Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.08.2022, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Það sem gerir Minigarðinn svo frábæran fyrir hópefli fyrirtækja er að hér er allt á einum stað. Keppni, matur og drykkir. Sam- starfsfólk mætir á einn stað og fær að keppa sín á milli í minigolfi þar sem allir geta verið með. Algengt er að fyrirtæki komi sjálf með verðlaun og eftir keppni er verð- launaafhending og myndataka af sigurliðinu. En við erum með stóran verðlaunapall fyrir þá sem vinna og myndavél á staðnum sem sendir myndina beint í tölvupósti og á sms-i svo að sigurliðið geti montað sig í vinnunni,“ segir Vig- dís Hind Gísladóttir, bókunarstjóri Minigarðsins. Snertilaus mathöll „Við leggjum mikinn metnað í matinn okkar í Minigarðinum. Við erum að bjóða upp á fingramat í formi smáréttahlaðborðs. Við bjóðum fjölbreyttan mat, til dæmis margar gerðir af soft taco, fjölbreytta miniborgara, kjúklingavængi, edamame og fjölbreytta vegan valkosti. Innan skamms munum við síðan breyta veitingasalnum okkar í snertilausa mathöll þar sem við bætist pizzastaður, hamborgarastaður, frönskustaður, vegan staður og kjúklingastaður. Það er spennandi verkefni sem við munum opna í september. Hópar munu því geta valið um fjölbreyttar veitingar á viðráðanlegu verði,“ segir Vilhelm Einarsson, veitinga- og rekstrarstjóri Minigarðsins. Vilhelm útskýrir að í snerti- lausri mathöll pantir þú matinn frá öllum stöðunum í einni pöntun í gegnum símann. Allt er svo borgað í einni greiðslu á einum stað. „Þannig þarftu ekki að labba á milli mismunandi bása og panta eitt hér og annað þar og fá matinn á mismunandi tíma. Maturinn kemur allur á sama tíma. Þetta er mathöll að því leyti að þetta eru nokkrir staðir með mismunandi matseðli en samt ólíkt venjulegri mathöll. Það mætti kannski kalla þetta matgarð,“ segir hann. Allt á einum stað „Kostirnir við Minigarðinn sem hópeflisstaður fyrirtækja er að allir geta tekið þátt í minigolfi. Það eru engin átök og því getur fólk keppt sín á milli í sínu fínasta pússi án þess að þurfa fara í sturtu eða farða sig upp á nýtt. Starfsmenn mæta á einn stað, ekki þarf að ferja fólk á milli staða því að maturinn og drykkirnir eru einnig á staðnum. Stemningin skemmir síðan ekki fyrir með lifandi DJ tónlist og eftir að dagskrá lýkur hjá fyrirtækinu þá eru starfsmenn á sínum eigin vegum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vigdís Hind. Að hennar sögn eru bókanir farnar að streyma inn fyrir haustið og veturinn. „Staðurinn okkar tekur 500 manns og þegar margir hópar koma saman þá myndast mjög Veitinga- staðnum verður fljótlega breytt í snertilausa mathöll. Þá geta gestir pantað matinn með símanum sínum frá öllum stöð- unum í einu. Í Minigarðinum er boðið upp á fingramat í formi smáréttahlaðborðs. Þar má til dæmis fá miniborgara, kjúklingavængi og fjölbreytta vegan valkosti. Boðið er upp á margar gerðir af soft taco. skemmtileg stemning. Við erum með þrjá stóra sali sem eru stúkaðir af, þannig að stórir hópar geta verið með afmarkað rými fyrir sig í mat og drykk. Einnig getum við boðið upp á rútuferðir fyrir hópinn niður í miðbæ að hópefli loknu,“ bætir hún við. „Það er gaman að geta loksins tekið á móti fyrirtækjahópum hingað í Minigarðinn, en við opnuðum staðinn í júlí 2020, þegar allir héldu að Covid væri búið. Loksins núna, haustið 2022, fáum við tækifæri til að sýna fólki hvað þessi staður hefur upp á að bjóða. Þetta eru í raun fyrstu vikurnar sem við sjáum staðinn án takmarkana,“ segir Vilhelm Einarsson. „Móttökurnar hafa verið mjög góðar og við erum oft fullbókuð. Lífið er að detta í sinn vanagang,“ bætir hann við. Allt sem snýr að stærri hópum Í Minigarðinum er margt fleira í boði en hópefli fyrir fyrirtæki. Það er til dæmis hægt að halda barnaafmæli og einnig má bóka staðinn fyrir gæsanir, steggjanir og svo framvegis. „Það er hægt að bóka Minigarðinn fyrir barnaafmæli en þá fær afmælishópurinn sinn stað í Minigarðinum. Við sjáum um veitingar og krakkarnir geta spilað minigolf. Við tökum líka á móti íþrótta- og skólahópum og höfum verið með sértilboð fyrir slíka hópa,“ segir Vigdís Hind. „Allt sem snýr að stærri hópum rúmum við vel. En svo að sjálf- sögðu tökum við líka á móti gestum á eigin vegum, vina- hópum og fjölskyldum. Djammið er líka stórt hérna á föstudögum og laugardögum en þá byrjum við snemma með happy hour. Við hlökkum til að taka á móti ykkur!“ Eins og áður segir er Minigarðurinn mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, eða í Skútuvogi 2. Þangað er átta mínútna akstursfjarlægð frá miðborginni og næg bílastæði. n Áhugasöm fyrirtæki geta sent fyrirspurn á hopar@minigar- durinn.is en allar upplýsingar um hópatilboð er að finna á www. minigardurinn.is/hopar Kostirnir við Minigarðinn sem hópeflisstaður fyrir- tækja er að allir geta tekið þátt í minigolfi. Það eru engin átök og því getur fólk keppt sín á milli í sínu fínasta pússi. Vigdís Hind Gísladóttir 2 kynningarblað A L LT 23. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.