Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú
staddur í Sádi-Arabíu, ríki sem hann
sagði í forsetaframboði sínu að hann
myndi útskúfa vegna mannréttinda-
brota þess. Vísaði hann þá sér-
staklega til morðsins á blaðamann-
inum Jamal Khashoggi árið 2018.
Bandaríska leyniþjónustan hefur
staðhæft að krónprins Sádi-Arabíu,
Mohammed bin Salman, hafi sam-
þykkt morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu
neita hins vegar að krónprinsinn hafi
átt nokkurn þátt í dauða Khashoggis.
Biden varði þó ákvörðunina um að
fara til Sádi-Arabíu í aðsendri grein í
Washington Post. „Markmiðið er að
breyta um stefnu í sambandinu –
ekki að rjúfa samskiptin,“ skrifaði
Biden, en þess má geta að Khashoggi
skrifaði fyrir Washington Post. Bi-
den skrifaði einnig að ástandið í Mið-
Austurlöndum væri mun stöðugra en
fyrir 18 mánuðum er hann tók við
forsetaembættinu.
Bæta tengsl Ísrael
Biden flaug frá Ísrael beint til
Sádi-Arabíu sem var áður bannað og
er hann því fyrsti leiðtogi Bandaríkj-
anna til þess að gera það. Sádi-
Arabía viðurkennir Ísrael ekki opin-
berlega sem sjálfstætt ríki en yf-
irvöld þar í landi tilkynntu að í ljósi
heimsóknar Biden yrði lofthelgi
Sádi-Arabíu nú opið „öllum flug-
félögum“.
Biden stefnir á að styrkja sam-
bönd Ísrael í Mið-Austurlöndum,
sérstaklega er kemur að öryggis- og
varnarmálum til þess að vinna gegn
ógninni sem stafar af Íran. Ríkið hef-
ur ítrekað hótað því að Ísrael skuli
vera útrýmt. Sádi-Arabía hefur einn-
ig lýst yfir áhyggjum af yfirlýsingum
Írana sem hefur leitt til óopinbers
öryggis og leyniþjónustu tengsla á
milli Ísrael og Sádi-Arabíu.
Á meðan Biden er í Sádi-Arabíu
mun hann funda með Salman kon-
ungi og krónprinsinum.
AFP/Mandel Ngan
Heimsókn Joe Biden forseti er
hann lenti í hafnarborginni Jeddah.
Biden í sögulegri heimsókn
- Forsetinn vill breyta um stefnu en ekki rjúfa sambandið
Bandaríska geim-
ferðastofnunin
(NASA) mun
halda áfram sam-
starfi sínu við
rússnesku geim-
ferðastofnunina
(Roskosmos) og
senda geimfara
frá báðum ríkjum
saman til Alþjóð-
legu geimstöðv-
arinnar, þrátt fyrir að stríð geisi enn
í Úkraínu. „Til þess að tryggja
áframhaldandi örugga starfsemi Al-
þjóðlegu geimstöðvarinnar, vernda
líf geimfara og tryggja viðveru
Bandaríkjanna í geimnum mun
NASA halda áfram geimferðum með
Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingu
NASA. Næsta áætlaða ferð til geim-
stöðvarinnar er í lok september þar
sem einn bandarískur geimfari og
tveir rússneskir munu ferðast með
sama geimfarinu frá Kasakstan.
Evrópska geimferðastofnunin
(ESA) lýsti því yfir fyrr í vikunni að
hætt yrði við samstarf með Rússum
um að setja sjálfvirkt farartæki á
Mars. Vakti það mikla reiði á meðal
stjórnenda Roskosmos sem bannaði
rússneskum geimförum að nota evr-
ópska tækni um borð í Alþjóðlegu
geimstöðinni.
BANDARÍKIN
Halda áfram sam-
starfi við Rússa
Alþjóðlega
geimstöðin.
Kötturinn Larry
sem býr í Down-
ingstræti 10 í
Lundúnum í
Bretlandi hefur
verið dreginn inn
í leiðtogakjör
Íhaldsflokksins
þar í landi.
Penny Mor-
daunt, sem hefur
verið vinsælust í skoðanakönnunum
almennra félaga flokksins, lýsti því
yfir í gær að hennar stærsti veikleiki
væri kettirnir hennar fjórir. „Að
kynna þá fyrir númer 10 gæti reynst
erfitt er kemur að Larry,“ sagði
Mordaunt í viðtali í gær.
Larry hefur ráðið ríkjum í bú-
staðnum í ellefu ár og því búið þar í
valdatíð Davids Camerons, Theresu
May og Borisar Johnsons. Larry
flutti þar inn árið 2011 er hann var
fjögurra ára gamall og hefur séð um
músaveiðar.
Hann ber titilinn yfirmaður músa-
mála, hefur sína eigin Twitter-síðu
og 635 þúsund fylgjendur. Er John-
son tilkynnti afsögn sína fyrr í mán-
uðinum skýrði Larry frá því í tísti að
hann væri ekki köttur Borisar held-
ur, líkt og allir forsætisráðherrar,
byggi Boris einungis tímabundið í
Downingstræti, ólíkt Larry.
