttir.
Guðrún Tómasdóttir söngkona
hefur kvatt okkur, þessi nægju-
sama og hlýja kona heilsar ekki
lengur með sínu jákvæða hugar-
fari, söngur hennar er þagnaður
en eftir sitja ótal góðar minning-
ar um þessa einstöku konu.
Fyrir fimm árum ritaði ég ævi-
minningar Guðrúnar og tók þá ít-
arleg viðtöl við hana, bókin heitir
„Söngurinn og sveitin“. Mosfells-
sveit var sveitin hennar Guðrún-
ar, hún missti föður sinn kornung
og á barnsaldri bjó hún um skeið
hjá ömmu sinni Valgerði Gísla-
dóttur á Svanastöðum við Leir-
vogsvatn. „Ég undi hag mínum
einstaklega vel á Svanastöðum,“
segir Guðrún í endurminningum
sínum. „Náttúran höfðaði sterkt
til mín. Á heiðinni var gott berja-
land og þar lærði ég að þekkja
ilminn af blómunum og raddir
fuglanna. Ég óð og synti í köldu
vatninu, þar var mikill fugla-
fjöldi. Ég man sérstaklega eftir
hinni litríku straumönd og einnig
voru þarna álftir, himbrimar og
lómar sem vældu svo einmana-
lega. Hrafnarnir voru sérstakir
vinir okkar og amma gaf þeim í
gogginn á litlum hól skammt frá
húsinu.“
Nokkrum árum síðar flutti
Guðrún ásamt móður sinni að
Brúarlandi í Mosfellssveit og
gekk þar í skóla, þar var einnig
símstöð og félagsheimili, mikið
félagslíf og fjölskrúðugt mannlíf.
„Það þekktust allir í Mosfells-
sveit á þessum árum,“ sagði Guð-
rún, „um hver áramót var haldið
barnaball í Brúarlandi … þá var
sungið og dansað kringum jóla-
tréð og við krakkarnir fengum
epli sem sáust nú ekki á hverjum
degi á þeim árum. Eplailmurinn
lifði í vitum mínum allan vetur-
inn.“
Eftir menntaskólanám á Ak-
ureyri og söngnám vestanhafs
flutti Guðrún heim ásamt eigin-
manni sínum og lífsförunaut,
Frank Ponzi. Þau keyptu land-
skika í Mosfellsdal þar sem þau
byggðu framtíðarheimili sitt.
Guðrún segir í endurminningum
sínum: „Síðan hófum við Frank
húsbyggingar úr allskonar rusl-
timbri sem við fengum að hirða,
kassafjalir utan af bílum og rúss-
nesku gleri nýttust okkur vel. Við
höfðum aldrei reist eitt né neitt
en byggðum bara á bjartsýn-
inni.“ Húsið var nefnt Brennholt
og er einstök bygging, þar ólu
Guðrún og Frank upp börnin sín
tvö, Margréti og Tómas.
Mosfellssveit var alltaf sveitin
hennar Guðrúnar en söngurinn í
lífi hennar átti sér miklu víðari
lendur. Guðrún var ekki einungis
söngkona og söngkennari, heldur
hafði hugsun hennar og viðmót
djúpar og traustar rætur, þar
sem óðurinn til lífsins ómaði í öll-
um sínum margbreytileika.
Ég minnist Guðrúnar Tómas-
dóttur með mikilli hlýju og þökk-
um. Öllum aðstandendum votta
ég mína dýpstu samúð.
Bjarki Bjarnason.
Ég var ekki nema 12 ára þegar
ég hitti hana Guðrúnu Tómas-
dóttur fyrst, en þá fór ég í heim-
sókn að heimili þeirra, Brenn-
holti. Guðrún tók mér hlýlega og
maður hennar heitinn Frank
sýndi mér gróðurhúsið, vínber-
jatréð sem þar óx og útskýrði
hvernig maður notaði affallið til
að hita upp sundlaug. Þetta var
heillandi heimur en í þá daga
voru Íslendingar ekki mikið að
spá í nýtni á vatni og sjálfbærni.
Merkilegast þótti mér þó að sjá
vínberin og heyra lýsingar á því
hvernig traðka ætti á þeim ofan í
bala til að ná safanum úr þeim og
búa til úr þeim vín.
Nokkrum árum seinna lágu
leiðir okkar Guðrúnar aftur sam-
an. Ég hafði farið að læra söng
hjá Guðmundu Elíasar og kallaði
hún Guðrúnu til sem prófdómara
því hún vildi að ég tæki 3ja stigið í
söng. Ég var rétt um tvítugt og
drullustressuð að eiga að fara að
syngja til prófs en þær voru svo
skemmtilegar að það var ekki
hægt annað en að njóta þess að
vera með þeim. Guðmunda bauð
upp á te og kaffi og sætt með því
og svo spjölluðu þær stöllur heil-
mikið og hlógu dillandi hlátri,
ekkert lá á. Því næst voru teknar
nokkrar upphitunaræfingar og
áður en ég vissi af var prófinu
lokið með lófaklappi og knúsi.
Aldrei fyrr eða síðar hef ég farið í
jafn ljúft og skemmtilegt próf.
Þær hvöttu mig til að fara í Söng-
skólann sem ég og gerði og þar
var sko enginn dillandi hlátur í
prófunum og konfekt. Þar var
ávallt prófdómari frá Bretlandi
og dæmt eftir því erlenda kerfi.
Ég er ekki frá því að þær stöllur
hefðu mátt kenna þessum bresku
prófdómurum hvernig létta
mætti andrúmsloftið og ná því
besta fram hjá nemandanum.
Enda vissu þær söngsystur að
próf ættu að ganga út á það.
Fyrir stuttu varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að hitta hana
Guðrúnu aftur. Já, gæfu því það
var ávallt gæfa að vera í kringum
hana Guðrúnu. Fáar manneskjur
hafa jafn kærleiksríka nærveru
og hún hafði. Það var eins og
skaparinn hefði gefið henni heit-
ara hjarta og blíðlegra andlit en
gengur og gerist. Þrátt fyrir há-
an aldur var Guðrún mætt á lista-
sýningar barnabarns síns, henn-
ar Ástríðar. Guðrún geislaði og
tók mér hlýlega sem fyrr. Hún
hafði greinilega fylgst með manni
úr fjarlægð og spurði frétta af
einlægum áhuga.
Ég votta fjölskyldu Guðrúnar
samúð mína. Enn í dag þarf ég
ekki annað en að hugsa um þær
stöllur Guðrúnu og Guðmundu
Elíasar í söngprófinu góða heima
hjá þeirri síðarnefndu. Minningin
ein fær mig til að brosa.
Gengin er yndisleg kona en
minningin er ljós í lífi okkar.
Bergljót Arnalds.