Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 32

Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 EM U20 karla B-deild í Georgíu, A-riðill: Eistland – Ísland .................................. 85:83 Lúxemborg – Holland.......................... 42:92 _ Ísland mætir Hollandi í dag og Rúmeníu á morgun. EM U20 kvenna B-deild í N-Makedóníu, 9.-18. sæti: Ísland – Króatía.................................... 79:45 Rúmenía – Slóvakía.............................. 50:53 _ Ísland 6, Rúmenía 4, Króatía 2, Kósóvó 2, Slóvakía 2. Ísland mætir Rúmeníu í dag. 57+36!)49, A-RIÐILL: Austurríki – Noregur............................... 1:0 Norður-Írland – England........................ 0:5 Lokastaðan: England 3 3 0 0 14:0 9 Austurríki 3 2 0 1 3:1 6 Noregur 3 1 0 2 4:10 3 Norður-Írland 3 0 0 3 1:11 0 _ England mætir Danmörku eða Spáni í Brighton 20. júlí. _ Austurríki mætir Þýskalandi á Brent- ford-vellinum í London 21. júlí. Leikir í dag: B: Danmörk – Spánn................................. 19 B: Finnland – Þýskaland .......................... 19 Leikir á morgun: C: Svíþjóð – Portúgal ................................ 16 C: Sviss – Holland ..................................... 16 Markahæstar: Beth Mead, Englandi.................................. 5 Grace Geyoro, Frakklandi.......................... 3 Alessia Russo, Englandi ............................. 3 Alexandra Popp, Þýskalandi ...................... 2 Ellen White, Englandi ................................ 2 EM KVENNA 2022 Lengjudeild karla Þór – Fjölnir ............................................. 1:4 Staðan: Fylkir 12 7 3 2 34:13 24 Grótta 12 7 1 4 27:15 22 HK 11 7 1 3 24:15 22 Selfoss 12 6 3 3 23:17 21 Fjölnir 12 6 2 4 26:21 20 Grindavík 12 4 5 3 18:15 17 Kórdrengir 12 4 4 4 16:18 16 Vestri 11 4 4 3 18:25 16 Afturelding 11 3 4 4 15:16 13 Þór 12 3 2 7 17:27 11 KV 12 2 1 9 14:31 7 Þróttur V. 11 1 2 8 4:23 5 2. deild karla Víkingur Ó. – Ægir................................... 5:2 Staðan: Njarðvík 11 10 1 0 39:8 31 Þróttur R. 11 8 1 2 19:11 25 Ægir 12 8 1 3 23:18 25 Völsungur 11 5 3 3 23:17 18 Haukar 11 4 4 3 14:12 16 KFA 11 4 3 4 21:19 15 ÍR 11 4 2 5 16:19 14 Víkingur Ó. 12 3 3 6 21:24 12 KF 11 2 5 4 19:24 11 Höttur/Huginn 11 2 3 6 12:20 9 Magni 11 1 3 7 9:29 6 Reynir S. 11 1 1 9 10:25 4 3. deild karla KFG – Augnablik ..................................... 0:0 Dalvík/Reynir – Vængir Júpíters ........... 6:1 Elliði – KH ................................................ 2:2 Staðan: KFG 12 7 3 2 26:14 24 Dalvík/Reynir 12 7 1 4 29:20 22 Víðir 11 6 3 2 24:13 21 Sindri 11 6 3 2 25:16 21 Elliði 12 5 3 4 23:22 18 Kári 11 5 2 4 20:18 17 Augnablik 12 4 4 4 16:20 16 KFS 11 5 0 6 21:26 15 Kormákur/Hvöt 11 4 2 5 20:22 14 Vængir Júpiters 12 3 1 8 20:34 10 ÍH 11 3 0 8 25:30 9 KH 12 2 2 8 13:27 8 2. deild kvenna Fram – ÍR ................................................. 1:0 ÍA – Álftanes............................................. 3:0 KÁ – Grótta............................................... 0:3 Staðan: Fram 8 8 0 0 22:2 24 Grótta 8 5 2 1 32:7 17 ÍR 8 5 2 1 22:9 17 Völsungur 6 4 2 0 16:5 14 ÍA 6 4 0 2 18:9 12 Álftanes 9 3 1 5 17:22 10 Sindri 8 3 0 5 13:22 9 KH 4 2 1 1 14:8 7 ÍH 6 1 1 4 11:27 4 Einherji 5 1 0 4 4:11 3 Hamar 6 0 1 5 7:22 1 KÁ 8 0 0 8 5:37 0 Danmörk Midtjylland – Randers............................. 