Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 1
1 9 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 3 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Ástir ókunnugra í fókus Kjarnó blessar nýjan Kaftein Lífið ➤ 16 Lífið ➤ 18 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Eclipse Cross PHEV 4x4 Förum saman út í bláinn! Eclipse Cross PHEV getur dregið 1.5 tonn, er með lyklalausu aðgengi, hraðastilli, hita í stýri, bakkmyndavél, þreytuviðvörun, akreinavara o.fl. Verð frá 6.390.000 kr. Dósent í lögreglufræði segir samband milli skotvopna­ leyfa og drápa á fólki nýtt áhyggjuefni. Maður er enn í lífshættu eftir skotárásina á Blönduósi. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta er nýr veruleiki á Íslandi að við höfum áhyggjur af byssum og skotvopnaleyfum vegna þess að það er verið að drepa fólk. Það er nýtt að skotvopn séu rædd í þessu samhengi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í lögreglu­ fræði við HA. Morðið á Blönduósi er fimmta skotárásarmálið á landinu það sem af er árs. Skotfélagið á Blönduósi gerði fyrst athugasemdir í nóvem­ ber síðastliðnum við hegðun skot­ mannsins sem var vistaður á geð­ deild fyrir örfáum vikum um skeið. Áður hótaði hann manninum sem berst nú fyrir lífi sínu eftir hagla­ byssuárás um helgina. „Ég myndi ekki styðja að við frelsissviptum andlega veikt fólk í forvarnaskyni, því það er stimplun fólgin í því. Langflestir með grein­ ingu um geðrænan vanda beita ekki ofbeldi,“ segir Margrét. „En vegna þess að byssur geta valdið svo miklum skaða á svo skömmum tíma þarf að vera erfitt að fá skotvopnaleyfi og þú átt að geta misst leyfið ef grunur kviknar um of beldi. Það er ekki mannrétt­ indabrot að fá ekki að eiga byssu.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla sé með til skoðunar hvort byssumaðurinn, fæddur og uppalinn á Blönduósi, einrænn í seinni tíð, hafi fyrst skotið fyrrum atvinnurekanda sinn. Þá haf i eiginkona atvinnurekandans verið sloppin út úr eigin húsi en hafi snúið aftur við skothvellinn. Byssumaður­ inn hafi þá beint byssunni að henni, skotið öðru skoti og lést konan. Sonur hjónanna, sem var gest­ komandi í húsinu ásamt barns­ móður og ungu barni, er samkvæmt heimildum blaðsins talinn hafa orðið vitni að morðinu á móður sinni. Hann hafi lagt í skotmanninn með berum höndum þegar hann var að endurhlaða byssuna í þriðja skotið. Þeim átökum lauk með bana árásarmannsins. Syninum var sleppt úr haldi lög­ reglu í fyrrakvöld. Hann hefur enn stöðu sakbornings. Lögregla verst svara af gangi rannsóknarinnar en upplýsti í gær að eiginmaður kon­ unnar sem lést væri í lífshættu. n Nýr og dimmur veruleiki á Íslandi Margrét Valdimarsdóttir, dósent í lögreglufræði ORKUMÁL „Ák vörðun stofnun­ arinnar hvílir því miður á röngum upplýsingum framkvæmdaaðil­ ans. Það er í sjálfu sér alvarlegt mál,“ segir Hulda Guðmunds­ dóttir, bóndi á Fitjum í Skorradal, um ákvörðun Skipulagsstofnunar að framkvæmdir við Andakílsár­ virkjun þurfi ekki í umhverfismat. Að sögn Huldu hef ur ork u fyrirtækið Orka náttúr unnar ekki skýrar heimildir til breytinga á vatnsborði Skorradalsvatns og Andakílsá ofan lóns né til breytinga á stíf lum. Krefst hún þess í kæru að ákvörðun Skipulagsstofnunar verði gerð ógild. n SJÁ SÍÐU 4. Sakar ON um óheiðarleika Menntaskólanemar sneru aftur á skólabekk eftir að sumarleyfi lauk. Nemendur sjást hér yfirgefa Menntaskólann í Reykjavík með bros á vör eftir fyrsta skóladaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.