Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is Flestum finnst hlut- verk hins opinbera eiga að vera þjónusta við borgarana. Hjá Þjóðskrá hefur það ekki verið reyndin samkvæmt minni reynslu, og verður það rakið aðeins. Fyrir tæpum hálf- um áratug varð sú breyting að Óháði söfnuðurinn fékk ekki aðgang að safnaðarfélagsskránni. Svo sem til að senda börnum boðsbréf í sunnu- dagaskólann, gamla genginu í opið hús fyrir aldraða, fermingarbörn- unum til að láta þau vita af ferm- ingarfræðslunni og bjóða þau vel- komin, eða halda aðalfund til að vita hverjir væru skráðir sem mættu á fundinn. Borið var við að aðeins bæri þeim að segja yfirvöld- um hversu margir félagar væru í söfnuðinum 16 ára og eldri til að greiða sóknargjaldið eftir fjölda þeirra. Varð að fara í kæruferli til að fá niðurstöðu hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál og við höfðum sigur þar. Tók tæplega tvö ár. Neitaði að mæta á miðilsfund út af dauðadeildinni Næsta baráttumál var dauðadeildin. Venjan hefur verið sú að á allraheilagra- messu hefur látinna í söfnuðinum verið minnst. Er það gert með þeim hætti að þegar nafn viðkomandi er lesið upp í minning- armessunni, þá er blómvöndur settur á altarið frá að- standendum hins látna og hann síð- an gefinn einhverjum safnaðar- félaga sem er á elliheimilum eða sjúkrahúsi, til að gleðja viðkomandi í lifanda lífi. Borið var við að þetta væri persónuverndarmál sem ekki mætti láta af hendi. Neitaði ég að mæta á miðilsfund til að spyrja hina dauðu hvort mætti minnast þeirra í minningarmessunni. Aftur hófst kæruferlið eins og með safn- aðarfélagaskrána og hafðist það í gegn. Aftur var Þjóðskrá lögð. Undirskrift á pappír ekki tekin gild Þegar umskráning hefur verið tilkynnt yfir í Óháða söfnuðinn hef- ur það verið gert á pappírsumsókn- areyðublaði sem ég hefi skilað inn. Var nú sagt að það yrði að koma frá viðkomandi, þótt væri undir- skrifað af viðkomandi og vilji hans væri þar með ljós, en lokað á það að ég gæti verið milligöngumaður eins og verið hefur í aldarfjórðung. Hið fornkveðna „handsal“ og „orð skulu standa“ hefði aldeilis ekki skipt nokkru máli þar. Skyndilega var tekið fyrir það – yrði að vera stafrænt. Ekki hafa allir aðgang að slíku, gamlir, fatlaðir, útlendingar, sjóndaprir, klaufskir klerkar o.fl. Í þriðja sinnið þurfti að fara í kæru- ferlið og hafðist þar sigur líka, sem tók tæpt ár. Fyrst var úrskurð- arnefnd um upplýsingamál hjá for- sætisráðuneytinu en síðast hjá inn- viðaráðuneytinu, og er hér með þakkað fyrir þeirra hjálp. Ég viðurkenni að starfsfólk Þjóð- skrárinnar hefur ekki verið hátt á bænalista hjá mér í þessu argi og þvargi öllu saman á meðan þessi mál hafa verið að þvælast í kerfinu. Úrskurðarnefndarstarfsfólkið er komið á þakkargerðarlistann. Skríllinn fyrir utan eigi ekki að vera að fara fram á þessar kröfur sem að framan eru nefndar, heldur að hlýða þeim fyrirmælum sem skrílnum eru sett út frá frá for- sendum Þjóðskrárinnar. Þjónustulundin jörðuð Í hundgamla daga var allt með friði og spekt í samskiptum. Fyrst var Hagstofan, sem breyttist síðan í Þjóðskrá. Þar var þjónustulundin sprelllifandi. Síðan fór að halla und- an fæti og dauðadeildin tók yfir, þ.e.a.s. þjónustulundin var jörðuð. Skrítið að þegar ég fékk bréf frá þeim þá er ævinlega undirskriftin frá þeim sem sendir: „Þjónusta og samskipti“. Vonandi að þessi ein- herjabarátta mín skili því að þjón- usta og samskipti skáni frá því sem verið hefur. Mitt hlutverk í lífinu