Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 2
Göngusvæðin hér eru í heimsklassa og það getur skapað núning milli notendahópa. Árni Magnússon Á Vesturlandi hefur viðkoma rjúpu ekki verið lakari síðan 1995. Hoppað í hnapphelduna Á mánudag bauð Siðmennt kærustupörum að mæta og framkvæma eldsnögga, einlæga og löglega hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Tuttugu og átta pör mættu og létu pússa sig saman í skemmtilegri athöfn. Ingibjörg Ebba Benediktsdóttir og Arnar Elíasson tóku sitt nánasta fólk með þegar þau giftu sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Leysa þarf núning milli fjallahjólafólks og annarra hópa svo allir geti verið sáttir í fjöllum, segir Árni Magnús Magnússon, sem vill byggja upp hjólaleiðir á Borgarfirði eystra. benediktboas@frettabladid.is HJÓLREIÐAR „Við munum ekki ná að stoppa hjólreiðafólk að koma hingað,“ segir Árni Magnús Magnússon, eigandi Fjord Bikes, sem óskar eftir afstöðu heimastjórnar Borgarfjarðar eystri til uppbyggingar á fjallahjólreiðaleiðum. Heimastjórnin kveðst jákvæð fyrir uppbyggingu slíkra leiða en segir slíkt þurfa að gerast í sátt og samstarfi við landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Hún geti þó ekki tekið afstöðu til óskilgreindra hjólaleiða. Árni segir að við gerð hjólaleiða fari hann eftir gæðahandbók IMBA, sem eru alþjóðasamtök fjallahjólreiða og umhverfisvernd. Sem dæmi séu uppteknar torfur hafðar eins stórar og hægt er og þær settar niður annars staðar, til dæmis til að hylja önnur sár. „Ég byrja á að fá ley f i hjá landeiganda áður en ég fer að kanna og hanna mögulegar leiðir. Svo er það unnið í samvinnu við þá. Þannig það er ekki farið yfir beitiland eða álíka,“ segir Árni, sem á og rekur Fjord Bikes sem gerir út á fjallahjólreiðar um Víknaslóðir. Að sögn Árna eru mikil tækifæri í fjallahjólreiðaferðamennsku líkt og í  fjallaskíðamennsku, sem sé þekkt stærð í ferðamennsku hér á landi. Einbeitingin við að fara niður brekku á hjóli sé engu lík. „Það hefur sýnt sig og það eru til einhverjar rannsóknir að þessi fókus sem þarf þegar brunað er niður brekkurnar hefur góð áhrif á geðheilsuna.“ Árni segir skorta pólitískan vilja í málinu. Hann vilji útvíkka upplifun ferðamanna á Austurlandi. „Við sáum það í Dyrfjallahlaupinu að það voru nánast allir með hjól á toppnum á bílnum. Göngusvæðin hér eru í heimsklassa og það getur skapað núning milli notendahópa en ég vil útvíkka upplifunina,“ segir Árni, sem telur lítið mál að leysa núninginn þar sem allir geti lifað í sátt og samlyndi á fjöllum. Það þurfi einungis að horfa til Alpanna og nefnir skíðasvæðið í Salzburg. „Þar er búið að losa núninginn bara með upplýsingagjöf. Að einhverju leyti er búið að gera þetta í Skálafelli en munurinn er að það er ekki mikið um gönguleiðir upp Skálafell eins og er hér. Það eru 160 kílómetrar merktir göngustígar hér – hver öðrum fallegri. En þetta eru tveir mismunandi notendahópar sem eru með mismunandi þarfir og það sem ég vil gera er að mæta þörfum fjallahjólreiðahópsins,“ segir Árni. n Vill auka veg og virðingu fjallahjólreiða á Austurlandi Árni Magnús Magnússon segir geðbót að bruna niður fjallshlíð. MYND/AÐSEND Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is birnadrofn@frettabladid.is DÝRALÍF Fjölgun rjúpu á Norð­ austurlandi hefur ekki verið minni síðan mælingar hófust árið 1964. Á vef Náttúrufræðistofnunar er ástæðan sögð mikil vætutíð sem einkennt hefur sumarið á Norð­ austurlandi. Á Vesturlandi hefur viðkoma rjúpunnar ekki verið lak­ ari síðan árið 1995. Rjúpnatalningar síðastliðið vor sýndu að rjúpnastofninn var í mik­ illi uppsveiflu víðast hvar, mælingar nú sýna þó að stofninn hafi mætt mótbyr. Síðasta haust var veiðistofn rjúpu 248 þúsund fuglar. Árið 2020 var hann 280 þúsund fuglar og árið 2019 var hann 820 þúsund fuglar. n Mikil fækkun í rjúpustofninum Veiðistofninn 2021 var 248 þúsund. bene diktarnar@fretta bladid.is ELD GOS Eld gosið í Mera dölum er búið í bili og ó senni legt er að það taki sig aftur upp á næstu dögum. Þetta segir Magnús Tumi Guð­ munds son, jarð eðlis fræðingur hjá Há skóla Ís lands, um stöðuna á gos­ stöðvunum. „Það er ekkert gos eins og er. Það liggur alveg niðri, þó að hraun hafi að eins sést undan farið þá er það ekki vís bending um að það sé að koma upp kvika,“ segir Magnús sem telur að ef það á eftir að byrja að gjósa aftur þá sé það ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. „Það er ekkert sem bendir til að það sé eld gos, ó róinn er alveg dottinn niður og þar með er gosið búið, alla vega í bili. Það er ó senni­ legt að eld gosið taki sig upp aftur á næstu dögum. Ef að eld gosið ætlar að halda á fram þá þarf væntan lega að byggjast upp þrýstingur á ný og ef það fer þannig þá tekur það nokkra mánuði,“ segir Magnús. Hann segir að eld gosið í Mera­ dölum sé á marga vegu frá brugðið eld gosinu í Fagra dals fjalli. „Ef við skoðum gosið í fyrra þá var það í seinni hlutanum að kvikna og slökkna á víxl. Svo stoppaði það skyndi lega, eins og það væri tappi settur í það. Núna er ekki eins og það hafi verið settur tappi í gosið, heldur hafi tankurinn ein fald lega orðið tómur,“ segir Magnús. n Eld gosið í Meradölum sé búið í bili Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur. 2 Fréttir 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.