Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35 þegar kom að því að efla atvinnulíf í Siglufirði. Ekki síðar en 1879 réðst hann í það ásamt mági sínum, Einari B. Guðmunds- syni á Hraunum í Fljótum, að setja á laggirnar niðursuðuverk- smiðju í Siglufirði. Í ágúst 1880 gerði blaðið Norðlingur þessa verksmiðju félaganna að umtalsefni og sagði góða reynd komna á framleiðslu hennar. Þeir Snorri og Einar væru búnir að senda til útlanda niðursoðið kjöt, silung, heilagfiski og svo auðvitað síld niðursoðna í olíu og fullyrti blaðið að hún gæfi sardínum lítið eftir. Taldi Norðlingur allar líkur á því að þeir tvímenn- ingar myndu á endanum hafa „hagnað af þessu mjög nytsama fyrirtæki, sem þeir hafa kostað miklu til einsog það er þeim þegar til hins mesta sóma að hafa hér brotið ísinn og rutt nýja braut til auðsældar.“ Blaðamaðurinn reyndist ekki sannspár. Það gekk í brösum að selja niðursuðuvörurnar á erlendum mörkuðum en þeir fé- lagarnir virðast ekki hafa reynt mikið til að koma henni ofan í landa sína. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hafði Snorri mikla trú á fyrirtækinu en allt kom fyrir ekki og þegar hann andaðist í febrúar 1883 var vegur þess orðinn næsta lítill. Síðar flutti Ein- ar, félagi Snorra og mágur, niðursuðuna til Haganesvíkur og braust þar í mörgu. Færeyingarnir koma Þegar litið er á útgerðarsögu Siglfirðinga stingur í augu hversu sinnulitlir þeir voru um þorskveiðar til útflutnings. Sömu sögu má reyndar segja um Eyfirðinga yfir höfuð. Þeir veiddu að vísu þorsk en mest til heimabrúks og til að hafa í skiptum við ná- granna sína fyrir landbúnaðarafurðir. Á þessu varð engin breyting fyrr en 1877 að Tryggvi Gunnarsson fékk reynda fisk- verkunarmenn til að koma norður að kenna Eyfirðingum að salta fisk. Það liggur líka í hlutarins eðli að innrás norska síldveiðiflot- ans á Eyjafjörð, sem hófst 1879, hefur verið sem vítamínsprauta fyrir þá heimamenn sem vildu hefja þorskveiðar til útflutnings. Norðmennirnir drógu þorskinn af kappi, á milli þess sem þeir köstuðu á síldartorfur, og fluttu hann saltaðan á markað hand- an við Atlantshafið. Þetta sáu eyfirskir útgerðarmenn og vildu gjarnan fara að dæmi frænda sinna. Snorri fékk snemma áhuga á að glæða þorskveiðar Sigl- firðinga, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Árið 1877 höfðu hann og Einar á Hraunum gert tilraun til að nota þiljuskip til þeirra veiða en tekist miður vel „vegna þess að þau stóðu ekki vel á fiski“, útskýrði Snorri seinna. Með öðrum orðum, skipin rak fljótt af bleyðunni þar sem fiskur var undir. Síðan gerðist sá atburður er stappaði stálinu í þá félaga. Fær- eysk skúta kom siglandi eitt sumarið og lagðist við stjóra á firðinum þar sem Siglfirðingar höfðu hana fyrir augum frá því þeir fóru á fætur og þangað til þeir gengu til náða. Þarna gátu þeir virt fyrir sér hvernig færeysku sjómennirnir reru á skips- bátum um fjörðinn og drógu fisk úr sjó. Gert var að öllum fiski áður en hann fór um borð í skútuna, hann slægður og afhaus- aður. Brá þá svo við að um haustið hélst þorskur óvenju lengi í Siglufirði, en þar var venjulega orðið fisklaust um veturnætur; „þökkuðu menn það niðurskurðinum.“ Þetta kveikti í Snorra sem skrifaði eftir þessa reynslu: „Mig langaði því mjög til, að gjöra tilraun hvort ekki mundi hægt að búa til fiskimið hér inni á firðinum“. Norðmennirnir koma Það sem vakti fyrir Snorra var að lengja viðdvöl þorsks í Siglu- firði. Fiskigöngurnar komu vanalega á vorin inn á fjörðinn og þar hafðist þorskurinn við yfir sumartímann en einhvern tíma í

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.