hefur verið að hafa þjónustu og samskipti í sem mestu samræmi við vilja þess sem fer fram á hana í safnaðarstarfinu. Það ætti að vera verðugt verkefni að þeir sem starfa í „Þjónustu og samskiptum“ séu þá með það að leiðarljósi, hvar svo sem þeir eru innan kerfisins. Í niðurstöðu síðustu grein- argerðar úrskurðarnefndar er ég nefndur „kærandi“, þar sem vitnað er í margs konar lög og reglugerðir sem heill her manna þarf að fara yfir og setja saman, þannig að það kostar sitt fyrir ríkið að standa í svona vinnu. Ég er mjög kærulaus maður. Hef aldrei kært neinn eða verið kærður fyrr en núna sam- kvæmt greinargerðinni. Reyni að finna út að þetta sé jákvætt orð – kær andi, andi sem er mér kær eða Þjóðskránni. Andinn frá mér hefur ekki verið mög kær í garð Þjóð- skrár, og biðst ég afsökunar á því að andinn frá mér ætti að vera kærari í þeirra garð. Vona ég að Heilagur andi bæti þar fyrir og þetta verði mér fyrirgefið. Búinn að bæta starfsfólki Skríls- skrárinnar á bænalistann hjá mér. Verið velkomin í bak og fyrir í messur og fáið fyrirbænir ykkur til handa. Ævinlega maul eftir mess- urnar með svartbaunaseyði og ein- hverju sætu. Þá upprís þjónustu- lundin, sem var dauð, og það er miklu skemmtilegra að lifa þannig lífi lifandi en að vera í dauðadeild- inni. Þakkir eigið þið skildar fyrir það þegar slíkt raungerist. Skrílsskráin Eftir Pétur Þorsteinsson » Allt var gott í hund- gamla daga. Þjón- ustulundin lifandi. Pétur Þorsteinsson Höfundur er prestur Óháða safnaðarins. afdjoflun@tv.is Takk ágæti Werner fyrir mjög góða og þarfa grein í Morgun- blaðinu 8. júlí, með sögulegum stað- reyndum. Ég mun hér svara eftir best getu. Vissulega eru voðalegir atburðir að gerast í álfu okkar og er nauðsynlegt að kafa undir yfirborðið og hafa þekkingu á sögunni. Flaugar í Tyrklandi og á Kúbu Mjög gagnlegt er að fara 60 ár aftur í tímann og það til merkrar eyju í Karíbahafi sem er jafnstór Íslandi. Fídel og Raul Castró- bræður, ásamt fleirum sem ofbauð ástandið, gerðu þar byltingu gegn einræðisherranum og leppnum Fulgencio Batista, 1. janúar 1959, þegar þjóðvarðliðið lá í fylleríi eða þynnku. Fátækt alþýðu og spilling var í algleymi, Kúba var mikil pen- ingaþvottastöð, vændi, „skemmt- analíf“, kasínó og önnur þjónusta við herraþjóðina voru aðalatvinna landsmanna. CIA og Pentagon reyndu að steypa bylting- armönnum í Svínaflóainnrásinni 1961, var þeim áætlunum hrundið af heimavarnaliði og ríkisher Kúbu. Miklar refsiaðgerðir, hafn- bann og fleira voru sett á af ná- grannanum í norðri, nú skyldu eyjamenn fá fyrir ferðina og verða sveltir til hlýðni; þannig var Kúba þvinguð í faðm Sovétmanna (sögu- leg samlíking: vegna „refsiað- gerða“ hinna almáttugu Vestur- landa hafa viðskipti Rússa við Kínverja og önnur Asíuríki marg- faldast). Í Moskvu var ákveðið að stórauka viðskipti og efnahags- aðstoð við landið (minnir e.t.v. á árið 1952, þorskastríð okkar gegn Bretaveldi, þegar Sovétmenn ákváðu að kaupa allan fiskinn). Fé- lagi Fídel, sem ekki varð komm- únisti og marxisti fyrr en eftir byltingu, var tíður gestur í Moskvu og hitti þar aðalritarann Níkítu Krústsjoff, kom til tals að styrkja varnir Kúbu og þar sem Banda- ríkjamenn höfðu nýlega sett upp kjarnaflaugar í Tyrklandi, stutt frá Armeníu og Aserbaídsjan (þá Sov- étlýðveldi), ákvað Níkíta að slá tvær flugur í einu höggi og senda sams konar vopn til Kúbu: koma í veg fyr- ir frekari gagnbylting- artilraunir CIA og svara Tyrklands- flaugum. Þannig varð Kúbudeilan til