BRETLAND
Kisinn Larry dreginn
inn í leiðtogakjörið
Kötturinn Larry.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Viðbragðsaðilar leituðu í rústum í
úkraínsku borginni Vinnitsía eftir að
sprengjuárás var gerð á borgina í
fyrradag. Að minnsta kosti 23 létust
í árásinni, þar af þrjú börn á aldr-
inum fjögurra til átta ára. Ættingjar
hinna látnu þurftu að gefa DNA-
sýni til þess að hægt væri að greina
líkin. Vinnitsía er í miðri Úkraínu,
mörgum kílómetrum frá víglínum
stríðsins, en rússnesk yfirvöld sögðu
að árásin hefði ekki beinst að al-
mennum borgurum heldur að fundi
úkraínska flughersins og fulltrúa
vestrænna birgja. „Það stafar ekki
eins mikil hryðjuverkaógn af neinu
öðru ríki í heiminum líkt og stafar af
Rússlandi,“ sagði Volodimír Sel-
enskí, forseti Úkraínu, í ávarpi.
Hann varaði við því að fjöldi látinna
í Vinnitíia gæti aukist.
Þá var tíu sprengjum varpað á
borgina Mikolaív í fyrrinótt í Suður-
Úkraínu. Sprengjunum var meðal
annars varpað á tvo háskóla. Við-
bragðsaðilar leita einnig í rústum
þar en að minnsta kosti fjórir særð-
ust í árásinni.
Rússneski herinn segist nú vera
að ná takmarki sínu um að ná yfir-
ráðum í borginni Siversk í Donbas.
Borgin er nærri borgunum Seve-
ródonetsk og Lísítsjansk sem Rúss-
ar náðu yfirráðum yfir fyrir um
tveimur vikum.
Gefa 40 milljónir evra í aðstoð
Næstu refsiaðgerðir Evrópusam-
bandsins (ESB) gegn Rússlandi
beinast að gullútflutningi Rússa. Þá
ætlar ESB einnig að reyna að „loka
útgönguleiðum“ fyrir þá sem hafa
sniðgengið fyrri refsiaðgerðir. Sam-
bandið hefur hingað til samþykkt
sex refsiaðgerðapakka. Sá síðasti
var samþykktur í júní þar sem bann
var lagt við megninu af innfluttri
rússneskri olíu.
Annalena Baerbock, utanríkisráð-
herra Þýskalands, tilkynnti í gær að
yfirvöld þar í landi ætluðu að veita
yfirvöldum í Moldóvu 40 milljónir
evra, eða um fimm og hálfan millj-
arð íslenskra króna, í fjárhagsstuðn-
ing til þess að aðstoða þá sem glíma
við fátækt. Moldóva er eitt fátæk-
asta ríki í Evrópu og glímir nú við
mikla verðbólgu, um 29%, á sama
tíma og úkraínskir flóttamenn
streyma til ríkisins. Áætlað er að nú
þegar séu um 70 þúsund úkraínskir
flóttamenn í Moldóvu.
Lést í haldi aðskilnaðarsinna
Þá var greint frá því í gær að
breskur ríkisborgari, Paul Urey,
hefði látist í haldi aðskilnaðarsinna í
Úkraínu. Urey var 45 ára og fór til
Úkraínu til að sinna hjálparstarfi
sem sjálfboðaliði. Hann var hand-
tekinn við eftirlitsstöð í borginni Sa-
porisjía í apríl og sakaður um að
vera málaliði. Urey var haldið
föngnum í Donetsk-héraði ásamt
öðrum Breta er hann lést úr sykur-
sýki. Liz Truss, utanríkisráðherra
Breta, sagði að Rússar yrðu að bera
fulla ábyrgð á dauða Urey. Truss
krafðist þess að Andrei Kelín, sendi-
herra Rússlands í Bretlandi, kæmi á
fund utanríkisráðuneytisins til þess
að skýra frá því hvað hefði komið
fyrir Urey.
Mannskæðar sprengju-
árásir á úkraínskar borgir
- Að minnsta kosti 23 látnir - Sjötti refsiaðgerðapakkinn bannar rússneskt gull
AFP/Sergei Súpinskí
Sprengjuárás Að minnsta kosti 23 létust í árásinni á borgina Vinnitsía í
miðri Úkraínu, þar á meðal voru þrjú börn á aldrinum fjögurra til átta ára.
Víða um Suðvestur-Evrópu geisa
nú skógareldar vegna hitabylgju
sem herjar á svæðið. Meðal annars
loga eldarnir í sveitarfélaginu Ta-
rascon í suðausturhluta Frakk-
lands, líkt og sjá má á myndinni, en
þar berjast viðbragðsaðilar við elda
á þúsund hektara svæði. Þá brenna
einnig skógareldar í Portúgal og á
Spáni.
Í Portúgal eru rauðar veðurvið-
varanir á fimm svæðum vegna
óvenjumikils hita. Hitamet var sleg-
ið á fimmtudag er 47 stig mældust í
ríkinu. Um tvö þúsund slökkviliðs-
menn vinna þar við að ná tökum á
skógareldum sem hafa eyðilagt um
30 þúsund hektara af landi það sem
af er þessu ári. Vísindamenn telja
að aukning slíkra öfga í veðri sé til-
komin vegna loftslagsbreytinga.
Hitabylgja í Suðvestur-Evrópu kveikir elda víðs vegar í álfunni
Skógareldar
valda víða
eyðileggingu
AFP/Clement Mahoudeau