Morgunblaðið - 16.07.2022, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Hún Svava á
Hverabakka er
horfin á braut eftir
nærri 96 ára farsæla
ævi. Sá hluti af ævi
Svövu sem ég þekki best eru ára-
tugirnir eftir að hún flutti frá
Skála undir Eyjafjöllum að
Hverabakka í Hrunamanna-
hreppi 1952 og gekk að eiga Sig-
urð Tómasson, móðurbróður
minn. Heimilisbragurinn þar á
bæ á 7., 8. og 9. áratug síðustu
aldar var um margt einstakur.
Húsið, sem var hannað af Sigurði,
var bjart og fallegt og umkringt
stórum og vel skipulögðum trjá-
garði og miklu blómskrúði.
Hjónin ráku myndarlega garð-
yrkjustöð en framan af einnig
kúabú. Á sumrin var mannmargt
á Hverabakka og mikill gesta-
gangur sem var engin tilviljun.
Hjónin voru sérstaklega gestrisin
og áttu fjölda vina innan sveitar
og utan. Skálasystkinin voru eft-
irminnilegir gestir. Þá má nefna
að fyrrverandi kaupafólk og ætt-
ingjar þess voru tíðir gestir og
síðar einnig vinir og tengdafólk
dætranna. Á móti öllum þessum
gestum var tekið af fáheyrðum
höfðingsskap og vel veitt í mat og
drykk. Þótt Sigurður frændi væri
gestrisinn og öllum hafi liðið vel í
návist hans var það Svava sem
bar hitann og þungann af því að
ala önn fyrir gestunum.
Svava var glæsileg kona, fé-
lagslynd, glaðlynd, hlý og notaleg
í samskiptum og höfðingi í lund.
Hún var vakin og sofin yfir vel-
ferð dætra sinna og eftir langan
vinnudag í garðyrkjunni, elda-
mennsku og bakstur, tók hún oft
til við að sauma á þær fatnað af
miklum myndarskap. Þrátt fyrir
að mikið hafi mætt á Svövu held
ég að Sigurður frændi hafi tekið
óvenjumikinn þátt í ýmsu sem
sneri að heimilishaldinu miðað við
það sem þá tíðkaðist í sveitum
landsins. Báðum var þeim um-
hugað um að heimilið væri fallegt
og í því sem öðru voru þau sam-
heldin og samstíga.
Vert er að nefna að Svava gekk
systurdóttur sinni, Margréti
Jónsdóttur, nánast í móðurstað
eftir að hún missti móður sína í
barnæsku og dvaldi hún á Hvera-
bakka öll sumur fram á fullorð-
insár. Anna og Bjarni systkini
Margrétar voru líka í vist á
Hverabakka á sumrin og hafa alla
tíð haft sterk tengsl við Svövu.
Mikill og góður samgangur var
milli fjölskyldnanna á Hvera-
bakka og fjölskyldu séra Svein-
björns í Hruna, bróður Svövu.
Milli fjölskyldnanna á Hvera-
bakka og Grafarbakka 2 var dag-
legur samgangur og bar þar aldr-
ei skugga á. Þegar við krakkarnir
skutumst á milli bæjanna var
ekki einu sinni haft fyrir að banka
enda var útidyrum aldrei læst á
þessum árum. Hverabakki var
nánast mitt annað heimili og
Hverabakkasystur eins og systur
mínar.
Móðir mín og Svava áttu
margt saman að sælda, settu
permanent hvor í aðra, tóku sam-
an slátur, lánuðu hvor annarri allt
milli himins og jarðar, fóru saman
á mannamót og svo mætti lengi
telja. Eftir að þær voru báðar
orðnar ekkjur og fluttar í ný hús
sunnar á túninu höfðu þær um
langt árabil ómetanlegan stuðn-
ing og félagsskap hvor af annarri.
Með andláti Svövu er langur
kafi í lífi stórfjölskyldnanna frá
Skála og Grafarbakka 2 fullskrif-
aður því hún kveður síðust systk-
ina sinna og maka þeirra svo og
Svava
Sveinbjarnardóttir
✝
Svava Svein-
bjarnardóttir
fæddist 19. júlí
1926. Hún lést 1.
júlí 2022. Svava var
jarðsungin 14. júlí
2022.
systkina Sigurðar
og maka þeirra.
Kærar þakkir fyrir
langa vináttu elsku
Svava.
