Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 TENERIFE 13 DAGAR SAMAN Í SÓL 20. JÚLÍ - 02. ÁGÚST BEVERLY HILLS 4* STUDIO GISTING, FLUG OG INNRITAÐUR FARANGUR VERÐ FRÁ 159.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN VERÐ FRÁ 177.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, VALIN GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS V IN S Æ LT Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Reisa 6-7 vöruhús á öryggissvæði - Munu hýsa búnað til að reka flugvelli - Ekki vopnageymslur - Rætt við bandaríska herinn um rekstur Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bandaríski flugherinn áformar að reisa 6-7 vöruhús á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, samtals rúmlega 12.000 fermetra að flatarmáli. Húsin eiga að hýsa allan nauðsyn- legan búnað sem þarf til að reka og viðhalda flugvelli. Einnig til að þjón- usta flugvélar komi til þess að þörf verði á slíkum búnaði á meginlandi Evrópu – eða ef hingað til lands verð- ur sendur liðsafli á hættutíma. Geymslurnar munu ekki hýsa vopn eða vopnabúnað, samkvæmt skrif- legum svörum utanríkisráðuneytis- ins við spurningum Morgunblaðsins. Fram kom í frétt blaðsins í gær að Ríkiskaup hefðu birt auglýsingu fyr- ir hönd utanríkisráðuneytisins og varnarmálasviðs Landhelgisgæsl- unnar vegna fyrirhugaðs útboðs í tengslum við byggingu vöruhúsanna. Bandaríski flugherinn hefur óskað eftir framlagi upp á 94 milljónir dala, tæplega 13 milljarða króna, vegna verkefnisins. En standa frekari framkvæmdir fyrir dyrum og hve- nær á þessum að ljúka? „Bandaríski flugherinn hefur ekki nálgast íslensk stjórnvöld varðandi frekari byggingarframkvæmdir. Verklok eru ekki þekkt á þessum tímapunkti,“ segir ráðuneytið. Þá var spurt hvort framkvæmdirnar og geymsla búnaðarins krefðust fastrar viðveru starfsmanna? „Geymslurnar og innihald þeirra krefjast nokkurs mannafla til rekst- urs og viðræður við bandarísk stjórnvöld um rekstrarfyrirkomulag eru hafnar. Ekki er þörf á viðveru hermanna vegna þessa verkefnis.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Keflavíkurflugvöllur Reisa á 6-7 vöruhús, samtals 12.000 fermetra. Mál breska karlmannsins, sem vann myrkranna á milli í heilan mánuð fyrir Hótel Jazz í Reykjanesbæ án þess að fá einn eyri fyrir vinnu sína, hefur verið tilkynnt til lögreglu sem grunur um mögulegt mansal. Þetta staðfestir Guðbjörg Krist- mundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis, í samtali við Morgunblaðið. „Það er búið að senda málið til lög- fræðings og búið að senda upplýs- ingar til lögreglunnar,“ segir hún. Mun lögregla því hefja rannsókn á málinu á næstu dögum. Lögreglan á Suðurnesjum segist vera komin með málið á sitt borð og það sé í skoðun en vildi ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu. Eins og greint hefur verið frá er breskur maður í erfiðri stöðu eftir að hafa unnið í heilan mánuð á Hótel Jazz launalaust. Þá segir hann að sér hafi verið hótað lífláti og að það hafi verið reynt að koma honum heim. Rekstraraðili hótelsins kaus að tjá sig ekki þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hann hafði áður sagt að um misskilning væri að ræða. Mál Hótel Jazz komið til lögreglu - Tilkynnt sem mögulegt mansal Lögreglumál Hótel Jazz í Reykjanesbæ þar sem breskur maður vann í heil- an mánuð án þess að fá greitt. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni. Nokkrir krakkar sáu sér leik á borði í blíðskaparveðri á þriðjudaginn og stukku í sjóinn þegar sólin lét sjá sig inni á fyrir að áfram verði skýjað á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en hlýna mun aftur þegar líður á vikuna. milli skýjanna, sem annars hafa gert sitt besta til að hylja suð- vesturhornið að undanförnu. Lægð er yfir landinu og útlit Stokkið í sjóinn í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.