1:1 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midt- jylland í leiknum. Pólland Zaglebie – Slask Wroclaw ...................... 0:0 - Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Slask. 4.$--3795.$ EM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Austurríki tryggði sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum á öðru Evr- ópumóti kvenna í fótbolta í röð með því að vinna óvæntan en verðskuld- aðan sigur á Norðmönnum, 1:0, í lokaumferð A-riðilsins í Brighton. Framherjinn Nicole Billa, leik- maður Hoffenheim í Þýskalandi, skoraði laglegt skallamark á 37. mínútu og það gerði útslagið. Norska liðið tók loks við sér á loka- mínútum leiksins eftir að hafa átt undir högg að sækja lengst af en það var of seint. Þetta er í annað skiptið í röð sem Noregur kemst ekki upp úr riðlakeppni EM, eftir að hafa leikið úrslitaleik keppninnar 2013 og hafa alls fengið tvenn gullverðlaun og fern silfurverðlaun á EM. England vann Norður-Írland auð- veldlega, 5:0, í Southampton en fyr- irfram hafði England unnið A- riðilinn og Norður-Írland var á heimleið. Beth Mead skoraði í þriðja leiknum í röð og er markahæst á mótinu með fimm mörk. Alessia Russo skoraði tvö mörk og Fran Kirby eitt og fimmta markið var sjálfsmark. Enska liðið lauk þar með A-riðlinum með markatöluna 14:0. Þá liggur fyrir að Austurríki og Þýskaland mætast í átta liða úrslit- um á Brentford-vellinum í London næsta fimmtudag, 21. júlí. England leikur hinsvegar við annaðhvort Danmörku eða Spán sem leika hreinan úrslitaleik um annað sæti B-riðils í kvöld. Sú við- ureign fer fram í Brighton á mið- vikudaginn kemur, 20. júlí. Austurríki skildi Norðmenn eftir - Englendingar skoruðu fimm mörk AFP/Damien Meyer Markið Nicole Billa skallar boltann í mark Norðmanna og þetta reyndist sigurmark Austurríkis sem tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Christian Eriksen, fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu, gekk formlega til liðs við Manchester United í gær, eftir ítarlega lækn- isskoðun, og samdi við félagið til þriggja ára. Eriksen, sem er þrítug- ur, virðist hafa náð sér að fullu eftir hjartastoppið sem hann varð fyrir á síðasta ári en hann komst aftur í gang með Brentford eftir áramótin og hóf að leika á ný með danska landsliðinu. Hann er annar leik- maðurinn sem United fær í sumar, á eftir hollenska bakverðinum Ty- rell Malacia. Eriksen samdi til þriggja ára AFP United Christian Eriksen hefur náð sér að fullu eftir áfallið í fyrra. Adama Darboe, landsliðsmaður Danmerkur í körfuknattleik, er genginn til liðs við Stjörnuna en hann lék með KR-ingum á síðasta tímabili og var þar í stóru hlut- verki. Darboe er 36 ára bakvörður og lék áður eitt tímabil með Grinda- vík, 2007-08, en hefur annars leikið með dönskum og sænskum liðum á ferlinum. Meðal annars með Jämt- land og Borås í sænsku úrvalsdeild- inni og hann lék í fimm ár með stærsta körfuboltafélagi Dana, Bakken Bears, áður en hann kom til liðs við KR-inga í fyrra. Darboe til liðs við Stjörnuna Ljósmynd/Þórir Tryggvason Stjarnan Adama Darboe var lykilmaður í liði KR-inga. Fjölnismenn styrktu stöðu sína í efri hluta 1. deildar karla í fótbolta í gærkvöld þegar þeir sóttu Þórs- ara heim til Akureyrar og unnu öruggan sigur, 4:1. Grafarvogsliðið er þar með aðeins tveimur stigum á eftir Gróttu og HK sem eru í öðru og þriðja sætinu. Andri Freyr Jónasson og Lúkas Logi Heimisson komu Fjölni í 2:0 á fyrstu 10 mínútunum en Harley Willard minnkaði fljótlega muninn. Guðmundur Karl Guðmundsson jók forskotið í 3:1 fyrir hlé og Reynir Haraldsson bætti við fjórða marki Fjölnis um miðjan seinni hálfleik. