Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur Árið 1988 var MSC Cruises stofnað og MSC á nú flota 16 stórra skemmtiferðaskipa byggð 2001 til 2019. Eitt bætist við fyrir árslok og þegar hafa 12 skip verið pöntuð, þar af 5 knúin með fljótandi gasi. Þegar spurt er hvað gámaskip og skemmti- ferðaskip eiga sameiginlegt hjá MSC gæti svarið verið að skip- stjórar skemmtiferðaskipanna fá gjarnan þjálfun sem skipstjórar á gámaskipunum, og ekki kæmi á óvart að verulegur hluti þeirra væri frá Ítalíu. Nafn félagsins hefur oft verið nefnt í sambandi við meiri hátt- ar sjóslys. Eitt skipana Rena var í leigu hjá MSC þegar það strandaði 2011 við strönd Nýja Sjálands og var ónýtt eftir, þá 21 árs gamalt. MSC Chitra lenti í árekstri fyrir utan Mumbai í Ind- landi 2010, þá 30 ára gamalt og var ónýtt eftir. Í nóvember 1997 brotnaði frægt skip sem hafði nafnið MSC Carla þegar atvikið átti sér stað. Framhlutinn sökk og var afturhlutinn dreginn til hafnar. Skipið var byggt sem Nihon í eigu Brostöms í Gautaborg, eitt fjögurra skipa sem 1993 var selt þegar EAC gafst upp á gámarekstri. Þá fékk skipið nafnið Ladby Maersk og síðan MSC Carla í byrjun árs 1996. Skömmu áður en slysið átti sér stað hafði skipið verið í árlegri skoðun og talið í topp standi.7 En við rannsókn kom í ljós að þegar skipið, eins og systurskip þess, var lengt 1984 um 14,3 metra, hafði legið svo á við Nihon, að ekki var gætt að gæðaeftirliti með rafsuðu. Þegar slysið átti sér stað á Atlantshafi, brotnaði skipið um suðurnar. Ekki var við MSC að sakast. Skipið hefur sjálfsagt verið dýrt í rekstri með 3 aðalvélar, enda gert fyrir mikinn hraða. MSC hefur ekki stutt vöxt sinn með uppkaupum á öðrum skipafélögum með einni þó mjög smárri undantekningu, heldur oftast verið með lægri verð og sennilega góða þjónustu. Lengi vel voru þeir með mun verri áreiðanleika áætlunar en samkeppnisaðilar, en þriðja ársfjórðung 2017 var MSC 78% á áætlun, meðan Maersk var 74% á áætlun. Þessar tvær útgerðir samnýta skip á meginleiðum. Bestar voru útgerðir í Hong Kong og Taiwan með 82-3% á áætlun. Verst gekk þetta hjá annarri taiwanskri útgerð sem var aðeins 73% á réttum tíma. Á árum áður, var Maersk talin ein besta útgerð heims og gat því vænst hærri flutningsgjalda af því þeir voru svo stundvísir. Um tíma buðu þeir bætur ef áætlun stóðst ekki. Það var á tíma Daily Maersk. En nú eru aðrir tímar. Þróunin Því er gjarnan haldið fram að fyrirbæri gangi í gegnum viss þroskaskeið á líftíma sínum; talað er um byrjun þar sem margar góðar hugmyndir verða að sanna sig eða hverfa. Ef þær lifa af fyrsta skeið er komið að viðurkenningar skeiði þar sem hug- myndin er notuð af æ fleirum, í byrjun „early adapter“ eins og við getum kallað skandinavísku útgerðirnar og seinna „late adapters“ eins og Maersk. Á þessu skeiði eykst hraði vaxtar og nær síðan mesta vexti til að hafa náð „fullum þroska“, það er að vaxa þaðan í frá í takt með vexti umhverfisins, sem gæti verið alþjóðaverslun í samhengi gámasiglinga. Gámavæðing opnaði nýja möguleika í alþjóðaviðskiptum, viðskipti jukust mjög mikið og var mismunur kostnaðar vegna 7 http://www.shipstructure.org/case_studies/carla/ vinnuafls ástæða þess að æ meiri framleiðsla fluttist til landa með ódýrara vinnuafl sem leiddi til almennt meiri velmegunar sem leiddi til meiri heimsviðskipta með full- unnar vörur og reyndar einnig með hráefni, sem einungis að hluta voru í gámum. Þá voru vörur unnar úr hráefnum í efni til framleiðslu vara, til dæmis bauxit unnið í ál í einu landi og álinu breytt í nýtanlegan málm í öðru landi og kannski vöru í því þriðja, eða bómull í efni í fatnað til að nefna einföld dæmi. Þá voru vörur sem áður voru fluttar í heil- farmaskipum komnar í gáma eins og fiskur eða ávextir sem leiddi til meiri sölu og oft hærri verða. Misvægi í framleiðslu og neyslu leiddu til ójafn- vægis sem í sumum til- fellum skapar flutnings- tækifæri. Arabalönd við Persaflóa flytja út olíu í tankskipum sem skapa mikla velmegun og neyslu. Það mundi þýða fulla gáma með neyslu- vöru inn og tóma gáma út. En nú er hluti olíu og gass notað til annars vegar álvinnslu (orka) og hins vegar til að vinna plast hráefni (olía sem hráefni). Þessi framleiðsla er flutt sem bakafrakt til markaða í suðaustur Asíu eða Evrópu og venjulega eru fraktir mjög lágar því útgerðir þurfa að koma tómum gámum til hafna þar sem vel borgandi vara bíður. Þannig hafa gámar gef- MSC Carla, áður Ladby Maersk, áður Nihon. Vaxtarskeið samkvæmt alþjóðlegu hugmyndakerfi. Vöxtur flotans. Að mestu byggt á upplýsing- um frá UNCTAD.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.