Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 28
Filippeyski ljósmyndarinn Rami Harven Gallego auglýsti eftir ástföngnum pörum til að mynda á Íslandi. Eftirspurnin var svo mikil að Rami neydd- ist til að velja og hafna. Hann segist elska Ísland. odduraevar@frettabladid.is „Þetta var alltaf eitthvað sem ég hafði ætlað mér að gera áður en ég yrði allur,“ segir Rami Harven Gallego, sem starfar sem ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður í Kanada, um Íslandsheimsókn sína í júlí. „Ég var á landinu í tvær vikur, enda höfðu allir talað um hvað Ísland væri fallegt. Það var alveg hárrétt og ég kynntist fullt af fólki, meðal annars ljósmyndara sem ég fylgdist með taka ótrúlegar brúðkaupsmyndir í íslensku landslagi.“ Með ókunnugum Ljósmyndun á hug og hjarta Rami sem fékk þá hugmynd í Íslandsferðinni að taka sjálfur brúðkaupsmyndir á Íslandi. „Þannig ég bókaði bara um leið flugmiða til Íslands og ætla í þetta skiptið að vera næstum þrjár vikur á landinu.“ Rami kom hingað síðast í fjölskylduferð en að þessu sinni bókaði hann f lugið einn. „En svo sagði ég frá því á samfélagsmiðlum að ég væri að fara aftur og fann þannig nokkra sem ætla bara að koma með mér. Þetta er fólk úr ýmsum áttum sem ég hef aldrei hitt áður!“ segir Rami hlæjandi. „Ein þeirra er frá Ástralíu, og verður ansi langt að heiman í þessari ferð. Þetta virðist ætla að verða mjög fjölþjóðlegur hópur,“ heldur Rami spenntur áfram. Par frá Mexíkó Rami auglýsti eftir pörum og brúðhjónum til að mynda í Facebook- hópi túrista á Íslandi, „Travel Iceland.“ „Ég fékk ótrúlega mörg svör, svo mörg að ég hef ekki náð að svara þeim öllum,“ útskýrir Rami. Hann segir því að erfitt hefði orðið að ætla að anna allri eftirspurninni. „Þannig ég ákvað að velja fimm pör til að mynda. Eitt parið er til dæmis frá Mexíkó, er að koma hingað til Myndar alþjóðlega ást ókunnugra á Íslandi Rami er kolfallinn fyrir Íslandi og ætlar að beina linsunni að ástföngnu fólki í íslenskri náttúru en áhugi fjölþjóðlegra turtildúfna er slíkur að hann neyddist til að velja og hafna og færri komast að með honum en vilja. MYND/AÐSEND Ljósmyndarinn fór víða þegar hann fangaði íslenska náttúrufegurð. Fólk verður í forgrunni þeirra mynda sem Rami ætlar að taka í næstu Íslandsferð sinni þótt heillandi umhverfi og náttúran verði að sjálfsögðu alltumlykjandi. MYNDIR/RAMI lands í fyrsta skiptið á svipuðum tíma og ég og þau ætla að taka með sér brúðarkjólinn sérstaklega fyrir þetta!“ Hann segist enn vera að sjóða saman ferðadagskrána sína. „Við þurfum að stilla saman strengi okkar, þannig að hvert og eitt par geti ákveðið hvar þau vilji láta mynda sig,“ útskýrir Rami sem mun ekki láta brúðhjónamyndir duga. „Ísland er fallegasti staðurinn í öllum heiminum. Í síðustu ferðinni minni tók ég ljósmyndir sem fylltu 200 gígabæta minniskort,“ segir Rami hlæjandi. Hann segist þakklátur landsmönnum fyrir gestrisnina og ánægður með hvernig ferðamenn virða umhverfið. „Því það er auðvitað aðalástæða þess að við komum til Íslands. Þessi ótrúlega náttúra og þess vegna er svo mikilvægt að virða reglurnar og umhverfið.“ n Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. STÓLA DAGAR 18. - 31. ágúst 20% afsláttur af öllum stólum Fullt verð: 199.900 kr. Nú 159.920 kr. AVIGNON hægindastóll með skammel Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skemli. Brúnt, svart, dökkgrátt og rautt PVC leður. Fullt verð: 169.900 kr. Nú 135.920 kr. KOLDING hægindastóll með skammel Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart, rautt eða grátt leður/PVC. Fullt verð: 199.990 kr. Nú 159.992 kr. CANNES hægindastóll með skammel Vandaður, glæsilegur og þægilegur hægindastóll með þykku leðri á slitflötum á sterkum snúnings fæti. Koníaksbrúnt, svart, grátt eða rautt leður. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 16 Lífið 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.