Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 9
Ég hef staðið í ritdeilu við hagfræði- prófessor undanfarnar vikur og hef orðið þess áskynja að sumir hafa misskilið um hvað deilan snýst og jafnvel mætir menn dregið rangar ályktanir út frá því. Deilan snýst ekki um að af la- hlutdeild telst óefnisleg eign sem er óumdeilt og ekki heldur laga- eða staðlatúlkun. Vanþekking hag- fræðiprófessorsins á efninu blasir enda við öllum sem til þekkja þegar hann vísar í lög, staðla og reglur á annan hátt en einungis til heitis þeirra. Eftir að ítrekað er búið að hrekja rangfærslur prófessorsins blekkir hann með því að reyna að fá þá ásýnd á þrætuna að hún snú- ist um lagatúlkun. Prófessorinn er í pólitískum hráskinnaleik ætluðum að blekkja almenning og í slíkum leik verður sannleikurinn aukaat- riði. Teldi prófessorinn vera svo alvar- lega galla á ársreikningum þá hefði hann að sjálfsögðu sent erindi vegna þess til eftirlitsaðilans, ársreikn- ingaskrár. Hann gerir það ekki. Ég skora á þá sem trúa prófessornum að senda ársreikningaskrá erindi um meintan gallaðan ársreikning til að fá úr þessu skorið. Með grein í Fréttablaðinu 15. júlí réðst prófessorinn með mjög gróf- um hætti að starfsheiðri, faglegum vinnubrögðum og æru minni. Ég sá mig tilneyddan að verja mig á sama vettvangi. Í fyrsta skipti skrifaði ég blaðagrein, birt 21. júlí. Þar hrakti ég hinar ósmekklegu, stóryrtu og röngu ásakanir prófessorsins. Hann bætti síðar í ásakanir sínar og hef ég hrakið þær í greinum mínum. Ég kærði prófessorinn ekki til siðanefndar Háskóla Íslands vegna skoðana hans á reikningsskilum, endurskoðun, pólitík, sjávarút- vegsmálum eða túlkana á lögum og reglum eins og hann lætur ranglega í veðri vaka. Hann má hafa sínar skoðanir á þessu sem öðru. Greinar mínar og kæran snúast ekki um tiltekna atvinnugrein eða pólitík heldur um stóryrtar ítrekaðar rakalausar ásakanir prófessorsins á hendur mér og öðrum m.a. um meint vanhæfi og afglöp í starfi, rangfærðan ársreikning, gróf lög- brot, fjárdrátt og skattsvik. Prófessorinn virðist sækja inn- blástur til þjóðernissósíalistans Joseph Goebbels um að lygar sem haldið er fram nægilega oft verði að lokum að sannleik í hugum margra. Ný grein prófessorsins 17. ágúst, „Skyn og skynsemi“, hefst þannig: „Í grein í Fréttablaðinu 15-7-2022 benti ég á að í athuga semd í árs- reikningi sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. árið 2013 er eftirfarandi tekið fram (athugasemd númer 18):“. Prófessorinn benti þó hvorki á meinta „athugasemd“ í tilvitnaðri grein eða að um væri að ræða orð stjórnenda en ekki endurskoðanda. Þvert á móti. Prófessorinn sagði þar: „Endurskoðendur Vísis hf. undir- rituðu efnahags- og rekstrarreikn- ing félagsins fyrir árið 2013 með eftirfarandi orðum:“ Munurinn er augljós. Stjórnendur staðfesta ársreikning með undir- ritun sinni en endurskoðendur veita álit á honum með áritun. Pró- fessorinn virti ekki höfundarrétt stjórnenda. Af hverju talar prófess- orinn nú um athugasemdir í árs- reikningi, þar sem engar slíkar er að finna? Er hann að blekkja lesendur með orðavalinu sem gefur í skyn að stjórnendur hafi lagt fram árs- reikning sem fjöldi athugasemda, Bull og blekkingar Birkir Leósson endurskoðandi a.m.k. 18, hafi verið gerðar við? Af hverju segir prófessorinn ekki satt, að umræddur texti stjórnenda var í skýringum ársreiknings sem hluti nauðsynlegra upplýsinga? Málið snýst ekki um að eitthvað hafi verið athugavert við texta stjórnenda í skýringunni eða að hann hafi ekki staðist skoðun eða tímans tönn, þvert á móti. Aðalatriði málsins er það sem virðist vera illur ásetningur prófessorsins sem segir texta ársreikningsins vera orð end- urskoðenda, ljóslega í þeim eina til- gangi að snúa út úr þeim með sínum túlkunum og ályktunum. Með stig- mögnuðum röngum fullyrðingum reynir hann að byggja undir raka- lausar ásakanir sínar. Fyrst eru þetta sögð orð endurskoðenda, næst „yfir- lýsing endurskoðendanna“ og loks fullyrðir prófessorinn að fyrir liggi yfirlýsing endurskoðenda „þess efnis að efnahagsreikningurinn sé plat, skáldskapur“! Allt er þetta uppspuni frá rótum. Prófessorinn heldur því fram að tilgangur endurskoðendanna hafi verið annars vegar að plata fjár- málastofnanir og banka og það hafi gengið eftir og hins vegar fjársvik með því að svíkja fé af skattborg- urum með því að koma félaginu undan að greiða veiðigjöld og það hafi þeim tekist vegna vanhæfra starfsmanna íslenska ríkisins sem fóru yfir umsóknir um lækkun veiðigjalda. Þetta er einnig allt uppspuni frá rótum og hefur verið hrakið. Prófessorinn skautar yfir stað- reyndir og/eða rangtúlkar þær til stuðnings eigin hugarórum. Álykt- anir út frá röngum túlkunum verða eðlilega rangar. Í nýju grein prófessorsins opin- berar hann enn frekar vanþekkingu sína á endurskoðun og hlutverki endurskoðenda. Þar er einnig að finna kostulegar fullyrðingar, túlk- anir og ályktanir sem standast ekki skoðun. Það væri að æra óstöðugan að hrekja alla vitleysuna hjá prófess- ornum. Í næstu grein minni mun ég þó fjalla um nokkrar þeirra fárán- legustu. n FYLLUM VÖLLINN Ísland – Hvíta Rússland 2. september á Laugardalsvelli Miðasala hefst kl. 12 í dag á tix.is ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.