Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 6

Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Opið hús þriðjudaginn 19. júlí kl. 18:00–18:30 EINBÝLISHÚS 211,6 FM ÁSAMT AUKA EINBÝLISHÚSALÓÐ Fallegt og vel við haldið einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr á friðsælum útsýnisstað á Kjalarnesi. Með eigninni fylgir einnig: • Jákvæð heimild til að byggja 300 fm iðnaðarhúsnæði á lóðinni. • Tengt lóðinni er önnur einbýlishúsalóð (Brautarholtsvegur 41) sem fylgir eigninni. Stórhöfði 33, Sími 566 0000 • helgafellfasteignasala.is Brautarholtsvegur 39 Rúnar Þór Árnason, lögg. fasteignasali, S: 566 0000 /77 55 805 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Óvissa ríkir um framtíð hjólhýsa- og húsbílabyggðar í Laugardalnum í Reykjavík. Nú dvelja þar 12 ein- staklingar á langtímastæðum. Þeim var gert að yfirgefa svæðið yfir sumarmánuðina en eru þar enn. Óska þeir eindregið eftir að vera þarna áfram. Sumir leigutakar eru með lögheimili í Reykjavík en aðrir í öðrum sveitarfélögum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Ís- lands, lagði fram svohljóðandi fyr- irspurn á fundi borgarráðs hinn 10. júní síðastliðinn: Þurfa langtímalausn „Hversu langur er biðlisti eftir langtímastæðum og hvernig gengur að finna nýtt úrræði fyrir íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugar- dalsins? Vitað er að samningur rennur út í lok maí og íbúar á svæð- inu þurfa langtímalausn.“ Ofangreindar upplýsingar koma fram í svari Ómars Einarssonar, sviðsstjóra íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjavíkur, sem lagt var fram í borgarráði 23. júní. „Að fenginni reynslu er ljóst að ekki fer alltaf vel saman rekstur tjaldsvæðis fyrir innlenda og erlenda ferða- menn og langtímasvæði fyrir hús- bílaeigendur miðað við núverandi aðbúnað,“ segir Ómar m.a. í svari sínu. Hann segir enn fremur að bent hafi verið á ýmsa staði í borgar- landinu þar sem koma mætti upp aðstöðu fyrir langtímastæði húsbíla. Hins vegar yrði kostnaðasamt að útbúa slíkt svæði svo sem vegna rafmagns, vatns, stæða o.fl. Kostn- aðurinn gæti hlaupið á 60-100 millj- ónum króna. „Nauðsynlegt er að horfa til framtíðarlausnar í þessu sam- bandi,“ segir Ómar og bætir við að skoða þurfi hvort slík stæði yrðu áfram í Laugardal eða annars stað- ar í borginni. Í þessu sambandi er rétt að rifja upp að í fyrrahaust óskaði íþrótta- og tómstundasvið eftir viðræðum við skipulagsfulltrúa um mögulega staðsetningu á svæði fyrir lang- tímabílastæði fyrir húsbíla. „Einka- aðili á markaði gæti þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn hingað til, frekar en að borgin útvegi land, setji upp grunnþjónustu og sinni rekstri,“ sagði skipulagsfulltrúinn m.a.í svari sínu. Lifa í stöðugri óvissu Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, lagði fram bókun um málið á borgarráðsfund- inum 23. júní: „Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessum hópi, einna helst vegna þess að hann lifir í stöðugri óvissu. Ekkert hefur gengið að finna nýtt úrræði til framtíðar fyrir íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardalsins. Í mörg ár hefur verið rætt um að finna verði langtímalausn en allt gengur það á hraða snigilsins,“ seg- ir Kolbrún. „Fulltrúi Flokks fólksins óttast að til standi af hálfu borgarinnar að reyna að losna við þennan hóp í stað þess að meðtaka hann sem hluta borgarbúa og finna honum viðeigandi aðstæður fyrir hús- bílabyggð. Hvernig sem litið er á málið þarf að vera lóð í boði fyrir hjólhýsa- og húsbílabyggð. Út- hlutun lóðar er á ábyrgð borg- arinnar en ekki einkaaðila.“ Áhyggjur af hjólhýsafólki í Laugardal - Óvissa ríkir um framtíð hjólhýsa- og húsbílabyggðarinnar - Nú dvelja 12 einstaklingar á lang- tímastæðum þar - Rekstur tjaldsvæðis fyrir ferðamenn fer ekki vel saman við langtímastæði Morgunblaðið/sisi Laugardalur Núna dvelja 12 einstaklingar í hjólhýsa- og húsbílabyggðinni. Þeir vilja ólmir fá að vera þarna áfram. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það sem af er strandveiðitímabilinu hafa 590 bátar, eða tæplega 84% þeirra sem taka þátt, landað umfram 650 kíló af slægðum afla í þorskígild- um sem er lögbundið hámark í hverj- um róðri. Alls hefur verið landað tæplega 148 tonnum af umframafla sem dreginn er frá aflaheimildum strand- veiðanna, en ágóðinn af sölu slíks afla rennur óskipt í ríkissjóð. Meðal- verð á slægðum þorski á fiskmörk- uðum hefur verið hátt frá upphafi strandveiðitímabilsins og nemur það 462,7 krónum á tímabilinu 2. maí til 15. júlí. Það má því gera ráð fyrir að rúmlega 68 milljónir króna hafi ratað í ríkissjóð vegna umframafla það sem af er strandveiðitímabilinu. Mikill munur er milli báta þegar skoðað er hve mikið hver bátur hefur landað af slíkum afla. Alls hafa þeir 59 bátar sem landað hafa mestum umframafla komið til hafnar með 32% af öllum umframafla, alls 47,5 tonn eða að meðaltali 806 kíló á bát. Þá hefur báturinn sem landað hef- ur mestum umframafla landað rúm- lega tveimur tonnum af slíkum afla en sá sem hefur landað næstmest 1,5 tonni. Alls hafa tíu efstu bátarnir landað 13,1 tonni af umframafla. Langmest á svæði A Svæði A er áberandi þegar um- framafli er annars vegar og hefur 66% af slíkum afla verið landað þar, en þar landa aðeins 47% af strand- veiðibátunum. Jafnframt eru 50 bátar af þeim 59 sem landa mestum umframafla af svæði A. Þá hafa strandveiðibátar á svæði B landað tæplega tvöfalt stærra hlutfall af umframaflanum en bátar sem landa á svæðinu. Veður hefur truflað veiðar töluvert á Norðaust- urlandi og gæti það skýrt mun milli svæða að einhverju leyti. A B C D Strandveiði- svæðin Umframafli það sem af er strandveiðitímabilinu 2022 Svæði Fjöldi Hlutfall A 50 85% B 1 2% C 1 2% D 7 12% A: Eyja- og Miklaholtshreppur til Súðavíkurhrepps B: Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. C: Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps. D: Sveitarfélagið Hornafjörður til Borgarbyggðar. Svæði Umframafli, kg Hlutfall Bátar sem hafa landað á strandveiðum Hlutfall A 97.300 66% 331 47% B 17.657 12% 147 21% C 11.875 8% 115 16% D 20.938 14% 113 16% Samtals 147.770 706 Svæði þeirra 59 báta sem hafa landað mestum umframafla Heimild: Fiskistofa Umframafli gefur 68 milljónir í ríkissjóð - Strandveiðibátar landað 148 tonnum yfir hámarksafla Morgunblaðið/Alfons Afli Veiðar ganga vel þegar vel viðrar. Margir hafa landað umframafla. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Hafnarnes Ver ehf. í Þorlákshöfn verður með mesta sæbjúgnakvóta á landinu eða 36,62%. Verður afla- heimildum úthlutað í samræmi við útreikninga Fiskistofu á veiði- reynslu. Næstmesta sæbjúgna- kvótann fær Aurora Seafood ehf. eða 24,88% og Völ ehf. fær 16,77%. Eru þannig þrjú félög með 78% sæbjúgnakvótans. Þann 15. júní síðastliðinn sam- þykkti Alþingi frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða með tilliti til veiði- stjórnar sandkola og hryggleys- ingja. Með breytingunni var ákveðið að setja skipum aflahlut- deild í sæbjúgum skipt niður á veiðisvæði miðað við veiðireynslu á fiskveiðiárunum 2018/2019, 2019/ 2020 og 2020/2021. Á grundvelli upplýsinga um landanir hefur Fiskistofa reiknað áætlaða afla- hlutdeild útgerða. Tvö svæði Veiðisvæðunum er skipt í vest- ursvæði og austursvæði. Hafnar- nes ver ehf. er samkvæmt útreikn- ingum Fiskistofu með 39,33% kvótans á vestursvæði og 33,9% á austursvæði, en Aurora Seafood ehf. er með 24,29% á vestursvæði og 25,47% á austursvæði. Völ ehf. er með 12,62% á vestursvæði en 20,92% á austursvæði. Ebbi-útgerð ehf. er aðeins á vestursvæði og hefur þar 17,97%, en Emel ehf. er bara á austursvæði og hefur þar 10,77%. Þrjú félög með 78% sæbjúgnakvótans - Níu fyrirtæki sem fá aflaheimildir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.