Sigurður Tómas
Magnússon.
Nú þegar Svava
föðursystir mín á
Hverabakka er látin
og horft er um öxl
þá á ég bara góðar og bjartar
minningar um hana. Þegar ég var
að alast upp austur í Hruna fyrir
margt löngu var mikill samgang-
ur á milli þessara heimila árið um
kring. Maður hitti stundum
frænkurnar á Hverabakka dag-
lega og það var ekkert leiðinlegt.
Á þessum tíma voru ef til vill
nokkrar gamlar skógarhríslur við
bæina í sveitinni en þessu var á
annan veg farið á Hverabakka.
Þar var húsið umvafið miklum
skógi og betri staður til feluleikja
var því ekki til.
Og á sumrin þegar farið var
niður á eyri þar sem gróðurhúsin
stóðu fékk maður að „smakka“
eins mikið af tómötum og öðru
grænmeti og maður gat torgað.
Þetta voru alvörutómatar, rauðir
og bragðmiklir. Veislur voru
haldnar til skiptis um hver jól og
eftir að Land Roverinn kom á
Hverabakka man ég eftir sumar-
ferðum sem farið var í.
Og í miðju alls þessa var Svava
frænka. Dugleg kona sem gekk í
verkin hvort sem var á eyrinni, í
fjósinu sem á heimilinu þar sem
var svo gestkvæmt að spurðist út
um allar sveitir. Segir það meira
en mörg orð um þau Hvera-
bakkahjón. Svava var ekki þeirr-
ar gerðar að vera að hreykja sér
af verkum sínum heldur var hún
sú sem öllum leið vel í návist við
hvort sem var í gleði eða sorg. Ég
man eftir að einhverju sinni
hvatti hún okkur Önnu, sem vor-
um eitthvað að vefjast, til að drífa
okkur á ballið með þeim orðum
að við værum ekki ung nema einu
sinni og þá þyrfti að njóta þess.
Mér finnst þetta lýsa vel hvernig
Svava leit á lífið og tilveruna.
Hún var svo heppin að hafa feng-
ið í arf glatt geð og það var
kannski vegna þess sem hún var
svo ern fram undir það allra síð-
asta.
Það verður án efa kátt í himna-
ranninum þegar Skálafólkið tek-
ur á móti Svövu, hlegið hátt og
jafnvel tekið lagið. Og svo er
þarna efalítið dálítil eyri sem Sig-
urður Tómasson verður búinn að
planta í gómsætu grænmeti og
fallegum blómum. Þangað verður
gott að koma.
Við systkinin frá Hruna send-
um dætrum Svövu og fjölskyld-
um þeirra okkar samúðarkveðj-
ur, minning um góða konu lifir.
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Elsku Svava frænka er látin.
Svava föðursystir mín var ein af
ellefu systkinum pabba en hún
var ári yngri en hann. Þau voru
skírð sama dag og fengu nöfnin
Garðar og Svava eftir Garðari
Svavarssyni landnámsmanni.
Svava fæddist og ólst upp á Ysta-
Skála undir Eyjafjöllum í stórum
og glaðværum systkinahópi.
Svava og Sigurður maðurinn
hennar áttu garðyrkjubýlið
Hverabakka í Hrunamanna-
hreppi. Þau ræktuðu alls kyns
grænmeti sem var þeirra lifi-
brauð. Einnig ræktuðu þau tré og
blómplöntur sem skreyttu um-
hverfið á Hverabakka svo unun
var af. Þetta var ævintýraheimur.
Mín gæfa og örlagavaldur í lífinu
var sumardvöl á Hverabakka
þegar ég var 14 ára gömul. Sex
árum síðar hóf ég nám við Garð-
yrkjuskóla ríkisins og vann síðan
við garðyrkjustörf í mörg ár.
Ég naut þess að vinna við garð-
yrkjuna, vera umvafin gróðri og
yndislegu fólki. Svava og Siggi
voru skapgóð, þolinmóð og óspör
á hvatningu og hrós. Dætur
þeirra, Anna, Þóra og Sjöfn, og
Magga frænka voru kraftmiklar
og skemmtilegar. Oft var því
glatt á hjalla, mikið sungið og
hlegið og í minningunni alltaf gott
veður.
