Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 10
Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Sumir lesendur nýjasta tölublaðs Heima er bezt hafa mögulega upp- lifað eins og þeir væru að lesa grein í tímaritinu í annað eða jafnvel þriðja sinn þegar þeir lásu um Kristján Jónsson fjallaskáld. Greinin í tíma- ritinu er undir nafninu Á mér alltaf að líða illa?og er Sigmund Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, titlaður höfundur. Greinin hefur áð- ur birst á prenti en það var árið 1983 í Helgarblaði DV undir sama nafni. Athygli vekur að um helmingur greinarinnar er ritaður orðréttur úr grein Tómasar Guðmundssonar, sem nefndur hefur verið borgar- skáldið, um Kristján fjallaskáld í bókinni Minnisverðir menn, sem kom út árið 1968 sem hluti af rit- röðinni Íslenzkir örlagaþættir. Í grein Sigmundar Ernis í DV og svo aftur nú í Heima er bezt er hvergi vísað í grein Tómasar eða getið heimilda. Hér til hliðar má sjá samanburð á milli greinar Sigmundar Ernis og Tómasar og sést fljótt að þar eru slá- andi mikil líkindi. Afkomendur Tómasar, sem Morg- unblaðið ræddi við í gær, telja um ritstuld að ræða en segjast ekki vera viss hvort þau geri mál úr þessu að svo komnu. Hissa að greinin hafi birst aftur Spurður um málið segist Sig- mundur Ernir ekki muna eftir grein- inni sem hann skrifaði árið 1983 og kannaðist heldur ekki við að greinin hafði birst aftur núna í Heima er bezt. Eftir stutt samtal segir hann að Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Heima er bezt, hafi líklegast birt gamla grein eftir sig. Sigmundur Ernir minntist þess þó að Sigurjón hafði spurt sig eða tilkynnt sér að hann myndi birta greinina. „Ég skil ekki af hverju hann er að birta grein- ina aftur,“ segir Sigmundur Ernir við Morgunblaðið. Hann segist ekki muna hvort hann hafi fengið leyfi frá Tómasi Guð- mundssyni á sínum tíma en skáldið lést átta mánuðum eftir að grein Sig- mundar Ernis birtist í DV. „Það er svolítið erfitt að rifja upp 40 ára blaðaskrif.“ Sigurjón segist ekki hafa vitað að um helmingur grein- arinnar væri ritaður upp frá grein Tómasar þegar hann ákvað að end- urbirta hana. Hann segir að um ein- hvers konar misskilning sé að ræða og bætir við að hann hafi yfir kaffi- bolla fyrir nokkru spurt Sigmund hvort hann mætti birta greinina. „Ég er alveg viss um að skáldið Sigmundur Ernir hafi ekki vísvit- andi verið að stela frá Tómasi Guð- mundssyni, það hefur bara farist fyrir að vísa í hann í greininni árið 1983. Þetta er bara klaufalegt og ég vissi ekkert um þetta.“ Sigurjón segir að hann ætli að leiðrétta þennan misskilning í næsta tölublaði af Heima er bezt. „Ég segi bara í næsta blaði að það hafi farist fyrir að geta Tómasar og við biðj- umst afsökunar á því. Þetta eru bara mistök og ekki gert af illum hug.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af að eitthvert mál verði úr þessu sökum ritstuldar. „Ég hef enga trú á því.“ Tómas ólíklega veitt leyfi Guðmundur Tómasson, sonur Tómasar Guðmundssonar, segist koma af fjöllum hvað þetta varðar og segir að málið komi sér töluvert á óvart. Hann bendir á að mögulega gæti Sigmundur Ernir hafa fengið leyfi frá Tómasi sjálfum fyrir grein- inni því hún var skrifuð nokkrum mánuðum áður en hann lést. „Við er- um seinþreytt til vandræða,“ segir Guðmundur og telur ólíklegt að þetta verði að einhverjum ágrein- ingi. Barnabarn Tómasar, Tómas Guð- mundsson, sem á höfundarréttinn að verkum skáldsins ásamt bróður sín- um, Ragnari Guðmundssyni, telur það hins vegar afar ólíklegt að Sig- mundur Ernir hafi fengið leyfi frá Tómasi sjálfum þegar greinin var skrifuð 1983, og vísar þar til veikinda skáldsins síðustu ævidagana. Hann telur því líklegt að um ritstuld sé að ræða. Ritsmíðar borgarskáldsins ekki getið - Hluti greinar Sigmundar Ernis í DV um Kristján fjallaskáld orðréttur úr grein Tómasar Guðmundssonar - Ekki vitnað í heimildina - Greinin nú endurbirt í tímaritinu Heima er bezt Kristján Jónsson fjallaskáld Tómas Guðmundsson Sigurjón M. Egilsson Tímarit Heima er bezt endurbirtir nú grein Sigmundar úr DV frá 1983. