Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur Víkingur er ekki alveg viss um hvernig skilja beri fyrirsögn þessa kafla: Oft ratast kjöftugum satt orð á munn – eða er sá möguleiki ekki fyrir hendi að sá sem lokar aldrei kjaftinum segi eintóma þvælu - alltaf? Eða að minnsta kosti stundum eða jafnvel iðu- lega? En að hann rati oft á sannleikann – nei það finnst Víkingi ekkert senni- legra en að ruglið verði ofan á og mest áberandi. Skal nú Víkingi snúið frá villu síns vegar. Greinir nú nánar frá kjöftug- um.  „Hver hefur orðið ríkur á bókhaldi?“ Óskar Halldórsson þegar félagi hans minntist á að þeir þyrftu að hafa gott bókhald með nýju útgerðarfyrirtæki sem þeir voru að stofna.  „Undarlegir menn eru þessir prestar. Þeir gera allt til að sannfæra menn um ágæti himnaríkis en þegar þeir eiga kost á að komast þangað láta þeir eins og óðir menn.“ Gamall sægarpur um prest sem hann tók að sér að flytja milli lands og eyja en þeir hrepptu storm á leiðinni og prestur- inn varð dauðskelfdur og lét illa.  „Ósköp deyr af fólkinu síðan útvarpið kom.“ Gömul kerling.  „Þingeyingar vita manna best það sem allir vita.“ Húnvetnskur bóndi.  „Það finnur enginn til í glerhörðu bein- inu“, sagði bóndinn við kerlu sína þegar hún fékk tannpínu í fyrsta sinn  „Þið skuluð ekki vera að spara rólyndið, piltar mínir.“ Viðkvæði bónda nokkurs þegar hon- um þóttu deilur vinnumanna keyra úr hófi.  „Það hefir lengi verið fólks meining að álfar gefist en ég meina að enginn hafi séð þá.“ Hannes Árnason kennari við Latínu- skólann  „Og þú myndir nú líklega leka líka ef búið væri að skaka annað eins á þér.“ Bessi í Skógum í Fnjóskadal þegar ung stúlka skammaði hann fyrir að bjóða ferðamönnum upp í lekabyttu en Bessi var ferjumaður á Fnjóská.  „Af því að hann getur hvorki skrifað né talað þá halda allir að hann geti hugsað.“ Einar Benediktsson skáld um séra Eirík Briem.  „Ef menn ætla að láta kveikja í þá dugir ekki annað en fá til þess stálheiðarlega menn.“ Sigurður Berndsen.  „Nei, það eru drápsklyfjar, loforð öðrum megin en svik hinum megin.“ Bólu-Hjálmar þegar hann kom úr kaupstað með lausan hest og náungi hans vakti máls á því við hann hversu lítið hann hefði með sér til baka úr kaupstaðnum.  „Stundum er betra að láta þögnina sjá um skammirnar.“ Jón Hjaltason  „Lyrik er það að yrkja með klofinu.“ Einar Benediktsson.  „Felið ykkur drottni piltar mínir. Ég reiði mig á stjórann.“ Andrés Guðmundsson, formaður á hákarlaskipi, þegar hásetum hans féllst hugur og hófu bænalestur þar sem skip- ið lá við stjóra í hinu versta veðri og náttmyrkri. Andrés var frá Gautsdal í Geiradal en skipið var gert út frá Gjögri á Ströndum. Þetta var á fyrri hluta 19. aldar.  „Geta má þess til að frelsari vor hafi fyrst birst konum eftir upprisuna til þess að tryggja sér það að fréttin bærist út.“ Úr páskaræðu ónefnds prests.  „Að ríða henni, það er eins og að sitja á engu og halda í ekkert.“ Gísli Einarsson í Ásum í Gnúpverja- hreppi að lýsa uppáhaldshryssunni sinni.  „Þetta kalla ég illa farið með góðan þorsta.“ Árni Pálsson þegar kunningi hans, timbraður og þyrstur, pantaði sódavatn.  „Betra er yndi en auður.“ Stephan G. Stephansson. Oft ratast kjöftugum satt orð á munn „Hver hefur orðið ríkur á bókhaldi?“ vildi út- gerðarmaðurinn Óskar Halldórsson fá að vita. „Allir auðmenn eru ræningjar,“ fullyrti Þórbergur Þórðarson. Sleggjudómur? Afsakið myndina hér af Aristotle Onassis, með henni er ekkert gefið í skyn en allir vita að hann var vellríkur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.