Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 4
Markmiðið er að safna 440 milljónum króna. JEEP.IS • ISBAND.IS KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? PLUG-IN HYBRID EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum. Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA birnadrofn@frettabladid.is  SAMFÉLAG Til stendur að byggja nýtt hús sem hýsa mun starfsemi Kvennaathvarfsins. Fengist hefur f jármagn frá ríkinu upp á 60 milljónir króna en til stendur að fara í landssöfnun fyrir húsinu í byrjun október. Markmiðið er að safna 440 milljónum króna. Að meðaltali dvelja um 130 konur í Kvennaathvar f inu á hverju ári og er meðaldvalartími þeirra þrjátíu dagar. Mörg börn dvelja að jafnaði í athvarfinu með mæðrum sínum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að alltaf sé pláss fyrir konur sem leiti í athvarfið í húsinu, það sé þó löngu sprungið. „Við finnum alltaf pláss.“   Hún segist bjartsýn á að vel takist til við að safna fyrir nýja hús­ inu.„Við erum virkilega vongóð og finnum mikinn velvilja og þakklæti í okkar garð,“ segir Linda. Hún segist vona að húsið verði tilbúið eftir þrjú ár en að erfitt sé þó að segja nákvæmlega til um hvenær það verði. „Við erum komin af stað með þetta verkefni. Erum byrjuð að teikna og nú bíðum við eftir deiliskipulagi,“ segir Linda en Kvennaathvarfið hefur nú þegar fengið vilyrði fyrir lóð undir húsið hjá borginni. Staðsetning Kvennaathvarfsins er ekki opinber en Linda segir drauminn vera þann að konurnar sem þar dvelja upplifi sig það öruggar í nýja húsinu að staðsetning þess þurf i ekki að vera neitt leyndarmál. „Það væri auðvitað draumurinn. Að öll starfsemin geti verið á sama stað og að öryggið sé þannig að það þurfi ekki að vera leyndarmál hvar við erum,“ segir hún. ■ Safna fjármagni fyrir byggingu nýs Kvennaathvarfs birnadrofn@frettabladid.is REYK JAVÍK Grunnskólar Reykja­ víkur voru settir í gær þegar 14.560 börn hófu nám í grunnskólum borgarinnar. Þar af hófu 1.260 börn nám í fyrsta bekk og er sá árgangur fjölmennastur í Langholtsskóla. Þar eru 93 börn í fyrsta bekk. Fjölmennustu skólar borgarinnar eru Langholtsskóli og Árbæjarskóli, með um 700 nemendur hvor. N e m e n d u m D a l s s k ó l a í Úlfarsárdal hefur fjölgað afar hratt en þegar skólinn var stofnaður árið 2010 voru þar þrjátíu nemendur en nú eru þeir 450 talsins. ■ Börnum fjölgar hratt í Dalsskóla Bóndinn á Fitjum í Skorradal segir það rangt og óheiðarlegt hjá Orku náttúrunnnar að tala um tímabundið starfsleyfi fyrir Andakílsárvirkjun sem ígildi virkjunarleyfis. gar@frettabladid.is ORKUMÁL „Það lítur afskaplega fallega út að vísa til þess að fram­ kvæmdir auki öryggi og séu til þess að uppfylla nútímakröfur,“ segir Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum og vísar þar í ummæli samskiptastjóra Orku náttúrunnar (ON) í Frétta­ blaðinu 18. ágúst. „Ég mótmæli því ekki að fyrir­ hugaðar framkvæmdir ON í og við inntakslón Andakílsárvirkjumar kunni að vera nauðsynlegar út frá rekstrarhagkvæmni orkuversins,“ segir Hulda. „En það er skortur á heimildum til framkvæmdanna og óskýrt heildarumfang þeirra sem ég bendi á að Skipulagsstofnun virðist hafa vanmetið.