Svava ræktaði garðinn sinn
víða. Hún gaf mikið af sér og var
full af væntumþykju og hafði
mikla samlíðan með fólki. Henni
var umhugað um fólk og hvað það
hafði að segja. Hún kunni þá list
að hlusta. Einnig var hún svo
glaðvær og skemmtileg og fólk
laðaðist að henni. Mjög gest-
kvæmt var á Hverabakka því
gestrisnari hjón var vart hægt að
finna. Þau tóku á móti öllum fagn-
andi með glaðværð sinni og hlýju.
Elsku Svava mín ég á þér svo
margt að þakka. Ég kveð þig með
söknuði en jafnframt fullvissu um
að nú sért þú stödd í Sumarland-
inu með Sigga þínum og systk-
inum þínum á Skála.
Elsku Anna, Þóra, Sjöfn,
Magga og fjölskyldur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Svövu á
Hverabakka.
Guðbjörg
Garðarsdóttir
(Dídí).
Í dag kveðjum við eina af
hvunndagshetjum Íslands, sem
ólst upp við allt aðrar aðstæður
en þær sem við þekkjum nú til
dags. Hún fór í gegn um lífið á já-
kvæðni og dugnaði þótt lífið hafi
ekki verið einfalt á yngri árum.
Mín kynni af Svövu Sveinbjarn-
ardóttur á Hverabakka hófust
fyrir tæpri hálfri öld, er ég fór að
venja komur mínar með elstu
dótturinni í sveitina. Móttökurn-
ar voru ekki af verri endanum. Að
koma að Hverabakka til þeirra
heiðurshjóna Svövu og Sigurðar
var eins og að koma á fimm
stjörnu veitingastað. Ferðunum
fjölgaði í sveitina þar sem við
hjálpuðum meðal annars til við
grænmetisuppskeruna og ýmis-
legt fleira. Það var einstakt að
gera Svövu greiða, hún var alltaf
svo ánægð og þakklát fyrir það
sem var gert.
Eitt er það sem maður getur
aldrei fullþakkað fyrir en þegar
börnin okkar uxu úr grasi áttu
þau alltaf athvarf á Hverabakka
og dvöldu þau þar á sumrin við
gott atlæti. Eiga þau góðar minn-
ingar um ömmu sína og afa frá
þeim árum.
Árið 2000 kom stóri skjálftinn.
Þá fór íbúðarhúsið á Hverabakka
mjög illa og tekin var ákvörðun
um að byggja nýtt hús framar á
bakkanum.
Inn í það hús fluttu hjónin í
ágúst 2001. Sigurður fékk ekki
notið nýja hússins nema í ár, en
hann lést 2002. Svava bjó aftur á
móti áfram ein en var svo heppin
að hafa Sjöfn og Badda nálægt
sér. Hún tók þátt í starfi eldri
borgara á Flúðum fram að Covid
en þá einangraðist hún félagslega
eins og margir aldraðir. Það eru
ótrúleg forréttindi að hafa heilsu
og geta búið heima svo lengi. Síð-
ustu mánuðina dvaldi hún á dval-
arheimilinu Lundi og lést þar 1.
júlí. Um leið ég þakka Svövu
Sveinbjarnardóttur vinsemd í
gegn um árin vona ég að hún
skelli í eina brúna eða pönnsur á
nýjum slóðum.
Jakob Marinósson.
Ég var 16 ára þegar ég fór fór í
sumarvist til Svövu föðursystur
og Sigga. Það var ógleymanleg
upplifun að keyra heimreiðina að
Hverabakka, í gegnum löng trjá-
göng eins og maður sá á póst-
korti. Svo birtist fallega húsið, í
útidyrahurðinni stóð Svava
frænka mín, sem átti eftir að um-
vefja mig og dekra næstu þrjá
mánuði.
Nokkrum dögum seinna fór
hún í verslunarleiðangur til
Reykjavíkur, þegar hún kom til
baka kallaði hún á mig og sagði:
„Þetta er handa þér, ég ætla að
sauma á þig pils.“ Aldrei hafði ég
séð fallegra efni og útkoman var
einstök eins og allt sem hún gerði.
Hún bjó til besta mat og blóm-
kálssúpan stóð upp úr. Eitt
skiptið borðaði ég svo hressilega
yfir mig af súpunni góðu að ég
hallaði mér, bara í nokkrar mín-
útur. Þegar ég rankaði við mér
og lít á klukkuna er hún 14:00.
