Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þeir voru ekki gripn- ir, ekki hjálpað og fórnar- lömbum þeirra þann- ig ekki þyrmt. Við ætlum að verja 45 millj- örðum í Fjarðar- heiðar- göng. Hugsum líka stórt í Reykjavík! Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Nýr flugvöllur í Hvassahrauni er ekki lengur raunhæfur möguleiki. Keflavíkurflugvöllur er frábærlega stað- settur utan umbrotasvæðis Reykjaness, í heppilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Hann er tengdur inn- viðum landsins með tveimur leiðum; Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi, sem að mati jarðvísindamanna er nánast ómögulegt að myndu geta rofnað á sama tíma. Það er möguleiki að hraun geti runnið yfir annan þessara vega og rofið samgöngur tímabundið, en þá er ávallt varaleið til staðar. Umræðan um Hvassahraun tefur fyrir framtíðar- lausn á innanlands- og millilandaflugi. Áframhaldandi uppbygging Keflavíkurflugvallar sem meginflugvallar er skynsamleg samhliða gerð varaflugvallar utan Reykjaness og að flyta innanlandsflugið til Keflavíkur og samþætta við millilandaflug líkt og gert er í Gar- demoen í Ósló. Það liggur fyrir að fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er arðbær framkvæmd út frá arðsemi fjárfesta, samfélagi og umhverfi. Grænar skil- virkar almenningssamgöngur á þessari leið eru löngu tímabærar! Fluglest frá KEF til BSÍ, líkt og í Ósló og Stokkhólmi, yrði 18-20 mínútur á leiðinni og að langmestu leyti kostuð með fargjöldum erlendra ferðamanna. Með lest úr Vatnsmýri til Keflavíkurflugvallar myndi innanlandsflugið styrkjast og ferðafólk gæti bókað sig hvaðanæva að úr heiminum í flug til Akureyrar, Egils- staða eða Ísafjarðar með millilendingu í Keflavík, án viðkomu í Reykjavík. Þá eru ótaldir samlegðarmöguleikar Borgarlínu og Fluglestar. Jarðgöng frá Straumsvík um Hafnarfjörð, Garðabæ, Smáralind og Kringlu í Vatnsmýri gætu bæði rúmað fluglest og sjálfkeyrandi metróvagna, líkt og ganga í Kaupmannahöfn. Slík lausn myndi vissulega kosta töluverða fjármuni, en á sama tíma leysa sam- göngumál höfuðborgarsvæðisins að stórum hluta. Við erum að fjárfesta fyrir tæpa 30 milljarða í samgöngu- bótum á Vestfjörðum sem mun gjörbreyta lífskjörum þeirra sem þar búa. Við ætlum að verja 45 milljörðum í Fjarðaheiðargöng. Hugsum líka stórt í Reykjavík! n Borgarlínulest til KEF Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Hryllilegir atburðir helgarinnar hafa snert alla þjóðina sem nú finnur til. Við finnum til nístandi sársauka og djúprar samúðar í garð fórnarlamba, aðstandenda og alls samfélagsins á Blönduósi. Þegar slíkir atburðir eiga sér stað finnum við öll til. Morð á saklausu fólki er sem betur fer sjald- gæfur atburður á Íslandi en í sumar höfum við fengið fréttir af tveimur tilhæfulausum árásum sem enduðu með dauða. Dauða manneskja sem ekkert höfðu til saka unnið – en höfðu þó haft ástæðu til að óttast um líf sitt – á eigin heimili. Í báðum tilfellum hafði viðeigandi yfirvöldum verið gert viðvart – án tilætlaðs árangurs og eru afleiðingarnar hryllilegar og óafturkræfar. Í byrjun júní var maður myrtur við heimili sitt í Reykjavík. Nágranni mannsins, sem áður hafði fengið dóm fyrir ofbeldisglæp, og ítrekað hafði verið kvartað yfir til lögreglu, var þar að verki. Í samtali við mbl.is í kjölfar þess máls, sagði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur að úrræði skorti fyrir einstaklinga sem vitað sé til að séu óstöðugir. „Þeir eru í rauninni bara eins og tímasprengjur,“ lét Helgi hafa eftir sér og kallaði eftir aðgerðarplani með víðara neti sem gripið gæti slíka einstaklinga. Í júní hafði lögregla tvívegis verið kölluð á staðinn sólarhringinn fyrir morðið en skorti valdheimildir til að aðhafast frekar. Maðurinn, sem aðfaranótt sunnudags, réðist inn á heimili hjóna, réð öðru þeirra bana og særði hitt lífs- hættulega, hafði fyrir þremur vikum verið handtekinn fyrir að hóta hjónunum með skot- vopni fyrir utan heimili þeirra. Nauðungarvistanir fólks með geðrænan vanda er varhugavert og oft skaðlegt verk- færi, og skal því haldið til haga að fæstir þeirra sem glíma við geðrænan vanda eru hættulegir samborgurum sínum. Í umræddum tilvikum virðist hættan þó hafa verið fjölmörgum ljós, varað hafði verið við mönnunum enda óttaðist saklaust fólk um öryggi sitt og það því miður með réttu. Þeir voru ekki gripnir, ekki hjálpað og fórnarlömbum þeirra þannig ekki þyrmt. Það er sárt að hugsa til þess að á síðasta ári hafi stjórn skotfélagsins Markviss tilkynnt þar til gerðum yfirvöldum áhyggjur sínar af andlegri heilsu mannsins sem framdi ódæðið á Blönduósi. Brýnt er að skoða í hvaða farveg slíkar kvartanir fara, því enn var maðurinn með skotvopnaleyfi þegar hann fyrst hótaði hjónunum og eins þegar hann beitti skotvopni gegn þeim með hræðilegum afleiðingum. Nú spyr ég ykkur: Jón Gunnarsson og Willum Þór Þórsson: Hvert er aðgerðarplanið? n Tímasprengjur kristinnhaukur@frettabladid.is Bóla Ekki er laust við að ansi margir séu hálfskúffaðir að eldgosið í Meradölum sé að syngja sitt síðasta. Gosið sem byrjaði með gífurlegum krafti, var sagt tífalt öf lugra en Geldingadalsgosið þegar það hófst í fyrravetur, en reynist nú hafa verið bóla. Hver æskileg lengd eldgoss sé skal ósagt látið en aðeins þrjár skitnar vikur verður að teljast ansi slappt. Hér var búið að ryðja fyrir bílastæði, gera göngustíga og ráða landverði til að sinna gæslu. Hvað eiga þeir að gera núna? Einnig voru f lugfélögin og þyrlufélögin án vafa búin að gera ráð fyrir að hala vel inn á gosinu í allt haust og sjálfsagt búin að veðsetja sig í topp. Ekki örvænta Þó að þetta tiltekna gos sé að fjara út á vit forfeðra sinna þá hafa síðustu tvö ár kennt okkur eitt . Við búum nú í ný jum veruleika og gos munu koma reglulega upp næstu áratugi og jafn vel aldir. Húrra! Þyrlufélögin ættu því ek k i að þur fa að panta tíma hjá sýslumanni í gjaldþrotameðferð alveg strax. Væntanlega mun ekki líða langur tími þar til næsta gos hefst og alger óþarfi að selja þyrlurnar úr landi. Við höfum líka ágætt mælaborð suður með sjó. Það er þegar Grindavík byrjar að skjálfa er ekki langt í næstu vertíð. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.