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Mark Fjölnismenn fagna einu marka sinna gegn Þórsurum í gærkvöld. Fjölnir skoraði fjögur Ástralinn Cameron Smith er með tveggja högga forystu þegar The Open Championship, risamótið á St Andrews-golfvellinum í Skotlandi, er hálfnað. Cameron lék afar vel á öðrum hring mótsins í gær, á 64 höggum, eða átta undir pari vall- arins, og er samtals á þrettán högg- um undir pari eftir tvo daga. Bandaríkjamaðurinn Cameron Young, sem nokkuð óvænt var efst- ur eftir fyrsta daginn, fylgdi því ágætlega eftir og er annar á 11 höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy lék á 68 höggum í gær og er þriðji á tíu höggum undir pari, ásamt Norð- manninum Viktori Hovland sem lék á sex höggum undir pari í gær, 66 höggum. Dustin Johnson er á níu undir pari og þeir Scottie Scheffler og Tyrrell Hatton á átta undir þannig að útlit er fyrir hörkuslag um helgina. Tiger Woods varð á meðal neðstu manna og sagði eftir að keppni lauk að þetta hefði væntanlega verið sitt síðasta mót á gamla St Andrews- vellinum sem aðeins er notaður á nokkurra ára fresti. Smith með tveggja högga forystu AFP/Glyn Kirk Fyrstur Cameron Smith undirbýr pútt á 18. holunni á St Andrews. Tap í vítakastkeppni gegn Slóveníu varð til þess að ís- lenska U20 ára liðið í handknattleik karla náði ekki að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti í gær. Eftir jafntefli liðanna, 32:32, í keppninni um níunda til tólfta sætið á Evrópumótinu í Portúgal í gær sigruðu Slóvenar 5:3 í vítakastkeppni. Þeir leika því um níunda sætið við Færeyinga, sem tryggðu sér líka sæti á HM með því að vinna Ítali, 30:28. Það verða hinsvegar Ísland og Ítalía sem leika leikinn mikilvæga um ellefta og síðasta sæti Evrópu á heims- meistaramótinu 2023 sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi næsta sumar en hann fer fram í dag. Andri Már Rúnarsson var markahæstur í liði Íslands með sjö mörk, Andri Finnsson sex, Guðmundur Bragi Ástþórsson, Benedikt Gunnar Ósk- arsson og Arnór Viðarsson fimm mörk hver. Adam Thorstensen varði níu skot í markinu. Mæta Ítalíu í úrslitaleik í dag Guðmundur Bragi Ástþórsson Hilmar Örn Jónsson hafnaði í 24. sæti af 30 keppendum í sleggjukasti karla á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst í Eugene í Orgeon-ríki Bandaríkjanna í gær. Hilmar kastaði 72,72 metra en hefði þurft að kasta 74,67 metra til að verða í einu af tólf efstu sæt- unum í undankeppninni og komast í úrslitin. Íslandsmet Hilmars er 77,10 metrar og hefði fleytt honum í tíunda sætið í gær. Hilmar er eini keppandi Íslands á þessu heims- meistaramóti. Hilmar í 24. sæti á HM AFP/Andrej Isakovic Eugene Hilmar Örn Jónsson kastar sleggjunni á HM í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.