Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25
Í fimmtu grein Helga Laxdals, um
upphaf togaravæðingar Íslendinga,
segir af átta togurum, sex þeirra fór-
ust og átján manns týndust í hafi.
– 33 –
Þrítugasti og þriðji togarinn í eigu Ís-
lendinga, Austri RE-238, skráður hér á
landi 16. mars 1920, smíðaður hjá Cook
Welton & Gemmell Ltd í Beverley á
Englandi árið 1911 fyrir Neptune Steam
Fishing & Co Ltd í Hull, fékk nafnið
MacKenzie H 349. Lengd 41,45 m.,
breidd 7,01 m., dýpt 3,26 m., brl.
313,62. Knúinn 550 hö. gufuvél.
Tekinn í þjónustu breska sjóhersins
1914. Keyptur á árinu 1919 af Yar-
borough Steam Fishing & Co Ltd í
Grimsby, sama nafn en ný skráning GY
99. Í mars 1920 keypti Fiskiveiðahluta-
félagið Kári í Reykjavík skipið og gaf því
nafnið Austri RE-238. Í nóvember 1924,
keypti h/f Kári í Viðey skipið sem hélt
nafni og númeri. Skipið strandaði á Ill-
ugagrunni rétt vestan við Vatnsnes á
Húnaflóa, 7. september 1927. Áhöfnin
bjargaðist en skipið eyðilagðist á strand-
stað.
– 34 –
Þrítugasti og fjórði togarinn í eigu Ís-
lendinga, Ingólfur Arnarson RE-1,
skráður hér á landi 15. maí 1920, smíð-
aður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á
Englandi árið 1920 fyrir útgerðar-
félagið Hauk h/f í Reykjavík. Lengd
40,08 m., breidd 7,01 m., dýpt 3,72 m.,
brl. 327. Knúinn af 600 hö. gufuvél.
Skipstjóri, Pétur M. Bjarnason.
Seldur árið 1922, A/S Tjaldi, Vogi á
Suðurey í Færeyjum, fékk nafnið Roynd-
in TG 634. Seldur 9. desember 1930,
Boston Deep Sea Fishing & Ice Co Ltd í
Fleetwood. Skráð í Grimsby 8. maí 1931
undir nafninu Daily Telegraph GY 367.
Seldur í september 1933, Soc. Anon des
Pécheries Saint Pierre í Boulogne í
Frakklandi, fékk nafnið La Vierge aux
Roses B 1624. Seldur Fred Parks í
Blackpool í Englandi í ársbyrjun 1934.
Seldur í mars 1934, Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar h/f Hafnarfirði, fær nafnið
Júní GK 345. Strandaði við Sauðanes í
Önundarfirði, 1 desember 1948. Mann-
björg varð en nýsköpunartogarinn
Ingólfur Arnarson RE-201 bjargaði 24 af
26 manna áhöfn um borð til sín en
tveimur var bjargað úr landi af björg-
unarsveit frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Rétt er að geta þess að Ingólfur Arnar-
son RE-201 kom fyrstur til landsins af
hinum svokölluðu Nýsköpunartogurum,
17. febrúar 1947. Hann var jafnframt
fyrsta fiskiskipið í heiminum sem búið
var ratsjá. Togarinn eyðilagðist á strand-
stað.
– 35 –
Þrítugasti og fimmti togarinn í eigu Ís-
lendinga, Hilmir RE-240, skráður hér á
landi 15. júní 1920, smíðaður hjá
Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi
árið 1913 fyrir Pickering & Haldane
Steam Trawling Co Ltd í Hull, nefndur
T.R. Ferens H 1027. Lengd 41,45 m.,
breidd 7,10 m., dýpt 3,26 m., brl.
321,07. Knúinn 550 hö. gufuvél.
Í maí 1915 tók breska ríkið skipið í
sína þjónustu fyrir sjóherinn sem tund-
urduflaslæðara. Það var mestan hluta
stríðsáranna í Hvítahafi. Skilað árið
1919. Í febrúar 1920 keypti Fiskiveiða-
hlutafélagið Hilmir í Reykjavík skipið og
nefndi Hilmi RE-240. Skipstjóri, Pétur
Maack. Seldur 23. mars 1922, Fiski-
veiðahlutafélaginu Njáli í Reykjavík,
sama nafn og númer.
Hilmir var hætt kominn í Halaveðrinu
mikla í febrúar 1925, en komst við illan
leik til hafnar og hafði orðið fyrir miklu
tjóni, samanber meðfylgjandi frásögn
Fyrstu togararnir
í eigu Íslendinga
Helgi Laxdal
Austri RE-238.
Ingólfur Arnarson RE-201.