Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
30 ÁRA Gréta fæddist í Reykjavík
og er Vesturbæingur en ólst að hluta
til upp í Danmörku. Hún útskrifaðist
sem grafískur hönnuður frá Listahá-
skóla Íslands og er um þessar mundir
í meistaranámi í Tallinn í Eistlandi.
Gréta hefur einnig áhuga á kraftyft-
ingum auk grafískri hönnun. Hún er
hönnuður listahátíðarinnar LungA
sem fram fer næsta sumar og verður
því í vinnunni á afmælisdaginn.
FJÖLSKYLDA Foreldrar Grétu eru
Þorkell Atlason, f. 1964, tónlistar-
maður og -kennari, og Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 1964, forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail. Systkini Grétu
eru Elísabet Thoroddsen, f. 1981, testari, listakona og félagi í hljómsveitinni
Ukulellur, Diljá Þorkelsdóttir, f. 1991, forritari hjá Advania, og Steinn Þor-
kelsson, f. 1999, ljósmyndari og nemi í forritun við Tækniskólann.
Gréta Þorkelsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft að taka þér tak og freista
þess að gera sjálfan þig að betri manni.
Taktu þér tíma til þess að fara í gegnum
málin og finna lausn á þeim.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þótt þér líði frábærlega skaltu ekki
upplýsa aðra um hvað veldur því. Gefðu
þér nægan tíma til að undirbúa hlutina.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þig langar til að brjótast út úr
viðjum vanans. Hugsaðu málið og dragðu
lærdóm af því sem réttmætt er.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér finnst einhverjir vera að seilast
inn á valdsvið þitt. Taktu eftir, fólk í kring-
um þig gerir hluti sem það myndi ekki gera
ef þú værir ekki til staðar.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Bogmaðurinn þarf að fást við skrif-
finnsku á næstunni í tengslum við trygg-
ingamál, skuldir og sameiginlegar eignir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þótt þú sért skipulagður sjálfur get-
urðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Geta
þín til þess að kafa undir yfirborðið og
komast að sannleikanum er einstök.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Notaðu nú nýjan mánuð til þess að
fara vandlega yfir fjármáin. Gefðu þér tíma
til að gaumgæfa allar hliðar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú getur lært heilmargt um
sjálfa/n þig af samræðum þínum við aðra í
dag. Taktu þeim með jafnaðargeði og íhug-
aðu hvort þau gagnast þér eða ekki.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ættir að setjast niður og at-
huga hvort þú getur ekki fært eitthvað til
betri vegar. Nýttu þér það til að skilja hvað
er að gerast í ástalífinu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert að reyna fyrir þér í nýjum
vinahópum. Margir möguleikar standa þér
opnir í þessum efnum. Brjóttu upp gráma
hversdagsins og settu lit á dag þinna nán-
ustu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þrátt fyrir miklar annir er nauð-
synlegt að gefa sér líka tíma til að njóta
þess sem aðventan hefur upp á að bjóða.
Sama gildir um flotta hluti, áhugaverða og
heillandi.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt þú hljótir ekki verðlaunin, mun
það gefa þér margt í aðra hönd að hafa átt
hlut að máli. Til að endurheimta kraftana
skaltu njóta einveru og rólegheita í dag.
aldri verið uppnuminn af kvik-
myndagerð.
„Ég er í rauninni alæta á allt sem
flokkast undir jaðarbíó. It Hatched
er ekki hefðbundin hrollvekja en hún
snertir á mörgum flötum. Hún er
jafnframt óður til B-mynda og evr-
ara í myndinni eru þau Gunnar
Kristinsson, Vivian Ólafsdóttir,
Björn Jörundur, Þór Tulinius og
Halldóra Geirharðsdóttir. Elvar leik-
stýrði, skrifaði handritið, samdi tón-
listina og er kvikmyndatökumaður
að myndinni. Hann hefur frá unga
E
lvar Gunnarsson fædd-
ist 16. júlí 1982 í
Reykjavík og bjó
lengst af í Árbæ. Hann
gekk í Selásskóla og
síðar í Árbæjarskóla og stundaði svo
framhaldsnám við Menntaskólann í
Sund og Iðnskólann í Reykjavík.
