Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur upp allt sem svona menn eins og Haukur hafa að segja áður en að það tapast. Hver er besti sjómaður sem þú hefur haft í þinni áhöfn? Þeir hafa verið margir og af margvíslegum ástæðum. Mér dettur í hug Ágúst Magnússon sem lengi var með mér á Baldri og Björn H. Pálsson. Þetta voru afbragðs skip- stjórnarmenn sem gott var að leita til varðandi ráðgjöf þegar um var að ræða siglingar um lítt könnuð svæði og erfiðar aðstæður. Svo hafa einnig ver- ið ýmsir góðir matreiðslu- menn- og konur sem glatt hafa magan í gegnum tíðina. Hver er uppáhalds fisk- urinn þinn að borða? Skötuselur. Hvernig finnst þér best að matreiða fisk? Þeir standa sig rosalega vel á Tilverunni í Hafnarfirði. Hvaða verkefni finnast þér skemmtilegust af þeim sem Gæslan sinnir? Vel heppnuðum björgunar- aðgerðum. Komum að ýmsum aðgerðum á landi sem eru stórar í sniðum en gleymum ekki því að Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir leit og björgun vegna skipa og loftfara á næst- um því tveggja milljóna fer- kílómetra svæðis umhverfis Ísland. Árlega blandast Land- helgisgæslan í um 500 atvik sem hafa með skip og loftför að gera auk þess að koma að allt að 250+ sjúkraflutningum innanlands. Að leysa þessi verkefni veitir manni góða tilfinningu. Hvað er það versta sem þú hefur lent í á sjó ? Lenti í fellibyl vorið 1984 um borð í USCGC Eagle. Þá fórst seglskipið Marques með manni og mús norður af Bermuda. Skipið hafði verið notað við upptökur af Onedin þáttunum sem sýnd- ir höfðu verið í sjónvarpi á Íslandi. Lenti í vondu veðri um borð í varð- skipinu Tý veturinn 1990. Vorum á leið í norskan togara sem hafði fengið á sig brot djúpt norð-vestur af Straumnesi. Vinur minn og góður ráðgjafi, Sigurður S. Ketilsson var skipherra. Fengum á okkur mikið brot vestur af Barðanum. Einvala lið í brúnni hins vegar. Sigurður Steinar, Halldór Nellett, Bárður Ólafsson og ég. Messaguttinn kom í brúna með kaffi og spurði hvort ekki væri allt í fína. Að sjálfsögðu en ef til vill ástæða til að bíða með trakteringar þar til aðeins seinna. Svo skánaði veður og allt fór vel. Eftirminnileg atvik eitt eða fleiri? Man alltaf eftir sérstöku atviki á Vöðlavík árið 1994 áður en björgunarað- gerðir hófust vegna Bergvíkur. Þetta var skömmu fyrir jól árið 1994. Um morgun- inn milli fimm og sex fylltist dalurinn og víkin af einhverju skæru ljósi í um 2-5 sekúndur sem ég mun aldrei geta útskýrt. Hásetinn á brú- arvaktinni og ég sáum þetta og enn í dag skiljum við ekki hvað um var að vera. Hefurðu upplifað ótvíræða lífshættu? Nei það get ég í raun og veru ekki sagt. Hef verið það heppinn að skipherrar hafa ávallt metið stöðuna þannig og þá réttilega að ekki væri ástæða til að taka ákveðna áhættu. Tók þó þátt í eftirliti á sínum tíma sem yfirmaður hjá US Coast Guard um borð í skipum þar sem einstakir áhafnarmeðlimir voru taldir hættulegir sjálfum sér, um- hverfi sínu og öðrum. Í sum- um tilvikum eftirlýstir. Í slík- um tilvikum þótti manni það ákveðið öryggi að vera gyrtur belti með Colt 45, að næsti maður væri gyrtur því sama og að nálægt væru félagar með M-16 o.s.frv. Þetta var bara svona. Hver er mesta breyting siglingatækja sem þú hefur upplifað? Það vissi enginn hvað GPS var um 1990. Ég var beðinn af stjórnendum Stýrimannaskól- ans að segja frá hvað þetta fyr- irbæri væri. Var ekki nothæft til siglinga fyrr en um það bil 1995. Þurfti að samhæfa kort og staðsetningu með GPS. Kæjakróður með frúnni, Ólöfu Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ásgrímur með syni sínum, Birni Stefáni, á Sjómannadaginn 2017.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.