Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Blaðsíða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 Í fimmtu grein Helga Laxdals, um upphaf togaravæðingar Íslendinga, segir af átta togurum, sex þeirra fór- ust og átján manns týndust í hafi. – 33 – Þrítugasti og þriðji togarinn í eigu Ís- lendinga, Austri RE-238, skráður hér á landi 16. mars 1920, smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1911 fyrir Neptune Steam Fishing & Co Ltd í Hull, fékk nafnið MacKenzie H 349. Lengd 41,45 m., breidd 7,01 m., dýpt 3,26 m., brl. 313,62. Knúinn 550 hö. gufuvél. Tekinn í þjónustu breska sjóhersins 1914. Keyptur á árinu 1919 af Yar- borough Steam Fishing & Co Ltd í Grimsby, sama nafn en ný skráning GY 99. Í mars 1920 keypti Fiskiveiðahluta- félagið Kári í Reykjavík skipið og gaf því nafnið Austri RE-238. Í nóvember 1924, keypti h/f Kári í Viðey skipið sem hélt nafni og númeri. Skipið strandaði á Ill- ugagrunni rétt vestan við Vatnsnes á Húnaflóa, 7. september 1927. Áhöfnin bjargaðist en skipið eyðilagðist á strand- stað. – 34 – Þrítugasti og fjórði togarinn í eigu Ís- lendinga, Ingólfur Arnarson RE-1, skráður hér á landi 15. maí 1920, smíð- aður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir útgerðar- félagið Hauk h/f í Reykjavík. Lengd 40,08 m., breidd 7,01 m., dýpt 3,72 m., brl. 327. Knúinn af 600 hö. gufuvél. Skipstjóri, Pétur M. Bjarnason. Seldur árið 1922, A/S Tjaldi, Vogi á Suðurey í Færeyjum, fékk nafnið Roynd- in TG 634. Seldur 9. desember 1930, Boston Deep Sea Fishing & Ice Co Ltd í Fleetwood. Skráð í Grimsby 8. maí 1931 undir nafninu Daily Telegraph GY 367. Seldur í september 1933, Soc. Anon des Pécheries Saint Pierre í Boulogne í Frakklandi, fékk nafnið La Vierge aux Roses B 1624. Seldur Fred Parks í Blackpool í Englandi í ársbyrjun 1934. Seldur í mars 1934, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar h/f Hafnarfirði, fær nafnið Júní GK 345. Strandaði við Sauðanes í Önundarfirði, 1 desember 1948. Mann- björg varð en nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson RE-201 bjargaði 24 af 26 manna áhöfn um borð til sín en tveimur var bjargað úr landi af björg- unarsveit frá Suðureyri við Súgandafjörð. Rétt er að geta þess að Ingólfur Arnar- son RE-201 kom fyrstur til landsins af hinum svokölluðu Nýsköpunartogurum, 17. febrúar 1947. Hann var jafnframt fyrsta fiskiskipið í heiminum sem búið var ratsjá. Togarinn eyðilagðist á strand- stað. – 35 – Þrítugasti og fimmti togarinn í eigu Ís- lendinga, Hilmir RE-240, skráður hér á landi 15. júní 1920, smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1913 fyrir Pickering & Haldane Steam Trawling Co Ltd í Hull, nefndur T.R. Ferens H 1027. Lengd 41,45 m., breidd 7,10 m., dýpt 3,26 m., brl. 321,07. Knúinn 550 hö. gufuvél. Í maí 1915 tók breska ríkið skipið í sína þjónustu fyrir sjóherinn sem tund- urduflaslæðara. Það var mestan hluta stríðsáranna í Hvítahafi. Skilað árið 1919. Í febrúar 1920 keypti Fiskiveiða- hlutafélagið Hilmir í Reykjavík skipið og nefndi Hilmi RE-240. Skipstjóri, Pétur Maack. Seldur 23. mars 1922, Fiski- veiðahlutafélaginu Njáli í Reykjavík, sama nafn og númer. Hilmir var hætt kominn í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925, en komst við illan leik til hafnar og hafði orðið fyrir miklu tjóni, samanber meðfylgjandi frásögn Fyrstu togararnir í eigu Íslendinga Helgi Laxdal Austri RE-238. Ingólfur Arnarson RE-201.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.