Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 41
yrði að flytja skipið inn enda hafði önnur dönsk útgerð sett systurskip þess á danskan fána. Skipt var um nafn á skip- inu og það nefnt Dan Carrier og því siglt til Álaborgar þar sem átti að setja það á danskan fána eins og systurskipið. En það var aldeilis ekki svo einfalt. Nú var það mat Siglingastofnunar að skipið upp- fyllti ekki eldvarnakröfur samkvæmt B60 þrátt fyrir að allir klefar hefðu stóra fer- kantaða glugga sem flóttaleiðir út á þilfar. Var gerð krafa um að rífa yfirbygginguna af skipinu og smíða nýja en það hvarflaði ekki að útgerðinni að leggja í slíka fjár- festingu. Var þá ákveðið að setja skipið á Bahama fána þar sem engar athugasemdir voru gerðar við hönnun skipsins og hóf það þá þegar siglingar. Útgerðarsamtök minni skipa í Danmörku undu ekki þessari niðurstöðu og eftir að þeir höfðu átt samtal við stofnunina var skyndilega hægt að flytja skipið inn. Að vísu var skipið þá sett á danskan fána en útgerðin hefur ákveðið að lenda ekki aftur í slík- um samskiptum við Siglingastofnunina og því hefur danski fáninn verið kvaddur endanlega 82 árum eftir að faðir útgerð- armannsins sigldi fyrsta skipi útgerðar- innar úr höfn á dönskum fána. Dóp í skólaskipi Herlögreglan í Svartfjallalandi fann 50 kíló af eiturlyfjum um borð í skólaskipi flotans, Jadran, nokkrum klukkustund- um áður en nemendur mættu um borð. Herlögreglan hafði fengið ábendingu um tugi kílóa af geðlyfjum sem varð til þess að snemma morguns var gert áhlaup á skipið. Leitað var innan skips sem utan en hópur kafara flotans skoðuðu botn þess. Efnið sem fannst reyndist vera kókaín en þegar þetta er skrifað var ekki búið að handtaka neinn en hvorki nem- endur né kennarar flotaskólans voru um borð þegar leitin fór fram. Jadran, sem er þriggja mastra seglskip, var eitt sinn aðal- skólaskip sjóhers Júgóslavíu en var yfir- tekið af flotastjórninni í Svartfjallalandi eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Bel- grad árið 2006. Það er notað eingöngu til þjálfunar. Harka færist í mengunarmálin Yfirvöld í Singapúr hafa sent skilaboð til skipaútgerða sem eru að hugleiða að svindla á reglum sem ætlað er að draga úr mengun og taka gildi á næsta ári að láta það ógert. Það sé ekki leiðin til að spara eldsneytiskostnað. Skipstjórar og eigendur skipa sem munu freista þess að brenna eldsneyti með of háu brenni- steinsinnihaldi í landhelgi landsins geta átt von á allt að tveggja ára fangelsi frá og með 2020. Ef þessum refsingum verður framfylgt verður Singapúr sennilega með ströngustu refsingar sem þekkjast gagn- vart útblæstri frá skipum en hún er talin ástæða astma og súrs regns. Frá og með næsta ári verða skip að draga út brennisteinsútblæstri sem nemur 85% í flestum hlutum heimsins en þau gera í dag. Önnur stærsta höfn heims sendir því skýr skilaboð að skip sem ekki hafa á einhvern hátt dregið úr brenni- steinsmengun eru ekki lengur velkomin til hafnarinnar. Gildir þetta hvort heldur um sé að ræða skip á Singapúr fána eða einhverjum erlendum fána sem koma til hafnarinnar. Skipstjórar eiga áður en komið er til hafnarinnar að send rafræna yfirlýsingu um að skip þeirra uppfylli kröfur landsins. Teknar verði prufur af eldsneyti skipanna sem sent verður á rannsóknarstofur til greininga. Ný kynslóð gámaskipa Það var mikil hátíð í Kína í ágúst síðast- liðnum þegar hafinn var skurður í fyrstu tvö skip af níu systurskipum fyrir frönsku útgerðina CMA CGM. Skipin, sem kallast Megamax 24, verða 22.500 TEU skip og verða knúin áfram með fljótandi jarðgasi (LNG). Samhliða þess- um skipum er verið að byggja áþekk skip fyrir ítalska skipafélagið MSC í Suður- -Kóreu en þau verða reyndar stærstu gámaskip allra tíma og þau fyrstu sem verða með 24 gáma í breidd á veðurþil- fari. Frönsku skipin verða þau fyrstu sem ekki verða með perustefni en nú eru gámaskipaútgerðir farnar að stefn á á að minnka hraða skipa sinni til framtíðar. Fagurlega hönnuð perustefni hafa verið hluti af hönnun gámaskipa um áratugi en hin nýja dráttarbátalega stefnishönnun gæti orðið hið nýja norm á línuskipum þar sem lægri flutningsgjöld hafa haft vinningin yfir fljótari afhendingartíma. Perustefninu er ætlað að breyta streymi sjávar meðfram skipskrokknum sem dregur úr mótstöðu frá sjónum og eykur jafnframt hraða skipsins og dregur úr eldsneytisnotkun. Rannsóknir sýna að hægt sé að spara allt að 15% endsneyti á nærri fullri ferð hjá gámaskipum. Hins- vegar hefur komið í ljós að eftir að farið var að sigla gámaskipunum á mun minni hraða en áður sökum eldsneytisverðs að perustefnin hafa dregið verulega úr þeim hagnaði sem þau veittu á fullri ferð. Þá eru gámaskip sem ekki sigla með mestu djúpristu sökum fjölda tómra gáma, sem dæmi, ekki að njóta þess ávinnings sem perustefninu er ætlað að gera heldur hið gagnstæða. Því hafa menn farið í að endurhanna stefni þeirra gámaskipa sem ætlað er að sigla með meiri hagkvæmni á minni ferð og skipt út stefnum á eldri gámaskipum undanfarin nokkur síðustu ár. CMA CGM hefur gert samning við Total olíufélagið um kaup á 300.000 tonnum af jarðgasi sem nýju skipin eiga að brenna og er ljóst að útgerðin vinnur hörðum höndum að því að nýju skipin verði sem hagkvæmust í rekstri og um- hverfisvænni en áður hefur tíðkast hjá útgerðinni. Mislingar á sjó Á karabísku eyjunni St. Lucia var far- þegaskip sett í sóttkví þegar í ljós koma að mislingar höfðu greinst um borð. Bæði skipverjum og farþegum var meinuð landganga en skipið átti viðkomu á leið sinni um Karabíska hafið. Tvö tilfelli höfðu komið upp í skipinu áður en það kom til hafnarinnar og fyrirskipaði land- læknir eyjarinnar einangrun skipsins enda myndi stafa hætta af fyrir eyja- skeggja. Skemmtiferðaskipið, sem heitir Freewinds, er í eigu og rekstri Vísinda- kirkjunnar og að þeirra sögn er skipið notað til endurhæfingar trúarlegra þjóna háþróaðasta stigs andlegrar ráðgjafar í trúarbrögðum Vísindakirkjunnar. Um borð í skipinu voru 300 farþegar og áhöfn. Þegar siglingayfirvöld kröfðust þess að skipt yrði um yfirbyggingu flaggaði útgerðin skipinu út. (Ljósmynd: PWR) Sjómannablaðið Víkingur – 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.