Elvar gekk þá í Kvikmyndaskóla Ís-
lands og lauk skólagöngu sinni þar
árið 2005.
Hann hefur að mestu leyti starfað
sem sjálfstætt starfandi kvikmynda-
gerðarmaður og hefur leikstýrt
fjölda stuttmynda og tónlistarmynd-
banda fyrir innlenda og erlenda lista-
menn. Ber þar helst að nefna mynd-
bandið Dancin’ með Aaron Smith og
No Prejudice með Pollapönki. Elvar
rak á tímabili Aðalvídeóleiguna á
Klapparstíg og kenndi sömuleiðis við
Kvikmyndaskóla Íslands ásamt því
að gegna þar hlutverki deildarstjóra.
Hóf hann störf við skólann árið 2006
og var fastráðinn til ársins 2009 en
hefur síðan starfað þar sem stunda-
kennari.
„Síðastliðin ár hafa verið tileinkuð
kvikmynd minni It Hatched sem hef-
ur verið að ferðast á milli kvik-
myndahátíða síðustu misseri en
verður frumsýnd vestanhafs, í
Bandaríkjunum, 6. september.
Myndin er framleidd án aðkomu
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og
hefur verið lærdómsríkt ferli að
koma mynd í almenna dreifingu á
stórum markaði með metnað í hjarta
og vasa fulla af grjóti.“ It Hatched
fjallar um þau Pétur og Mira sem
flytja frá erilsamri stórborg í Banda-
ríkjunum á afskekktan stað á Vest-
fjörðum í leit að friði og ró. Áform
þeirra raskast þó þegar forn vættur
gerir vart við sig undir kjallara húss-
ins og Mira verpir eggi. Á meðal leik-
ópskrar kvikmyndagerðar. Leik-
stjórarnir Federico Fellini, Luis
Bunuel og Alfred Hitchcock eru sér-
staklega í uppáhaldi hjá mér en ég
þekki fátt annað en kvikmyndir og
tónlistargerð.“
Elvar hefur einnig fengist við tón-
list um árabil. Hann er liðsmaður í
hljómsveitinni Afkvæmi guðanna og
fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar
XXX Rottweiler. Báðar hljómsveit-
irnar voru mjög áberandi í íslensku
rappsenunni þegar hún tók stökk um
aldamótin síðustu og var platan Ævi-
sögur sem Afkvæmi guðanna gaf út
árið 2002 tilnefnd til íslensku tónlist-
arverðlaunanna 2003. Afkvæmi guð-
anna rauf 18 ára þögn fyrir tveimur
árum og gaf út plötuna Arnarbakka
árið 2020 sem innihélt átta lög. Elvar
og Kristján Þór Matthíasson, betur
þekktur undir listamannsnafninu
Stjániheitirmisskilinn, eru liðsmenn í
hljómsveitinni sem gaf nýverið út
lagið Engan asa þar sem Ágúst Bent
úr XXX Rottweiler-hundum er
gestarappari. Ný plata er væntanleg
Elvar, leikstjóri, handritshöfundur og tónlistarmaður – 40 ára
Við tökur Elvar þekkir fátt annað en kvikmyndir og tónlistargerð og hefur
lengi starfað við hvort tveggja. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, It Hatc-
hed, verður frumsýnd vestanhafs í Bandaríkjunum þann 6. september.
Alæta á allt
sem flokkast
undir jaðarbíó
Afkvæmi guðanna Elvar er liðsmaður í hljómsveitinni Af-
kvæmi guðanna, ásamt Kristjáni Þór Matthíassyni, Stjáni-
heitirsmisskilinn. Ný plata er væntanleg frá þeim f́élögum.
Í fríi Elvar og sambýliskona hans, Unnur Edda
Garðarsdóttir, aðjunkt við Háskóla Íslands. Mynd-
in er tekin í fornu borginni Pompeii á Ítalíu.
Til hamingju með daginn
Ósk Matthíasdóttir fæddist í Reykja-
vík þann 14. desember 2021. Hún vó
2.848 g og var 48 cm að lengd. For-
eldrar hennar eru Matthías Hálfdán-
arson og Brynja Guðmundsdóttir.
Nýr borgari