Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur ið ný tækifæri. Spurningin er hvort við séum að nálgast „fullan þroska“ að umbreytingin sé fullkomnuð. Svarið er bæði já og nei. Tæknilega og kostnaðarlega er svarið sennilega jákvætt, þetta verður ekkert voða mikið ódýrara en það er. Á hinn bóg- inn hefur þróunin verið drifin af sókn eftir ódýru vinnuafli og er Kína í dag á toppi síns aðdráttarafls, verðlega séð að minnsta kosti. Velmegun í Kína hefur aukist og nú er ódýrara að framleiða vinnuaflsfrekar vörur í Víetnam, en sjálfsagt verða kröfur um betri kjör og aðbúnað þar til að leitað verður að ódýrara hæfu vinnuafli sem sennilega finnst þá í Afríku. En við komum að þessu öllu síðar. Hefur mettun átt sér stað á Íslandi? Grafið að hér á undan tengir saman fólksfjölda á Íslandi, verga þjóðarframleiðslu á föstu verðlagi og gámafjölda um Reykja- víkurhöfn og seinna Faxaflóahafnir. Hallalína gáma fylgir fólks- fjölgun nokkuð nákvæmlega, meðan flutningsmagn sveiflast að hluta eftir hagsveiflum. Reyndar má ráða af þessum upplýsing- um að hallalína landsframleiðslu sé mun brattari en aukning gámaflutninga. Ein skýring gæti verið að stærri hluti þjóðar- framleiðslu er nú óefnisleg, ferðamennska, afþreying. Sjá nánar um margfeldisstuðla þjóðarframleiðslu síðar. Það kemur reyndar fleira til greina. Hér erum við einungis að fjalla um gámaflutninga. Hin síð- ari ár hefur orðið mikil aukning í útflutningi fersk-fisks með flug- vélum og ferjum, útflutningur sem eykur landsframleiðslu en ekki gámafjölda. Þá er verulegur hluti aðfanga og útflutnings flutt með heilfarmaskipum, sem sum staðar væri flutt í gámum, nefni sérstaklega frystar sjávarafurðir og unnið ál. Þá inniheldur þessi tafla ekki upplýsingar um aðrar hafnir á Ís- landi, Reyðarfjörð, Vestmannaeyj- ar og Akureyri og því er líklegt að gámar frá Íslandi séu fleiri en að- eins fara frá Reykjavík, sem mundi breyta hallalínu gáma eitt- hvað. Þetta gildir einungis síðustu árin sem yfirlitið nær yfir, nema fyrir Vestmannaeyjar, þaðan hafa verið siglingar beint til Evrópu. Reglulegar tengingar Reyðarfjarðar hófust fyrst vegna byggingar álversins og Kárahnjúka og seinna hófst reglulegur útflutningur þaðan. Það var ekki fyrr en 2014 sem beinar tengingar frá Akur- eyri, Sauðarkróki, Ísafirði og nýverið Húsavík komust á við meginlandið. Lengi eitt skip á viku að jafnaði síðan tvö skip og núna Eimskip aðra hverja viku og Samskip vikulega á strönd. Ómögulegt er að segja hversu mikill flutningur er ekki talinn með vegna þess að einungis Faxaflóamagn er talið með. Vandinn er að tölfræðileg gögn um flutninga á Íslandi eru fá og ekki gerð nein tilraun til að líkjast gagnaöflun Evrópusam- bandsins, enda hefur Ísland undanþágu frá flestu hvað varðar flutninga. Þá má geta þess að flestar hafnir í Evrópu að minnsta kosti eru með hafna/vörugjalda gjaldstofn sinn byggðan á gáma- fjölda, meðan hafnir á Íslandi nota magn í vöruflokkum sem gjaldstofn. Svar við spurningu í fyrirsögn er að það er líklegt að einhver mettun hafi átt sér stað, en ekki er hægt að slá neinu föstu fyrr en til eru gögn um allar hafnir. Umfram aukning flotans undanfarin ár Undanfarin ár hafa útgerðir gripið til þess að hægja á skipunum, í stað þess að sigla á 22-23 hnúta hraða sigla þau að jafnaði á nær 16 hnúta hraða á bakaleggnum og 20 á betur borgandi leggnum eða að jafnaði 18 hnúta hraða. Þetta þýðir að til að ná að sigla 23.000 mílna hringferð þarf að bæta við skipum vegna minni hraða. Eftir stækkun skipanna í 13.000 – 20.000 TEU tekur mun lengri tíma að afgreiða hvert þeirra í höfn sem ýtir undir fjölgun skipa á hverri áætlun, sem bætist við fjölgun vegna minni hraða. Þá þýðir fjölgun stærri skipa leiðir til að þau leysa af hólmi stór skip sem eru þá sett inn á áætlanir þar sem kannski er ekki þörf á svona mikilli flutningsgetu sem leiðir til minni nýtingar, sérstaklega á norður-suður leiðum. Ekki er hægt að setja fram tölu yfir áhrif þessarar þróunar á heimsflotans en það eru all mörg prósentustig. Grafið sýnir vöxt flotans og 20 stærstu útgerðanna sem hafa æ stærri hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.