Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 4

Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Hjelle www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Vönduð norsk hönnunartákn sem standast tímans tönn. Tómar Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is „Þetta sjúkraþyrlumál er ekki einkamál Landhelgisgæslunnar, heldur hagsmunamál fyrir lands- byggðina og alla íbúa þessa lands.“ Þetta segir Styrmir Sigurðsson, bráðatæknir í færslu sinni á Face- book en hann ræddi við Morgun- blaðið í gær. Að hans mati er af- staða Landhelgis- gæslunnar gagn- vart því að fá nýjar Airbus H145-þyrlur til landsins með ólíkindum. Eins og greint hefur verið frá telur Landhelgis- gæslan ekki þörf á að fá nýjar og smærri þyrlur til landsins til að stytta viðbragðstíma eða auka hagkvæmni heilbrigðis- kerfisins. Styrmir bendir á að þó nokkra daga árs megi þyrlur Gæslunnar ekki fara lengra en 20 mílur frá landi, vegna viðhalds á vélum. Hann segir það eðli málsins samkvæmt ekki vera mögulegt fyrir Landhelg- isgæsluna að sinna skyldum sínum þegar þyrlurnar eru í viðhaldi. „Að þessu sögðu þá vil ég ítreka að sjúkraþyrlur á Íslandi eru lífsnauð- synleg viðbót við bráðaþjónustu ut- an spítala á landinu öllu,“ segir hann um nýju Airbus H145-þyrlurnar. Styrmir ítrekar þá að nýju þyrl- urnar sem hann, Sveinn Hjalti Guð- mundsson og fleiri hafa lagt til að verði keyptar til Íslands séu töluvert ódýrari í rekstri en þyrlur Land- helgisgæslunnar. „Þyrlur Landhelg- isgæslunnar og áhafnir þeirra eru dýr kostur í samhengi reksturs á sjúkra- og björgunarþyrlum. Þyrl- urnar verða að vera búnar til að bjarga heilli áhöfn úti á rúmsjó og koma þeim til lands.“ Bendir hann að auki á að með nýj- um þyrlum væri hægt að stytta við- bragðstíma verulega. Hann segir að til þess að það sé hægt þurfi á stað- arvakt sjúkraþyrlna að halda á nokkrum stöðum um landið með áhöfnum sem eru settar saman af lækni, hjúkrunarfræðingi og fleiri sérfræðingum. Hann bendir á að þetta myndi auka gæði meðferðar á slysstað og bjóða upp á möguleikann á sérhæfðum inngripum. Hann bæt- ir við að það taki talsvert styttri tíma að gangsetja þessar nýju þyrlur. Nýttust vel yfir landi Þá þvertekur hann fyrir þá stað- hæfingu Gæslunnar að þessar minni þyrlur myndu nýtast illa á Íslandi. Hann bendir á að væntanlega yrðu þyrlur Gæslunnar notaðar fyrir björgunaraðgerðir úti á sjó en nýju þyrlurnar myndu nýtast einkar vel yfir landi. „Það er algjörlega glóru- laust að nota slík rök því að það er einfaldlega verið að tala um tvo mis- munandi hluti.“ Styrmir segist þó alls ekki vilja setja út á fagmennsku áhafna Land- helgisgæslunnar né þau ótrúlegu af- rek sem hún hefur unnið. Gagnrýnir af- stöðu Landhelg- isgæslunnar - Bráðatæknir segir sjúkraþyrlur ekki vera einkamál Landhelgisgæslunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrlur Nýju Airbus H145-þyrlurnar eru minni og ódýrari í rekstri. Styrmir Sigurðsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Nokkur fjöldi fólks mætti á mótmæli Samtaka grænkera á Íslandi gegn hvalveiðum á Austurvelli í gær. Fyrirlesarar á mótmælunum leið- réttu ýmsan misskilning hvað varðar hvalveiðar, að sögn Valgerðar Árna- dóttur, formanns Samtaka græn- kera á Íslandi. „Til dæmis þann misskilning að hann sé að éta frá okkur fiskinn í sjónum og að við þurfum að veiða hann til þess að hafa meiri fisk, þeg- ar það er akkúrat öfugt. Hann er að stuðla að því að það sé meira æti fyr- ir fiskinn í sjónum,“ segir Valgerður. Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í sjávarlíffræði, fjallaði um mikilvægi þess að hvalir séu til stað- ar svo svif geti fjölgað sér en fiskur nærist meðal annars á svifi. „Ef við horfum á þetta frá líffræðilegu sjón- arhorni, þá er þetta algjörlega gal- ið,“ segir hún. Fólki auk þess blöskri það hvernig hvalur þjáist þegar hann er drepinn. Eitt þriggja hvalveiðiríkja Margrét Tryggvadóttir, rithöf- undur og fyrrverandi þingmaður, fjallaði þá um sögu hvalveiða. Kom fram í máli hennar að Íslendingar hefðu byrjað að veiða hval fyrir hundrað árum. „Síðan má benda á að einn hvalur bindur á ævi sinni jafnmikið kolefni og 1.000 tré. Þetta er í rauninni svo- kallað vistmorð, að gera þetta. Á sama tíma erum við að berjast við loftlagsvá. Þetta skýtur skökku við, og um leið eru stjórnvöld að fjár- magna verkefni eins og Carbfix til þess að fanga kolefni,“ segir hún, en á sama tíma geri hvalur nákvæm- lega það sama. Samtökin krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar en Ísland er eitt þriggja ríkja í heim- inum þar sem hvalveiðar eru enn heimilaðar. Þær eru enn löglegar í Noregi og Japan og Færeyingar stunda grind- ardráp á sumrin. Þann 12. júlí höfðu þrjátíu lang- reyðar verið veiddar á þessari vertíð en bræla og þoka hafa hamlað veið- unum að undanförnu. Breyting Svandísar Svavarsdóttur matvæla- ráðherra á reglugerð um hvalveiðar er nú í samráðsgátt stjórnvalda en þar er lagt til að skipstjórar hval- veiðiskipa tilnefni dýravelferðarfull- trúa úr áhöfn, sem ber ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðar. Morgunblaðið/Hákon Mótmælt Samtök grænkera komu saman á Austurvelli í gær og mótmæltu hvalveiðum undan ströndum Íslands. Segir ýmsan misskiln- ing ríkja um hvalveiðar - Hvalir nauðsynlegir fyrir vistkerfið - Vilja banna veiðar Smurðar samlokur sem eru í boði á sölustöðum víða um land eru ekki lengur allar smurðar hérlendis, en innflutningsfyrirtækið Danól hefur síðan í byrjun árs flutt inn smurðar samlokur frá Litháen. Samlokurnar, sem eru frá merkinu Food on Foot, koma til landsins frosnar. Friðrik Árnason, eigandi Hótel Breiðdalsvíkur, vakti athygli á sam- lokunum á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa orðið fyrir von- brigðum að sjá samlokurnar seldar í söluskála á Suðurlandi, meðal ann- ars vegna umhverfissjónarmiða. Þá brá honum enn frekar þegar hann sá að innflutta samlokan var helmingi ódýrari en samlokan sem er smurð staðnum með sama áleggi. Mbl.is hafði samband við umræddan söluskála en starfsmaður sagði er- lendu samlokurnar kosta hið sama og þær íslensku. María Jóna Samúelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Danól, segir í skrif- legu svari til mbl.is að gæði samlok- anna séu mikil og viðbrögðin við þeim hafi verið góð. „Við getum að sjálfsögðu ekki svarað fyrir verðlagningu annarra aðila, en Danól býr að góðu við- skiptasambandi við birginn, sem að sjálfsögðu er að auki að framleiða fyrir mun stærri markaði en þann ís- lenska og í því tilfelli njóta neytend- ur hér á landi stærðarhagkvæmni.“ Seljið þið mikið af svona samlok- um og hvert þá helst? „Við erum ánægð við viðbrögð markaðarins við þessum vörum, en helstu viðskiptavinir eru veitingasal- ar á landsbyggðinni, oft fjarri byggðakjörnum, sem sjá að hag- stætt verð, gæði vöru og einfaldleiki í framreiðslu fara saman.“ Frosnar samlok- ur frá Litháen - Fluttar inn til Íslands og seldar Auglýsing Samlokurnar eru frá litháíska merkinu Food on Foot.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.