Ég rýk út, hleyp niður í garð og
beint til Svövu. Skælandi spyr
ég: „Af hverju vaktir þú mig
ekki?“ Hún horfir á mig undr-
andi. „Ertu að gráta?“ og svo
faðmaði hún mig og sagði:
„Elsku Fríða, það var svo mikil
værð yfir þér að ég tímdi ekki að
vekja þig. Var þetta ekki góður
blundur?“ Svona var Svava allt-
af, góð og skilningsrík.
Húmorinn var aldrei langt
undan. Það var sunnudagur og
það hafði verið veisla á laugar-
deginum. Við Svava vorum búnar
að taka til og sátum í stofunni,
svona aðeins að slappa af. Á milli
okkar var borð og á því var stand-
ur með sígarettum, en þá var til
siðs að bjóða upp á slíka (sælu).
Út um stofugluggann sjáum við
Þóru ganga í átt að húsinu. Svava
(sem reykti ekki) tekur tvær síg-
arettur, kveikir í og réttir mér og
segir: „Nú plötum við Þóru,
gerðu eins og ég,“ svo púuðum við
og púuðum. Þegar Þóra er komin
inn í stofu var henni ekki skemmt.
„Hvað í ósköpunum ertu að gera
mamma, ertu að láta barnið
reykja?“ Svo kom ræða, sem ég
man ekki, þá drepur Svava í og ég
líka og svo fer hún að hlæja og við
hlógum vel og lengi, en Þóra hló
ekki.
Um helgar komu systurnar
þrjár, Anna, Þóra og Sjöfn, með
sína sætu kærasta, þá fylltist hús-
ið af dillandi hlátri. Þær voru svo
einstaklega góðar við litlu sak-
lausu frænku sína og pössuðu upp
á að engin kálhaus kæmist ná-
lægt henni. Í dag er dýrmætt að
eiga þær sem vinkonur.
Lífið hefur kennt mér eitt, gott
fólk er fjárssjóður. Fjársjóðurinn
minn, sumarið þegar ég var sex-
tán, var hjá Svövu og Sigga á
Hverabakka.
Kveðja,
Fríða.
Mig langar til að segja örfá orð
í minningu Svövu á Hverabakka.
Ég kynntist Svövu þegar hún og
Siggi réðu mig, unglinginn, til sín
sem kaupamann í nokkur sumur.
Það var nokkuð stórt stökk fyrir
mig, en ég var ekki fermdur þeg-
ar kaupamennskan hófst. Ég var
borgarbarn sem kunni lítið til
verka í sveitinni og hafði aldrei
gist að heiman í svo langan tíma í
einu. Allt í einu bjó ég inni á
ókunnugu fólki og þurfti að laga
mig að siðum þess og venjum.
Þetta varð hins vegar ekki mikið
mál því frá byrjun fann ég hve
velkominn ég var og var tekið
sem einum af fjölskyldunni.
Það var ekki síst Svövu að
þakka sem hreinlega gekk mér í
móðurstað á þessum tíma. Hún
var alltaf til staðar og það var
mjög auðvelt að leita til hennar
með hvað sem var. Svava var
sterk kona sem hafði skoðanir en
kom sínu fram með rólegheitun-
um. Hún hafði afar góðan húmor,
skildi ungt fólk vel og náði vel til
þess. Svava var gestrisin með ein-
dæmum og þótti það bragðdaufar
helgar ef ekki væri fullt hús af
gestum.
Þessi sumur á Hverabakka eru
einhver þau ánægjulegustu sem
ég hef lifað. Þarna lærði ég svo
margt sem hefur nýst mér vel í
lífinu. Ég á Svövu, og auðvitað
Sigga líka, þetta að þakka og mér
finnst ég hafa verið svo ótrúlega
heppinn að hafa fengið að kynn-
ast þessu góða fólki. Ég sendi
Önnu, Þóru og Sjöfn og þeirra
fjölskyldum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jóhann Thoroddsen.
✝
Þórdís Filipp-
usdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
maí 1917. Hún lést
20. júní 2022. For-
eldrar hennar
voru Ingveldur Jó-
hannsdóttir, f. 4.9.
1873, d. 10.1. 1959,
og Filippus
Ámundason, f. 2.8.
1877, d. 31.1. 1975.
Systkini hennar
voru Karl Filippusson, f. 21.11.
1908, Þuríður Filippusdóttir, f.
21.11. 1908, Jó-
hann Filippusson,
f. 7.1. 1910, d.
