Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 30
Stærst allra fyrr og síðar Stærsti fljótandi farkostur í olíuvinnslu allra tíma hefur fengið nafnið Prelude og er fyrst sinnar tegundar í heiminum. Um er að ræða fljótandi jarðgas vinnsluskip sem hefur verið í smíðum hjá Samsung Heavy Industries and Technip í Suður- Kóreu fyrir Konunglega hollenska Shell. Prelude er engin smásmíði eða 488 metr- ar á lengd og 74 metrar á breidd. Til samanburðar þá var stærsta skip allra tíma, Seawise Giant 458 metrar á lengd og einungis 68,8 á breidd. Stálið sem hefur farið í smíði skipsins eru rúm 260,000. Fulllestað mun það taka meira en 600.000 tonn eða fimm sinnum meira en særými Nimitz-klassa flugmóður- skips. Áætlun um smíði skipsins gerðu ráð fyrir, árið 2013, að það myndi kosta á bilinu 10,8 til 12,6 milljarða dollara. Óvænt endalok Í seinni heimsstyrjöld unnu Þjóðverjar stöðugt að þróun kafbáta sinna. Þann 16. mars 1944 var kafbáturinn U-1206 tilbú- inn frá skipasmíðastöð en hann var af gerðinni 7C og var búinn nýrri tegund af salerni sem var þannig hannað að kafbát- urinn átti að geta farið dýpra til að forð- ast árásir bandamanna. Um var að ræða mjög flókið háþrýsti lokakerfi sem sérs- taka þjálfun þurfti til að nota. Kafbáts- foringinn, Karl-Adolf Schlitt, og áhöfn hans héldu þegar til þjálfunar sem stóð yfir til loka mars 1945. Hélt kafbáturinn í fyrstu árásarferð sína 6. apríl 1945 en siglt var frá Kristiansand í Noregi í átt að Bretlandseyjum í leit að óvinaskipum. Ferðin gekk vel fyrstu sjö dagana en á áttunda degi fór kafbátsforinginn á sal- ernið og lenti í vandræðum með lok- unarbúnað þess. Kallaði hann á aðstoð vélstjóra sem ekki bætti úr því hann opnaði rangan krana. Þessi mistök urðu til þess að sjór komst inn í kafbátinn með þeim afleiðingum að rými fram í flæddi sem og að sjór komst í rafgeyma. Við það að sjór komst í rafgeyma kaf- bátsins myndaðist klórgas sem neyddi bátinn úr kafi. Því miður fyrir áhöfnina og kafbátinn, sem þá var skammt frá ströndum Skotlands, varð hans strax vart. Meðan þeir voru hörðum höndum að dæla hreinu lofti niður í bátinn kom orustuflugvél á staðinn en þar sem áhöfnin átti ekki nokkurn möguleika á að komast niður í bátinn sökum gassins ákvað kafbáts foringinn að sökkva kaf- bátnum. Þrír bátsverjar drukknuðu af 37 manna áhöfn kafbátsins en hinum var bjargað og settir í fangabúðir þar á meðal kafbátsforinginn sem lauk þar sinni fyrstu og einu árásarför með óvæntum afleiðingum klósettferðar sinnar. Flak kafbátsins fannst 1970 þegar verið var að leggja olíuleiðslur í borpall í Norður- sjó. Smælki Tvær af hverjum þremur áhöfnum skipa heimsins hafa ekki möguleika á sam- skiptum út fyrir skipið meðan það er á opnu hafi. Aðeins ein áhöfn af tíu hafa frían aðgang að internetinu. - Árið 2010 voru sómalskir sjóræningjar með 544 sjómenn í gíslingu. Árið 2012 voru árásir sjóræningja á sjómenn fleiri en fjöldi alvarlegra glæpa í Suður-Afríku sem er það land sem er með hæstu glæpatíðni í heiminum. - Árlega farast meira en 2.000 sjómenn við störf sín en að meðaltali far- ast tvö skip á hverjum degi ársins. - Meðalsiglingavegalengd gámaskips á ári er álíka og þrjá fjórðu vegalengdarinnar til og frá tunglinu. - Stærstu skipin geta flutt 745 milljónir banana sem fylla 15.000 gáma sem jafngildir einum ban- ana á alla íbúa Evrópu og Norður-Ame- ríku til samans. - Heimsskipaflotinn samanstendur af um 55.000 kaupskipum sem mönnuð eru 1,5 milljón sjómanna. - Á heimsvísu eru einungis 2 til 10% allra gáma skoðaðir af tollayfirvöldum en áætlað er að í Bandaríkum takist aðeins að skoða 5% af þeim 17 milljónum gáma sem koma að landamærum landsins ár- Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Prelude er stærst allra fljótandi fara. 30 – Sjómannablaðið Víkingur Skipstjórinn á U-1206 lenti í djúpum hægðum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.