Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 2
Efnis-ÍKINGURV 3. tbl. 2016 · 78. árgangur · Verð í lausasölu kr. 1490 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Það var enginn leikur að koma sem viðvaningur um borð í Gullfoss. Frá því segir skipstjórinn, Guðmund- ur Kr. Kristjánsson, í bráðskemmtilegri grein. Himinglæfra. Víkingur hefur aldrei heyrt það orð fyrr en veit nú sitthvað eftir að hafa lesið fróðlega grein Ragnars Franzsonar um þetta hættulega náttúru- fyrirbæri. Verkalýðsfélögin í Harrisburg trúðu okkur ekki. Hilmar B. Jónsson heldur áfram að segja frá því íslenskri athafnasemi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur Noregs hefur kveðið upp dóm er varðar allar farmenn þar í landi. Helgi Laxdal gerir grein fyrir niðurstöðu dómaranna og spyr: Hvað með íslenska farmenn? Gamla myndin. Snæfell sjósett. Sönn veiðigleði. Skipstjórinn Eiríkur Sigurðsson segir af selveiði. Loftskeytamenn, horfin stétt. Hvað gerðu þeir eigin- lega um borð í skipum? Því svarar loftskeytamaður- inn Egill Þórðarson. Íþróttafréttamenn eru skemmtilegir menn, bæði viljandi og óvart. Hér getur að líta fáein dæmi. Áfram með Snæfellið. Hattar fyrir borð. Hvað er lyrik? Því svarar Einar Benediktsson skáld. Tíu mannskæðustu sjóslys og sjóhörmungar sögunnar. Hilmar Snorrason tíundar í þætti sínum, Utan úr heimi. Tveir menn fara á veiðar. Annar þeirra virðist þó með hugann við annað og skýtur eftir afstöðu konu sinn- ar í rúmi þeirra hjóna og ... Sjómenn, munið að senda inn myndir í Ljósmynda- keppnina 2016. Frívaktin. Við erum í fremstu röð fiskveiðiþjóða, segir Ólafur M. Jóhannesson, sem 28. september blæs til sjávarút- vegssýningar í Laugardalshöll. Ögn meira af ljósmyndum. Í Norrænu ljósmynda- keppninni 2016 voru veitt þrenn heiðursverðlaun. Kíkjum á myndirnar. Mannskæðasta sjóslysið á friðartímum. Bernharð Haraldsson tók saman. Árni Björn Árnason er maður ekki einhamur. Kíkið inn á vefsíðuna aba.is og sannfærist. Víkingur hefur gengið í smiðju til Árna og afraksturinn eru óborgan- leg tilsvör Grenvíkingsins, Jóhanns Adolfs Oddgeirs- sonar. Hann sá ekki smjörið á sneiðinni. Bernharð Haralds- son skráði eftir gamalli sögn. Vasasafnið í Stokkhólmi er engu öðru safni líkt. Þar öðlast jafnvel hinir óþreyjufyllstu safnahatarar hugarró og una hag sínum. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina tók Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri á Reval Viking, norðan við Sval- barða á 82 gráðum norður og 32 gráðum austur. Togað inni í ísnum, gæti myndin heitið, og sýnir vel aðstæðurnar sem skipin eru iðulega í á þessum slóðum. 4 8 12 20 26 25 28 30 32 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 18 17 16 33 34 35 36 40 42 38 44 Glefsur úr gömlum greinum Ágætu lesendur Víkingsins, undirrituðum datt í hug að skoða gömlu skrifin sín í þeim tilgangi að kanna hvort vandamál samtímans væru af sama meiði og þau sem við veltum okkur upp úr fyrir 12-15 árum síðan. Ég fæ ekki betur séð en að sömu úrlaunarefnin séu meira og minna óleyst um þessar mundir. 2002 Brot úr grein sem nefndist Áherslupunktar Of mikil samþjöppun aflaheimilda leiðir af sér of mikil völd sem aftur leiðir af sér að þeim sem völdin eru fengin, hættir gjarnan til að misnota þau. Þetta virð- ist vera það þema sem tröllríður þjóðfélaginu í dag, ekki bara í útgerð, heldur ekki síður í fjölmiðlaheiminum, versluninni, bönkunum og reyndar meira og minna í atvinnulífinu yfirleitt. 2003 Glefsur úr grein sem nefndist Vaxtarverkir Í fréttum ríkissjónvarpsins að kvöldi þriðjudagsins 21. janúar var viðtal við Guðbrand Sigurðsson framkvæmdastjóra hins nýstofnaða stórútgerðarfyrir- tækis Eimskipa sem ber nafnið Brim ehf. Þar lýsti framkvæmdastjórinn því sem sinni skoðun að gildandi reglur varð- andi hámarkshlutdeild fyrirtækja í aflaheimildum kæmu í veg fyrir eðlilegan vöxt fyrirtækisins. Segja má að vart hafi verið þornað blekið á sameiningar- pappírunum þegar Guðbrandur rak augun í þetta vandamál varðandi vöxtinn. Í sama fréttatíma var viðtal við nýjan formann sjávarútvegsnefndar Árna R. Árnason þar sem hann taldi að núverandi hámörk væru bara tilraunaverkefni sem auðvitað yrðu löguð til ef það sýndi sig, að í því væri fólgin hagræðing og samlegðaráhrifin væru á sínum stað. Það er ekki ýkja langt síðan að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra lýsti því mjög eindregið yfir að það væri alls ekki inn í myndinni að rýmka hámarks- hlutdeild frá þeim mörkum sem nú eru í gildi og fyrrverandi formaður sjávar- útvegsnefndar var sama sinnis síðast þegar ég frétti. Guðbrandi þótti það ekki óeðlilegt að 20% hlutdeild í þorski væri temmilegt sem næsta skref á hag- ræðingarbrautinni. Hætt er þó við að ekki liði á löngu þar til hækka þyrfti mörkin á ný og vafalaust sjá hagræðingarsérfræðingarnir framtíðina fyrir sér, í sínum villtustu draumum, sem eina eða tvær virkilega hagræddar samsteypur sem réðu yfir öllum íslenskum veiðiheimildum. Getur verið að þessi mest notuðu hugtök atvinnulífs samtímans svo sem hagræðing, samlegðaráhrif, hámarks hagnaður og arður, hætti að hafa þá merk- ingu sem þeim upphaflega var ætluð. Ef krafan um hámarks arðsemi í rekstri stórfyrirtækjanna leiðir af sér stóraukið atvinnuleysi vegna samþjöppunar og endalausrar „hagræðingar“ þá hlýtur sú spurning að vakna hvort við séum að ganga veginn til góðs. Er það hugsanlega þjóðhagslega hagkvæmt að hætt verði að einblína á hámarksarðsemi og í staðinn lögð áhersla á að halda ásættanlegu atvinnustigi? Hvort vegur þyngra t.d. að arðgreiðslur til hluthafa stórfyrirtækja lækki um helming eða að atvinnuleysið minnki um 50%? Er almenn velsæld um þessar mundir á leiðinni upp eða niður? Fróðlegt væri að fá fram vel útlistaða stefnu stjórnmálaflokkanna hvað varðar framtíð sjávarútvegs. Hvað finnst ykkur lesendur góðir? Árni Bjarnason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.