Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 25

Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 „EF ÞÚ VILT FARA, MÓEIÐUR, MUN ÉG EKKI HINDRA ÞIG.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að hugsa til hans með ást í hjarta. HÓ! HÓ! HÓ! HEY, ÉG ER AÐ BORÐA! VANTAR ÞIG SÍÐBÚNAR JÓLAGJAFAHUGMYNDIR, LITLI VINUR? TAKK JÓLA-LÓI! MÝFLUGUR ERU FRÁBÆRAR SMÁGJAFIR! ERTU EKKI GLÖÐ AÐ SJÁ MIG ÁN BJÓRKRÚSAR Í HÖND? ÉG ER EKKI VISS „NEI, ÉG PANTAÐI LASAGNAÐ. EINHVER ANNAR HEFUR PANTAÐ LEIGUMORÐINGJANN.“ tækið erum ekki miklir kokkar sjálf en erum frekar þjónustumiðuð í staðinn.“ Jón hefur lengi verið virkur í félagsstörfum og verið félagi í frí- múrarareglunni frá 2012 og var þar að auki í Rótarýklúbbi Keflavíkur frá 2001 til 2013 og situr í stjórn Krabbameinsfélags Suðurnesja. Jón er staddur í Hollandi um þessar mundir þar sem hann mun fagna af- mælisdeginum með vinahóp frá Ís- landi. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Júlía Jóns- dóttir, f. 26.4. 1979, sölumaður. Þau eru búsett í Keflavík. Foreldrar Júl- íu eru Jón Ágúst Pálmason, f. 21.12. 1954, grafískur hönnuður og Hildur Nanna Jónsdóttir, 17.3. 1961, hús- móðir og bókari. Þau skildu. Sam- býlismaður Hildar Nönnu er Sig- tryggur Leví Kristófersson þyrlu- flugmaður. Börn Jóns og Júlíu eru: 1) Ívar Snorri Jónsson, f. 2005. 2) Jón Ágúst Jónsson, f. 2007. 3) Hild- ur Nanna Jónsdóttir, f. 2013. Sonur Jóns úr fyrra sambandi er Axel Jónsson, f. 1997. Júlía átti fyrir soninn Davíð Þór Elvarsson, f. 1997. Dóttir Davíðs er Kolbrún Júlía Dav- íðsdóttir, f. 2017. Móðir hennar er Helga Sóley Halldórsdóttir, f. 1997. Systir Jóns er Fanný Sigríður Ax- elsdóttir, f. 7.12. 1978, mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar ehf. Foreldrar Jóns eru hjónin Axel Jónsson, f. 5.3. 1950, veitingamaður, og Þórunn María Halldórsdóttir, f. 24.9. 1950, húsmóðir. Þau eru búsett í Keflavík. Jón Axelsson Baldey Reginbaldsdóttir húsmóðir á Sævarlandi í Skagafirði Jónas Vilhelm Lárusson bóndi á Sævarlandi í Skagafirði Sigríður Björg Vilhelmsdóttir húsfreyja, kaupmaður og prjónakona í Keflavík Halldór Friðriksson sjómaður og síðar málari í Keflavík Þórunn María Halldórsdóttir húsmóðir í Keflavík Þórunn María Þorbergsdóttir húsmóðir á Látrum í Aðalvík Katarínus Friðrik Finnbogason bóndi og sjómaður á Látrum í Aðalvík, síðast bús. í Keflavík Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Gísli Gíslason vinnumaður á Seltjarnarnesi, síðar bakari í Hafnarfirði Jóna Sigríður Gísladóttir húsfreyja, saumakona og matráður í Hafnarfirði Jón Axelsson kaupmaður, búsettur í Sandgerði og síðar í Keflavík Þorbjörg Ágústa Einarsdóttir húsfreyja á Grund, Hvalnessókn, síðar á Borg í Sandgerði Axel Jónsson kaupmaður á Borg í Sandgerði Ætt Jóns Axelssonar Axel Jónsson veitingamaður í Keflavík Einar K. Guðfinnsson sendi mér góðan póst um íslenska fjárhund- inn: „Jón Kristjánsson fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra skrifaði á Facebook-síðu sína: Ég heyrði í útvarpinu að nú væri dagur íslenska fjárhundsins. Ég minnist þess að á Alþingi kom nefndur hundur til umræðu þegar ég var þar. Guðni Ágústsson flutti tillögu um að auka veg hans og virðingu og sagði í framsögu að hann væri lifandi listaverk og aug- un í honum höfðuðu til réttlætis- kenndar. Guðni lagði til að málinu yrði vísað til allsherjarnefndar Al- þingis. Friðjón Þórðarson dró efni ræð- unnar saman í vísu sem var svo- hljóðandi: Þú íslenski fjárhundur, lifandi listaverk með ljómandi augu, sem höfða til rétt- lætiskenndar. Með hringaða rófu og hálsband um loðna kverk, ég heiti á þig að komast til allsherjar- nefndar. Ég er því miður hræddur um að málið hafi sofnað í nefnd.“ Jón Jens Kristjánsson segir á Boðnarmiði: „Bjór sem springur tekinn úr sölu. Sjá Fréttablaðið.“ Veit ég um einn vænan kór vel hann einatt syngur þegar hann hefur bragðað bjór sem bólgnar út og springur. Undir þetta getum við öll tekið með Bjarna Sigtryggssyni: Kófið er illvígur ári, sem angrar konur og menn. Megi því fjandans fári fara að ljúka senn. Hrafndís Bára yrkir og ekki er það gott: Barist er á boðnarskjá ber á miklu væli. Virðist mér ég vera á vitleysingahæli. Hallmundur Guðmundsson um Bögusmíð: Á ævikvöldi fyrir finn, fjörbrotum í húminu. Þá andagiftar afurð spinn – aðallega í rúminu. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson orti: Í mannfjöldann Magnús á Grund missti sinn kolóða hund er geltandi beit eitt barn sem þá leit upp úr símanum svolitla stund. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Íslenski fjárhundurinn og sprengibjór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.