“ Hulda segir að þar sem ekkert virkjunarleyfi sé til fyrir Anda­ kílsárvirkjun liggi ekki fyrir skýr skilyrði sem lúti ófjárhagslegum þáttum á borð við umhverfisvernd, landnýtingu og tæknilegum við­ miðum sem tekið sé á í virkjunar­ leyfum. Því þurfi framkvæmdirnar að fara í mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun segir Hulda taka gott og gilt er ON fullyrði að ekki sé gert ráð fyrir að vatnshæð í Skorradalsvatni fari út fyrir þau mörk sem miðað sé við í rekstrinum eða mörk í „úrskurði“ Orkustofn­ unar um miðlunarleyfi. „Ork u stof nu n hef u r aldrei „úrskurðað“ um miðlunarleyfi virkjunarinnar og þau „mörk“ sem ON notar hafa aldrei verið staðfest með virkjunarleyfi og um öll „mörk“ ríkir engin sátt meðal heimamanna,“ segir Hulda. Skipulagsstofnun dragi þá skökku ályktun að „breytingar á vatnsborði Skorradalsvatns og á rennsli Anda­ kílsár verði innan heimilda ON til að starfrækja virkjunina“. Að sögn Huldu hefur ON ekki skýrar heimildir til breytinga á vatnsborði Skorradalsvatns og Andakílsá ofan lóns né til breytinga á stíflum. „Því er allt tal um bætt öryggi, lag­ færingar og úrbætur til þess fallið að draga athyglina frá því að virkjunar­ leyfið er ekki til og að aldrei hefur farið fram mat á umhverfisáhrifum Andakílsárvirkjunar sem þó er stór­ notandi náttúrunnar í Skorradal.“ Hulda krefst þess í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis­ og auðlindamála að ákvörðun Skipu­ lagsstofnunar um að framkvæmd­ irnar þurfi ekki í umhverfismat verði ógilduð. „Ákvörðun stofnunarinnar hvílir því miður á röngum upplýsingum framkvæmdaaðilans. Það er í sjálfu sér alvarlegt mál,“ segir hún. Sakar orkufyrirtæki um óheiðarleika og rangt mál um Andakílsárvirkjun Hulda Guð- mundsdóttir á Fitjum rær nú að því öllum árum að framkvæmd- ir við Andakíls- ársvirkjun fari í umhverfismat. MYND/AÐSEND Haft var eftir samskiptastjóra ON í Fréttablaðinu 18. ágúst, að rekstur Andakílsárvirkjunar sé í samræmi við starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 2012. „Fulltrúar ON hafa áður reynt að vísa í tímabundið starfsleyfi sem ein­ hvers konar ígildi virkjunarleyfis en það er rangt, beinlínis óheiðarlegt og í hróplegri mótsögn við siða­ reglur OR og dótturfélaga,“ fullyrðir Hulda. Heilbrigðiseftirlitið segi um starfsleyfið að það feli aðeins í sér að reksturinn uppfylli skilyrði gagnvart lögum um hollustuhætti og meng­ unarvarnir en sé ekki leyfi til að reka virkjun og framleiða rafmagn. Hulda segir að á meðan afmörkun heimilda liggi ekki fyrir í virkjunar­ leyfi verði tortryggni í garð allra framkvæmda rekstraraðila Anda­ kílsárvirkjunar. „Sama hversu áferðarfalleg kynning þeirra er.“ ■ Ákvörðun stofnunar- innar hvílir því miður á röngum upplýsing- um framkvæmdaaðil- ans. Það er í sjálfu sér alvarlegt mál. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum jonthor@frettabladid.is Ú K R A Í N A A ntón io Gut er re s , aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipaði í gær Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, í nefnd sem hefur það að markmiði að komast til botns í því sem átti sér stað í árásinni á Olinivka­fangelsið sem átti sér stað þann 29. júlí síðastliðinn. St jór nvöld í Rú ssla nd i og Úkraínu hafa sakað hvort annað um ábyrgð á árásinni. Í henni var fangelsi sprengt upp með þeim af leiðingum að 57 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Á s a mt I ng ibjör g u sk ipaði Guterres Brasilíumanninn Carlos Alberto dos Santos Cruz, sem er fyrrverandi hershöfðingi, en hann verður yfir rannsóknarnefndinni. Auk þeirra var Youssoufou Yacouba frá Níger skipaður. ■ Ingibjörg Sólrún í rannsóknarnefnd 4 Fréttir 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.