Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Hvað klikkaði á menningarnótt? Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó „Það er alltaf mikil stemning hjá Strætó í kringum menn- ingarnótt,“ segir Guðmundur Heiðar, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í stóru myndinni, þá gekk dagurinn vel og okkur tókst að flytja langflesta gesti til og frá miðborginni,“ heldur hann áfram og spyr síðan: „En af hverju náðum við ekki að flytja alla?“ og svarar sjálfum sér með því að benda á að Strætó hafi ákveðinn fjölda starfs- fólks og vagna, hver vagn geti flutt ákveðinn fjölda fólks í einu og að á menningarnótt kom fyrir að fjöldinn sem ætlaði að taka strætó var meiri en flutningsgeta vagnanna. „Umferðartafir í kringum mið- borgina settu stundum strik í reikninginn, sem orsakaði það að vögnum seinkaði. Aukavagnar voru til dæmis lengur að létta á þeim leiðum sem voru orðnar fullar,“ segir hann og bætir við að nýta megi þessa reynslu að ári.n Of margt fólk og of lítið pláss n Lykilspurningin Rúmur aldarfjórðungur er liðinn síðan Fúsi Árnason, eða Kafteinn Ísland, fyrsta íslenska ofurhetjan, lét á sér kræla en er nú genginn í endurnýjun lífdaga. Kona, Móa Líf, hefur tekið við nafn- bótinni í nýrri bók eftir Ólíver Þorsteinsson með góðfúslegu leyfi Kjartans Arnórssonar. toti@frettabladid.is Bókin Kafteinn Ísland: Fyrsta íslenska ofurhetjan, eftir Ólíver Þorsteinsson, rataði nýlega í hillur bókaverslana en höfundurinn taldi vissara að gefa hana út með leyfi frá Kjartani Arnórssyni, höfundi fyrstu íslensku ofurhetjumyndasögunnar, til þess að kenna hetjuna sína við hinn eina sanna Kaftein Ísland, Fúsa Árnason, sem átti sína gullöld í kringum 1990. „Ég var byrjaður að skrifa bók- ina þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti kannski að breyta um nafn ef ég myndi ekki fá leyfi frá Kjarnó sem gaf út fyrstu bókina um Kaftein Ísland árið 1990,“ segir Ólíver. „Hann gaf mér bara góðfúslegt leyfi til að anda nýju lífi í þessa merku persónu, sem er talin vera fyrsta íslenska ofurhetjan,“ heldur Ólíver áfram og hlær þegar hann bætir við að Kjarnó sé meira að segja býsna ánægður með útkomuna. Allt önnur Kafteinn „Hann fékk bókina í síðustu viku og ég held hann hafi bara klárað hana á einu kvöldi, sem er frábært, og sagði að þetta væri stærsta og besta „fan- fiction“ sem hefur verið skrifað um hans menn.“ Ólíver leggur áherslu á að þótt margt sé líkt með Fúsa, Kafteini Kjarnós, og Móu Líf hans nái skyld- leikinn ekki lengra en til titilsins og nafna persóna. „Hún er barnabarn Fúsa Hjaltasonar, sem var uppruna- legi Kafteinn Ísland, en þetta er ekki sami Fúsi og hjá Kjarnó. Þannig að föðurnafnið er annað vegna þess að ég vildi gera skýran greinarmun vegna þess að þessi per- sóna er allt öðruvísi en hjá Kjarnó.“ Ekkert grín Ólíver bendir jafnframt á að bókin hans sé ekki myndasaga, eins og hjá Kjarnó, heldur skáldsaga og hann sé ekkert að grínast með þetta. „Þetta snýst um það hvernig það væri ef hér væri í alvörunni til íslensk ofurhetja og hvernig samfélagið væri þá.“ Ólíver segir söguna því kallast beint á við samtímann og nefnir sem dæmi að Kafteinn Ísland þurfi mjög að vanda sig vegna þess að ef henni verða á mistök logi net- heimar og hún fái heldur betur að heyra það óþvegið. Góð byrjun Bókaútgefandinn og höfundurinn segir aðspurður að bókin fari vel af stað og hann geti ekki annað en vel við unað. „Já, hún er búin að vera tvær vikur í röð í 1. sæti á lista Eymundsson yfir ungmennabækur. Maður er alveg himinlifandi. Þetta hefur ekki gerst áður hjá Leó þannig að þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og góð byrjun. Mér þykir líka svo vænt um þessa per- sónu, Móu Líf, þannig að þegar bókin er að koma út upplifir maður bara alvöru stress. Vegna þess að maður vill að fólk taki vel í þetta en það er náttúrlega ekki hægt að geðjast öllum.“ Hann segir þó að þegar sé byrjað að krefja hann um framhald. „Þetta á að vera þríleikur og bókin endar svolítið þannig að ég er búinn að fá nokkur skilaboð þar sem spurt er hvenær næsta bók kemur út og nokkrir vilja helst fá næstu bók núna.“ n 18 Lífið 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ fri ður ky rrð ró er gerð úr 70% ull og 30% Jute / tága. er úr 100% Tencel, 5 litir er úr 100% náttúlegum Jute 160x240 cm. 109.990 kr. 160x300 cm. 135.990 kr. 200x300 cm. 169.990 kr. 300x400 cm. 325.990 kr. 80x200 cm. 29.990 kr. 160x240 cm. 69.990 kr. 200x300 cm. 99.990 kr. Ø100 cm. 10.990 kr. Ø140 cm. 19.990 kr. Ø240 cm. 49.990 kr. 160x240 cm. 99.990 kr. 200x300 cm. 129.990 kr. „Ég nota mottur til að afmarka rými, tengja saman húsgögn og bæta hljóðvist.“ Rut Kára www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 NÝTT &SPENNANDI Mottur hannaðar af Rut Kára SKANNAÐU QR KÓÐANN TIL AÐ SKOÐA NÝJA BÆKLINGINN Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Kafteinn Ísland orðin kona Ólíver Þorsteinsson. Ólíver þykir ákaflega vænt um hana Móu Líf sem er nýr Kafteinn Ísland. Kafteinn Ísland Kafteinn Ísland, Fúsi Árnason, er hugarfóstur myndasögu- höfundarins Kjartans Arnórs- sonar og steig fyrst fram í eigin bókum, Kafteinn Ísland og Árás Illhuga, sem komu út 1990. Samkvæmt káputexta fyrstu bókarinnar var Fúsi Árnason ósköp venju- legur maður sem dreymdi um að verða ofurhetja. „Öll önnur lönd eiga sína ofurhetju, sagði hann. Hví þá ekki Ísland? Fúsi náði símasambandi við hina fornu guði og þeir bænheyrðu hann. Þannig eignaðist Ísland sína ofurhetju og kjörorð hans var: Ég nota mátt minn að- eins til góðs fyrir Ísland. Kjartan Arnórsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.