Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 6
Við gerum ráð fyrir að velta um 300 millj- ónum dollara á næsta ári sem mun gera okkur að einu stærsta fyrirtæki á Íslandi Birgir Jónsson, forstjóri PLAY Witheld for Pricacy ehf. er skráð til heimilis á Hafnartorgi thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Rú s sne sk a ley n i­ þjónustan FSB hefur formlega sakað úkraínsk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Dörju Dúgínu, sem lést þegar sprengja sprakk í bíl hennar nærri Moskvu á laugardaginn. Dúgína var dóttir þjóðernissinnaða heim spekingsins Aleksandrs Dúgín, eins af banda­ mönnum Pútíns Rússlandsforseta. FSB segir morðingjann hafa komist undan til Eistlands. Úkraínumenn neita því að hafa komið nálægt tilræðinu. Rússneski fyrrum þingmaðurinn Ílja Ponom­ arjov hélt því fram í gær að innlend rússnesk andspyrnuhreyfing hefði lýst yfir ábyrgð á því. Steingrímur Árnason, fyrrum fjölmiðlamaður í Rússlandi, segir sér þykja líklegra að innanlands­ menn hafi verið að verki, þótt hann telji að taka beri orð Ponomarjovs með fyrirvara. Hann sé í pólitískri útlegð frá Rússlandi og því bitur út í stjórnvöld þar. „Persónulega finnst mér ánægju­ legt að sjá að þeir séu farnir að snú­ ast hver gegn öðrum,“ segir Stein­ grímur. „Ég býst við að þetta séu ólíg­ arkarnir að missa þolinmæðina. Það er ekkert voðalega gaman hjá þeim núna. Það er ekki ólíklegt á einhverjum tímapunkti að vegna þrýstingsins á hirðina hans Pútíns fari einhverjir að tína tölunni.“ Steingrímur bendir á að margir rússneskir ólígarkar hafi dáið undir dularfullum kringumstæðum á undanförnum mánuðum og leiðir líkur að því að þau tengist valda­ baráttu á æðstu stöðum. „Ég myndi jafnvel búast við meiru.“ n Saka Úkraínu um morðið á Dúgínu Rússneskir embættismenn rannsaka brakið þar sem bílsprengjan varð Dörju Dúgínu að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is NETÖRYGGI Hópur rússneskra net­ glæpamanna sem svíkja fé út úr Ást­ rölum fela slóð sína á Íslandi. Gera þeir það með því að hýsa svikasíur hjá fyrirtækinu Witheld for Privacy ehf. Samkvæmt áströlsku útgáfunni af Financial Review hafa netöryggis­ sérfræðingar rakið síður á borð við AusBondTrust, Au­Investor og Millenium Bonds til DarkSide, rússnesks hóps sem stundar svik á myrkranetinu (dark web). En þessar síður eru notaðar til þess að reyna að hafa fé af fólki sem vill geyma sparifé sitt í skuldabréfum. Síðurnar eru hýstar hjá Wit­ held for Privacy, fyrirtæki skráðu á Íslandi, sem sérhæfir sig í að gera fólki kleift að fela slóð sína á netinu. Upplýsingar og heimilisfang Wit­ held for Privacy, á Hafnartorgi, virka þá sem staðgengill fyrir raunveru­ legar upplýsingar eigenda vefsíðna. Þegar Fréttablaðið hafði sam­ band við starfsfólk á Íslandi var blaðamanni bent á að mexíkóskur maður, búsettur í Bandaríkjunum, að nafni Sergio Raygoza Hernan­ dez væri stjórnarmaður og for­ svarsmaður fyrirtækisins. Starfs­ fólk hér myndi ekki svara neinum spurningum. Þetta er ekki eina dæmið um að ólögleg eða vafasöm starfsemi erlendis sé hýst á Íslandi. Frétta­ blaðið hefur meðal annars greint frá OrangeWebsite, skráð til heimilis á Klapparstíg, sem hefur meðal ann­ ars hýst hryðjuverkasamtökin ISIS, breska Covid­svindlara og nýnasista og 1984 sem nýlega komust í fréttir fyrir að hýsa andgyðinglega síðu er kallast The Mapping Project. n Rússneskir fjársvikamenn njóta nafnleyndar í gegnum Ísland Ástralskar fjársvikasíður eru skráðar á Hafnartorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Anthony Fauci, for­ stjóri Ofnæmis­ og smitsjúkdóma­ stofnunar Bandaríkjanna (NIAID) og heilbrigðismálaráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, tilkynnti í gær að hann hygðist draga sig til hlés frá opinberum störfum í des­ ember næstkomandi. Fauci er 81 árs og hefur verið forstjóri NIAID í tæp fjörutíu ár. Fauci var áberandi sem sérfræð­ ingur í sóttvarnamálum í stjórnum Bidens og Donalds Trump á hörð­ ustu köf lum kórónuveirufarald­ ursins. Joe Biden þakkaði Fauci fyrir störf hans og sagði Bandaríkin vera hraustari, harðari og heilbrigðari vegna hans. n Fauci mun draga sig í hlé í desember Fauci hefur verið forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar frá árinu 1984. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rekstur flugfélagsins PLAY var neikvæður um tvo milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Forstjórinn segist þess fullviss að viðsnúningur verði á síðari hluta ársins og heildarfjöldi farþega verði kominn í 800 þúsund fyrir lok árs. ggunnars@frettabladid.is VIÐSKIPTI Þrátt fyrir hallarekstur upp á 14,4 milljónir Bandaríkjadala á öðr u m á r sf jórðu ng i, gera stjórnendur flugfélagsins PLAY ráð fyrir jákvæðri rekstraraf komu á síðari hluta þessa árs. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir niðurstöðuna í takti við væntingar stjórnenda þótt vissulega sé hún verri en vonir stóðu til þegar félagið var stofnað. „Við sáum auðvitað ekki fyrir þessa þróun eldsneytisverðs sem dæmi. En í stóru myndinni þá má segja að þetta uppgjör sé ákveðinn endapunktur á uppbyggingarfasa félagsins. Við vorum að klára fjárfestingar, auk þess sem við höfum verið að fjölga vélum og áfangastöðum. Tekjurnar eru að aukast jafnt og þétt og við gerum ráð fyrir að velta um 20 milljörðum íslenskra króna eða 150 til 160 milljónum dala á árinu öllu. Það yrði gríðarlegur áfangi,“ segir Birgir Hann segir fjölgun farþega gefa góð fyrirheit  fyrir það sem koma skal. „Júlímánuður segir okkur að viðskiptamódelið gengur upp. Þá vorum við loks komin með allar okkar 6 vélar í fulla nýtingu og allt á réttri leið hvað tekjurnar varðar. Við flugum til að mynda með 110 þúsund farþega í júlí, samanborið við 80 þúsund farþega í júní og rúmlega 50 þúsund í maí.“ Birgir segir spár félagsins gera ráð fyrir að heildarfjöldi farþega verði um 800 þúsund áður en árið er á enda. „Við munum bæta við okkur f jórum f lug vélum í vetur og verðum þá með tíu vélar á næsta ári. Við áformum að velta um 300 milljónum dollara á næsta ári sem mun gera okkur að einu stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi. Ekki bara fyrir okkur eða okkar fjárfesta, heldur fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni,“ segir Birgir Jónsson. n Bjartsýnn þrátt fyrir tveggja milljarða hallarekstur Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir komið að ákveðnum kaflaskilum í uppbyggingu flugfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR kristinnhaukur@frettabladid.is BRETLAND Forsvarsmenn breskra ney tendasamt a k a ha fa k ær t japanska tæknirisann Sony, sem á Play Station leikjatölvurnar, fyrir að misnota samkeppnisaðstöðu sína á vefbúðinni PlayStation Store. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hljóðar krafa kærenda upp á 5 milljarða punda, eða rúmlega 830 milljarða króna. Samkvæmt neytendafrömuðin­ um Alex Neill, sem leiðir málsókn­ ina, hefur Sony sett ósanngjarna skilmála og verð á alla útgefendur sem vilja komast að á breska mark­ aðinum. Álagningin sé 30 prósent sem geri það að verkum að leikir eru oft dýrari í vefbúðinni en á diskum. „Með þessari málsókn tek ég upp málstað milljóna Breta sem hafa verið ofrukkaðir án þeirra vitneskju. Við teljum að Sony hafi misnotað stöðu sína og stolið af viðskiptavinum sínum,“ sagði Neill. Skaðabótakrafan fyrir hvern notanda síðunnar hljóðar upp á 67 til 562 pund, eða 11 til 93 þúsund krónur. En PlayStation Store opnaði í Bretlandi árið 2016. Kærendur eru studdir af fjár­ festingafélaginu Woodsford, sem fjármagnar málsóknina gegn því að fá hlut af bótunum falli dómur þeim í vil. En það félag hefur áður stutt sambærilegar málsóknir, til dæmis gegn lesta­ og skipafyrirtækjum. Forsvarsmenn Sony hafa ekki viljað svara fyrir málið. n Neytendafrömuður kærir Sony fyrir að ofrukka fólk á PlayStation Store Sony er í vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.