sem síðan leystist með samningum og stór- veldin tóku niður flaugarnar. Reyndar var það eitt af skil- yrðum Kennedy- stjórnarinnar að sem minnst yrði gert úr því að BNA byrjuðu vopnakapphlaupið og að þeir tóku niður sínar flaugar frá Tyrklandi sem svar við gagnkröfum Sovét- manna. Eitt lykilatriði samninga var að Anatólí Dóbrínín, sendi- herra SU í US, gat farið í kaffi til Kennedys – JFK, óforvarendis í Hvíta húsið og rætt málin, ekta diplómatía það, annað en nú. Önnur Kúbudeila? Staðan í samskiptum Rússlands nú við Vesturlönd er sambærileg; NATO hefur fært sig austar og austar, nú eru þar 30 ríki. Kjarn- orkuvopn eru rétt við landamæri Rússlands. Mánuðum saman kröfðust Rússar viðræðna við Vesturlönd, fyrir daufum eyrum, greinilegt að Antony Blinken „að- alutanríkisráðherra“ Vesturlanda vildi ekki setjast niður og ræða ójafnvægið í hernaðarmætti sem upp er komið, áfram skyldi haldið í útþenslunni og þrengt að Rúss- anum. Rétt er að geta hlutfalla í hernaðarútgjöldum: 1,2T$:65G$ / (T – tera, trilljón; G – gíga, millj- arður) þ.e. 100 dalir gegn 5. Vert er að geta afreka NATO, alger- lega utan lögsögu: að rústa Írak, Líbýu og það nýjasta, flóttinn skammarlegi frá Afganistan í ágúst 2021. Að mínu persónulega mati tók steininn úr í München laugardaginn 19. febrúar síðastlið- inn; þar var mættur á öryggis- málaráðstefnu „Münchener Sic- herheitskonferenz“ Volodomír Selenskí, hinn ungi og óreyndi for- seti Úkraínu, þar lýsti hann því yfir að nú skyldi gengið úr Búda- pest memorandum eða samkomu- laginu frá 1994 (um að Úkraína, Hvíta-Rússland og Kasakstan af- söluðu kjarnavopnum til Rúss- lands) um að Úkraína yrði kjarn- orkuveldi, fékk forsetinn stand- andi lófatak hjá glóbal elítunni, bankamönnum, vopnaframleið- endum og öðrum „neólíberal“ öfl- um. Blóðugt valdarán í Kænugarði Í febrúar 2014 var blóðugt valdarán í Kiev, slagkraftur voru sveitir „þjóðernissinna“ eða nýnas- istar ýmsir, t.d. sveitir Andreis Parubeis, stofnanda „Þjóðernis- sósíalistaflokks Úkraínu“, þess sem stjórnaði Maidan-byltingunni og Gunnari Braga þótti mikið til um að fá að hitta. Viktori Janúkovits forseta var steypt og við tóku „pútsistar“ þar sem „blóðprest- urinn“, babtistinn Túrtsínov, var settur í forsetaembættið. Eitt fyrsta verk hans var að fyrirskipa ríkisher Úkraínu að hefja loft- og stórskotaliðsárásir á Dónetsk- og Lúgansk-héruð, þar sem aðskiln- aðarsinnar (líkt og í Kosovo sem sagði sig úr lögum við Serbíu) höfðu náð völdum, að sjálfsögðu gróft brot á stjórnarskrá – að nota herinn gegn eigin borgurum innan eigin landamæra. Aðskilnaðar- sinnar viðurkenndu ekki ný stjórn- völd, annað verk klerks úr banda- rískættuðum söfnuði var að banna ýmsar pólitískar hreyfingar og rússnesku sem tungumál og bók- menntir(!). Varla er slíkt sam- kvæmt nútímamannréttindum, sbr. tungumál í Finnlandi, Belgíu, Sviss og víðar. Volodomír Selenskí, nú- verandi forseti, áður grínleikari, hefur gengið enn lengra, ný lög hans um „titilþjóð“ Úkraínu eru frá 18. maí 2021, þ.e. Rússar, Pólverj- ar, Ungverjar, Rómaþjóðin („síga- unar“), fyrrverandi Sovétþjóðir ýmsar; eru órétthærri Úkra- ínumönnum, ekkert sagt í Brussel, enn eru hræsni og tvískinnungur Vesturlanda borðleggjandi. Orrustan um Úkraínu – Werner svarað Eftir Hauk Hauksson Haukur Hauksson »… hafa milljónir verið gerðar að öreigum í einkavina- væðingu og öðrum æfingum … Höfundur er magister í alþjóðamálum og sögu. haukurhau@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.