20.6, 1970, Indriði
Stefán Filippusson,
f. 13.4. 1911, d.
28.4. 1941, og
Haukur Filipp-
usson, f. 30.1.
1913, d. 4.4. 1924.
Sonur Filip Wool-
ford, fæddur
19.12. 1944.
Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey.
Nú er Dísa frænka fallin frá
eftir 105 ára langa ævi. Við
andlátið var hún elsti Íslend-
ingurinn. Dísa hefur alltaf verið
stór þáttur í stórfjölskyldunni
því persónuleiki hennar, kraft-
ur – og stundum stjórnsemi! –
gerði hana sannarlega áberandi
á jákvæðan hátt.
Á Grandaveginum hélt Dísa
heimili fyrir sig, son sinn Filip,
mömmu, Jóa frænda, auk þess
að sjá um foreldra sína þar til
þeir létust í hárri elli. Þess ut-
an vann hún alltaf fulla vinnu!
Og kvartaði aldrei!
Dísa var ótrúlega ern lengst
af og var gaman að koma til
hennar og spjalla. Hún fylgdist
með mönnum og málefnum,
missti aldrei af handboltaleik,
fékk sér rettu af og til, sér-
staklega á reyklausa daginn!
Og svo gat hún þusað skemmti-
lega um fólk sem henni fannst
ekki standa sig!
Gaman og gott er að hafa
kynnst Dísu frænku, þessari
hvunndagshetju sem aldrei lét
deigan síga og lét aldrei aðra
eiga nokkuð inni hjá sér!
Elsku Filip og aðrir nákomn-
ir: Njótið góðra og skemmti-
legra minninga um einstaka
konu. Guð blessi ykkur öll.
Einar
Valgeir.
Öll orð verða bæði snauð og
léttvæg þegar krullhærða
stelpan af Grandaveginum
kveður eftir langa göngu um
hæðir og hóla, fjöll og dali;
henni hefði líka sjálfri fundist
allt hjal um sig gjörsamlega
óþarft og næsta hlægilegt líka.
En orðin mín um hana Dísu
mína, sem lá aldrei á skoðunum
sínum og talaði aldrei um hug
sinn, munu nú samt sem áður
fylgja henni út í ómælisvíddina
hvað sem henni finnst; þau
munu þjóta beina leið að lang-
borðinu með rauðköflótta dúkn-
um, þar sem hún situr hlæjandi
meðal sinna, skálar í römmu og
nautsterku plómuvíni frá gömlu
Júgóslavíu og væntir vina sem
alltaf eru velkomnir hvernig
sem allt veltist og á hverju sem
dynur; Þórdís Filippusdóttir
mun standa upp þegar gesti
ber að garði, í allri sinni smá-
vöxnu reisn, og vísa þeim til
sætis við langborðið sem svign-
ar af heimatilbúnu kræsingun-
um hennar með bestu sósu ver-
aldar. Já, þarna er hún sem
sagt lifandi komin konan ljúfa
og hrjúfa sem efsta stigið hæfir
betur en nokkurri annarri konu
síðan fornar sögur voru og
hétu.
Dísa var elst Íslendinga, elsti
sósíalistinn, elsti heimspeking-
urinn, elsta mamman, tengda-
mamman, amman og lang-
amman; hún var elsti vinurinn,
höfðinginn, biskupinn og
drottningin; hún var ástríkasta,
gjafmildasta og stjórnsamasta
gæðakonan, stærst í öllum
sniðum, með svartasta húmor-
inn, ráðabest, vitur og einstak-
lega viss í sinni sök.
Dísa átti engan jarðneskan
auð þegar hún kvaddi enda
hafði hún gefið allt sitt til
þeirra sem þurftu meira á því
að halda en hún, sem stöðugt
hélt því fram að það aumasta
af öllu aumu væri að sanka að
sér gulli og öðrum skaðlegum
óþarfa; Dísa var stór mann-
eskja og yndisleg og ég kveð
hana í kyrrþey, því stúss vildi
hún ekkert hafa, með djúpum
söknuði og ég hlakka sannar-
lega til að setjast við lang-
borðið við hlið hennar og skála
í plómuvíni frá gömlu Júgó-
slavíu og syngja með henni
„Þökk sé þessu lífi“ með henn-
ar djúpa tóni og hennar eigin
lagi.
Vigdís
Grímsdóttir.
Þórdís
Filippusdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is