Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur Tómlæti, að láta sér fátt um finnast þótt eitthvað stórfenglegt beri fyrir augu eða mikið drífi á dagana, sorg eða gleði, var áberandi í skaplyndi for- feðra okkar. Kannski ber minna á þessu skapgerðareinkenni okkar nú í seinni tíð. Við sjáum goðin okkar fella tár, hvort sem eru hörðustu bardagakappar eða fíngerðar fegurðardísir, heimsþekkt- ir ferðagarpar standa á öndinni yfir töfraljóma hin íslenska sumars og marg- reyndir erlendir ökuþórar verða óða- mála þegar þeir lýsa aðdáun og hrifn- ingu sinni á torfærukeppnum á Íslandi. Svo faðmast menn og kyssast í tíma og ótíma á hvíta tjaldinu og er nokkuð sama hvort er í verstu krimmahverfum Ameríku eða Beverly Hills. Með öðrum orðum, tómlætið er að tónast burt úr hinum þurrpumpulega Ís- lendingi, mest fyrir áhrif erlendis frá. Fyrir vikið hefðum við ekki svarað ógrát- andi spurningunni sem beint var að Geir Ívarssyni á Bjarnastöðum í Grímsnesi en kona hans var komin á steypirinn og var hann inntur frétta á næsta bæ: „Ég segi engar fréttir nema að kona mín eignaðist barn í gær. En það var feil á því. Það vantaði í það vindinn.“ Og svo ekki fari á milli mála skal þess getið að barnið fæddist andvana. „Það hlýtur að verða góð bók þegar lygnasti maður á landinu segir frá en sá trúgjarnasti færir í letur.“ Ónefndur þegar spurðist út að Þórbergur Þórðarson myndi ætla að skrifa endur- minningar séra Árna Þórarinssonar. „Það væri hægra að sýna yður það en segja.“ Séra Jón Stefánsson að Vallanesi (um 1800) þegar kaupmannsfrú spurði hann eitt sinn hvernig hann færi að því að eiga börn svona feitur en Jón var sannarlega mikill um sig og þykknaði stöðugt með hækkandi aldri. „Það er varla svo dautt að það megi ekki skíra það.“ Kona er kom hart niður og fæddi and- vana barn en þá var sú trú í landinu að óskírðir færu rakleitt í helvíti. Bólu-Hjálmar frétti að Símon Dalaskáld hefði ort um sig níð og varð að orði: „Þetta skal guð ekki þurfa að borga.“ Ekki löngu síðar svaraði Hjálmar skammavísum Dalaskáldsins. „Menn stela nú mest hver frá öðrum svo þetta jafnar sig.“ Ónefndur maður á Þórshöfn þegar Al- freð Ásmundsson frá Hlíð í Kinn var að hneykslast á ófrómleik sumra þorpsbúa og vildi draga þjófana fyrir dómara. „Allt er vitlaust í bókum, þeir taka þetta hver eftir öðrum, hugsunarlaust.“ Gísli Magnússona latínu- og grísku- kennari við Latínuskólann í Reykjavík. „Enginn danskur maður hafði nokkru sinni komist svo í vinfengi við frú Ingi- björgu, að honum væri boðið „upp á harðan fisk“.“ Indriði Einarsson um Ingibjörgu Einars- dóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta. „Montið í Skagfirðingum kom frá hestun- um þeirra.“ Indriði Einarsson. „Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að vera á móti staðreyndum.“ Guðjón Ó. Hansson, leigubílstjóri og sjálfstæðismaður. Konungur Íslands, Kristján tíundi, heimsótti einu sinni sem oftar þegna sína og steig á land í Reykjavík. Höfnin var umráðasvæði Óla Maggadons sem lét ekkert aftra sér frá að eiga orðastað við kóng. Þegar menn vildu seinna fá að vita hvað þeim hátignunum við höfnina hefði farið á milli svaraði Óli: „Þar var nú ekki töl- uð vitleysan, karl minn.“ Myndin er að vísu ekki af Óla Maggadon heldur Oddi sterka á tali við Kristján konung tíunda árið 1930.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.