Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Góður gangur hefur verið á fram-
kvæmdum við nýtt stórhýsi í Kat-
rínartúni 6. Þangað mun Skatturinn
m.a. flytja starfsemi sína. Ekki verð-
ur langt að fara því höfuðstöðvar
Skattsins eru núna að Laugavegi
166. Á umræddri lóð stóð áður hús
sem hýsti höfuðstöðvar WOW-
flugfélagsins og málað var í litum fé-
lagsins.
Um er að ræða níu hæða skrif-
stofu-, verslunar- og þjónustubygg-
ingu við Katrínartún 6, auk bílakjall-
ara. Eykt gerði samning við
Höfðatorg ehf. um að reisa bygg-
inguna og í því felst jarðvinna, upp-
steypa og fullnaðarfrágangur að inn-
an sem utan, að því er fram kemur á
heimasíðu Eyktar. Áætluð verklok
eru í öðrum ársfjórðungi 2023.
Samningur um nýtt skrifstofu-
húsnæði fyrir Skattinn og Fjársýslu
ríkisins í Katrínartúni 6 var undirrit-
aður í júní 2021. Hann var til 30 ára
með framlengingarákvæði.
„Leiga á nýju húsnæði fyrir
Skattinn og Fjársýslu ríkisins hefur
í för með sér aukið hagræði og minni
áhættu fyrir ríkissjóð. Með flutning-
unum verður unnt að reka starfsem-
ina í um þriðjungi minna húsnæði en
nú er, og tækifæri skapast til að
selja óhagkvæmt húsnæði á dýru
markaðssvæði,“ sagði m.a. á heima-
síðu fjármalaráðuneytisins.
Samningurinn sé í samræmi við
það fyrirkomulag sem fylgt hefur
verið um árabil að leigja á almenn-
um markaði skrifstofuhúsnæði fyrir
starfsemi ríkisstofnana fremur en að
ríkissjóður fjármagni sjálfur bygg-
ingu eða kaup á slíku húsnæði með
tilheyrandi áhættu og fjárbindingu.
Mikil hagðræðing næst fram
Með þessum breytingum mun
Skatturinn fara úr samtals 15.000
fermetrum á þremur stöðum niður í
9.700 fermetra húsrými. Þá mun
Fjársýslan fara úr 2.900 fermetrum
niður í 2.000 fermetra.
„Ljóst er að hér er verið að ná
fram mikilli hagræðingu í húsnæðis-
málum þessara stofnana með því að
færa þær í nútímalegt og sveigjan-
legt vinnuumhverfi. Þannig nemur
húsrýmissparnaðurinn rúmlega
þriðjungi af núverandi húsrými eða
um 6.200 m²,“ segir ráðuneytið.
Undanfarin fimm ár hefur ríkið
tekið á leigu rúma 22 þúsund fer-
metra á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn Skattsins eru u.þ.b.
480 á 16 starfsstöðvum víðs vegar
um landið, langflestir í Reykjavík.
Starsmenn Fjársýslu ríkisins eru
tæplega 90 talsins.
Morgunblaðið/Eggert
Áður Margir muna eftir WOW-húsinu sem málað var í litum flugfélagsins.
Það varð að víkja fyrir nýja stórhýsinu. Stórvirk tæki sáu um niðurrifið.
Morgunblaðið/sisi
Núna Framkvæmdir eru í fullum gangi við Katrínartún 6. Byggingin verður níu hæðir þegar hún verður fullbyggð.
Höfuðstöðvar Skattsins „þjóta“ upp
- Starfsemi Skattsins og Fjársýslunnar flyst í Katrínartún - Verða í þriðjungi minna húsnæði en nú
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
Skoðið netverslun laxdal.is
40-70%
afsláttur
Ennmeiri
afsláttur
Útsala
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
40-60%
ÚTSALA
Meiri
verðlækkun!
Í dag, 16. júlí, kl. 15 er fyrirlestur í
Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Þar segir Arndís S. Árnadóttir list-
fræðingur frá Ámunda Jónssyni
smið. Hann var fæddur í Vatnsdal í
Fljótshlíð árið 1738 og reisti 13
kirkjur í Árnes- og Rangárvalla-
sýslu auk þess að smíða kirkjugripi
sem enn má finna í kirkjum, m.a. í
Odda á Rangárvöllum.
Guðrún Arndís Tryggvadóttir
myndlistarmaður gaf út árið 2019
bókina Lífsverk sem fjallar um
Ámunda, líf hans og verk. Guðrún
sýnir nokkrar af vatnslitamyndum
sínum fyrirlestrinum jafnhliða.
Lífsverk Guðrún Arndís sýnir
vatnslitamyndir á Kvoslæk.
Segir frá Ámunda smið á
Kvoslæk í Fljótshlíð í dag
Hafsteinn Gunnarsson, kylfingur í
Golfklúbbnum Leyni á Akranesi,
náði því einstaka afreki í vikunni að
fara tvisvar holu í höggi á Garðavelli,
sínum heimavelli. Fyrst sl. mánudag
og aftur í fyrradag.
Hafsteinn hafði aldrei áður farið
holu í höggi og var því skiljanlega
mjög kátur þegar blaðamaður mbl.is
heyrði í honum í gær.
„Þetta var alveg fáránlegt. Ég sló
þarna 18. holuna hérna uppi á Skaga
og svo förum við aftur í golf á
fimmtudeginum og þá kom þetta aft-
ur á 8. holu. Það er eins gott að spila
í lottóinu. Þetta er einhver lukku-
vika,“ sagði Hafsteinn og hló.
Hann sagði einhverja örugglega
efast um afrek sitt en hópur fólks
hefði orðið vitni að draumahögg-
unum. Bæði voru þau aðeins á móti
vindi en boltarnir flugu áfram, lentu
fyrir framan holurnar og rúlluðu of-
an í. anton@mbl.is
Kylfingur Hafsteinn Gunnarsson
eftir annað draumahöggið í holu.
Fór holu í
höggi tvisvar
sömu vikuna