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Faxafeni 14 108 Reykjavík www.z.is Hin árlega Skötumessa í Garði verð- ur haldin 20. júlí kl. 19, það er á Þor- láksmessu á sumri. Skötumessan er haldin í íþróttasal Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Boðið verður upp á skötu, saltfisk, plokkfisk og tilheyr- andi meðlæti. Margir stíga á svið til að skemmta samkomugestum. Þeirra á meðal eru Jón Arnór og Baldur sem spila nokkur lög. Eins munu Sísí & Krist- ján, það eru þau Sísí Ástþórs og Kristján R. Guðnason, flytja tónlist. Ræðumaður kvöldsins verður Sig- urður Tómasson, formaður Knatt- spyrnufélagsins Fram í Reykjavík. Ört gengur á aðgöngumiðana, að sögn aðstandenda Skötumessunnar. Fólk getur tryggt sér sæti með því að leggja 5.000 krónur inn á reikning Skötumessunnar, banki 0142-05- 70506, kennitala 580711-0650. Um er að ræða fjáröflun og renn- ur innkoman til margra góðra mál- efna og einstaklinga sem þurfa á stuðningi að halda. Gerð verður grein fyrir styrkveitingunum á við- burðinum og styrkir afhentir. Helstu styrktaraðilar Skötumess- unnar eru Skólamatur, Suður- nesjabær, Icelandair og fólkið sem mætir. gudni@mbl.is Morgunblaðið/GE Skötumessa Fólk kemur og borðar skötu og saltfisk í þágu góðra málefna. Borðað til góðs á árlegri Skötumessu - Ilmandi réttir í Garðinum 20. júlí Á miðjum sjöunda tug nítjándu aldar komu nokkrir skólapiltar að Grímsstöðum á Fjöllum og þágu þar gistingu. Um kvöldið hafði einn úr hópnum gerst all mjög drukkinn og þegar hann vaknaði næsta dag varð hann þess áskynja að hann hafði týnt hesti sínum hnakk og höfuðfati. Var þá ekki annað sýnt en að hann hlyti að verða eftir er samferðamenn hans héldu áfram og bar hann sig að vonum sárlega. Lagðist hann aftur fyrir og um leið varð honum að orði: „Á mér þá alltaf að líða illa?“ Þessa kveinstafi heyrði húsfreyjan á Grímsstöðum, og tók hún þá til sinna ráða. Gerði hún út vinnumenn sína til að leita uppi hest, hnakk og höfuðfat skólapiltsins, og nokkru síðar gat hún fært honum þau tíðindi, að allt væri fundið og stæði hestur hans söðlaður á hlaðinu. Reis þá gest- ur hennar upp, alls hugar feginn, og kvaðst með engu móti vita hvernig hann gæti launað henni svo mikla velvild og fyrirhöfn. En húsfreyjan svaraði: „Þér hafið greitt mér það fyrir löngu – með ánægjunni, sem ég hef haft af kvæðunum yðar.“ En hver voru þá þessi kvæði sem hinn dapurlegi skólapiltur hafði „fyrir löngu“ lagt inn á reikning sinn hjá húsfreyjunni á Grímsstöðum? Um það verður ekkert fullyrt því að um fleiri kvæði en eitt eða tvö gæti verið að ræða en kannski hefur henni eins og á stóð komið fyrst í huga kvæðið Haust, sem birst hefur í norðanblaði að höfundinum nítján ára gömlum. Úr grein Sigmundar Ernis frá 1983 og aftur 2022 Á miðjum sjöunda tug nítjándu aldar komu nokkrir skólapiltar í Gríms- tungu og þágu þar gistingu. Um kvöldið hafði einn úr hópnum gerzt all- mjög drukkinn, og þegar hann vaknaði næsta morgun, varð hann þess áskynja að hafa týnt hesti sínum hnakk og höfuðfati. Var þá ekki annað sýnt en að hann hlyti að verða eftir af samferðamönnum sínum, og bar hann sig að vonum sárlega. Lagðist hann aftur fyrir, og um leið varð honum að orði: „Á mér þá alltaf að líða illa?“ Þessa kveinstafi heyrði húsfreyjan á Grímsstöðum, og tók hún þá til sinna ráða. Gerði hún út vinnumenn sína til að leita uppi hest, hnakk og höfuðfat skólapiltsins, og nokkru síðar gat hún fært honum þau tíðindi, að allt væri fundið og stæði hestur hans söðlaður á hlaðinu. Reis þá gest- ur hennar upp, alls hugar feginn, og kvaðst með engu móti vita hvernig hann gæti launað henni svo mikla velvild og fyrirhöfn. En húsfreyja svaraði: „Þér hafið greitt mér það fyrir löngu – með ánægjunni, sem ég hef haft af kvæðunum yðar.“ En hver voru þá þessi kvæði sem hinn dapurlegi skólapiltur hafði „fyrir löngu“ lagt inn á reikning sinn hjá húsfreyjunni á Grímsstöðum? Um það verður ekkert fullyrt, því að um fleiri kvæði en eitt eða tvö gæti verið að ræða en kannski hefur henni eins og á stóð komið fyrst í huga kvæðið Haust, sem birzt hefur í norðanblaði að höfundinum nítján ára gömlum. Úr grein Tómasar Guðmundssonar frá 1968 Sigmundur Ernir Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.