Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur Togarinn „Apríl“ týnist Átján menn farast Enn blakta sorgarfánar yfir sjómannabænum Reykja- vík. Enn eigum við á bak að sjá hóp vaskra mannvæn- legra manna, er samferða hafa orðið einum togaran- um í öldudjúp úthafsins. Ættingjar og vinir, ekkjur og börn gráta þá, sem eigi komu heim. Þannig er saga sjómannabæjarins. saga um baráttu og strit, saga um lífsháska og slys, sjóslysin stórfeldu. Fjórir togarar íslenska flotans hafa farist með áhöfn á 6 árum. – Tvennt rennur upp fyrir bæjarbúum þegar slík stórslys, sem þessi bera að höndum. Er gert allt sem gert verður til að öryggi sjó- mannanna sje sem mest? Við verðum að vona að svo sje, að skipaskoðunin og eftirlitið sje örugt og tryggt, En fyrst svo er, þá er það líka segin saga, að samskonar sorgaratburðir sem hjer endurtakast. Hve oft? Hvenær næst? Það veit enginn.– Vonandi verður nú stundarbið uns næsta stórslys ber að höndum. – Reykvíkingar hafa orð á sjer fyrir hjálpfýsi. Mörg heimili standa nú á flæðiskeri. – Jólin fara í hönd. – Hjer þarf skjóta hjálp – og mikla. Reykvíkingar! Minnist þeirra, sem mist hafa ástvini sína. Rjettið hjálparhönd. Munið, að enginn veit hver verður hjálparþurfi næst. – Vikuna sem leið, fjaraði út öll von um það, að togarinn ,„Apríl“ væri ofan sjávar. Þá daga lifði fjöldi manns í þessum bæ milli vonar og ótta, lifði angistar- og kvíða- fulla daga, er enduðu í sárum söknuði, þegar síðasti vonarneistinn dó út um það að, að nokkrir þeirra átján, sem voru með Apríl væru á lífi. Þann 1. desember síðastliðinn hefir togarinn „Apríl“ farist fyrir sunnan land. Með skipinu voru 18 manns, 16 manna skipshöfn og 2 farþegar. Skipið var á leið hingað frá Englandi og vissu menn það seinast til þess að það var komið upp undir Ísland, átti um 80 sjómílur ófarnar til Vestmannaeyja að kvöldi sunnudags 30. nóvember. Þá brast á veðrið mikla, og í því hefir skipið sennilega farist – sokkið niður þar sem það var komið. Þessir fórust með „Apríl“: Skipverjar voru sextán, sem áður er sagt, og allir á besta aldri, flestir innan við þrítugt og sá elsti 55 ára. Jón Sigurðsson, skipstjóri. Hann átti heima á Holts- götu 13 hjá foreldrum sínum, 29 ára að aldri, fæddur 338,57, knúinn 600 hö gufuvél. Skip- stjóri Þorsteinn Þorsteinsson, Þórshamri Reykjavík. Eigandi Fiskveiðahlutafélagið Ísland, Reykjavík frá 21. apríl 1920. Skipið fórst á leið til Íslands frá Englandi 1. desember 1930. Togarinn var að koma úr söluferð og átti eftir um 80 sjómílna siglingu til Vestmannaeyja þegar síðast heyrðist frá honum. Áhöfn- in, 16 manns, og tveir farþegar fórust með skipinu. Apríl RE 151. Íslandsfélagið Samið um smíði tveggja togara í Beverley Íslandsfélagið ákvað að láta smíða tvo togara í Bretlandi, og fóru þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) til að semja um smíði skipanna. Þeir snéru sér fyrst til skipasmíðastöðvar þeirrar í Southbank, sem áður hafði smíðað skip fyrir Íslandsfélagið. En hún hafði þá tekið að sér smíði svo margra stórskipa, að hún gat ekki annað meiru fyrst um sinn. Þeir Hjalti og Þorsteinn fóru svo til Beverley og sömdu þar um smíði skipanna. Ekki voru bæði skipin smíðuð í einu. Öðru var lokið á árinu 1919, og var það skírt Apríl. Hitt var smíðað 1920, og var það nefnt Maí. Skipasmíði var afardýr á þessum árum, því nú var einmitt sem óðast verið að koma upp skipum í stað þeirra sem sökkt hafði verið í stríðinu. Svo var og það, að mjög var óséð um allt verðlag og öll viðskipti. Hjalti beitti sér því ákveðið á móti því, að Íslandsfélagið réðist í skipakaup að svo komnu máli, en hann varð að algerum minnihluta í félaginu. Saga Eldeyjar-Hjalta ll. Guðmundur G Hagalín. 1974.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.